Morgunblaðið - 08.05.2015, Qupperneq 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
Bílanaust beinir sjónum að
kjarnastarfseminni á ný.
22
08.05.2015
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Blaðamenn
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is
Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is
Malin Brand malin@mbl.is
Auglýsingar
Erling Adolf Ágústsson
erling@mbl.is
Forsíðumynd:
AFP
Prentun
Landsprent
ehf.
Afmælisútgáfur, nýjar
fjármögnunarleiðir og
spennandi týpur af Lexus.
4
12
Hekla beinir kastljósinu í
auknum mæli að
umhverfisvænum
valkostum.
Eiður Örn og
félagar hjá
Dekkjahúsinu
kynna dekk og
felgur á sýn-
ingunni.
23
Þess vegna er það nú svo að bílaáhugamenn
hlakka óþreyjufullir til morgundagsins er bílasýn-
ingin Allt á hjólum verður opnuð í Fífunni í Kópa-
vogsdal. Á sýningunni, sem nú er haldin í þriðja
sinn, tjalda bílaumboð borgarinnar öllu því glæsi-
legasta sem þau hafa upp á að bjóða og við blasir
að margur dýgripurinn mun gleðja augu sýning-
argesta. Töluvert verður um frumsýningar og
meira að segja forsýningar líka. Segja mætti að
gestir muni fá ríflega fyrir peninginn en það er þó
ekki svo, því að þessu sinni er ókeypis inn á sýn-
inguna og því er óhætt að hvetja alla sem gaman
hafa af því að skoða fallega bíla að grípa þetta frá-
bæra tækifæri, koma og kynna sér það nýjasta og
hitta annað áhugafólk um bíla, vélar og hönnun
þeirra. Bílgreinasambandið og aðrir sem að sýn-
ingunni koma eiga mikið hrós skilið fyrir að blása
til þeirrar veislu sem bílasýningin Allt á hjólum er.
Það er ekki hægt að taka það sem sjálfsagðan hlut
að standa í stórræðum sem þessum án þess að
rukka aðgangseyri. En það er engu að síður til-
fellið og fyrir það ber að þakka. Innilega.
Fjölmennum því í Fífuna um helgina, kæru les-
endur og áhugafólk um nýja og fallega bíla.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Við elskum allt sem er á hjólum!
Topptjald.is
kynnir áhuga-
verða lausn fyrir
ferðalagið – tjald
á toppnum.
10