Morgunblaðið - 29.05.2015, Side 1
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
ÍÞRÓTTIR
Fótbolti Valur tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Selfoss gerði góða ferð
í Garðabæinn og lagði Íslandsmeistara Stjörnunnar. Nýliðar KR sóttu stig gegn Blikum 2-3
Íþróttir
mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ásýnd knattspyrnuíþróttarinnar er í
húfi í dag þegar 209 fulltrúar jafn-
margra aðildarþjóða Alþjóða knatt-
spyrnusambandsins, FIFA, ganga til
kosninga í Zürich um hvort Sepp
Blatter eða Ali bin al Hussein eigi að
sitja í forsetastólnum næstu fjögur
ár.
Öll spjót standa á Blatter í kjölfarið
þess að sjö stjórnarmenn í FIFA
voru handteknir í Zürich á mið-
vikudagsmorguninn og bandaríska
alríkislögreglan, FBI, gaf út hand-
tökuskipanir á sjö aðila til viðbótar,
sem tengjast FIFA eða umsvifum
sambandsins á einn eða annan hátt.
Þessir fjórtán eru allir frá Ameríku,
flestallir frá ríkjum í Mið- og Suður-
Ameríku en einnig frá Bandaríkj-
unum. Einn er reyndar breskur rík-
isborgari en með aðsetur vestanhafs.
Einn hinna handteknu er Jeffrey
Webb frá Cayman-eyjum, einn vara-
forseta FIFA og forseti knattspyrnu-
sambands Norður- og Mið-Ameríku.
Blatter hefur sjálfur bent á hann sem
vænlegan eftirmann sinn.
Um leið settu svissnesk lögreglu-
yfirvöld kraft í rannsókn á meintum
mútum tengdum úthlutun HM 2018 í
Rússlandi og 2022 í Katar með hús-
rannsóknum í landinu þar sem lögð
voru höld á ýmis gögn.
Hafnaði ósk Platini
Blatter hefur til þessa þótt traust-
ur í sessi og hann tók fálega í ósk
Michels Platini, forseta UEFA, í gær
um að draga sig í hlé. Platini hefur
undanfarin misseri gagnrýnt Blatter
hart fyrir að ganga á bak orða sinna
um að láta staðar numið að þessu
kjörtímabili liðnu. Blatter lýsti því yf-
ir í fyrrakvöld að hann styddi rann-
sóknina og vildi að allt yrði gert til að
hreinsa til hjá sambandinu. Nema að
víkja sjálfur og hann virðist telja sig
öruggan um endurkjör þrátt fyrir
ágjöf síðustu daga. Í opnunarræðu
FIFA-þingsins í gær var engan bil-
bug á honum að finna. Hann væri
enginn sökudólgur þó spillingin hefði
blómstrað á hans vakt.
Fyrst Blatter er sjálfur ekki tilleið-
anlegur til að láta af embætti er frek-
ar ólíklegt að honum verði velt úr
sessi í dag. Í forsetatíð hans hafa
greiðslur FIFA til aðildarlanda stór-
aukist, og þær hafa nýst sérstaklega
vel til að byggja upp íþróttina í Afr-
íku, Asíu og víðar. Fyrir vikið er hann
með nánast óhagganlegan stuðning í
þessum heimsálfum en Afríka og
Asía eiga 103 af 209 fulltrúum á
þinginu. Þar að auki nýtur hann yf-
irgnæfandi stuðnings í allri Ameríku.
Meirihluti næst með 105 atkvæðum.
Sameinuð Evrópa ekki nóg
Evrópuþjóðirnar eru að mestu
sameinaðar um að styðja keppinaut
hans, jórdanska prinsinn Ali bin al
Hussein. Geir Þorsteinsson, formað-
ur KSÍ, sagði við mbl.is eftir fund
Evrópuþjóðanna í Zürich í gær að
niðurstaða fundarins hefði verið sú að
UEFA myndi styðja Ali. Kosning-
arnar væru leynilegar en það lægi
fyrir að Ísland og aðrar Norð-
urlandaþjóðir myndu greiða Ali sitt
atkvæði og allir sem talað hefðu á
fundinum í gær styddu hann.
Evrópa á 53 atkvæði í kjörinu og
því aðeins innan við fjórðung. John
Delaney, framkvæmdastjóri írska
knattspyrnusambandsins, sagði við
Sky Sports að ógerlegt væri að full-
yrða að allar 53 þjóðirnar styddu Ali,
og eflaust myndu einhverjar hlaupa
undan merkjum og fylgja Blatter.
Það þurfa því ansi margar þjóðir úr
öðrum heimsálfum að skipta um
skoðun til að Blatter verði felldur í
kjörinu.
Stórfyrirtækin vega þungt
Hinar gríðarlegu tekjur FIFA hafa
nýst Svisslendingnum vel til að festa
sig rækilega í sessi. Að því leyti eru
hinsvegar blikur á lofti. Svert ásýnd
FIFA virðist hafa hreyft við helstu
styrktaraðilum sambandsins, sem
hafa dælt til þess fjármagni í gegnum
auglýsingar og aðra styrki. Visa reið
á vaðið og kveðst ætla að endurskoða
stuðning sinn við FIFA vegna at-
burða síðustu daga. Stórfyrirtæki á
borð við Coca-Cola, Adidas, Nike,
Budweiser, Kia Motors og McDo-
nalds hafa lýst yfir áhyggjum af
gangi mála, enda lítið spennandi að
tengjast íþróttinni ef hún fær á sig
ímynd spillingar og helstu forvíg-
ismenn hennar verða settir á bakvið
lás og slá. Þarna er kannski lykillinn
að mögulegri endurnýjun og „núll-
stillingu“ á Alþjóða knattspyrnu-
sambandinu. Óttinn við minnkandi
tekjur gæti mögulega reynst hollust-
unni við Blatter yfirsterkari.
Ásýnd íþróttarinnar í
húfi í forsetakjörinu
Ólíklegt að Sepp Blatter verði velt úr sessi á FIFA-þinginu
AFP
Þingið Sepp Blatter í ræðustóli við setningu FIFA-þingsins í gær.
Olga Færseth skoraði þrennu fyrir
íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu þegar það sigraði Ungverjaland
5:0 á útivelli í undankeppni Evrópu-
mótsins 29. maí 2005.
Olga fæddist 1975 og lék fyrst með
Keflavík en síðan með Breiðabliki, KR,
ÍBV og Selfossi. Hún er markahæsta
knattspyrnukona Íslands frá upphafi
og gerði 323 mörk í deildakeppninni,
þar af 269 í 217 leikjum í efstu deild
sem hvorttveggja er met. Þá er Olga
sjöunda markahæsta landsliðskona Ís-
lands með 14 mörk í 54 landsleikjum.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR-
DAGSINS
Rafael Benítez verður kynntur til leiks sem
nýr þjálfari Real Madrid næsta miðviku-
dag. Spænska blaðið Marca hefur heimildir
fyrir þessu en Benítez greindi frá því í gær
að hann mundi hætta sem þjálfari ítalska
liðsins Napoli eftir tímabilið.
Benítez, sem er þekktastur fyrir störf sín
hjá Liverpool þar sem hann var við stjórn-
völinn frá 2004-10 og gerði Liverpool að
Evrópumeisturum árið 2005, er ekki alveg
ókunnugur Real Madrid. Hann spilaði með
varaliði félagsins og var svo þjálfari þess
frá 1993-95. Hann hefur þjálfað Napoli frá árinu 2013.
gummih@mbl.is
Benítez tekur við Real
Rafael
Benítez
Róbert Gunnarsson átti flottan leik með
Paris SG þegar liðið lagði Saint Raphael,
27:22, í næst síðustu umferð frönsku úrvals-
deildarinnar í handknattleik í gær. Róbert
skoraði fimm mörk og var næst markahæst-
ur Parísarliðsins á eftir dönsku stórskytt-
unni Mikkel Hansen sem skoraði 7 mörk.
Með sigrinum komst Paris SG í toppsæti
deildarinnar en liðið er stigi á undan Mont-
pellier fyrir lokaumferðina. Í lokaumferðinni
sækir Paris SG lið Tremblay heim en liðið er
í 10. sæti deildarinnar. Arnór Atlason skor-
aði tvö af mörkum Saint Raphael í leiknum en liðið er í 3. sæti.
gummih@mbl.is
Róbert var öflugur
Róbert
Gunnarsson
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
styttist óðfluga í það að Ögmundur Krist-
insson, einn landsliðsmarkvarða Íslands í
knattspyrnu, semji við sænska liðið Hamm-
arby en liðið leikur í efstu deild og er sem
stendur í 11. sæti af 16 eftir 10 umferðir.
Samningaviðræður Ögmundar eru langt á
veg komnar og aðeins ákveðin formsatriði
eftir en allar líkur eru á því að hann skrifi
undir í næstu viku. Ögmundur hefur lítið
fengið að spreyta sig með danska úrvals-
deildarliðinu Randers á tímabilinu sem er
að ljúka í Danmörku en þangað kom hann um mitt síðasta
sumar frá Fram. peturhreins@mbl.is
Viðræður langt komnar
Ögmundur
Kristinsson
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Tilfinningin er frábær og ég er bara
algjörlega í skýjunum,“ sagði spjót-
kastarinn Ásdís Hjálmsdóttir við
Morgunblaðið í gærkvöld skömmu
eftir að hafa borið sigur úr býtum á
Riga Cup mótinu í Lettlandi. Það var
ekki nóg með að Ásdís sigraði á
mótinu heldur tryggði hún sér þátt-
tökurétt á HM í Peking síðar í sumar
og á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta
ári. Ásdís kastaði spjótinu lengst
62,14 metra og það er næst lengsta
kast hennar á ferlinum en Íslands-
met hennar er 62,77 metrar sem hún
setti á Ólympíuleikunum í London
2012. Lágmarkið fyrir Ólympíu-
leikana var 62 metrar og 61 metri á
HM. „Stefnan hjá okkur var að ná
alla vega lágmarkinu fyrir HM sem
allra fyrst og taka þar með pressuna
af. Ég vissi að ég væri í formi til að
ná lágmarkinu fyrir Ríó líka og það
var bara spurning um að hitta á kast-
ið,“ sagði Ásdís, sem kemur heim í
dag og hún verður í eldlínunni í
spjótkastkeppni Smáþjóðaleikanna á
þriðjudaginn og keppir svo í kringlu-
kasti á fimmtudaginn. „Þessi árang-
ur gefur góð fyrirheit fyrir sumarið
og gefur manni aukið sjálfstraust.
Það eru ekki nema þrír og hálfur
mánuður síðan ég sat með brotna
hönd með tárin í augunum á slysa-
varðstofunni og ég fékk álagsbrot í
fótinn í haust sem gerði það að verk-
um að ég gat ekki æft sem skyldi.
Það er því virkilega ánægjulegt að
vera komin í þessa stöðu og nú er fátt
sem myndi gleðja mig meira en að
slá Íslandsmetið,“ sagði Ásdís.
Næst lengsta kastið á ferlinum
Ásdís Hjálmsdóttir tryggði sér sæti
á HM og ÓL með kasti upp á 62,14 m
Ljósmynd/Þórir Ó.Tryggvason
Ánægð Ásdís Hjálmsdóttir gerði
það gott í Ríga í gær.