Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 félag nokkurra stærstu félagsliða Evrópu, sagði í gær að félagsskapur hans myndi sækja það fast að FIFA greiddi bætur af einhverju tagi vegna þeirr- ar miklu röskunar sem yrði á mótahaldi í Evrópu vegna HM 2022. Ennfremur fullyrðir Sky að UEFA, Knattspyrnu- samband Evrópu, ætli að leggja til við FIFA að úr- slitaleikur HM 2022 fari fram 23. desember og mótið hefjist 26. nóvember. Ekki virðist einhugur ríkja um það því sumir evrópskir fréttamiðlar greindu frá í gær að FIFA ætlaði að leggja til að úrslitaleikur HM 2022 fari fram 18. desember en þá er þjóðhátíðardagur Katar. Allt þetta mál mun skýrast þegar stjórn FIFA kemur saman og hnýtir síðustu lausu endana á fundi sínum 19. og 20. mars. iben@mbl.is 2022 í Katar Franski hand-knattleiks- maðurinn Nikola Karabatic var kjörinn hand- knattleiksmaður ársins 2014 í kjöri sem Alþjóða handknattleiks- sambandið, IHF, stóð fyrir og um 55.000 tóku þátt í. Daninn Mikkel Hansen varð í öðru sæti og Thierry Omeyer, markvörð- ur franska landsliðsins og PSG, hafnaði í þriðja sæti. Þetta er í sjötta sinn sem franskur handknattleiks- maður verður fyrir valinu sem IHF hefur staðið fyrir frá árinu 1988. Hin brasilíska Eduarda Amorim var kjörin handknattleikskona árs- ins 2014 með nokkrum yfirburðum, hún fékk rúmlega 35% atkvæða.    Jakob Vestergaard hefur veriðráðinn þjálfari þýska kvenna- landsliðsins í handknattleik. Hann leysir af landa sinn, Heine Jensen, sem leystur var frá störfum á dög- unum. Jensen hafði stýrt þýska kvennalandsliðinu í fimm ár og var fyrsti Daninn til að þjálfa landsliðs Þjóðverja í handknattleik.    Keflavík hefursamið við spænska knatt- spyrnumanninn Kiko Insa um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Insa er 27 ára gamall mið- vörður. Hann lék með Víkingi Ólafsvík árið 2013 og tók þátt í 15 viðureignum í Pepsi- deildinni og skoraði eitt mark. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Insa hefur leikið með liðum á Spáni, Belgíu og Þýskalandi og lék í Lett- landi á síðasta ári. Ennfremur kemur fram á heima- síðu Keflavíkurliðsins að félagið eigi í viðræðum við Þór Akureyri um að fá Jóhann Helga Hannesson frá fé- laginu en mun nokkuð bera á milli í þeim viðræðum.    Sænska landsliðskonan í hand-knattleik, Isabelle Gulldén, sem þótti einn besti leikmaður EM sem haldið var í desember, hefur ákveðið að yfirgefa Viborg í Danmörku í vor. Hún hefur skrifað undir samning við CSM Bucuresti í Rúmeníu en félagið býður leikmönnum gull og græna skóga um þessar mundir. Margir leikmenn Viborg hafa á síðustu vik- um skrifað undir samninga við önn- ur félög og ljóst þykir að þetta forna danska handboltaveldi verður ekki svipur hjá sjón á næsta keppn- istímabili.    Eins og svo oftáður þá fór Stephen Curry fyrir sínu liði, Golden State, þegar það vann sinn 44. sigur í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt. Curry skoraði 32 stig þegar Golden State lagði Washington, 114:107, á útivelli. Klay Thompson skoraði 17 stig fyrir Golden State-liðið og Dray- mond Green var með 13 stig. Paul Pierce, reyndi hvað hann gat til að forðast enn eitt tapið en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann skoraði 25 stig fyrir Washington-liðið og var stigahæstur.    Fyrrverandi landsliðsfyrirliðiÍtala, Fabio Cannavaro, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að rjúfa innsigli lögreglunnar utan um heimili hans. Cannavaro er til rannsóknar vegna skattsvika en hann braut gegn tilskipun dómstóla um að hann færi ekki inn í húsið. Fólk sport@mbl.is Meistaradeild Evrópu í handknattleik tekur breytingum frá og með næstu leiktíð og óhætt er að segja að fyrir- komulagið verði talsvert flóknara en það er í vetur. Þátttökuliðum verður fjölgað úr 24 í 28 og skipt í fjóra riðla í upphafi, eins og verið hefur, en þar með er ekki næstum því öll sagan sögð. Tveir riðlanna, A og B, hafa 8 lið hvor og þar verða sigurvegarar bestu deilda Evrópu. Þessir riðlar eru sterkari og eftirsóknarverðari en C- og D-riðlarnir. Liðin tíu sem hafna í 2.-6. sæti í þessum riðlum komast áfram í 16-liða úrslit. Efstu lið riðl- anna fara hins vegar beint í 8-liða úr- slit, sem verður að teljast óvenjulegt. Því má segja að 16-liða úrslitin séu í raun ekki 16-liða heldur 12-liða, til að pláss sé í 8-liða úrslitum fyrir sigur- liðin tvö í A- og B-riðli. Sex lið verða svo í C-riðli og sex í D- riðli. Liðin þrjú sem komast áfram í gegnum sérstaka 12 liða forkeppni leika meðal annars í þessum riðlum. Efstu tvö lið úr hvorum riðli fara í víxl-umspil um tvö laus sæti í 16-liða úrslitunum (eða 12-liða úrslitunum eins og kannski væri réttara að kalla þau). Frá og með 8-liða úrslitunum er fyrirkomulagið hefðbundið og endar með fjögurra liða úrslitahelginni sem getið hefur sér gott orð. Verðlaunaféð fyrir að ná þangað hefur verið aukið og fá liðin fjögur samtals eina milljón evra, jafnvirði 150 milljóna króna, og þar af fær sigurlið keppninnar helm- inginn eða um það bil 75 milljónir. Nýja fyrirkomulagið þýðir að liðin í A- og B-riðlunum leika 14 leiki hvert, sjö á heimavelli og sjö á útivelli. Það er aukning um fjóra leiki fyrir hvert lið. Í C- og D-riðli leika liðin 10 leiki hvert eins og verið hefur. Þar með verða leikir í keppninni 200 alls í stað 148 áður. Þátttökuþjóðum fjölgar einnig úr 15 í að lágmarki 20 en að há- marki 28, allt eftir því hvaða lið kom- ast í gegnum forkeppnina í byrjun september. sindris@mbl.is Fleiri lið og mun flóknara fyrirkomulag Tinna Soffía Traustadóttir, fyrirliði úrvalsdeild- arliðs Selfoss, hefur ákveðið að hætta handknatt- leiksiðkun sökum höfuðmeiðsla. Tinna staðfestir þetta í samtali við netmiðilinn Fimmeinn.is og seg- ir ákvörðunina hafa verið tekna í samráði við lækna. Tinna hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika að undanförnu sem rekja má til þess að hún þrínef- brotnaði fyrr í vetur. Tinna reyndi á dögunum að spila með andlitsgrímu til varnar nefinu þegar Sel- foss mætti Haukum í bikarkeppninni og endaði í framhaldinu á gjörgæslu. „Það var einmitt í þeim leik sem ég ákvað að reyna á að koma til baka eftir höfuðhöggið og láta reyna á mig. Í leiknum sjálfum fann ég þó til höf- uðverkjar og spilaði aðeins í 30 mínútur. Í kjölfar- ið og eftir leikinn lagaðist ég lít- ið og var ég lögð inn á sjúkra- hús og þaðan á gjörgæslu, þar sem ég var meðal annars svæfð. Ég held að ég sé nú búin að fara í allar þær rannsóknir sem hægt er að framkvæma og nið- urstaða fundarins með mínum læknum er einfaldlega að ég má ekki fá annað höfuðhögg og þar af leiðandi ekki spila meiri handbolta,“ er haft eftir Tinnu á Fimmeinn.is en þar kemur jafnframt fram að hún hafi tilkynnt liðsfélögum sínum ákvörðun sína síð- astliðinn þriðjudag. Selfoss er í 8. sæti Olísdeild- arinnar með 15 stig. kris@mbl.is Fyrirliði Selfoss lætur staðar numið Tinna Soffía Traustadóttir KÖRFUBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Petrúnella Skúladóttir var í stóru hlutverki hjá Grindavík þegar liðið varð bikarmeistari í körfuknattleik um helgina með sigri á Keflavík. Hún var valin Moggamaður leiksins fyrir sína frammistöðu í Laugardalshöll- inni á laugardaginn, enda skoraði hún til að mynda 17 stig og tók 10 fráköst í leiknum. Færri lesendur vita kannski að daginn eftir varð systir Petrúnellu, Hrund Skúladóttir, bik- armeistari í 9. flokki, einnig eftir sig- ur Grindavíkur á Keflavík. Og Hrund var ekki í neinu aukahlutverki því hún skoraði 32 af 57 stigum Grindavíkur í leiknum! Hún setti meðal annars nið- ur 6 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kærastinn þjálfar litlu systur Petrúnella hafði fleiri ástæður til að fylgjast með úrslitaleiknum í 9. flokki því Jóhann Árni Ólafsson, kær- asti hennar og leikmaður Grindavík- ur, er þjálfari þess flokks. „Ég fylgdist bara spennt með á Sport TV og þetta var svakalegur leikur hjá Grindavíkurliðinu. Hrund er ótrúlega góð og hefur skorað rosa- lega mikið og staðið sig vel. Í þessum leik voru samt svo margar „stórar“ körfur hjá henni, á mikilvægum augnablikum,“ sagði Petrúnella við Morgunblaðið. „Grindavík hefur alltaf tapað fyrir Keflavík hjá þessum árgangi í gegn- um árin, þannig að Hrund hafði aldrei upplifað það að leggja Keflavík að velli,“ bætti hún við. Fjórtán ára í meistaraflokki Hrund er aðeins 14 ára gömul en þrátt fyrir það hefur hún unnið sér sæti í leikmannahópi meistaraflokks Grindavíkur og sat á bekknum þegar Petrúnella og fleiri sigldu bikarmeist- aratitlinum í höfn. Því má segja að Hrund sé tvöfaldur bikarmeistari þetta árið. „Hún hefur æft með meistara- flokknum í vetur og verið í hóp í leikj- unum og er bara búin að standa sig vel. Hún er náttúrlega í 9. bekk en er með mjög góða tækni og svo er hún með virkilega góðan leikskilning mið- að við aldur. Maður finnur oft fyrir því á æfingum hverjar eru ungar og óreyndar en maður verður ekkert var við það hjá henni. Hún er líka algjör töffari, alveg sama hvað öðrum finnst og dugleg og ákveðin í öllu sínu,“ sagði Petrúnella. Aðspurð hvort Hrund hljóti ekki að líta upp til stóru systur hló hún létt. „Jú, vonandi … einhvern veginn rataði hún alla vega inn á æfingu!“ Elsta systirin hélt sig við fót- bolta Þær Petrúnella og Hrund eiga eldri systur, Sigurbjörgu, sem lét aldrei að sér kveða í körfuboltanum en var liðtæk knattspyrnukona. Allar stunduðu systurnar reyndar knatt- spyrnu. „Æskuvinkona mín píndi mig til að koma á körfuboltaæfingu þegar ég var 12 ára eða svo, og síðan hef ég verið í körfunni. Það var eins með Hrund, hún byrjaði í fótboltanum en færði sig svo yfir,“ sagði Petrúnella, sem eftir að hafa hlaðið systur sína lofi vildi sem minnst úr sinni frammi- stöðu á laugardaginn gera, þrátt fyrir frábæran leik: „Mér fannst við allar standa okkur svo vel í þessum leik. Mín frammi- staða var ekkert meira framúrskar- andi en annarra. Það var liðsheildin sem vann þennan leik. Við spiluðum mjög vel saman, sem hefur kannski vantað svolítið hjá okkur.“ Ljósmynd/Úr einkasafni Ánægðar Hrund og Petrúnella Skúladætur úr Grindavík urðu báðar bikar- meistarar um helgina og handleika hér sigurverðlaunin.  Petrúnella og Hrund fóru illa með Keflavík í Laugardalshöll um helgina Þrír bikar- meistaratitlar til systranna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.