Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015
2 BÍLAR
12v 0,8A 12v 5,5A
V
altteri Bottas hinn finnski
hjá Williams var með betri
ökumönnum ársins 2014 í
formúlu-1. Þar á bæ – og
svo í Finnlandi – eru miklar vonir
bundnar við hann á vertíðinni sem
gengur í garð um næstu helgi með
upphafsmóti ársins, Í Melbourne í
Ástralíu.
„Tilfinningin fyrir nýja bílnum er
jákvæð,“ sagði Bottas eftir fyrstu
bílprófanir Williams á árinu, í Jerez
á Spáni í byrjun febrúar. „Öll starf-
semi bílsins virkar vel og jafnvægið í
honum er meira og minna fyrir
hendi. Við eigum heilmikið eftir að
prófa en byrjunin lofar góðu. Og
mér fellur einstaklega vel, að hann
virkar á mig mjög svipað og 2014-
bíllinn.“
Williamsliðið komst í toppslaginn
á ný í fyrra með einstaklega vel
heppnuðum bíl, FW37-bílnum. End-
aði það í þriðja sæti í keppni bíl-
smiða en sín á milli öfluðu Bottas
og Felipe Massa liðinu 320 stiga.
Var það besti árangur Williams frá
2003 er liðið varð í öðru sæti, á eftir
Ferrari. Umskiptin voru talsverð því
árið 2013 var Williams í keppni
botnliðanna, á einhverri slökustu
vertíð í sögu sinni.
Kyrrstaða í bílasmíði og þróun
skilar engu nema afturför í form-
úlu-1. Því fagnar Bottas því að liðið
hefur bætt bílinn í vetur og náð úr
honum meira afli á mikilvægum
sviðum. „Við höfum bætt loftflæðið
um hann. Afturendinn er stöðugri
og það er eins og rásfestan út úr
beygjum sé aðeins betri. Það skiptir
afar miklu, ekki síst þegar menn eru
að keyra heilan kappakstur og
þurfa að halda virkni í dekkjunum
sem lengst. Við fáum nýja íhluti í bíl-
inn fyrir næstu lotur reynsluakst-
ursins og svo aftur fyrir fyrsta mót.
Vonandi verður það til að bæta enn-
fremur getu bílsins umfram það
sem við höfum þegar náð,“ sagði
Bottas.
Flestir búast við að Mercedeslið-
ið muni hafa undirtökin á komandi
keppnistíð en mest kom þó á óvart
við fyrstu æfingalotuna, í Jerez, að
Ferraribílarnir voru hraðskreiðastir
þar þrjá daga af fjórum. Sebastian
Vettel fyrstu tvo dagana og Kimi
Räikkönen á fjórða deginum. Bot-
tas segir að svipað hafi þetta verið í
fyrra og miðað við þróunina ættu
keppnisliðin enn eftir að sýna sitt
besta. Reyndist það rétt vera og
þótt meira jafnræði hafi verið en í
fyrra kvað mun meira að Mercedes
og Williams í annarri og þriðju lotu,
sem nýlokið er.
„Í fyrra voru Ferraribílarnir virki-
lega hraðskreiðir í Jerez en á end-
anum vorum við hraðskreiðari þeg-
ar í keppni var komið. Þetta er bara
reynsluakstur og því lesum við ekki
of mikið út úr brautartímum öku-
manna. Þess vegna höfum við í
raun og veru engar áhyggjur,“ sagði
hinn 25 ára gamli Bottas.
Á vertíðinni í fyrra komst Bottas
sex sinnum á verðlaunapall og
hafnaði þegar upp var staðið í
fjórða sæti í stigakeppninni um
heimsmeistaratitil ökumanna; á
eftir Lewis Hamilton og Nico Ros-
berg hjá Mercedes og Daniel Ricci-
ardo hjá Red Bull.
Og þótt samfara góðum árangri
aukist þrýstingur á ökumenn og
farið sé mun nánar í saumana á
frammistöðu þeirra þá hlakkar Bot-
tas bara til þeirrar áskorunar sem
bíður hans í Melbourne og öllum
mótunum eftir það. Hann segist
hafa trú á því að geta stigið næsta
skref fram á við – og komist í hóp
sigurvegara í mótum í formúlu-1.
„Ég finn alls ekki fyrir aukinni
pressu á mig,“ og hristir höfuðið til
marks um að auknar vonir sem við
hann eru bundnar raski ró hans
ekki. „Ég vil bara ná betri árangri,
ég vil sjá fyrsta sigurinn koma í ár –
það er markmiðið núna.“
Hann segir að ákjósanlegast yrði
að hefja tímabilið í ár á sömu nót-
um og því síðasta lauk þar sem
hann segist sannfærður um að bíll-
inn – og þar með geta hans sjálfs –
muni batna eftir því sem á árið líð-
ur. „Ég er einnig að reyna að bæta
sjálfan mig sem ökumann. Ég á
bara tvö keppnisbíl að baki í form-
úlu-1 og þar lýkur ökumannsnám-
inu aldrei og ég hef bætt mig jafnt
og þétt og stöðugt.“
Bottas varð að bíða fram á miðja
vertíð í fyrra til að upplifa hvernig
það er að komast á verðlaunapall í
formúlu-1. Hafði Williamsbíllinn
hrellt hann nokkrum sinnum fram
að því. Á pall komst hann í aust-
urríska kappakstrinum þar sem
hann varð þriðji í mark. Í framhald-
inu varð hann þrisvar til viðbótar
þriðji í mark og í Silverstone og
Hockenheim bætti hann um betur
og varð í öðru sæti í báðum mót-
um.
Bottas kveðst á því að með þeim
lexíum sem lærst hafa undanfarna
12 mánuði eða svo sé Williamsliðið
mun betur í stakk búið til keppni og
muni blanda sér í toppslaginn frá
fyrsta móti. „Fyrri hluti vertíðar er
gríðarlega mikilvægur, eins og við
sáum í fyrra. Við vorum með virki-
lega góðan bíl en á vissum sviðum
vantaði samt nokkuð á að við gæt-
um keppt um toppsætin. Ég held
að styrkur okkar sé miklu meiri en
á þessum tíma í fyrra. Hvert ein-
asta mót mun skipta máli og við
verðum að vera í keppni um fyrstu
sætin frá fyrsta móti,“ segir Bottas
sem mun eiga fjölda aðdáenda hér
á landi svo og Williamsliðið.
Í vetur hefur Bottas verið bendl-
aður við önnur lið en meðal helstu
ráðgjafa hans eru Mercedesstjór-
inn Toto Wolff og landi hans og
fyrrverandi heimsmeistari, Mika
Häkkinen. Með tilliti til stöðu Wolffs
vakna við og við vangaveltur þess
efnis að Bottas leysi jafnvel af ann-
an hvorn þeirra Lewis Hamiltons
eða Nicos Rosbergs hjá Mercedes.
Sem stendur segist Bottas sæll
og glaður hjá Williams. „Það er allt-
af fullt af sögusögnum á kreiki,“
segir Mónakóbúinn með bros á vör.
„Ég hef engin atvinnuboð fengið og
þetta er fremur málefni umboðs-
manna minna, ég veit ekkert. Ég
hef starfað hjá Williams árum sam-
an, ég byrjaði þar sem reynsluök-
umaður og færðist síðan upp í sæti
keppnismanns. Í fyrra áttum við
virkilega góða daga. Eina sem ég
veit er að ég keppi fyrir Williams í ár
og á það eitt einblíni ég. Hvað
framtíðin ber í skauti er framtíð-
armúsík. Ég einbeiti mér að augna-
blikinu, núinu, og það er Williams,“
segir Bottas. Beri „núið“ þann ár-
angur sem Bottas þráir gæti það
orðið til þess að hann yrði sá öku-
maður sem önnur lið munu er líður
á árið legga snörur fyrir og eyða
mestu púðri í að fá í sínar raðir fyrir
2016-vertíðina í formúlu-1.
agas@mbl.is
Ökuþórinn | Valtteri Bottas
Bottas stefnir hátt
AFP
Valtteri Bottas sést hér til vinstri á myndinni, ásamt hinum brasilíska
liðsfélaga sínum hjá Williams Martini Racins, Felipe Massa.
EPA
Valtteri Bottas á fleygiefrð við æfingar á nýja Williams-bílnum á kappakstursbrautinni við Barcelona í febrúar
síðastliðnum. Bottas var í sviðsljósinu á síðasta ári og mikils er að vænta af Finnanum vaska á tímabilinu í ár.
Njáll Gunnlaugsson, bílablaða-
maður Morgunblaðsins, er stadd-
ur í Tarragona á Spáni þar sem
hann reynsluekur hinum nýja og
spennandi Volvo XC90 í dag.
„Þessi bíll hefur vakið mikla athygli
síðan hann var heimsfrumsýndur í
ágúst á síðasta ári. Útlitið og sér-
staklega innréttingin með Sensus-
stjórnborðinu þykir nýtískuleg og
verður spennandi að prófa hana.
Það er gaman að koma og sjá hann
aftur, ef svo má segja, því ég rakst
á hann alveg óvart á svipuðum
slóðum í hitteðfyrra, en þá var
hann í dulargervi og náði ég nokkr-
um myndum af honum við það
tækifæri,“ sagði Njáll
Volvo XC90 verður aðeins fram-
leiddur með fjögurra strokka vél-
um og fyrir þeirri ákvörðun Volvo
eru nokkrar góðar ástæður. Slíkar
vélar taka minna pláss og gera því
mögulegt að hafa meira pláss í
innanrými. Þær þykja líka hag-
kvæmar og eyðslugrannar, en
samt hefur tekist að gera þær öfl-
ugar og til að mynda er tveggja
lítra T6-vélin 235 hestöfl og aðeins
6,5 sekúndur að koma bílnum í
hundraðið.
Mikilvægur fyrir Volvo
Að sögn Egils Jóhannssonar,
framkvæmdarstjóra Brimborgar,
mun bíllinn koma í sumar, nánar
tiltekið í júní, og kosta frá kr.
10.590.000 kr.
„Volvo XC90 er gríðarlega mik-
ilvægur bíll fyrir Volvo og ekki síður
okkur í Brimborg. Gamli bíllinn var
okkar mest seldi bíll í mörg ár og
gríðarlegur áhugi er fyrir nýja bíln-
um. Hann hefur verið að fá frá-
bæra dóma, verðið þykir gott mið-
að við gæði og búnað og hef ég
tekið eftir að allir dásama innrétt-
inguna sem þykir með því flottasta
í bransanum og skiptir þá ekki máli
hvaða keppinauta er miðað við.
Vélar og gírkassar eru það allra
nýjasta og eyðslan því ótrúlega lít-
il. Dísel-bíllinn í blönduðum akstri
er gefinn upp með eyðsluna 5,8
lítra per 100 km. T8-bíllinn er gef-
inn upp 2,5 lítrar per 100 km. Það
er nokkuð ljóst að þetta verður
metsölubíll í þessum flokki á Ís-
landi en við erum þegar búnir að
taka við á annan tug staðfestra
pantana.“
jonagnar@mbl.is
Endurfundir með glænýjum jeppa
Volvo XC90 reynslu-
ekið á Spáni
Morgunblaðið/Njáll
Volvo XC90 hefur vakið lukku víðast hvar erlendis og þess er skammt að
bíða að hann verði fáanlegur hjá Brimborg , en bíllinn kemur í júní.
Búnaður er allur með besta móti í
hinum nýja Volvo XC90.