Morgunblaðið - 10.03.2015, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015
4 BÍLAR
F
ord Mondeo hefur verið fá-
anlegur síðan árið 1993 og
nú er það fjórða kynslóð
þessa bíls sem kominn er
til landsins og var kynntur um síð-
astliðna helgi hjá Brimborg.
Þessi nýjasta gerð bílsins vakti
strax mikla athygli úti í hinum stóra
heimi og var Ford Mondeo einn
þeirra bíla sem komust í úrslit í vali
á bíl ársins í Evrópu sem og í vali á
heimsbíl ársins. Það verður að telj-
ast góður árangur og sannarlega
engin tilviljun.
Margar vélargerðir
Bíllinn sem prófaður var er skut-
bíll (station) með 2.0 l. dísilvél. Þó
eru aðrar vélargerðir sem standa
kaupendum til boða og er hægt að
fá Ford Mondeo á býsna góðu verði
með því að taka hann með 1,0 l.
EcoBoost-bensínvél. Sú skilar 125
hestöflum og kostar sá bíll
3.990.000 kr. Með þeirri vél er
hann þó eingöngu fáanlegur bein-
skiptur. Þeir sem vilja hafa hann
sjálfskiptan geta því valið um 1,5 l.
EcoBoost-bensínvél og 2.0 l. dís-
ilvél (TDCi) sem einnig fæst fjór-
hjóladrifinn. Allar gerðirnar má fá í
skutbílsútfærslu, sé þess óskað. Til
að gera langa sögu stutta er verð-
bilið á Ford Mondeo býsna breitt
eða frá 3.990.000 krónum og upp
í 6.150.000 krónur en sá dýrasti er
fjórhjóladrifinn skutbíll sem skilar
180 hestöflum og er með Titanium
búnaði (sem nánar verður rýnt í
síðar í greininni).
Fyrstu kynni okkar
Það fyrsta sem undirrituð veitti
athygli áður en bíllinn var prófaður
var fágað útlitið. Mondeo er krafta-
legur að sjá, eins og hann hafi að-
eins tekið í lóðin á milli kynslóða.
Ljósin eru mjórri og dálítið og það
er vel því LED-ljósin gera sann-
arlega sitt og sömuleiðis stefnu-
ljósin sem skipa sömu röð og
LED-ljósin. Það er erfitt að lýsa
ljósum en ég geri mitt besta. Grill-
ið er í takt við það sem við höfum
nú þegar fengið að sjá hjá öðrum
bílum í Ford-fjölskyldunni og hef
ég áður nefnt að það minni mig
dálítið á Aston Martin og þar af
leiðandi um leið á Bond, James
Bond. Þessi fyrstu hughrif voru
sannarlega góð og fyrir vikið var
ég orðin óskaplega spennt að
prófa þennan reffilega bíl sem er í
raun réttri nýr frá grunni.
Akstur á vegum úti
Skal það játað að kraftalegt út-
litið vakti með mér dálítinn ugg
sem jafnframt var góð áminning
að dæma hvorki bíla né menn af
útlitinu einu saman. Ég hugsaði
nefnilega að bíll sem liti svona út
hlyti að þamba heil ósköp af elds-
neyti. Rétt eins og maður myndi
sjá verulega massaðan húðflúr-
aðan mann og hugsa að hann
hlyti að sturta í sig brennivíni í
hvert sinn er færi gæfist. Þetta
kallast fordómar og þeir eiga nú
aldrei rétt á sér. Á leiðinni frá
Reykjavík til Selfoss í veðri sem
vel hefði getað prýtt mynd um
hrikalegan háska á heiðum, eyddi
þessi ljúflingur 5,0 lítrum á
hundraðið. Á leiðinni til baka,
daginn eftir hækkaði talan um
hálfan lítra eða svo. Enda Kamb-
arnir á leið í bæinn aldrei sérlega
góðir til sparaksturs. Í sjálf-
skiptum stórum fjölskyldubíl ber
að fagna tölum á borð við þessar.
Þetta er flott!
Þá spyr maður sig hversu mikið
kolefnisfótspor manns hafi
stækkað við þennan bíltúr og það
gæti sannarlega verið stærra.
Sjálfskipti bíllinn með 2.0 dísilvél-
inni losar 125 g af CO2 á hvern
kílómetra. Beinskipti bíllinn er í
115 grömmum og EcoBoost
Malín Brand reynsluekur Ford Mondeo
Morgunblaðið/Malín Brand
Skuggalega góður fjölskyldubíll
Ljósin eru fagurlega mótuð og gefa bílnum skemmtilegan svip sem vel tónar við reffilegt og krómað grillið.
Ford Mondeo 2,0TDCi Árgerð 2015
• 16 tommaálfelgur
• Eiginþyngd: 1.581kg
• Farangursrými: 550 lítrar
• 0-100km/sek:9.9bsk
•Hámark: 213km/klst
• Framdrif
•Verð frá: 5.090.000kr
• 4,8L/100km íbl akstri
• Umboð:Brimborg
•Mengunargildi:
CO2: 125g/km
•2,0TDCi dísilvél
• 150hestöfl/350Nm
•6gíra sjálfskipting
Ljúfur er hann og lipur spánnýr Ford Mondeo
og eru eyðslutölurnar með eindæmum
skemmtilegar. Kraftalegt útlitið segir nefnilega
ekkert til um eyðslu og afköst.
Kostir Útlit, sparneytni.
Gallar Takmarkað útsýni um afturrúðu.