Morgunblaðið - 29.05.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015
KARLAR:
Ari Bragi Kárason, FH (100 m hlaup, 4x100 m)
Arnar Pétursson, ÍR (3.000 m hindrunarhlaup)
Bjartmar Örnuson, UFA (800 m hlaup)
Einar Daði Lárusson, ÍR (110 m grind., hástökk, stangarstökk)
Guðmundur Heiðar Guðmundsson, FH (110 m grind., 400 m grind.)
Guðmundur Sverrisson, ÍR (spjótkast)
Guðni Valur Guðnason, ÍR (kringlukast)
Gunnar Guðmundsson, ÍR (4x400 m)
Hilmar Örn Jónsson, FH (kringlukast)
Hlynur Andrésson, ÍR (1.500 m hlaup, 5.000 m hlaup)
Ingvar Hjartarson, Fjölni (5.000 m hlaup)
Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR (200 m hlaup, 400 m grind., 4x100 m, 4x400 m)
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, UMSS (100 m hlaup. 4x100 m, 4x400 m)
Juan Ramon Borges, ÍR (4x100 m)
Kári Steinn Karlsson, ÍR (10.000 m hlaup)
Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA (200 m hlaup, 400 m hlaup, 4x100 m,
4x400 m)
Kormákur Ari Hafliðason, FH (4x400 m)
Krister Blær Jónsson, ÍR (stangarstökk)
Kristinn Þór Kristinsson, HSK (800 m hlaup, 1.500 m hlaup)
Kristinn Torfason, FH (langstökk)
Óðinn Björn Þorsteinsson, ÍR (kúluvarp)
Sindri Hrafm Guðmundsson, Breiðabliki (spjótkast)
Stefán Jósepsson, UFA (þrístökk)
Stefán Velimir, FH (kúluvarp)
Styrmir Daði Steinunnarson, HSK (hástökk)
Sæmundur Ólafsson, ÍR (3.000 m hindrunarhlaup)
Trausti Stefánsson, FH (400 m hlaup, 4x400 m)
Tristan Freyr Jónsson, ÍR (4x100 m)
Þorsteinn Ingvarsson, ÍR (langstökk, þrístökk)
Þórarinn Þrándarson, FH (10.000 m hlaup)
KONUR:
Agnes Erlingsdóttir, HSK (400 m grind.)
Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR (5.000 m hlaup)
Aníta Hinriksdóttir, ÍR (800 m hlaup, 1.500 m hlaup, 4x400 m)
Anna Berglind Pálmadóttir, UFA (10.000 m hlaup)
Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH (100 m grind., 400 m grind., 4x100 m,
4x400 m)
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni (kringlukast, spjótkast)
Ásgerður Jena Ágústsdóttir, UFA (kúluvarp)
Bogey Ragnheiður Leósdóttir, ÍR (stangarstökk)
Dóróthea Jóhannesdóttir, ÍR (langstökk)
Guðbjörg Bjarkardóttir, FH (4x100 m)
Hafdís Sigurðardóttir, UFA (100 m hlaup, 200 m hlaup, 4x100 m, 4x400 m,
langstökk, þrístökk)
Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni (5.000 m hlaup)
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, ÍR (100 m hlaup, 200 m hlaup, 4x100 m)
Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR (stangarstökk)
Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki (100 m grind., 4x100 m, kúluvarp)
Kristín Karlsdóttir, FH (kringlukast)
María Birkisdóttir, ÍR (800 m hlaup, 1.500 m hlaup)
María Ósk Felixdóttir, ÍR (sleggjukast)
María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni (spjótkast)
Melkorka Rán Hafliðadóttir, FH (4x400 m)
Rannveig Oddsdóttir, UFA (10.000 m hlaup)
Selma Líf Þórólfsdóttir, UFA (hástökk)
Steinunn Erla Davíðsdóttir, UFA (400 m hlaup, 4x100 m, 4x400 m)
Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR (þrístökk)
Vigdís Jónsdóttir, FH (sleggjukast)
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, UMSS (hástökk)
Þórdís Eva Steinsdóttir, FH (400 m hlaup, 4x400 m)
Íslensku keppendurnir
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Frjálsíþróttakeppnin er einn af há-
punktum Smáþjóðaleikanna sem hér
verða haldnir í næstu viku. Nú þegar
Ísland er á heimavelli þá er
skemmtileg sú staðreynd að fjöldi
efnilegs íþróttafólks er að skapa sér
nafn í frjálsum
hérlendis. Sér
vart fyrir endann
á þeim uppgangi.
Ragnheiður
Ólafsdóttir segir
raunar að lands-
liðið sem Ísland
teflir fram nú sé
eitt það sterkasta
sem við höfum
átt. Ragnheiður
er yfirþjálfari
landsliðsins á Smáþjóðaleikunum
ásamt Jóni Oddssyni.
„Við erum með töluverðar vænt-
ingar um að gera góða hluti og höf-
um aldrei verið með jafn fjölmennt
lið á Smáþjóðaleikunum. Við höfum
sjaldan verið með eins sterkt lið og
svo frambærilega einstaklinga. Við
erum mjög spennt,“ sagði Ragnheið-
ur þegar Morgunblaðið spjallaði við
hana í gær.
Íslendingar hafa átt velgengni að
fagna á Smáþjóðaleikunum og eru
þar í fremstu röð í mörgum greinum.
Erfitt er fyrir Ragnheiði að segja til
um sigurmöguleika í frjálsum þar
sem ekki hefur borist listi yfir afrek
keppinautanna á þessu ári. Smá-
þjóðaleikarnir eru snemma á keppn-
istímabilinu og sjálfsagt eru margir
keppendur sem ekki hafa ennþá
keppt utanhúss á árinu. Fyrirfram
segist Ragnheiður reikna með
mestri samkeppni frá Kýpur og
Lúxemborg í frjálsíþróttakeppninni
en ekki sé hægt að slá neinu föstu
um það.
„Ég held að mér sé óhætt að segja
Kýpur, eða þannig hefur það alla
vega verið. Þeir hafa átt gríðarlega
góða spretthlaupara, millivega-
lengdahlaupara og jafnvel stökkv-
ara. Fljótt á litið þá sýnist mér Lúx-
emborg vera með mjög sterkt lið.
Athygli mín beinist aðeins að þeim
og miðað við það sem ég hef gluggað
í eru þeir sterkir á pappírunum.
Aðrar þjóðir blanda sér frekar í bar-
áttuna í stökum greinum.“
Stutt í Evrópukeppnina
Almennt séð þarf fólk að hugsa
um sjálft sig í frjálsum enda um ein-
staklingsgreinar að ræða. Þegar
kemur að Smáþjóðaleikum er hins
vegar um meiri liðakeppni að ræða.
Þannig er því einnig farið í Evrópu-
keppni landsliða sem fer fram eftir
tæpan mánuð. Þar komst Ísland upp
um deild í fyrra.
„Þetta er góð byrjun á sumrinu og
þarna fær okkar fólk tækifæri til að
sanna sig fyrir Evrópukeppnina.
Einhverjir eru öruggir í þann hóp en
aðrir eru að berjast um sæti í liðinu
sem keppir þar. Í Evrópukeppninni
er eitt sæti í boði í hverri grein en á
Smáþjóðaleikunum sendum við tvo í
hverja grein. Við erum því að tefla
fram helmingi fjölmennara landsliði
en í Evrópukeppninni. Í þessum
tveimur keppnum er einkennandi að
liðsheildin skiptir gríðarlegu máli.
Breiddin þarf að vera góð og það
skiptir máli að eiga frambærilegt
fólk í öllum greinum. Slíkt myndar
góða stemningu og gott að vera sýni-
leg á heimavelli. Mikil vinna hefur
verið lögð í undirbúninginn af sjálf-
boðaliðum og því er mikill léttir að
vita að leikarnir verða að veruleika.
Þetta var í járnum um tíma virtist
vera,“ sagði Ragnheiður ennfremur í
samtali við Morgunblaðið.
Hún lét þess getið að fyrir utan
hana og Jón þá kæmu fleiri að stjórn
hópsins og flestir keppendur hafa
sína persónulegu þjálfara með sér.
Er það hægt í krafti þess að Ísland
er á heimavelli og almenn ánægja
með það fyrirkomulag, að sögn
Ragnheiðar.
Töluverðar væntingar
Höfum sjaldan átt eins sterkt landslið í frjálsum að mati Ragnheiðar Ólafsdóttur
landsliðsþjálfara Búast má við mestri samkeppni frá Kýpur og Lúxemborg
Morgunblaðið/Eva Björk
Fljótar Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir verða áberandi í frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikanna.
Frjálsíþróttir
» Frjálsíþróttakeppni Smá-
þjóðaleikanna fer fram á Laug-
ardalsvellinum.
» Keppt er frá 15.30 til 20.35
þriðjudaginn 2. júní, frá 16 til
19.50 fimmtudaginn 4. júní og
frá 14 til 17.45 laugardaginn 6.
júní.
» Allar níu þjóðirnar senda
keppendur í frjálsíþróttum en
auk Íslands eru það Andorra,
Kýpur, Liechtenstein, Lúx-
emborg, Malta, Mónakó, San
Marínó og Svartfjallaland.
Morgunblaðið/Ómar
Sprettur Kolbeinn Höður Gunnarsson, Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Ari
Bragi Kárason eru í íslenska liðinu.
Ragnheiður
Ólafsdóttir
Á þessum árstíma eru uppi
vangaveltur eins og fyrri daginn
um hvort Gylfi Þór Sigurðsson
eigi að nýta meðbyrinn og fara í
eitthvað sem kallað er „stærra
lið“. Þetta stef er svo sem þekkt
og getur átt við um fleiri íslenska
leikmenn sem hafa notið vel-
gengni. Almennt séð er það
slæm hugmynd í hópíþróttum að
færa sig um set þegar vel geng-
ur, en auðvitað ekki algilt.
Þar sem ég vil íslenska lands-
liðinu allt hið besta, þá vil ég í
eigingirni minni að Gylfi sé hjá
liði þar sem hann er mikilvægur
hlekkur í keðjunni og spilar svo
gott sem alla leiki. Leikæfing og
sjálfstraust er þá til staðar þegar
kemur að mikilvægum lands-
leikjum. En einhverra hluta
vegna kem ég aldrei að ákvörð-
unartökunni þegar Gylfi skiptir
um félag, eða skiptir ekki, og
fylgist því með úr fjarlægð.
Með hagsmuni landsliðsins í
huga tel ég því best að Gylfi
haldi kyrru fyrir hjá liði og efni-
legum þjálfara sem metur hann
að verðleikum. Málið er þó ekki
alveg svo einfalt. Ég get nefni-
lega alveg óskað Gylfa þess að fá
að upplifa það að berjast um titla
í boltanum. Hann hefur unnið
fyrir því enda harðduglegur og
agaður íþróttamaður. Til þess
gæti hann þurft að komast í bet-
ur mannað lið, jafnvel þó svo að
þar myndi hann spila minna en
hann gerir hjá Swansea.
Gylfi er á 26. aldursári og hefur
aldrei verið í þeirri stöðu að berj-
ast um titla á atvinnumannsferl-
inum. Verði breyting þar á þá
getur slíkur reynsluheimur kom-
ið sér gríðarlega vel fyrir lands-
liðið í baráttunni við þekktari fót-
boltaþjóðir. Þegar öllu er á
botninn hvolft þá veit ég því eig-
inlega ekki hvort ég er að koma
eða fara … fyrir Gylfa hönd. Heil-
hveitis Reykás-heilkenni.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Chicago Bulls,
gamla stórveldið í
bandarísku NBA-
deildinni í körfu-
knattleik, rak í
gær þjálfarann
Tom Thibodeau
úr starfi en hann
hefur stýrt liðinu
síðustu fimm
tímabilin.
Undir stjórn
Thibodeau vann Chicago 255 leiki en
tapaði 139. Liðið vann miðriðilinn í
Austurdeildinni tímabilin 2010-11 og
2011-12 og Thibodeau var útnefndur
þjálfari ársins árið 2011 en sem ný-
liði tókst Chicago að vinna 62 leiki á
því tímabili.
„Þegar Tom var ráðinn 2010 var
hann rétti maðurinn fyrir liðið og
okkar stefnu og á síðustu fimm árum
hefur liðið náð ágætum árangri und-
ir stjórn Tom. En þegar við horfum
fram í tímann og metum hvernig við
eigum að halda áfram að þróa liðið
og bæta það þá teljum við að það sé
best að gera breytingar,“ sagði Gar
Forman, framkvæmdastjóri Chi-
cago, þegar hann tilkynnti þá
ákvörðun að segja Thibodeau upp
störfum. Thibodeau var aðstoð-
arþjálfari hjá Boston, SA Spurs,
Minnesota, Philadelphia, New York
og Houston áður en hann tók við
þjálfun Chicago. gummih@mbl.is
Chicago Bulls
rak þjálfarann
frá störfum
Tom
Thibodeau