Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 2
KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar renndu sér upp að hlið Vals og Grindavíkur í 3.-5. sæti Dominos- deildar kvenna í körfuknattleik í gær- kvöldi en þá var heil umferð á dag- skrá. Valur tapaði í Stykkishólmi og Haukar unnu í Grindavík 80:69. Fyrir vikið eru öll liðin með 28 stig en fjög- ur lið komast í úrslitakeppnina. Enn eru fimm umferðir eftir af deilda- keppninni og því mikil spenna fram- undan hjá þessum liðum. Með sigrinum í Grindavík hleyptu Hafnfirðingar baráttunni um sæti í úrslitakeppninni upp í loft. „Þessi sig- ur var mjög mikilvægur og við þurf- um á svona sigrum að halda. Við þurfum að mæta jafn vel tilbúnar í þá leiki sem eftir eru,“ sagði Guðrún Ósk Ámundadóttir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi en hún skoraði 10 stig fyrir Hauka í gær- kvöldi og tók 11 fráköst. Guðrún var mjög ánægð með frammistöðu liðsins í Grindavík og þá sérstaklega í vörn- inni. „Þetta var þvílíkur liðssigur. Allir sem komu inn á gerðu vel og margir leikmenn skoruðu. Ég er því mjög ánægð með frammistöðuna og við náðum loksins að sýna okkar rétta andlit í vörninni. Við höfum ekki gert það í síðustu leikjum og höfum þar af leiðandi einbeitt okkur töluvert að varnarleiknum. Baráttan var góð í kvöld og hún skóp sigurinn,“ sagði Guðrún og hún segir að leikirnir sem framundan eru verði áhugaverðir. „Við eigum erfiða leiki eftir og mjög mikilvæga. Við eigum til dæmis leik á móti Snæfelli á laugardaginn sem var frestað. Einnig eigum við eftir að mæta Val og línurnar skýrast sjálfsagt ekki fyrr en í lokaumferð- inni. Deildin er mjög jöfn, skemmti- leg og spennandi en við ætlum okkur í úrslitakeppnina,“ sagði Guðrún Ósk Ámundadóttir við Morgunblaðið. Snæfell þarf þrjá sigra Íslandsmeistararnir í Snæfelli undirstrikuðu styrk sinn með sigri á Val, 86:70, en Valsliðið hefur spilað vel að undanförnu. Snæfell er með fjögurra stiga forskot og þarf þrjá sigra til viðbótar til þess að tryggja sér efsta sætið og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Sú staða gæti skipt miklu máli því lið Snæfells er mjög sterkt á heimavelli sínum í Hólminum og fær þar góðan stuðning í úrslitakeppninni. Keflavík gerði sitt til að halda pressunni á Snæfelli og vann KR í Keflavík 85:77. Hamar hafði betur gegn Breiðabliki, 75:69, í Hveragerði þrátt fyrir að botnliðið úr Kópavog- inum hefði haft ágætt forskot framan af leik. Tækifærunum fer nú fækk- andi fyrir Blika ef liðið ætlar sér að forðast fall niður í 1. deild. Morgunblaðið/Ómar Mikilvægt Guðrún Ósk Ámundadóttir skoraði 10 stig í mikilvægum sigri Hauka á bikarmeisturunum. Baráttan um fjögur efstu sætin harðnar  „Þvílíkur liðssigur“ hjá Haukum í Grindavík 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 FH-ingar sömdu í gær við senegalska knattspyrnu- manninn Amath André Diedhou, 25 ára sóknarmann. Hann lék í nokkur ár með Sheriff Tiraspol í Moldóvu, skoraði 25 mörk í 108 deildaleikjum með liðinu, auk þess að spila fjölda Evrópuleikja. Þar af gerði hann 13 mörk tímabilið 2010-11 þegar hann var markahæsti leikmaður liðsins. Eftir það lék hann í Frakklandi með D-deildarliðinu Drancy og C-deildarliðinu Quevilly. Diedhou er fimmti leikmaðurinn sem Hafnarfjarð- arliðið fær í sínar raðir í vetur og þar með má segja að Heimir Guðjónsson sé búinn að jafna út hópinn frá því í fyrra. Áður en Diedhou bættist í hópinn hafði FH fengið til sín Þórarin Inga Valdimarsson frá ÍBV, Bjarna Þór Viðarsson frá Silkeborg í Danmörku, Guð- mann Þórisson frá Mjällby í Svíþjóð og Jérémy Sewry frá Újpest í Ungverjalandi. Fimm leikmenn hafa farið frá FH frá lokum síðasta tímabils. Ólafur Páll Snorrason fór í Fjölni, Ingimundur Níels Óskarsson í Fylki, Guðjón Árni Antoníusson og Hólmar Örn Rúnarsson fóru heim í Keflavík og bandaríski varn- armaðurinn Sean Reynolds fór heim og samdi við Louisville City. Nú er FH jafnframt komið með sjö erlenda leikmenn í sinn hóp. Englendingarnir Samuel Tillen og Sam Hewson, Skotinn Steven Lennon, Malímaðurinn Kassim Doumbia og Belginn Jonathan Hendrickx voru fyrir í Kaplakrika og svo hafa Belginn Sewry og Senegalinn Diedhou bæst við. vs@mbl.is Fimm komnir í FH og fimm farnir Amath André Diedhou Akureyri handboltafélag og Valur mega eiga von á að fá sendar um 308 þúsund krónur hvort félag frá Alþjóðahandknattleikssambandinu, IHF, vegna þátt töku Sverres Jakobssonar og Kára Kristjáns Krist- jánssonar með íslenska landsliðinu á HM í Katar í janúar. Alþjóðahandknattleikssambandið hefur tilkynnt að það greiði út nærri 1,2 milljónir svissneskra franka, jafnvirði um 155 milljóna króna, til þeirra félaga sem eru með leikmenn á samningi og tóku þátt í leikjum heimsmeistaramótsins í handknatt- leik. Þetta verður í þriðja sinn í röð sem IHF greið- ir félögum fyrir að leikmenn þeirra taka þátt í heimsmeistaramóti karla í handknattleik. Greitt er misjafnlega mikið fyrir hvern leikmann en hæsta greiðsla verður 400 frankar, um 56 þús- Rúmlega 600 þúsun Íslendingarnir í bandaríska há- skólakörfubolt- anum hafa allir lokið leik í sínum riðlum. St.Franc- is tapaði fyrir Ro- bert Morris- skólanum 66:63 í spennuleik um það hvort liðið kæmist í NCAA- úrslitakeppnina. Gunnar Ólafsson kom ekki við sögu hjá St. Francis að þessu sinni. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur enginn íslenskur karl komist í úrslitakeppni NCAA í körfubolta og það breyttist ekki. Tímabilinu er ekki alveg lokið hjá Gunnari því liðið komst inn í aukamót sem lengir tímabilið. Lið Gunnars einnig úr leik Gunnar Ólafsson Algarve-bikarinn Úrslitaleikur: Frakkland – Bandaríkin......................... 0:2 Julie Johnston 8., Christen Press 42. Leikur um 3. sætið: Svíþjóð – Þýskaland ................................ 1:2 Sofia Jakobsson 63. – Anja Mittag 3., Alex- andra Popp 52. Leikur um 5. sætið: Noregur – Danmörk................................ 5:2 Solveig Gulbrandsen 7., 34., 44., Melissa Bjånesöy 71., Cathrine Dekkerhus 76. – Pernille Harder 60., 74. Leikur um 7. sætið: Brasilía – Sviss ......................................... 4:1 Marta 31., 77., Bia 37., Andressa Alves 82. – Lia Wälti 45. Leikur um 9. sætið: Japan – Ísland .......................................... 2:0 Aya Miyama 48., Yuki Ogimi 60. Leikur um 11. sætið: Portúgal – Kína ....................................... 3:3 Filipa Rodrigues 29., Laura Luís 39., Dolo- rers Silva 89.(víti) – Xu Yanlu 3., Wang Shanshan 27., Zhang Rui 70. Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 3: Haukar – Grindavík ................................ 2:3 Björgvin Stefánsson, Zlatko Krickic (víti) – Ásgeir Þór Ingólfsson, Óli Baldur Bjarna- son, Tomislav Misura. Staðan: ÍA 4 4 0 0 11:6 12 Keflavík 4 2 1 1 11:9 7 Fjarðabyggð 4 2 0 2 8:11 6 Valur 3 1 2 0 7:6 5 Stjarnan 3 1 1 1 7:4 4 Þór 4 1 0 3 6:8 3 Grindavík 4 1 0 3 9:12 3 Haukar 4 1 0 3 9:12 3 Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, seinni leikir: Chelsea – París SG .................................. 2:2 Gary Cahill 81., Eden Hazard 96.(víti) – David Luiz 86., Thiago Silva 114. Rautt spjald: Zlatan Ibrahimovic (PSG) 32.  París SG áfram á mörkum á útivelli, eftir framlengingu, 3:3 samanlagt. Bayern München – Shakhtar Donetsk . 7:0 Thomas Müller 4. (víti), 52., Jérome Boa- teng 34., Franck Ribéry 49., Holger Badstuber 63., Robert Lewandowski 75., Mario Götze 87.  Bayern áfram, 7:0 samanlagt. England B-deild: Blackburn – Bolton ................................ 1:0  Eiður Smári Guðjohnsen sat á vara- mannabekk Bolton allan tímann. Lið hans er í 18. sæti af 24 liðum í deildinni, tíu stig- um fyrir ofan fallsæti. Jordan Rhodes skor- aði sigurmarkið í uppbótartíma. KNATTSPYRNA Þýskaland Balingen – Gummersbach ................. 29:28  Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr- ir Gummersbach. B-deild: Leipzig – Aue ....................................... 26:24  Árni Þór Sigtryggsson skoraði 1 mark fyrir Aue, Hörður Fannar Sigþórsson 1 Bjarki Már Gunnarsson og Sigtryggur Rúnarsson ekkert. Sveinbjörn Pétursson ver mark Aue og Rúnar Sigtryggsson þjálf- ar liðið. Danmörk KIF Kolding – SönderjyskE............... 30:19  Aron Kristjánsson þjálfar KIF Kolding.  Daníel Freyr Andrésson varði 2 skot á 20 mínútum hjá SönderjyskE. Aalborg – Ribe-Esbjerg...................... 26:18  Ólafur Gústafsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Köbenhavn – Randers ........................ 27:28  Rut Jónsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Randers. SK Aarhus – Midtjylland .................... 23:31  Arna Sif Pálsdóttir skoraði 4 mörk fyrir SK Aarhus. Frakkland París SG – Nimes................................. 37:27  Róbert Gunnarsson skoraði ekki fyrir PSG.  Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 2 mörk fyrir Nimes. Dunkerque – Sélestat ........................ 24:19  Snorri Steinn Guðjónsson lék ekki með Sélestat vegna meiðsla. Noregur Skrim Kongsberg – Storhamar......... 30:20  Unnur Ómarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Skrim. Oppsal – Vipers Kristiansand............ 28:22  Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Vipers Kristiansand. Svíþjóð Ricoh – Redbergslid............................ 31:26  Tandri Már Konráðsson skoraði 1 mark fyrir Ricoh. Heid – Västerås ................................... 20:19  Sunna Jónsdóttir skoraði 5 mörk fyrir Heid og Hildigunnur Einarsdóttir 2. HANDBOLTI Dominos-deild kvenna Keflavík – KR ......................................... 85:77 Grindavík – Haukar ............................... 69:80 Hamar – Breiðablik................................ 75:69 Snæfell – Valur ....................................... 86:70 Staðan: Snæfell 23 21 2 1775:1418 42 Keflavík 24 19 5 2012:1554 38 Haukar 23 14 9 1607:1525 28 Valur 24 14 10 1772:1685 28 Grindavík 23 14 9 1664:1628 28 Hamar 23 6 17 1272:1664 12 KR 24 4 20 1444:1713 8 Breiðablik 24 2 22 1463:1822 4 NBA-deildin Indiana – Orlando................................. 118:86 Brooklyn – New Orleans ..................... 91:111 Dallas – Cleveland................................ 94:127 San Antonio – Toronto ....................... 117:107 Utah – New York.................................... 87:82 LA Lakers – Detroit .............................. 93:85 Staðan í Austurdeild: Atlanta 50/13, Cleveland 41/25, Chicago 39/ 26, Toronto 38/26, Washington 36/28, Mil- waukee 33/30, Indiana 29/34, Charlotte 28/ 34, Miami 28/35, Boston 26/36, Brooklyn 25/ 37, Detroit 23/40, Orlando 21/44, Phila- delphia 14/49, New York 12/51. Staðan í Vesturdeild: Golden State 50/12, Memphis 45/18, Hou- ston 43/20, Portland 41/20, LA Clippers 41/ 23, San Antonio 40/23, Dallas 41/25, Okla- homa City 35/28, New Orleans 36/29, Phoe- nix 33/32, Utah 27/36, Denver 23/41, Sacramento 21/41, LA Lakers 17/46, Minne- sota 14/48. KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ. – Njarðvík .................. 19.15 Ásgarður: Stjarnan – ÍR........................ 19.15 Borgarnes: Skallagr. – Tindastóll......... 19.15 Schenkerhöll: Haukar – Keflavík ......... 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík .... 19.15 Dalhús: Fjölnir – KR.............................. 19.15 1. deild karla: Selfoss: FSu – ÍA.................................... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Kaplakriki: FH – Afturelding ............... 19.30 Vodafonehöll: Valur – Fram.................. 19.30 1. deild karla: Hertzhöllin: Grótta – ÍH........................ 19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Kórinn: HK – Fylkir............................... 18.15 Egilshöll: Valur – ÍA ................................... 19 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.