Barnablaðið - 28.02.2015, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4
Hvenær byrjaðir þú að syngja?
Þegar ég var 10 ára byrjaði ég í
Drengjakór Reykjavíkur. Við æfum
tvisvar í viku í Hallgrímskirkju og
komum fram í kirkjunni a.m.k.
einu sinni í mánuði. Við erum
20-30 strákar í kórnum og erum á
aldrinum 8-15 ára. Oftast syngjum
við allir saman en stundum syngja
einhverjir einsöng, t.d. í messum
eða á jólatónlekum. Það er sami
stjórnandi sem stjórnar okkur og
Karlakór Reykjavíkur.
Af hverju ópera?
Það er skemmtilegt
að hlusta á óperu
og ég hef meiri
áhugi á að syngja
óperu heldur en
eitthvað annað.
Það er líka
mjög áhugavert
fólk sem tengist
óperunni. Margt
spennandi í þessu.
Hver er munurinn á óperu
og venjulegum söng?
Við erum náttúrulega bara strákar
í Drengjakórnum og við syngjum
mest klassísk lög. Ég syng 1.
sópran, sem er hæsta röddin, og
næ því frekar léttilega.
Maður þarf að vera mjög áhuga-
samur um söng til að hafa gaman
að þessu.
Næstu skref í söngnum eftir að
þátttöku þinni í drengjakórnum
lýkur?
Ég ætla allavega að halda áfram
að syngja. Ég er í smá pásu núna
þar sem ég er í mútum og röddin
að breytast. En vonandi byrja ég
sem fyrst aftur.
Svo er stefnan tekin á Menntaskól-
ann í Hamrahlíð. Kannski endar
maður svo í karlakór einhvern
tímann.
Hvernig kviknaði áhugi
þinn á söng?
Ég byrjaði að leika mér að syngja
mjög hátt. Mamma fór að hvetja
mig áfram og sagði að ég
væri góður í þessu. Þá
vildi hún láta mig
fara í kór og við
prófuðum fyrst
kórinn í Bústaða-
kirkju en svo
fór ég fljótlega í
Drengjakórinn,
sem mér þótti
henta betur. Þá fór
ég í prufur inn í þann
kór og komst inn. Nú er
ég kominn með silfurmedalíu,
sem maður fær eftir þrjú ár.
Hvað áttir þú að gera
í inntökuprófinu?
Ég átti að syngja lag og var svolítið
feiminn við það. Svo átti að fylgja
píanóinu með því að syngja
ákveðnar nótur.
Eru fleiri í fjölskyldunni
svona söngelskir?
Systir mömmu er óperusöngkona
og pabbi segir að Stefán Íslandi
sé frændi minn og margir fleiri
lagvissir í ættinni.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að syngja?
Mér finnst bara skemmtilegast að
syngja alla óperu.
Þarf maður ekki alltaf að
vera fínn klæddur þegar maður
kemur fram?
Jú, sérstaklega í kórnum. Við
komum alltaf fram í matrósaföt-
um. Það eru dálítið strangar reglur
sem gilda. Þá á maður að hafa
hendur fyrir aftan bak, greitt hárið,
í pússuðum skóm og í nýstraujuð-
um fötum.
Hvað finnst þér erfiðast
í ö g ?
Mér finnst erfiðast að syngja
djúpu tónana. Stundum heyrist
líka hærra í píanóinu en manni
sjálfum og þá getur verið erfitt að
halda sér á línunni. T.d. þegar við
syngjum á latínu og maður heyrir
ekkert í sjálfum sér.
Á hvaða tungumálum syngið þið?
Latínu, frönsku, ítölsku, þýsku og
eitthvað á íslensku líka. Maður
þarf ekkert að skilja allt sem
maður er að syngja.
Í hvaða raddir skiptist
Drengjakórinn?
Hann skiptist í þrjár raddir,
1. sópran, 2. sópran og altrödd.
1. sópran er hæsta röddin.
Jóhann Egill Sveinbjörnsson syngur 1. sópran í
Drengjakór Reykjavíkur, sem æfir tvisvar í viku í Hall-
grímskirkju. Hann hefur tekið þátt í óperunum Carmen
og Baldursbrá og lítur upp til Garðars Thors Cortes.
„Systir
mömmu er
óperusöng
kona
og pabbi se
gir að
Stefán Ísla
ndi sé
frændi min
n.“
Strangar
reglur
í drengja-
kórnum
s n num
Jóhann Egill á
heimili sínu í
Fossvogi.