Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 1
spyrnu, við Morgunblaðið eftir ósig- urinn, 0:2, gegn heimsmeisturum Japans í Algarve-bikarnum í Portú- gal í gær. Hún kom aftur inní lið Íslands fyrir mótið eftir 17 mánaða barneignarfrí, kom inná sem varamaður gegn Sviss í fyrsta leiknum og spilaði síðan fyrri hálfleik gegn bæði Noregi og Japan, en var hvíld í leiknum við Bandaríkin. Varnarleikurinn upp á 9,5 Margrét kvaðst sjá miklar breyt- ingar á liðinu. „Mér finnst liðið vera ALGARVE-BIKAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Það er frábært að vera komin aftur í þennan hóp og fá að taka þátt í þess- ari mögnuðu þróun sem liðið er í und- ir stjórn Freys og Ásmundar. Eðli- lega á ég ennþá mikið inni bæði í formi og tæknilega séð en það kemur með hverjum deginum og á bara eftir að verða betra,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knatt- búið að bæta sig mikið á þeim tíma sem ég var frá. Varnarleikurinn er upp á 9,5 ef svo má segja frá aftasta til fremsta manns. Síðan þurfum við að bæta sóknarleikinn og þá tel ég okkur verða erfiðar viðureignar fyrir hvaða þjóð sem er. Breiddin er orðin meiri sem leiðir af sér meiri sam- keppni sem er af hinu góða,“ sagði Margrét. Förum heim og pússum skóna Íslenska liðið náði ekki að skora mark í fjórum leikjum á mótinu en hún kvaðst vona að það væri ekki eitt- hvað til að hafa áhyggjur af. „Nei, ég vona ekki. Við lögðum mikið upp úr varnarleik á þessu móti og að spila í ákveðnu skipulagi. Við þurfum að vinna í sóknarleiknum og það kemur, ég treysti þjálfarateym- inu fullkomlega fyrir því. Við fengum færin á þessu móti en þetta datt ekki fyrir okkur. Við sóknarmennirnir för- um nú heim að pússa skóna og verð- um klárar fyrir undankeppnina í haust,“ sagði Margrét Lára Viðars- dóttir. Liðið hefur bætt sig mikið  Margrét Lára er ánægð með þróun landsliðsins  Meiri breidd og samkeppni  Segir að sóknarmennirnir verði klárir í að skora fyrir undankeppni EM FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 ÍÞRÓTTIR Egilsstaðir Höttur leikur í úrvalsdeildinni í körfubolta næsta vetur. Sjálfstraustið jókst með hverjum sigurleiknum. Ætluðu upp í fyrra og búist var við meira basli í vetur. Kynning fyrir sveitarfélagið. 4 Íþróttir mbl.is Kristján Jónsson kris@mbl.is Frakklandsmeistarar Paris St. Germain gerðu sér lítið fyrir og slógu Chelsea út úr 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi og það á Stamford Bridge. Liðin voru jöfn að loknum tveimur leikjum en PSG kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Rimmu liðanna lauk 3:3 eftir fram- lengdan leik í Lundúnum. 1:1 jafntefli varð í báðum leikjum liðanna að loknum 90 mínútum og því þurfti að framlengja síðari leikinn í gærkvöldi. Þar skoruðu liðin sitt markið hvort. Dramatíkin var allsráðandi í leiknum og hófst með því að einni stærstu stjörnu fótboltans, Zlatan Ibrahimovic, var vikið af velli fyrir litlar sakir eftir einungis 32 mín- útna leik. Gary Cahill kom Chelsea yfir á 81. mínútu en David Luiz, fyrrverandi leikmaður Chelsea, jafnaði á 86. mín- útu. Eden Hazard kom Chelsea í 2:1 með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni en Frakkarnir höfðu næga orku til að skora annað mark og fyrirliðinn Thiago Silva skallaði boltann glæsilega í netið á 116. mínútu. PSG lék með tíu menn gegn ellefu á Stamford Bridge í liðlega 90 mínútur en skoraði tvisvar og kom- ast áfram. Verður það að teljast býsna vel af sér vikið. Einnig rautt spjald í München Þýskalandsmeistarar Bayern Münc- hen völtuðu yfir Shakhtar Donetsk, 7:0, en fyrri leikur liðanna var markalaus. Á 3. mínútu fengu Bæjarar vítaspyrnu og Oleksandr Kucher, leikmaður Shakhtar, fékk rautt spjald. Ógnarsterkt lið Bay- ern lætur ekki slíkt happ úr hendi sleppa og eftirleikurinn var auðveldur. Sex leikmenn skoruðu mörkin sjö en Thomas Müller skoraði tvívegis. Jé- rome Boateng, Franck Ribéry, Holger Badstuber, Robert Lewandowski og Mario Götze skoruðu einnig. AFP Angist Boltinn svífur í mark Chelsea á 116. mínútu eftir skalla fyrirliðans Thiago Silva og örlög Lundúnar- liðsins í keppninni innsigluð. Angistin leynir sér ekki í svip Thibaut Courtois markvarðar. Stórtíðindi á Stamford-brúnni  Chelsea úr leik eftir tvö jafntefli  Brottrekstur Zlatans kom ekki að sök hjá PSG  Bayern München skoraði sjö sinnum gegn Shakhtar Donetsk Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, var heiðruð fyrir frammistöðu sína á fyrsta tímabili sínu í bandaríska há- skólakörfubolt- anum. Var hún valin í fimm manna nýliðalið ársins í riðlinum: Western Athletic Conference en Hildur leikur með UTPA Broncos í Texas. Netmiðillinn Karfan.is greindi frá. kris@mbl.is Hildur í hópi bestu nýliða í sínum riðli Hildur Björg Kjartansdóttir Landsliðsmað- urinn Kolbeinn Sigþórsson fór ekki með Hol- landsmeisturum Ajax til Úkraínu í gærmorgun en Ajax mætir í kvöld Dnipro Dnipropetrovsk í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Kolbeinn er enn að jafna sig af meiðslum í hné en í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku sagðist hann vera byrjaður að æfa og von- aðist til að geta spilað með vara- liðinu á næstu dögum. Kolbeinn er í kapphlaupi við tímann að ná fullri heilsu fyrir næsta leik Íslendinga í undankeppni EM en sá leikur verð- ur í Kasakstan hinn 28. þessa mán- aðar. gummih@mbl.is Kolbeinn fór ekki með í Evrópuleikinn Kolbeinn Sigþórsson  Dóra María Lárusdóttir lék sinn 100. A-landsleik þegar Ísland sigraði Svíþjóð, 2:1, í leiknum um brons- verðlaun Algarve-bikarsins í knatt- spyrnu í Portúgal 12. mars 2014.  Dóra María fæddist 1985. Hún er ein farsælasta knattspyrnukona landsins og náði m.a. að verða fyrst íslenskra kvenna til að leika 100 landsleiki fyrir þrítugt. Auk þess að leika með Val og vera margfaldur Íslands- og bikarmeist- ari lék Dóra María um skeið með Djurg- ården í Svíþjóð og Vitoria í Brasilíu. Hún er næstleikjahæsta landsliðskona Ís- lands með 108 landsleiki og hefur skor- að í þeim 18 mörk. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.