Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2015 Lausar stöður lækna Staða yfirlæknis lyflækninga á sjúkrasviði HVEST á Ísafirði er laus til umsóknar. Staðan er veitt frá og með 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Staða heilsugæslulæknis við heilsu- gæslusvið HVEST á norðanverðum Vestfjörðum er laus til umsóknar. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sinnir allri heilbrigðis- þjónustu á Vestfjörðum, að Strandasýslu og Reykhólahreppi undanskildum. Stofnunin skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Heilsugæslusvið er með daglega móttöku og vaktþjónustu á Ísafirði og Patreksfirði en í Bolungarvík, Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri,Tálknafirði og Bíldudal er móttaka sjúklinga einn til þrjá daga í viku. Sjúkrasvið rekur skurðstofu, bráðadeild, göngudeild, fæðingardeild og öldrunardeild á Ísafirði, auk stoðdeilda á borð við blóðrannsóknir, myndgreiningu og sjúkraþjálfun. Á Patreksfirði er starfsemin svipuð að undanskilinni skurðstofu og fæðingardeild. Í Bolungarvík og á Þingeyri rekur sjúkrasviðið hjúkrunardeildir. Yfirlæknir lyflækninga sinnir sjúklingum sjúkrasviðs og hjúkrunardeilda auk þess að aðstoða heilsugæslu við afmörkuð verkefni. Hann tekur þátt í kennslu og fræðslu á stofnuninni þar sem starfandi eru bæði unglæknar og sérnámslæknir í heimilislækningum. Bakvaktir tilheyra starfinu. Heilsugæslulæknar sinna daglegri móttöku sjúklinga og skipta með sér verkum við að sinna móttöku á minni stöðunum. Þeir skipta með sér forvöktum og bakvöktum eftir samkomulagi. Vaktsvæði stofnunarinnar skiptist í norðursvæði og suðursvæði. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða HSVEST er ný stofnun sem varð til þann 1. október 2014 við samruna Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Framundan er mikil uppbygging á þjónustu stofnunarinnar og felast fjölbreytt og skemmtileg tækifæri í því að fá að taka þátt í að móta hina nýju starfsemi. Á Vestfjörðum er blómlegt mannlíf og fjölbreytileg þjónusta og verslun. Í öllum byggðakjörnum eru reknir leik- og grunnskólar. Á Ísafirði eru starfræktir tveir leikskólar, þar af einn Hjallastefnuskóli og þar er einnig Menntaskólinn á Ísafirði. Svæðið er þekkt fyrir öflugt tónlistar- og menningarlíf og má í því samhengi nefna hátíðir á borð við Aldrei fór ég Suður og Við Djúpið. Einnig er af mörgu að taka í íþróttalífi á svæðinu, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Aðstaða til útivistar er einstök, jafnt sumar sem vetur. Skíðasvæðið Dalirnir tveir á Ísafirði er í fremstu röð auk þess sem þrír golfvellir eru á svæðinu. Stórbrotin og ósnortin náttúra Vestfjarða er í seilingarfjarlægð og svíkur engan. Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir heilsugæslusviðs og framkvæmdastjóri lækninga hallgrimur@hvest.is Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir sjúkrasviðs thorsteinn@hvest.is Þröstur Óskarsson forstjóri throstur@hvest.is Nánari upplýsingar veita: OK -S TH B- 3 km An ok gm ið ar g h un eh l f- AN Stykkishólmur er gott samfélag í rómaðri náttúrufegurð í aðeins 2 klst. fjarlægð frá höfuðborginni. Þjónusta við íbúa er góð, heilsugæsla og sjúkrahús, íþróttahús með inni- og útisundlaug, heitum pottum og rennibraut, grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli að ógleymdum 9 holu golfvelli, verslunum og veitingastöðum. Sjá nánar: www.stykkisholmur.is. Tréblásturskennari óskast Umer að ræða fjölbreytt 100% starf frá ogmeð næsta skólaári. Í því felst kennsla á tréblásturshljóðfæri (blokkflautu, þverflautu, klarinett og saxofón), samspil og fleira. Viðkomandi kennari hafi náið samstarf við lúðrasveit skólans. Lúðrasveitin starfar í þremur hópum (A, B og C-sveit) og þarf viðkomandi að vera tilbúinn að taka við stjórn eins hóps. Tónlistarskóli Stykkishólms starfar á sterkum grunni, var stofnaður 1964. Við skólann starfa nú 8 kennarar og er kennsluaðstaða góð. Upplýsingar um starfið gefur skólastjóri, Jóhanna Guðmundsdóttir í síma 433 8140 eða 864 9254. Einnig má skoða heimasíðu skólans: tonlistarskolinn.stykkisholmur.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Glersýn óskar eftir sumarstarfsmönnum Vinna við gluggaþvott. Áhugasamir senda umsókn á glersyn@glersyn.is Skrifstofa á vegum Hag- vangs hf. hefur verið opnuð í Borgarnesi. Geirlaug Jó- hannsdóttir hefur verið ráð- in til að annast starfsemi skrifstofunnar sem er að Bjarnarbraut 8. Markmiðið með þessu er að sinna aukn- um verkefnum á landsbyggð- inni, svo sem í Norðvest- urkjördæmi. Geirlaug Jóhannsdóttir er með MBA próf frá Háskól- anum í Reykjavík en í því námi lagði hún sig sér- staklega eftir mannauðs- stjórnun. Þá er hún með BS í rekstrarfræðum frá Háskól- anum á Bifröst. Undanfarin tíu ár hefur Geirlaug starfað við Háskólann á Bifröst og er nú í hlutastarfi sem aðjúnkt á viðskiptasviði skólans og kennir meðal annars mann- auðsstjórnun. Hún var áður fræðslustjóri Alcan á Íslandi og hefur frá árinu 2010 setið í sveitarstjórn Borg- arbyggðar og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir heimabyggð sína. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Geirlaug Jóhannsdóttir Geirlaug til Hagvangs í Borgarbyggð Hljóðbókasafn Íslands býð- ur nú notendum safnsins upp á nýtt snjallforrit, HBS, sem gjörbyltir að- gengi lánþega að safnkost- inum, segir í tilkynningu frá safninu. Með snjallforritinu má nálgast allan bókakost Hljóðbókasafns Íslands á fljótlegan og þægilegan hátt í gegnum Android- snjallsíma – hvar og hvenær sem er. Notendur eru þann- ig bókstaflega með bóka- safnið í vasanum. „Margir lánþegar safnsins eru lesblindir nemendur og geta þeir nú nýtt sér þessa nýjung til að nýta tímann betur, hvort heldur sem er í skólanum, í strætó eða á kaffihúsi, enda er þráðlaust net víða í boði auk þess far- símanet verða sífellt betri,“ segir í tilkynningunni. Að- gengi fyrir blinda og sjón- skerta er einnig sérlega gott og virkar HBS snjall- forritið vel með íslenskum talgervilsröddum sem eru aðgengilegar í gegnum Android síma. Snjallforritið er samstarfsverkefni sem Hljóðbókasafn Íslands og Tæknivörur sem er umboðs- aðili Samsung Mobile á Ís- landi standa fyrir. Stokkur Software og Prógramm ehf. eiga hins vegar heiðurinn að hönnun og forritun HBS- appsins. Snjallforritið má finna fyrir Android á Play Store. Jafnframt hefur safnið nú opnað nýja heimasíðu sem er sérlega aðgengileg fyrir alla og geta lánþegar hlust- að á bækur beint af heima- síðunni í gegnum streym- isþjón. Með bókasafnið í vasanum  Hljóðbókasafn Íslands býður notendum upp á nýtt snjallforrit  Nálgast má allan bókakostinn Hljóðbókasafn bætir aðgengi Orkurannsóknasjóður Lands- virkjunar mun styrkja um- fangsmikla rannsókn á ur- riða- og bleikjustofnum á vatnasviði Efra-Sogs, en um er að ræða verkefni undir stjórn prófessors Sigurðar S. Snorrasonar við líffræðiskor Háskóla Íslands. Þetta kom fram í erindi Sveins Kára Valdimarssonar, líffræðings hjá Landsvirkjun, á málstofu Continental Trout Conserva- tion Fund (CTCF) í Há- skólabíói á fimmtudag. Sveinn Kári segir að ít- arlegra rannsókna sé þörf, áður en ákveðið verði hvort grafa eigi fyrir fiskvegi framhjá Steingrímsstöð, milli Úlfljótsvatns og Þingvalla- vatns. Steingrímsstöð var byggð á árunum 1954-1959 af Sogsvirkjunum (samstarf rík- is og Reykjavíkurborgar). Byggingin hafði áhrif á ur- riðann í Efra-Sogi og kemur í veg fyrir að fiskur eigi aft- urkvæmt úr Úlfljótsvatni upp í Þingvallavatn. Hefur Össur Skarphéðinsson, líffræðingur og þingmaður, talað fyrir því að opnað verði milli vatnanna tveggja með fyrrnefndum fiskvegi. Meginmarkmið verkefn- isins verður að fá skýra mynd af stofnerfðabreytileika og erfðatengslum stofna urriða og bleikju á vatnasviði Efra- Sogs. Margt er óljóst um möguleg áhrif fiskvegar á líf- ríkið. Hugmyndir um fiskveg voru endurvaktar árið 2012 og voru Gunnar Orri Gröndal hjá Verkís og Áslaug Traustadóttir hjá Landmótun fengin til að hanna mögu- legan fiskveg. Hönn- unarforsendur voru að hann félli vel að umhverfinu, nýttist að hluta til sem hrygning- arsvæði fyrirr urriða, flytti nægt vatnsmagn til að upp- fylla skilyrði um lágmarks- rennsli í Efra-Sogi og væri fær stærri urriða úr Efra- Sogi í Þingvallavatn. Styrkja viðamikla rannsókn á urriða og bleikju Mögulegur fiskvegur Hann á að falla vel að umhverfinu. Björn Gunnlaugsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri spjaldtölvuvæðingar í grunnskólum Kópavogs. Björn hefur stýrt spjald- tölvuinnleiðingu í Norðlinga- skóla og Dalvíkurskóla. Hann starfar nú sem aðstoð- arskólastjóri Smáraskóla en hefur fengist við kennslu, nýsköpunarstarf í skólum og leikstjórn. Hann er mennt- aður í leikshúsfræðum, heimspeki og ensku auk þess að vera með kennslu- réttindi og diplómu í stjórnun mennta- stofnana. Auk Björns verða ráðnir kennsluráð- gjafar til að sinna inn- leiðingu nýrra kennsluhátta í tengslum við spjald- tölvuvæðinguna. Áætlað er að innleiðingin taki tvö ár. Með innleiðingu spjaldtölva í alla skóla tekur bærinn stórt skref í að þróa nýjar kennsluaðferðir þar sem tæknin verður nýtt til að styðja við markmið skólanna um fjölbreytta kennsluhætti og skóla án aðgreiningar. Fyrir fyrsta áfanga verk- efnisins verða keypt 2.000 spjöld en eftir ítarlegt mats- ferli urðu iPad-spjöld frá Apple fyrir valinu. Stefnt er að því að taka spjöldin í notkun á haustmisseri 2015. Ráðinn verkefnastjóri spjaldtölvuvæðingar Björn Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.