Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 1
ATVINNA SUNNUDAGUR 1. MARS 2015 Fólk á ferð um landið fer varlegar nú en áður. Vitundarvakningin er skýr. Ég sé mikinn árangur af starfi mínu, þar sem ég sameina áhuga minn á björgunarmálum og ferðamálum. Jónas Guðmundsson verk- efnissjóri hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. DRAUMASTARFIÐ www.hi.is Embætti rektors Háskóla Íslands er laust til umsóknar Háskólaráð Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti rektors. Rektor er æðsti fulltrúi skólans og talsmaður gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Rektor ber enn fremur ábyrgð á framkvæmd stefnu háskólans og tengslum háskólans við innlenda og erlenda samstarfsaðila. Þá hefur hann eftirlit með allri starfsemi háskólans. Skipunartímabil rektors er fimm ár, frá 1. júlí 2015. Embættisgengir eru þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Umsóknir skulu berast starfsmannasviði, Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík eða á netfangið starfsumsoknir@hi.is, merkt HI15010208. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2015. Frekari upplýsingar um starfið má finna á vef Háskóla Íslands, http://www.hi.is/rektorskjor2015 Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og þar stunda nærri fjórtán þúsund nemar grunn- og framhaldsnám um þessar mundir. Fastir starfsmenn eru um 1400 talsins og stundakennarar vel á þriðja þúsund. Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknaháskóli og hefur verið í hópi 300 bestu háskóla heims frá árinu 2011 samkvæmt matslista Times Higher Education World University Rankings. Skólinn er í nánu samstarfi við marga af helstu rannsóknaháskólum og háskóla- deildum heims og rannsóknavirkni starfsmanna hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Um leið hefur skólinn ríkum skyldum að gegna við íslenskt samfélag, menningu og tungu með rannsóknum sínum. PIPA R \ TBW A • SÍA Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Laus eru til umsóknar störf lækna í starfsnámi á geðsviði. Starfshlutfall er 80-100% og veitast störfin frá tímabilinu 1. maí 2015 til 1. nóvember 2015, í 4-12 mánuði. Störf til 4-6 mánaða geta nýst sem hluti af sérnámi í öðrum sérgreinum en geðlæknisfræði svo sem heimilis-, endurhæfingar- og öldrunarlækningum. Einnig er þetta mjög gott tækifæri fyrir heimilislækna sem vilja auka þekkingu sína á greiningu og meðferð geðsjúkdóma í teymisvinnu samhliða þátttöku í sérnámi námslækna í geðlækningum. Helstu verkefni og ábyrgð » Þjálfun í geðlækningum með þátttöku í klínísku starfi » Þátttaka í kennslu- og fræðsluprógrammi námslækna tvo virka daga í mánuði » Þátttaka í reglubundinni handleiðslu og þjálfun í samtalsmeðferð, m.a. í hugrænni atferlismeðferð, psychodynamiskri meðferð og áhugahvetjandi samtölum, eru hluti af sérnámi í geðlæknisfræði Þátttaka í rannsóknum og í hópmeðferð stendur áhugasömum umsækjendum til boða. Unnið hefur verið ötullega að því að byggja upp prógrammið í samvinnu við námslækna á síðustu árum með góðum árangri. Hæfnikröfur » Almennt lækningaleyfi » Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum » Vilji til þátttöku í áframhaldandi þróun sérnámsins Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2015. » Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt lækningaleyfi. » Umsækjendum sem uppfylla skilyrði verður boðið í viðtal og byggir ráðning m.a. á frammistöðu í viðtali og innsendum gögnum. » Upplýsingar veita Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir, engilbs@landspitali.is, sími 543 1000 og Nanna Briem, sérfræðilæknir, nannabri@landspitali.is, sími 543 1000. LÆKNAR Í STARFSNÁMI Móttökuritari Óskum eftir móttökuritara á læknastöð Augnlækna Reykjavíkur frá og með 1. apríl. Um er að ræða eina 100% stöðu eða tvær 50% stöður. Vinnutími er milli klukkan 8 og 17, þó ekki meira en 8 tímar á dag. Í starfinu felst símsvörun, tímabókanir, sjónsviðs- mælingar, augnbotnamyndatökur og móttaka sjúklinga, sem og önnur störf sem til falla. Æskilegt er að umsækjandi sé eldri en 35 ára. Ekki er tekið við fyrirspurnum varðandi starfið í síma. Umsóknir berist á netfangið ritari@augn.is fyrir 7. mars 2015.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.