Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 2
ÍSLANDSMÓTIÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu rúll- ar af stað með heilli umferð í dag. Stjarnan á titil að verja líkt og í fyrra, eftir að hafa haft talsverða yfirburði síðasta sumar. Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna er Breiðabliki hins vegar spáð Ís- landsmeistaratitlinum, en áratugur er liðinn síðan Blikar fögnuðu honum síðast. „Þetta verður ekki þannig sumar að eitthvert lið fari taplaust í gegnum mótið. Ég á ekki von á að neitt lið stingi af og held að þetta verði mjög skemmtilegt fót- boltasumar. Deild- in gæti hins vegar orðið svolítið tví- skipt,“ sagði Edda Garðarsdóttir, landsliðskonan fyrrverandi sem nú er aðstoðarþjálfari hjá nýliðum KR eftir að hafa gegnt sama starfi hjá Val í fyrra. Morgunblaðið fékk Eddu til að rýna í liðin 10 í Pepsi-deildinni, í þeirri röð sem þeim var spáð sæti. Pressa á árangur hjá Blikum Blikakonur fengu silfur á síðustu leiktíð og hafa síðan þá fengið til sín þrjá öfluga leikmenn frá Val, þeirra á meðal landsliðskonuna Hallberu Guð- nýju Gísladóttur. Helstu félagaskipti liðanna má sjá hér á síðunni. Þor- steinn Halldórsson er tekinn við sem þjálfari en hann stýrði síðast 2. flokki karla hjá KR í fyrra. „Málfríður er held ég bara stærsti fengurinn fyrir Blikana, án þess að ég sé að tala hinar niður. Henni fylgir gríðarlegur leikskilningur og hún er mjög sterkur karakter. Hallbera er auðvitað eldfljót og með sterkan vinstri fót, en það er bara vonandi að hún haldist heil því hún hefur glímt við einhver meiðsli síðasta mánuðinn. Blikar eru með bestu aðstöðuna á landinu og það er pressa á að ná árangri þarna. Þetta er bara eins og verksmiðja sem framleiðir leikmenn og þær eru heppnar með það,“ sagði Edda. Stjarnan brothætt en fengið sterka pósta Stjarnan missti í vetur landsliðs- miðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdótt- ur en einnig hina ítölsku Mörtu Car- issimi og Elvu Friðjónsdóttur. Í staðinn komu nokkrir lykilmenn úr lægra skrifuðum liðum og kanadískur miðvörður. „Stjarnan er með reyndari leik- menn, hefur unnið fleiri titla í meist- araflokki og ég hef meiri trú á þeim en Blikum,“ sagði Edda en flestir eru á því að titilbaráttan muni standa á milli þessara tveggja liða. „Ég hef mikla trú á Stjörnunni. Auðvitað skiptir miklu að þær skuli missa Glódísi því þær Anna Björk [Kristjánsdóttir] náðu mjög vel saman í miðri vörninni. Adda [Ásgerður Stef- anía Baldursdóttir] hefur verið „rusla- kall“ hjá þeim og stór hlekkur í vel- gengni liðsins, þó að Harpa [Þorsteinsdóttir] sé alltaf að- alstjarnan. Adda var ekkert með á undirbúningstímabilinu. Svo missa þær Mörtu Carissimi sem var kynngi- mögnuð í fyrra. Þegar þetta safnast saman er ekki skrýtið að þær hafi ver- ið svolítið brothættar á undirbúnings- tímabilinu. En þær hafa líka fengið sterka pósta, Óli er náttúrlega í KSÍ- fer svona að láni þá vill maður sér- staklega sanna sig. Það er líka vænt- anlega ekkert mikið annað að gera í Vestmannaeyjum,“ sagði Edda í léttu gríni. „Það er hræðilegt fyrir hin liðin að koma þarna til Eyja, því þetta hefur verið ægilegt vígi, þó að svo væri kannski ekki í fyrra. Við mættum þeim í æfingaleik á dögunum og þetta lið lítur ágætlega út, með fína erlenda leikmenn, og ég held að þær sakni Vesnu ekki mikið,“ bætti hún við, en Vesna Smiljkovic er gengin í raðir Vals. Þá hefur ÍBV endurheimt Bryn- dísi Láru Hrafnkelsdóttur markvörð sem fór til Noregs, og mun hún berj- ast um stöðu í liðinu við hina ensku Holly Clarke. Valur er í vandræðum Valur átti sitt versta tímabil frá upphafi í fyrra þegar liðið hafnaði í 7. sæti. Mikið hefur gengið á á Hlíðar- drjúg í vörninni, rosalegur leiðtogi og fyrirmynd fyrir margar stelpur þarna fyrir norðan. Það verður ekkert auð- velt að fylla hennar skarð,“ sagði Edda. Fylkir svakalegt baráttulið Jörundur Áki Sveinsson og Þóra B. Helgadóttir, fyrrverandi landsliðs- markvörður, stýra nú Fylki. Þóra er nú hætt í markinu og markamaskínan Anna Björg Björnsdóttir lagði skóna á hilluna. Félagið hefur hins vegar fengið leikmenn á borð við Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, Ólínu G. Við- arsdóttur og systurnar Söndru Sif og Selmu Sól Magnúsdóttur: „Þóra kemur með gríðarlega reynslu að borðinu ásamt Jöra. Það er einhvers konar smábæjarsjarmi yfir Fylkisliðinu, þetta er svakalegt bar- áttulið og maður finnur styrk liðs- heildarinnar hjá þeim. Þær munu gera ágætis hluti. Það er slæmt fyrir þær að missa Önnu en Berglind Björg þarf bara að koma nálægt teignum til að skapa færi. Maður getur alltaf treyst á að hún búi til vandræði ná- lægt markinu, og hún á eftir að skila inn mörkum,“ sagði Edda. ÍBV með líklega markaskorara Eyjamenn höfnuðu í 6. sæti í fyrra. Leikmaður karlaliðsins, Ian Jeffs, er orðinn aðalþjálfari en með Jón Ólaf Daníelsson áfram á hliðarlínunni með sér. Shaneka Gordon og Kristín Erna Sigurlásdóttir mynda baneitrað fram- herjapar og markadrottning 1. deildar í fyrra, Esther Rós Arnarsdóttir, hef- ur bæst í hópinn. „Esther er stór og sterk stelpa og ég efa ekki að hún á eftir að setja inn nokkur mörk í sumar. Þegar maður klíkunni og hefur kynnst þessum yngri landsliðsmönnum sem koma síð- an til hans,“ sagði Edda létt. Selfoss gæti orðið þriðja liðið Edda segir eitt lið til viðbótar geta blandað sér í titilbaráttuna, Selfoss. Selfyssingar náðu sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið varð í 4. sæti og lék til úrslita í bik- arnum. „Það var einhver X-faktor-lykt af Selfyssingum allt síðasta sumar. Þær eru náttúrlega með sveitastelpur þarna innan um sterka útlendinga og það er góð blanda. Svo er Gunnar Borgþórsson ótrúlega skipulagður og skemmtilegur þjálfari. Ef útlending- arnir sem þær fá eru jafn vel heppn- aðir og þeir sem komu í fyrra gætu þær alveg orðið þriðja liðið í toppbar- áttunni,“ sagði Edda. Þór/KA sterkari en vantar Örnu Þór/KA landaði bronsverðlaunum í fyrra en endaði 16 stigum á eftir Stjörnunni með markatöluna +4. Lið- ið varð Íslandsmeistari 2012 en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Katrín Ás- björnsdóttir og Arna Sif Ásgríms- dóttir eru farnar í atvinnumennsku en liðið hélt markverðinum Roxanne Barker og Kaylu Grimsley. Þá er framherjinn öflugi Sandra María Jes- sen komin af stað aftur eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna hné- meiðsla. „Mér sýnist menn fyrir norðan hafa lært aðeins af reynslunni í fyrra og kannski tekið upp annað veski líka. Þær eru sterkari en í fyrra og þetta var svolítið strögl þá, en ég held að þær fari ekki í neina titilbaráttu. Þær vantar Örnu Sif. Hún er ótrúlega „Á ekki von á að nei lið stingi af í sumar“  Pepsi-deild kvenna hefst með heilli umferð í dag  Tekst Blikum að velta Stjörnun Toppslagur Anna María Baldursdóttir ú dóttir úr Breiðabliki verða væntanlega í Edda Garðarsdóttir Fögnuður Leikmenn Juventus höfðu ást drid. Juvents tryggði sér sæti í úrslitum 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Meistaradeild Evrópu Undanúrslit, seinni leikur: Real Madrid – Juventus .......................... 1:1 Cristiano Ronaldo 23. – Alvaro Moratta 57.  Juventus áfram, 3:2 samanlagt, og mætir Barcelona í úrslitaleik 6. júní. Noregur Aalesund – Sarpsborg............................. 2:2  Daníel Leó Grétarsson var á varamanna- bekk Aalsund en Aron Elís Þrándarson var ekki í hópnum. Lilleström – Molde .................................. 2:1  Finnur Orri Margeirsson lék allan tím- ann fyrir Lilleström en Árni Vilhjálmsson var ekki í hópnum. Rúnar Kristinsson þjálfar Lilleström og Sigurður Ragnar Eyjólfsson er aðstoðarþjálfari. Start – Bodö/Glimt.................................. 1:1  Matthías Vilhjálmsson lék allan tímann fyrir Start, Guðmundur Kristjánsson fyr- irliði fór af velli á 38. mínútu en markvörð- urinn Ingvar Jónsson sat á bekknum. Haugesund – Viking ............................... 0:2  Indriði Sigurðsson fyrirliði lék allan tím- ann, Steinþór Freyr Þorsteinsson lék fyrstu 72 mínúturnar og lagði upp eitt mark og Jón Daði Böðvarsson kom inná á 64. mínútu og skoraði annað markið. Björn Daníel Sverrisson er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Rosenborg 8 6 1 1 26:8 19 Stabæk 8 6 1 1 13:3 19 Odd 8 4 2 2 14:10 14 Vålerenga 8 4 2 2 16:13 14 Molde 7 4 1 2 17:9 13 Sarpsborg 8 3 4 1 12:7 13 Viking 8 4 1 3 11:10 13 Mjøndalen 8 3 3 2 13:14 12 Aalesund 8 3 2 3 11:17 11 Strømsgodset 8 2 3 3 13:16 9 Start 8 2 3 3 12:15 9 Haugasund 8 2 2 4 5:16 8 Lillestrøm 7 1 4 2 10:10 7 Sandefjord 8 2 0 6 10:17 6 Tromsø 8 1 1 6 12:19 4 Bodø/Glimt 8 0 2 6 11:22 2 B-deild: Sandnes Ulf – Fredrikstad ..................... 6:1  Hannes Þór Halldórsson lék allan tím- ann í marki Sandnes Ulf. Kína Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Guizhou Zhicheng – Jiangsu Sainty ..... 1:5  Viðar Örn Kjartansson skoraði fyrsta mark Jiangsu og lék í 64 mínútur en Sölvi Geir Ottesen var ekki með. KNATTSPYRNA Þýskaland Melsungen – Erlangen ....................... 37:23  Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Erlangen. Balingen – Magdeburg ...................... 25:32  Geir Sveinsson þjálfar Magdeburg. Staða efstu liða: Kiel 32 28 1 3 978:750 57 RN Löwen 31 26 1 4 927:757 53 Flensburg 32 21 5 6 918:793 47 Magdeburg 32 22 2 8 957:870 46 Melsungen 32 16 4 12 950:884 36 A-deild kvenna: Leipzig – Koblenz/Weibern............... 41:29  Þorgerður Anna Atladóttir hjá Leipzig er frá keppni vegna meiðsla.  Hildur Þorgeirsdóttir skoraði eitt mark fyrir Koblenz/Weibern. Frakkland Cesson Rennes – St. Raphael ............ 23:23  Arnór Atlason leikur með liði St. Rapha- el. Nimes – Istres ...................................... 35:27  Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir Nimes. Toulouse – Sélestat ............................ 31:29  Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Sélestat. HANDBOLTI Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit, 5. leikur: Cleveland – Chicago......................... 106:101  Staðan er 3:2 fyrir Cleveland, sjötti leik- ur er í Chicago í kvöld og hefst á miðnætti. Vesturdeild, undanúrslit, 5. leikur: Houston – LA Clippers.................... 124:103  Staðan er 3:2 fyrir Clippers, sjötti leikur í Los Angeles í nótt og hefst kl. 02.30. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Vodafone-völlur: Valur – Afturelding ..... 14 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Þróttur..... 14 Samsung-völlur: Stjarnan – KR .............. 14 Fylkisvöllur: Fylkir – Selfoss................... 14 Boginn: Þór/KA – ÍBV......................... 15.30 Í KVÖLD!  STJARNAN – Komnar: Guðrún K. Sigurðardóttir (ÍA), Sigríður Þ. Birgisdóttir (Aftureld.), Ana Cate (FH), Beverly Leon (Band.) Shan- non Woeller (Bodö). Farnar: Marta Carissimi (Verona), Maegen Kelly (Åland), Glódís Viggósdóttir (Esk- ilstuna), Elva Friðjónsdóttir (Gamla Uppsala), Danka Podovac (Öster- sund).  BREIÐABLIK – Komnar: Hallbera Gísladóttir (Val), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Val), Svava Rós Guðmundsdóttir (Val). Farnar: Berglind Þorvaldsdóttir (Fylki).  ÞÓR/KA – Komnar: Gígja V. Harðardóttir (Val), Sarah Miller (Bandaríkj.), Klara Lindberg (Sví- þjóð). Farnar: Freydís Anna Jóns- dóttir (FH), Arna Sif Ásgrímsdóttir (Gautaborg), Katrín Ásbjörnsdóttir (Klepp), Hafrún Olgeirsdóttir (Völsungi), Tahnai Annis (Bandar.)  SELFOSS – Komnar: Heiðdís Sigurjónsdóttir (Hetti), Chante Sandiford (Zorkij), Summer Willi- ams (N-Írlandi), Donna Henry (Neunkirch). Farnar: Alexa Gaul (Sand), Dagný Brynjarsdóttir (Bay- ern), Blake Stockton (Medkila).  FYLKIR – Komnar: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðabliki), Bryndís Hrönn Kristinsdóttir (ÍBV), Margrét B. Ástvaldsdóttir (Þrótti), Ólína G. Viðarsdóttir (Val), Sandra Sif Magnúsdóttir (FH). Farnar: Ca- rys Hawkins (Perth Glory).  ÍBV – Komnar: Cloe Lacasse (Kanada), Holly Clarke (Bandar.), Esther Rós Arnarsdóttir (Breiða- bliki). Farnar: Nadia Lawrence (Wa- les), Bryndís H. Kristinsdóttir (Fylki), Vesna Elísa Smiljkovic (Val).  VALUR – Komnar: Anna Garð- arsdóttir (HK/Vík.), Heiða Dröfn Antonsdóttir (Fylki), Inga Dís Júl- íusdóttir (Aftureld.), Jóhanna Gústavsdóttir (Sarpsborg), Maria Haseta (FH), Vesna Elísa Smiljko- vic (ÍBV), Katia Maanane (Le Mans). Farnar: Birna Kristjáns- dóttir (Grand Bodö), Hallbera G. Gísladóttir (Breiðabliki), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðabliki), Ólína G. Viðarsdóttir (Fylki), Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðabliki), Gígja Harðardóttir (Þór/KA), Agnes Árnadóttir (KR).  AFTURELDING – Komnar: Lovísa Guðmundsdóttir (Fjölni), Sasha Andrews (Band.), Elise Koutsakis (Band.) Farnar: Lilja Valþórsdóttir (Breið.), Steinunn Sigurjónsdóttir (Breið.), Courtney Conrad (Issy), Heiðrún Sigurðardóttir (Frankfurt), Inga Dís Júlíusdóttir (Val), Sigríður Birgisdóttir (Stjörn.)  KR – Komnar: Guðrún Anna Atladóttir (FH), Íris Valmunds- dóttir (Fjölni), Kelsey Loupee (Band.), Chelsea Leiva (Band.), Chelsea Raymond (Band.), Agnes Árnadóttir (Val). Farnar: Ástrós Guðlaugsdóttir (FH), Emily Kruger (Band.)  ÞRÓTTUR – Komnar: Sigurrós Guðmundsdóttir (Keflavík), Madis- on Solow (Band.), Jade Flory (Band.), Mckenzie Sauverwein (Band.) Farnar: Kristín Guðmunds- dóttir (FH), Maggý Lárents- ínusdóttir (FH), Margrét B. Ást- valdsdóttir (Fylki). Helstu breytingar á liðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.