Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015 ÍÞRÓTTIR Handknattleikur Hart barist í Laugardalshöllinni í kvöld þegar kvennalið Gróttu, Hauka, ÍBV og Vals leiða saman hesta sína í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Valskonur eiga titil að verja 4 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Golli Röggsamur Sigmundur hefur langa reynslu af dómgæslu. KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Tilkynnt var í gær að alþjóðadóm- arinn Sigmundur Már Herbertsson hefur verið tilnefndur af evrópska körfuknattleikssambandinu til að dæma í lokakeppni EM, EuroBasket 2015, í haust. Að öllu óbreyttu verð- ur Sigmundur þá fyrsti Íslending- urinn sem dæmir í lokakeppni hjá A- landsliðunum í körfubolta. „Ég er fullur þakklætis og til- hlökkunar en er líklega ekki alveg búinn að ná þessu ennþá. Þetta á eft- ir að síast betur inn en þetta kom verulega ánægjulega á óvart,“ sagði Sigmundur þegar Morgunblaðið tók hann tali í gær en hann fékk frétt- irnar í gærmorgun. Gældi við þennan möguleika Sigmundur segist hafa gælt við þann möguleika að hann gæti fengið tækifæri eftir að Íslands vann sér þátttökurétt í lokakeppninni. Hann segist þó ekki hafa búist við því að þetta yrði niðurstaðan enda sé þetta langstærsta verkefni sem honum hafi verið falið á ferlinum. „Ég bjóst ekkert endilega við þessu en í mínum huga jukust lík- urnar þegar Ísland komst á mótið þó ekki sé samasemmerki þar á milli. Ég get alveg viðurkennt að ég gældi við þennan möguleika og því var mjög ánægjulegt að fá þessar fréttir í morgun. Ég hef svo sem haft um nóg annað að hugsa í vetur enda nóg að gera í dómgæslunni hérna heima,“ sagði Sigmundur sem hefur verið alþjóðadómari frá árinu 2003. Hefur hann notið mikillar virðingar á meðal leikmanna í deildunum hér heima og ótal sinnum verið kjörinn dómari ársins á lokahófi KKÍ. Sig- mundur dæmdi til að mynda bikar- úrslitaleik kvenna á dögunum í fimmta skipti og hefur átta sinnum annast dómgæslu í bikarúrslitaleik karla. Hann segir að lokakeppni EM verði langstærsta verkefnið til þessa á ferlinum en spurður hvað kemst næst því nefnir hann Evrópukeppni félagsliða. „Ég hef dæmt í 16-liða úr- slitum í Evrópukeppni félagsliða, Eurochallenge, á vegum FIBA Eu- rope. Þetta verður því langstærsta verkefni mitt. Eurobasket er svo risastórt og dómararnir í keppninni eru eðlilega mjög sterkir. Í þessari keppni eru þvílíkar stórþjóðir að manni finnst hálfótrúlegt að sjá Ís- landi í þessum hópi.“ Riðillinn skiptir ekki máli Mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey, segir í frægri fyllirísvísu og Sigmundi er nokk sama í hvaða riðil hann verður sendur. Hann mun ekki dæma í riðli Íslands en hinir þrír riðlarnir verða í Frakklandi, Króatíu og Lettlandi. „Mér er svo sem alveg sama hvar ég lendi. Allt eru þetta flottir riðlar. Sjálfsagt þurfum við dómararnir að mæta eitthvað fyrr á keppnisstaðinn, auk þess sem við dæmum mögulega á æfingamótum í ágúst,“ sagði Sigmundur ennfremur en veit ekki nákvæmlega hvernig undirbúningi dómara verður háttað. „Risastórt verkefni“  Skrautfjöður í hatt Sigmundar Más Herbertssonar  Fyrsti Íslendingurinn sem valinn er til að dæma í lokakeppni A-landsliða í körfuknattleik Ingibjörg Jak- obsdóttir, bak- vörður í bikar- meistaraliði Grindavíkur í körfubolta, var ein þeirra sem runnu á dúknum í Laugardalshöll- inni um síðustu helgi. Ingibjörg fór meidd af velli um tíma í úrslitaleiknum gegn Keflavík en tókst þó að koma aftur inn á og ljúka leiknum þar sem Grindavík fagnaði sigri, 68:61. Meiðsli Ingibjargar virðast ekki ætla að draga dilk á eftir sér að sögn Sverris Þórs Sverrissonar, þjálfara Grindavíkur. Þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gær sagði Sverrir að Ingibjörg hefði ekki æft með liðinu eftir bikarúrslitaleikinn vegna lærmeiðslanna en ekki væri útlit fyrir annað en að hún gæti spilað næsta leik. kris@mbl.is Ætti að spila næsta leik Ingibjörg Jakobsdóttir FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er bara hundleiðinlegt. Það er mikil óvissa í gangi akkúrat núna,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, knatt- spyrnumaður hjá Start í Noregi, við Morgunblaðið í gærkvöld. For- ráðamenn Start hafa lýst því yfir að allir leikmenn félagsins séu til sölu vegna afar slæmrar fjárhagsstöðu, og það þýðir að Matthías, Guðmundur Kristjánsson og Ingvar Jónsson gætu verið á förum. Fréttirnar komu sem þruma úr heiðskíru lofti en Matthías og Guðmundur skrifuðu undir nýja samninga síðasta haust sem gilda út árið 2017, og Ingvar kom frá Stjörn- unni í vetur. „Eins og stendur þá verð ég áfram hjá félaginu. Ég var bara að koma heim úr æfingaferð til Spánar, og gekk mjög vel þar, en svo ætlar stjórnin að vinna í þessum málum núna og ég veit ekkert hvað verður. Það er ekki þægi- legt fyrir fjölskyldumenn að standa í þessum sporum,“ sagði Matthías sem var einmitt í miðjum klíðum við að koma börnum í háttinn þegar Morg- unblaðið hafði samband. Matthías er lykilmaður í liði Start og raðaði inn mörkum í æfingaferð liðsins til La Manga á Spáni. Ætla má að fréttir af fjárhagsstöðu félagsins hafi haft áhrif á stemninguna í ferðinni. „Við fengum þessar fréttir tveim- ur tímum fyrir brottför til Spánar. Þá vorum við allir kallaðir inn á fund og sagt frá þessu. Það var því ekkert verið að gefa okkur sérstaka orku fyrir ferðina, en það gekk mjög vel þrátt fyrir það,“ sagði Matthías, sem byrjar árið af miklum krafti eft- ir að hafa glímt við meiðsli í fyrra. Magnús Agnar Magnússon, um- boðsmaður Matthíasar og Guð- mundar, segir mikinn áhuga á þeim báðum hjá félögum í Noregi og Sví- þjóð. Þau bíði nú færis á meðan mál Start skýrist. Óþægilegt í þessum sporum  Íslendingarnir á förum frá Start?  Norsk og sænsk félög fylgjast með Morgunblaðið/Golli Óvissa Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Þeir gætu báðir átt eftir að flytja sig um set brátt. Þorgerður Anna Atladóttir spilaði sinn fyrsta leik í fimmtán mánuði í gærkvöldi þeg- ar lið hennar, HC Leipzig, vann þriggja marka útisigur á Trier, 29:26, í þýsku úr- valsdeildinni í handknattleik. Þetta var jafnframt fyrsti leikur Þorgerðar með liðinu, en hún gekk til liðs við félagið í júlí á síðasta ári frá Flint/Tönsberg í Noregi. Þrálát meiðsli í öxl hafa hins vegar haldið henni frá keppni lengi vel og mörg bakslög hafa komið í það bataferli. Þorgerður var ekki á meðal markaskorara í sigrinum í gær- kvöldi en Leipzig er í þriðja sæti deildarinnar. yrkill@mbl.is Fyrsti leikur Þorgerðar Þorgerður Anna Atladóttir  Alfreð Gíslason skoraði 7 mörk fyrir íslenska landsliðið í handknatt- leik þegar það sigraði Pólland 29:26 í úrslitaleik B-heimsmeistarakeppn- innar í París 26. febrúar 1989.  Alfreð fæddist 1959 og lék með KA og KR, Essen í Þýskalandi og Bidasoa á Spáni en lauk ferlinum sem spilandi þjálfari KA. Alfreð lék 190 landsleiki. skoraði 542 mörk og lék á ÓL 1984 og 1988. Hann hefur síðan þjálfað Ha- meln, Magdeburg, Gummersbach og Kiel í Þýskalandi, auk íslenska lands- liðsins 2006-2008, og unnið fjölda Þýskalands- og Evróputitla. Alfreð var kjörinn íþróttamaður ársins 1989. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.