Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.2015, Blaðsíða 3
varð 10 stigum á eftir KR í B- riðlinum. Liðið vann Fjölni í um- spilinu um sæti en það kemur ekki á óvart að því sé spáð falli aftur niður. „Jóna þjálfari er gamall refur og hefur alveg verið í þessari aðstöðu áður, að vera spáð falli og svona. Þær eru kannski ekki með marga framúrskarandi leikmenn en hafa samt leikmann eins og Önnu Birnu Þorvarðardóttur sem gæti gert mjög góða hluti ef hún heldur sér heilli,“ sagði Edda. Hún tekur undir að 17 ára sóknarmaðurinn Eva Bergrín Ólafsdóttir sé einnig leik- maður sem vert sé að fylgjast með: „Hún er mjög efnileg en auðvitað spurningarmerki gegn stórum og fljótum varnarmönnum. En hún er hættuleg, eldfljót og með góðan skotfót.“ Afturelding með meirapróf Afturelding er komin með meira- próf í að halda sæti sínu í deildinni, en liðinu er spáð botnsætinu í ár. Liðið vann ekki leik í Lengjubik- arnum í vor og skoraði aðeins eitt mark í fimm leikjum. Afturelding hélt Helen Lynskey sem skoraði sjö mörk í 12 leikjum síðasta sumar og það skiptir miklu máli fyrir liðið, enda var Lynskey valin í úrvalslið seinni hluta síðasta tímabils. Þá eru nýkomnar í liðið kanadískur lands- liðsmiðvörður og framherji. „Þær hafa verið óheppnar á undirbúningstímabilinu með meiðsli og annað, og engir útlendingar komnir,“ sagði Edda. „En það verð- ur aldrei létt fyrir neinn að fara í Mosfellsbæinn. Þær verða þéttar fyrir og Teddi þjálfari kann alveg að kenna þeim færslurnar,“ bætti hún við. Íslandsmeistari 2003 og ljóst að fram- undan er ekkert annað en barátta fyr- ir tilverurétti í deildinni. „Við erum með ungt lið, nýkomnar upp úr 1. deildinni, og við vitum alveg að þetta verður mikil barátta. En það eru allir klárir í það. Við erum komin með tvo útlendinga og sá þriðji gæti bæst við,“ sagði Edda, sem eins og áð- ur segir er aðstoðarþjálfari KR. Á meðal spennandi leikmanna í KR-liðinu má nefna Sigríði Maríu Sig- urðardóttur, U19-landsliðskonu, sem skoraði grimmt í 1. deildinni í fyrra. Það gerði Sonja Björk Jóhannsdóttir einnig, hún er reynslumikil og þekkir það að spila í efstu deild. Hrafnhildur Agnarsdóttir er eini markvörður liðs- ins sem stendur og ljóst að mikilvægt er að hún standi sig. Þrótti eðlilega spáð falli Þróttur fylgdi KR upp úr 1. deild- inni en átti erfiðara uppdráttar þar og enda síðustu misseri eftir áralanga titlasöfnun félagsins þar áður, og hætt er við að erfitt verði fyrir liðið að rétta úr kútnum strax. Dóra María Lár- usdóttir er hætt og fleiri afar öflugir leikmenn farnir á brott, og því hægt að halda því fram að Valsliðið hafi veikst enn frekar frá síðasta tímabili. „Það getur brugðið til beggja vona hjá Val. Það er náttúrlega þungt að missa svona sterka pósta úr liðinu, en það eru gríðarlega efnilegir leikmenn að koma upp. Það er bara spurning hvernig þeir koma til með að höndla álagið og standa sína vakt. Þær hafa fengið inn framherja sem virðist mjög fín. Á miðjunni eru þær svo með þrjár systur, Heiðu, Hörpu og Hildi Ant- onsdætur, og þær eiga eftir að slást vel á miðjunni,“ sagði Edda. KR kemur upp með ungt lið KR snýr nú aftur í efstu deild eftir tveggja ára fjarveru. Liðið varð síðast itt “ nni úr sessi? Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppleið Guðmunda Brynja Óladóttir og félagar í liði Selfoss náðu sínum besta árangri í fyrra þegar þær enduðu í fjórða sæti og komust í bikarúrslitin. Nú eru þær taldar líklegar til að ná enn lengra og var spáð þriðja sæti í deildinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg úr Stjörnunni og Aldís Kara Lúðvíks- í baráttu um stóru titlana í ár. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stöðugar Þór/KA hefur fest sig í sessi í efri hlutanum og varð Íslandsmeistari 2012. Liðið gæti saknað fyrirliðans, Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, í sumar. AFP tæðu til að fagna eftir leikinn gegn Real Ma- Meistaradeildarinnar og mætir Barcelona. Það verða fagnaðarfundir á ólympíu- leikvanginum í Berlín hinn 6. júní þegar Luis Suárez, framherji Barce- lona, hittir „vini“ sína þá Patrice Evra og Giorgio Chiellini þegar Barcelona og Juventus eigast við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Já „gamla konan“, Juventus, gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi Evr- ópumeistara Real Madrid úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og það á Santiago Bernabeu. 1:1 urðu úrslitin og Ítalíumeistarar Juventus unnu einvígið, 3:2. Rimmur Suárez við þá Evra og Chiellini eru frægar um víða veröld. Suárez var dæmdur í átta leikja bann þegar hann var sakaður um að hafa beitt Evra kynþáttaníði og á HM í Brasilíu í fyrra fékk Suárez níu leikja og fjögurra mánaða bann fyrir að naga öxl ítalska varnarmannsins í leik Úrúgvæs og Argentínu. Ítalir eru þekktir fyrir að verjast vel og sýndu þá list vel í gærkvöld. Þeir náðu að halda leikmönnum Real Madrid vel niðri og með vinnusemi og öguðum og skynsömum leik tókst Juventus-mönnum að slá meistarana úr leik og eru vel að því komnir að vera komnir í úrslitaleikinn. Cristiano Ronaldo kom Madridar- liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu en Alvaro Morataa skaut Juventus áfram þegar hann jafnaði metin á 57. mínútu. Hann gerði sínum gömlu félögum þar með stóran grikk en hann yfirgaf félagið í fyrra. Morata fæddist í Madrid og lék með félag- inu frá 2010-14. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Juventus í Meistaradeildinni í tólf ár en félagið státar af tveimur Evrópu- meistaratitlum sem það vann 1985 og 1996. Tímabilið hjá Real Madrid er að verða að martröð en það stefnir allt í titlalaust tímabil og það kæmi ekki á óvart ef Carlo Ancelotti yrði látinn taka pokann sinn um leið og tíma- bilinu lýkur. gummih@mbl.is Meistarar úr leik  Morata skaut gömlu félagana úr leik  Juventus í úrslit ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2015 Finnski körfu-knattleiks- þjálfarinn Pieti Poikola hefur verið ráðinn þjálf- ari karlaliðs Tindastóls fyrir næsta keppnis- tímabil en hann tekur við af Spán- verjanum Israel Martin sem hættir eftir að hafa náð frábærum árangri með liðið í vetur. Poikola er 38 ára gamall og hefur þjálfað um árabil, en Tampereen Pyrintö hefur þrívegis orðið finnskur meistari á undan- förnum sjö árum undir hans stjórn. Hann hefur verið landsliðsþjálfari Dana undanfarin tvö ár og mun þjálfa það áfram þó hann sé jafnframt ráð- inn til Tindastóls.    Hinn tuttuguára gamli Kristmundur Gíslason úr Keflavík keppti í gær á HM í taek- wondo sem fram fer í Tsjeljabinsk í Rússlandi. Kristmundur, sem keppir í -74 kg flokki, mætti Samuel Morrison frá Filippseyjum í sínum fyrsta bardaga, í 64-manna úr- slitum. Morrison fór með sigur af hólmi, 8:6, og vann einnig sigur á Bretanum Andrew Deer í 32-manna úrslitum, 16:14. Hann féll svo úr leik í 16-manna úrslitunum. Meisam Rafiei féll einnig úr leik í 64-manna úrslitum í gær, í -58 kg flokki. Þriðji og síðasti keppandi Íslands á HM er Björn Þor- leifur Þorleifsson sem keppir í -80 kg flokki. Hann mætir Richard Andre Ordemann frá Noregi á mánudaginn.    Swansea hefur hafið viðræður viðknattspyrnustjórann Gary Monk um að framlengja samning sinn við félagið en núgildandi samningur hans gildir til ársins 2017. Monk hefur heldur betur náð fínum árangri með velska liðið en margir höfðu efasemd- ir um að þessi fyrrverandi leikmaður liðsins ætti eitthvert erindi í stjóra- starfið. Swansea, með Gylfa Þór Sig- urðsson í broddi fylkingar, hefur bætt stigamet félagsins í úrvalsdeild- inni en þegar tvær umferðir eru eftir er Swansea í áttunda sætinu með 56 stig. Monk tók við af Dananum Mich- ael Laudrup eftir að hann honum var sagt upp störfum í byrjun tímabilsins í fyrra.    Franski lands-liðs- markvörðurinn Thierry Omeyer framlengdi í gær samning sinn við franska liðið Paris SG sem landsliðs- maðurinn Róbert Gunnarsson leik- ur með. Omeyer, sem er 38 ára gam- all og hefur verið talinn besti mark- vörður heims, er nú samningsbundinn Parísarliðinu til ársins 2017. „Ég er mjög ánægður að halda ævintýrinu áfram með Paris og stoltur af því trausti sem félagið sýnir mér,“ sagði Omeyer á vef franska handknattleikssambandsins.    Björgólfur Takefusa, sóknarmað-urinn reyndi, hefur gengið frá félagaskiptum yfir til Þróttar í Reykjavík úr Fram og gæti því spilað með liðinu í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Björgólfur var lánaður frá Fram til Þróttar um mitt síðasta sumar og skoraði þá þrjú mörk í níu leikjum fyrir liðið í 1. deildinni. Hann hóf ferilinn í meistaraflokki með Þrótti árið 1998 og var annar tveggja markakónga efstu deildar með liðinu árið 2003 þegar hann skoraði 10 mörk. Björgólfur varð líka marka- kóngur deildarinnar, með KR, árið 2009 þegar hann skoraði 16 mörk í deildinni. Fólk sport@mbl.is  STJARNAN: Ólafur Þór Guð- björnsson (annað ár).  BREIÐABLIK: Þorsteinn Hall- dórsson (fyrsta ár).  ÞÓR/KA: Jóhann Kristinn Gunn- arsson (fjórða ár).  SELFOSS: Gunnar Rafn Borg- þórsson (þriðja ár).  FYLKIR: Jörundur Áki Sveinsson (fyrsta ár).  ÍBV: Ian Jeffs (fyrsta ár).  VALUR: Ólafur Brynjólfsson (fyrsta ár).  AFTURELDING: Theódór Svein- jónsson (annað ár).  KR: Björgvin Karl Gunnarsson (þriðja ár).  ÞRÓTTUR: Guðrún Jóna Krist- jánsdóttir (annað ár). Þjálfararnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.