Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 1

Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 Reynsluakstur Fjórða kynslóð Ford Mondeo er komin á markað og kemur hann verulega á óvart. Hann er svalur í útliti, ljúfur sem lamb, rúmgóður og ofan á allt þetta er hann eyðslugrannur sem smábíll. Alpine margmiðlunartæki með leiðsögukerfi fyrir þá sem víða rata Reykjavík - Raufarhöfn - Róm Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is Í framhaldi af umfjöllun um verklag og tækjakost við lagningu malbiks hér á landi er sannarlega ekki úr vegi að líta á hver gæði þess eru. Í síð- asta bílablaði kom fram að betri tækjakost- ur til flutnings á malbiki myndi ekki spilla fyrir en smæð mark- aðarins ræður þar miklu.Einnig kom fram að hitastig á mal- biki við lagningu þess væri veigamikill þáttur þeg- ar litið væri til þols þess og gæða almennt. Hvað segja rannsóknir? Pétur Pétursson hefur starfað við rannsóknir og ráðgjöf á vega- gerðarefnum. Á meðal helstu rannsóknarefna varðandi malbik eru mælingar á slit- og skriðeig- inleikum mismunandi malbiks- gerða og áhrif mismunandi stein- efna, bikgerða og íblöndunarefna á þessa eiginleika. „Eins og fram hefur komið eru báðar malbik- unarstöðvarnar á höfuðborg- arsvæðinu að framleiða nokkuð svipað malbik að gæðum,“ segir Pétur. „Það sem hægt væri að gera til að auka enn gæðin væri að blanda dálítið dýrum efnum í malbikið eins og gert er víða er- lendis en þá þyrfti að fara út í fjárfestingu til þess að það yrði unnt.“ Hér er Pétur að vísa til svo- kallaðra fjölliða, teygjanlegs og gúmmíkennds efnis sem virkar að vissu leyti eins og vax en er þó enn betra. „Það hefur aðeins ver- ið prófað hér á litlum skala og virðist koma mjög vel út,“ segir Pétur. Það vax sem bætt er í mal- bikið hér á landi hefur að sama skapi komið ágætlega út, sam- kvæmt áfangaskýrslum sem Pét- ur hefur unnið um malbiksrann- sóknir á síðustu árum. „Það eykur viðnám malbiksins veru- lega gegn skriði og veldur því líka að það nær betri þjöppun, jafnvel við lægra hitastig. Þegar það er flutt lengri vegalengdir og það kólnar á leiðinni er samt hægt að þjappa það. Nægileg þjöppun er algjört skilyrði fyrir því að malbik heppnist. Ef það er of opið, ekki búið að þjappa nægilega vel, þá er mikil hætta á að það losni upp eins og gerset hefur víða.“ Rannsóknartækin sjálf Tækin sem Pétur hefur notað til rannsókna á eiginleikum mal- biks eru í raun og veru tvenns konar. „Annars vegar er það tæki sem mælir skriðeiginleika þess því malbik getur skriðið til í mikl- um sumarhitum undan þungri umferð. Hitt tækið er slitþolstæki sem mælir viðnám malbiksins gagnvart nagladekkjasliti. Við höf- um verið að fikra okkur áfram með að prófa íslenskt malbik í þessum tækjum, bæði þessar hefðbundnu blöndur sem fram- leiddar hafa verið í stöðvunum og svo höfum verið að prófa nýjar blöndur,“ segir Pétur sem segist ekki vera frá því að þessar próf- anir hafi skilað sér í bættum ár- angri. „Það er nú ekki rétt að nýj- ar eða nýlegar götur séu að skemmast mikið eins og sumir halda fram, þó að það geti auðvit- að orðið mistök í framleiðslu eða útlögn og þjöppun af og til.“ Þannig eldist malbik Pétur hefur einna helst verið að skoða slitlög sem lögð voru fyrir tveimur til þremur árum. Úr þeim hefur hann tekið sýni og fylgst með ástandi þeirra. „Mér sýnast þau vera í fínu lagi. Þær skemmd- ir sem sjá má víða í malbikinu á höfuðborgarsvæðinu eru vegna niðurskurðar og höfðu margir varað við þessu. Sem sagt þá hef- ur meðalaldur malbiks aukist um- talsvert á undanförnum árum. Það var bara tímaspursmál hve- nær þetta myndi hrynja því nýtt malbik má segja að sé klíst- urkennt og teygjanlegt innan vissra marka en með árunum missir það þessa eiginleika. Það eldist og þornar upp. Þá koma veikleikar og það brotnar frekar þegar það þornar upp. Sprunga er náttúrlega veikleiki og svo er það vatnið sem þiðnar og frýs í sprungunum, og dekkin sem hamra vatninu þarna ofan í hvað eftir annað. Út frá því skemmist það áfram,“ segir Pétur. Margar slíkar holur má sjá þar sem gert hefur verið við malbik áður og segir Pétur að margar götur séu bættar hvað eftir ann- að. „Þá er sagað úr malbikinu, sett nýtt í og þá eru kaldir fletir allan hringinn og þar sem er kalt eru veikleikasvæði. Malbik þarf að vera heitt þegar það er þjappað. Sums staðar eru svona langrákir, eins og skurðir, og það er einmitt á gömlum samskeytum. Þau eru aðeins kaldari þegar verið er að valta.“ Saltið bætir ekki aðstæðurnar því það viðheldur ástandinu að í holunum sé alltaf vatn og saltpæ- kill. „Í staðinn fyrir að ef alltaf væri þurrt og frosið yrði mun minni skaði á malbikinu þegar bílar aka yfir. En þegar saltið heldur þessu öllu í sulli þá er þetta miklu meiri áraun.“ Hvað er í malbikinu? Í upplýsingum sem fengust hjá Vegagerðinni kom fram að þær gerðir malbiks sem mest væru notaðar þar sem umferð er mikil eru SL 16 sem er þétt malbik 11 og SMA 16 sem er steinríkt mal- bik. Tölurnar segja til um steina- stærðina (mm) í malbikinu. „Menn hafa mikið litið til slitþols- ins á steinefninu sjálfu og Du- rasplitt sem Hlaðbær- Colas hef- ur notað lengi, er með ágætis slitþol og sama má segja um efn- ið úr Seljadalnum sem malbik- unarstöðin Höfði hefur notað ára- tugum saman. Svo hafa menn nýlega farið að nota steinefni úr Lambafelli uppi á Hellisheiði og það hefur tekist að vinna þetta slitsterka efni úr því og það hefur verið notað núna á síðustu ár- um,“ segir Pétur Pétursson ráð- gjafi. Brugðist við vandanum Í síðustu viku kom fram að áætlað væri að 690 milljónum króna yrði varið til malbiks- framkvæmda í Reykjavík en það er 250 milljóna króna hækkun frá síðasta ári. Í svari Reykjavík- urborgar við fyrirspurn blaða- manns kom fram að gera mætti ráð fyrir að hægt verði að malbika 17 til 18 kílómetra fyrir þau fjár- framlög. Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu fram- kvæmda- og viðhalds voru 11,8 kílómetrar malbikaðir árið 2010, 10,7 kílómetrar 2011, 11,5 kíló- metrar 2012, 9,0 kílómetrar 2013 og 8,9 kílómetrar á síðasta ári. malin@mbl.is Enn af malbiki Ekki hægt að setja út á gæði malbiks Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæði malbiks eru almennt mikil að sögn Péturs, en þegar það eldist þornar það, springur og holur myndast. Pétur Pétursson BÍLAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.