Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015
KÖRFUBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Þetta er fjórða árið sem ég er með
liðið. Upphaflega stóð til að fara upp
fyrir ári en það gekk ekki eftir en
við lögðum ekki árar í bát heldur
náðum takmarkinu núna,“ segir Við-
ar Örn Hafsteinsson, þjálfari og
leikmaður Hattar á Egilsstöðum,
sem á dögunum tryggði sér sæti í
úrvalsdeild karla í körfuknattleik,
Dominos-deildinni, á næsta keppn-
istímabili.
Höttur vann 1. deildina nokkuð
örugglega og hefur nú átta stiga for-
skot fyrir lokaumferðina.
„Að baki árangri okkar í vetur er
vinna undanfarinna ára. Þegar við
fórum af stað fyrir fjórum árum og
settum okkur það markmið að kom-
ast í úrvalsdeildina vorum við með
efnilegan hóp pilta. Í kringum þann
hóp byggðum við okkar lið. Deildin
hefur vaxið og styrkst jafnt utan
vallar sem innan á þessum tíma,“
segir Viðar Örn og bendir á að að
margra mati hafi ekki blásið byrlega
í haust þegar þrír leikmenn reru á
önnur mið. „Margir töldu að við yrð-
um í basli fyrir vikið. Við settum
okkur engu að síður það markmið að
komast í úrslitakeppnina um sæti í
úrvalsdeildinni og reyna að koma á
óvart.
Þegar keppnin hófst náðum við
okkur vel á strik. Liðsheildin er frá-
bær og góðir strákar sem vinna vel
saman. Menn þekkja sín hlutverk og
sætta sig við þau. Sjálfstraustið
jókst síðan með hverjum sigur-
leiknum,“ segir Viðar Örn en Höttur
vann 11 leiki í röð áður en Vals-
mönnum tókst að leggja Hatt-
armenn að velli.
Lið Hattar er að uppistöðu til
skipað mönnum sem aldir eru upp
innan félagsins. Einn leikmaður
kom frá Keflavík til liðsins í haust,
Ragnar Gerald Albertsson, auk þess
sem Hattarliðið þykir hafa verið af-
ar heppið þegar það klófesti Banda-
ríkjamanninn Tobin Carberry.
Hann hefur farið á kostum á leiktíð-
inni, jafnt í vörn sem sókn.
„Carberry er mikill eðalmaður.
Allt í kringum hann er til fyrir-
myndar, jafnt utan vallar sem inn-
an,“ segir Viðar Örn sem vonast til
að geta haldið Carberry áfram hjá
félaginu. „Það er verkefni næstu
daga og vikna að halda Carberry og
öllum leikmönnum liðsins samhliða
því að við verðum aðeins að styrkja
hópinn. Áður en að þessu kemur
leyfum við mótinu að klárast og leik-
mannamálum aðeins að þróast,“
segir Viðar Örn.
„Ég vonast til þess að flestir leik-
menn liðsins í dag vilji vera áfram.
Ég held að þeir séu spenntir fyrir að
leika í efstu deild. Vonandi tekst
okkur að styrkja liðið eitthvað en
það er alveg ljóst að við erum ekki á
leið með opið tékkhefti í kapphlaup
um leikmenn annarra félaga. Við
ætlum að byggja upp liðið og félagið
til lengri tíma án þess að setja það á
hliðina.“
Ferðakostnaður hækkar
Ferðakostnaður liða af lands-
byggðinni er mikill ár hvert. Viðar
Örn segir að ferðakostnaðurinn í
vetur hafi verið talsverður. Hann
reiknar ekki með að hann hækki
mikið við að liðið flytjist upp í úr-
valsdeildina. „Í vetur fórum við í
eina ferð til Akureyrar, aðra til Ísa-
fjarðar og átta sinnum til Reykjavík-
ur. Hver ferð til Reykjavíkur kost-
aði okkur á bilinu 350 til 400.000 kr.
Eitthvað hækkar ferðakostnaðurinn
vegna fleiri ferða auk þess sem und-
irbúningstíminn mun eflaust kosta
sitt einnig. Við vonum að fyrirtæki
hér á svæðinu verði tilbúin að taka
þátt í þessum kostnaði með okkur.“
Viðar Örn segir að mikill og vax-
andi áhugi sér fyrir Hattarliðinu
meðal Héraðsbúa. „Það hefur verið
stígandi í aðsókn á leiki og áhuga á
liðinu á undanförnum árum. Það var
frábært þegar við unnum FSu og
tryggðum okkur keppnisrétt í úr-
valsdeildinni. Þá var fullt hús og frá-
bær stemning. Það er ekki löng hefð
fyrir körfubolta á Egilsstöðum en
menn eru smátt og smátt að komast
upp á lagið.
Kynning fyrir sveitarfélagið
Viðar Örn segir engan vafa leika á
að þessi áfangi sem lið Hattar hefur
nú náð sé stór áfangi fyrir sam-
félagið á Héraði og sveitarfélagið í
heild. „Auglýsingin sem sveitarfé-
lagið fær af þessum sökum er miklu
stærri en forsvarsmenn þess grun-
ar,“ segir Viðar Örn sem sér fram á
að opna augu sveitarstjórnarmanna
á Héraði.
Íþróttahúsið fullbókað
Viðar Örn segir að íþróttahúsið á
Egilsstöðum hafi fyrir löngu
sprengt utan af sér alla starfsemi
sem í því er. Hver tími í húsinu frá
því árla morguns og fram undir mið-
nætti er bókaður. „Sveitarfélagið
verður að gera eitthvað í þessum
efnum. Ef menn vilja vera góðir á
einhverju sviði verður að fórna ein-
hverju öðru í staðinn.“
Starfsemin í yngri aldursflokkum
Hattar hefur verið að styrkjast á
síðustu árum. „Það er talsverður
efniviður fyrir hendi. Við stöndum í
þeim sporum að við verðum að búa
til okkar eigin leikmenn. Það er erf-
itt að fá íslenska leikmenn hingað
austur til þess að leika með okkur
auk þess sem margir fara héðan
þegar þeir sækja háskólanám, um
skeið, að minnsta kosti. Þetta er sá
raunveruleiki sem við búum við,“
segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálf-
ari og leikmaður Hattar á Egils-
stöðum.
Sjálfstraustið jókst með
hverjum sigurleiknum
Höttur endurheimti sæti í efstu deild Heimamenn og góður útlendingur
Fagnað Leikmenn Hattar bleyta rækilega í þjálfaran-
um,Viðari Erni Hafsteinssyni, eftir sigurinn á FSu.
Höttur
» Tryggði sér sæti í úrvals-
deild karla í körfuknattleik á
dögunum.
» Höttur lék áður eitt tímabil í
úrvalsdeildinni fyrir 10 árum.
» Liðið vann 1. deildina með
yfirburðum.
» Höttur hefur nú átta stiga
forskot þegar ein umferð er
eftir.
Ljósmyndir/Austurfrétt
Öflugur Tobin Carberry skorar gegn FSu. Hann hefur
skorað 31,2 stig og tekið 10,9 fráköst í leik í vetur.
Viðbrögð bandarískra
íþróttafréttamanna eftir að Freyr
Alexandersson, þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, gagnrýndi það banda-
ríska eftir markalausan leik lið-
anna í Algarve-bikarnum á
mánudaginn voru athyglisverð.
Freyr sagði á fréttamanna-
fundi að hann skildi ekki af
hverju eitt besta landslið heims,
sem hefði lengri tíma en flest
önnur lið til að undirbúa sig,
gæti ekki spilað boltanum þegar
það fengi á sig pressu.
Jill Ellis, þjálfari bandaríska
liðsins, svaraði um hæl að Freyr
væri sennilega bara fúll vegna
þess að hans lið hefði endað í
neðsta sæti riðilsins.
Richard Farley skrifaði í
pistli á knattspyrnuvefmiðlinum
Soccer Gods að íslenski þjálf-
arinn hefði sagt það sem allir
vissu en enginn hefði talað um.
Staðreyndin væri sú að banda-
ríska liðið hefði horfið aftur til
fortíðar undir stjórn Ellis og
treysti nú fyrst og fremst á lík-
amsstyrk og langar spyrnur. Fyr-
ir vikið væri lið Bandaríkjanna
sennilega eitt það brothættasta
af þeim sem talin eru líkleg til að
slást um verðlaunasætin á HM í
Kanada í sumar.
Laura Vecsay skrifaði í grein
um leikinn á vef Foxsports að
Freyr hefði komið beint að kjarna
málsins með lið Bandaríkjanna.
Það hefði endalaust reynt langar
sendingar innfyrir vel skipulagða
vörn Íslands og fyrir vikið þurft
að sætta sig við jafntefli.
Freyr náði að hrista vel upp í
þeim bandarísku. Hann snýr
hinsvegar heim frá Algarve með
eitt stig og ekkert mark og liggur
því kannski sjálfur vel við höggi.
Bandaríska liðið stóð uppi sem
sigurvegari, en eini leikurinn sem
það vann ekki var gegn Íslandi!
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is