Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 6

Morgunblaðið - 10.03.2015, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2015 6 BÍLAR B ílasýningin í Genf stendur nú yfir í 85. sinn í Pa- lexpo-höllinni rétt við flugvöll borgarinnar. Sýn- ingin er glæsilegri en nokkru sinni og inniheldur meðal annars sér- staka sýningu um mótorsport í 100 ár. Það er úraframleiðandinn TAG Heuer sem setti upp næstum 1.000 fermetra bás til að fagna 30 ára samstarfi sínu við McLaren- liðið. Á básnum má sjá keppn- istæki úr formúlu 1, heimsmeist- arakeppninni í ralli, þolaksturs- keppnum auk bíla úr frægum keppnum eins og Carrera Panam- ericana og Goodwood. Mikið er um frumsýningar að þessu sinni og of langt mál að fara yfir þær allar en þar sem mikið var um frumsýn- ingar á sportbílum þótti rétt að fara yfir það helsta þar, enda voru þeir hver öðrum fallegri og eft- irtektarverðari. Það er engu líkara en bílaframleiðendur hafi litið á þessa sýningu sem fegurð- arsamkeppni bíla 2015, svo mikill er kynþokkinn sem þarna var til sýnis. Koenigsegg drottnar Koenigsegg Regera er eins og bíll úr framtíðinni enda er allt við hann eins og í vísindaskáldsögu, einnig hestaflatalan. Regera er nefnilega með fjórum mótorum; þremur rafmótorum sem skila samtals 700 hestöflum og V8- bensínvél með tveimur for- þjöppum sem skilar allt að 1.000 hestöflum. Mótorarnir eru aðeins 20 sekúndur að skila þessum 1.400 kg bíl í 400 kílómetra hraða. Já, þú last þetta rétt, í 400 km á klukkustund, sem er nokkurn veg- inn þriðjungur af hljóðhraða. Bíllinn er líka eins og geimskip því að fjar- stýrðar dyrnar velta 90 gráður upp þegar þær eru opnaðar með smá- forriti úr snjallsímanum, sem líka getur stillt fyrir þig vindskeiðarnar og loftinntökin. Auðvitað er einnig hægt að gera það með höndunum á gamla mátann. Hurðirnar eru úr koltrefjum eins og margt annað í bílnum. Aðeins 80 Regera- sportbílar verða framleiddir og þeir fyrstu komast í hendur eigenda sinna á næsta ári. Þeir verða þó að- eins við hæfi konunga og olíufursta enda þýðir Regera að drottna á sænsku. Verðmiðinn er líka ekki á færi neinna meðaljóna því að stykkið kostar 256 milljónir króna. Sá fyrsti og síðasti Síðasti Bugatti Veyron-bíllinn hefur verið framleiddur og til að halda upp á það voru sá fyrsti og sá síðasti til sýnis í bás Bugatti. Alls voru 450 Veyron-bílar framleiddir, sem passar vel við hámarkshraða bílsins. Sá sem keypti þann síðasta býr í Mið-Austurlöndum, hvar ann- ars staðar? Samkvæmt frétta- tilkynningu frá Bugatti er verið að vinna að verðugum arftaka sem á að gera enn betur, en það eru stór orð að standa við. Engar græjur, ekki einu sinni teppi Lamborghini Aventador var sýndur í nýrri og hrárri útgáfu er kallast Superveloce en þar hefur allt verið gert til að létta bílinn enn frekar. Alls hafa 50 kíló fengið að fjúka, meðal annars með því að sleppa teppunum í innréttingunni og óþarfa eins og hljómtækjum en einnig með því að gera allt sem hægt var úr koltrefjum. Yfirbygg- ing, vindskeið, sæti, hurðir, bretti, allt þetta er úr koltrefjum og meira til. Bíllinn skilar 750 hestöflum úr V12-vélinni og er hann því aðeins 2,8 sekúndur í hundraðið, 6,66% fljótari en Ferrari 488 sem er þó enginn aukvisi. Úr annarri vídd Frumsýning Quant F vakti verð- skuldaða athygli í Genf því að þar er eins og kominn sé bíll frá 22. öldinni. Þessi ofurrafbíll fær orkuna úr tveimur tönkum með mismunandi hlöðnum jónum og orkan er næg til að koma honum í meira en 300 km hraða á klukku- stund, og það á aðeins 2,8 sek- úndum. Þessi tækni sást fyrst á Genf-sýningunni í fyrra í Quant E sem var tilraunabíll en ætlunin er að gera Quant F að framleiðslubíl. Það sem er sérstakt við geymsu orkunnar er að vökvinn geymir meiri orku sem endist þar af leið- andi lengur og er drægnin hvorki meira né minna en 800 km. Ekki skemmir heldur fyrir að hægt er að ná fullri hleðslu á aðeins örfáum mínútum. Eini gallinn við bílinn er að það er engin hleðslustöð til fyrir svona fullkominn bíl, allavega ekki enn sem komið er. Fullkomnun í hönnun Ferrari 488 GTB er arftaki Ferrari 458 og það er allt meira við þennan bíl. Það er meira afl, meiri hraði og enn meira flæðandi línur. Vélin er V8 og 3,9 lítrar með tveimur for- þjöppum og skilar hún yfir 600 hestöflum en það er samt ekki það sem er merkilegt við bílinn. Mark- miðið var að fá 50% meiri vind- pressu en í 458 Italia og það án þess að auka við loftmótstöðuna. Það tókst, og er bíllinn því með full- komnasta loftflæði allra Ferrari- Sportbílarnir í Genf svíkja ekki frekar en fyrri daginn Leiftrandi kynþokki á hverjum Aston Martin DBX er rafdrifinn sportbíll með meira pláss en gengur og gerist enda er hann stílaður inn á óhefðbundinn markaðshóp – konur. Audi R8 er glæsilegur bíll en hvort það réttlætir að önnur kynslóð hans sé nánast óbreytt útlitslega frá þeirri fyrstu fer líklega eftir því hver horfir. Reyndar voru þrír nýir R8 kynntir í Genf, V10, LMS og svo sá rafdrifni sem hér er sýndur, E-Tron. Superveloce er ný útgáfa af Lamborghini Aventador og hefur allt verið gert til að létta hann. Hestöflin eru 750 og upptakið í 100 km aðeins 2,8 sekúndur. Þessi búrgúndí- rauði Bugatti Veyron er sá síðasti af 450 sem Bugatti-merkið framleiðir. Hann hefur verið keyptur af ónefndum kaupanda frá Mið- Austurlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.