Morgunblaðið - 10.03.2015, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015
BÍLAR 5
bensínvélarnar standa í 119
grömmum.
Rými, eiginleikar og öryggi
Sumir bílar eru það sem maður
getur kallað „karakterslausir“. Það
feta verið fínustu bílar sem gera allt
það sem æskilegt er að bílar geri
en upplifunin er svipuð og slappt
handaband manns sem maður líkir
stundum við það að „taka í dauðan
fisk“. Ford Mondeo er síður en svo
karakterslaus og eftir aksturinn var
ég orðin alveg ljómandi kát vegna
þessa hrífandi kraftalega en
neyslugranna bíls. Margt spilar þar
inn í og aksturseiginleikarnir hafa
margþætt skemmtanagildi. Í fyrsta
lagi er fjöðrunin þétt og góð og það
er eins með fjöðrun í bílum og dýn-
ur í rúmum. Best kann ég að meta
temmilega stífar dýnur og temmi-
lega stífa fjöðrum. Ekkert sem
minnir á svamptertur, takk.
Hljóðlátur er Mondeo og ljóst að
vel hefur verið einangrað í hjóla-
skálum og öðrum stöðum þar sem
ekki má spara einangrun en er þó
stundum gert. Ofan á það er hann
lipur og ljúfur í akstri og hreint ekki
leiðinlegur á nokkurn hátt. Í það
minnsta ekki í bíltúrnum okkar. Í
þetta skiptið mundi undirrituð eftir
að kveikja á „græjunum“ og var
hljómburðurinn með eindæmum
góður. Átta hátalarar sjá til þess að
hægt sé að njóta tónlistar hafi öku-
maður engan til að skeggræða við.
Í dag þykir manni varla nauðsyn-
legt að minnast á að bíll hafi fengið
fimm öryggisstjörnur í árekstr-
arprófunum EuroNCAP en það er
eftir sem áður alveg nauðsynlegt
að taka það fram. Fyrir þrjátíu ár-
um var enn ekki lögbundið að vera
með öryggisbelti og ekki vildi mað-
ur nú fara aftur til þeirra staðla.
Rýmið er býsna gott og má án
efa koma nokkrum golfsettum aftur
í hann þennan og alls kyns fleiru.
Er þá ekkert til að setja út á?
Auðvitað er alltaf hægt að finna
eitthvað til að bölsótast út af.
Skárra væri það nú ef maður fyndi
ekkert til að skammast yfir.
Gaman hefði verið að sjá enn
lægra CO2 gildi. 125 grömm er
sannarlega innan marka en EcoBo-
ost er enn skuggalega nálægt
tveggja lítra dísilbílnum með sína
þriggja stafa tölu. Gaman verður að
sjá hversu hröð þróunin kemur til
með að verða í lækkandi tölum.
Verkfræðingar Ford eru örugglega á
fullu að þróa tæknina, það efast
maður nú ekki um.
Bíllinn er stór en afturrúðan er
það ekki. Þeir sem spennast upp við
það að bakka í stæði ættu helst að
fá sér bíl með aukabúnaði til að
leggja í stæði eða í það minnsta ná-
lægðarskynjara. Þar höfum við það.
Ford Mondeo á sér nokkra verð-
uga keppinauta og má þar helst
nefna Mazda 6, VW Passat, Audi
A4, BMW 3, Kia Optima, Skoda Oc-
tavia og Toyota Avensis. Byrjum á
þeim dýrasta en það mun vera Audi
A4 sem kostar frá 6.690.000 kr.
Fast á hæla honum kemur BMW
316d sem kostar 6.090.000 kr. KIa
Optima fæst frá 4.620.777 kr,
Toyota Avensis kostar frá
4.240.000 kr., Passat frá 4.110.00
kr. (kemur í lok mánaðar), Mazda 6
og Ford Mondeo fást á sama lægsta
verði eða frá 3.990.000 krónur en
ódýrasti bíllinn í þessari samantekt
mun vera Skoda Octavia sem kost-
ar frá 3.740.000 kr. Að þessari upp-
talningu lokinni verður að segjast
sem er að grunnverðið á Mondeo er
nokkuð gott og veitir hann góða
samkeppni á markaði.
malin@mbl.is
Innréttingin er stílhrein og ekki yfir neinu þar að kvarta. Margir takkar og allt til alls í þessum góða bíl.
Rennilegur séður frá öllum hliðum.Ökumaður ætti ekki að geta kvartað yfir rýminu sem honum er úthlutað.