Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ Ú rval bifreiða hjá Bernhard ehf. hefur sjaldan verið fjölbreyttara en einmitt nú. Hlynur Pálmason sölufulltrúi segir söluna hafa verið að aukast jafnt og þétt síð- ustu ár, bæði í magni og einnig að dreifast á fleiri gerðir bíla. „Við sjáum töluverðan mun á sölunni miðað við sama tíma í fyrra og verðum varir við að margir við- skiptavinir eru að skipta út fólksbílum af árgerðum 2004-2006. Í atvinnubílum er líka ágætis aukning og m.a. hafa Peugeot- sendibílarnir átt vinsældum að fagna.“ CR-V í sérflokki Þrátt fyrir breytingar á bílamarkaðinum síðustu ár eru ákveðnir bílar sem halda enn sérstöðu sinni, eins og borgarjeppinn Honda CR-V. „Hann hefur í gegnum árin verið okkar vinsælasti bíll. Það eykur enn frekar á vinsældir Honda CR-V að bíllinn heldur áfram að sanka að sér verðlaunum og var að koma út í nýrri uppfærslu,“ segir Hlynur. „CR-V var valinn jepplingur árs- ins 2014 á Íslandi og hefur allt frá því hann kom fyrst á markað árið 1997 verið okkar mest seldi bíll. Orðspor hans er gott og segir sína sögu að af öllum þeim bílum sem hafa selst frá árinu 1997 til dagsins í dag eru um 95%-97% enn á götunni.“ Jepplingar eins og CR-V henta íslenska markaðinum mjög vel. Hátt er undir bílinn svo hann ræður vel við akstur út fyrir borgarmörkin og snjóþunga að vetri til en hefur sömu aksturseiginleika og fólksbíll þegar kemur að daglegum hversdagsakstri. „Með nýjustu uppfærslu fjórðu kyn- slóðar CR-V verður Honda Connect að staðalbúnaði í flestum útfærslum en um er að ræða margmiðlunartölvu í mælaborðinu með sjö tommu snertiskjá. Kerfið tengist hljómtækjum bílsins, hefur að geyma Garmin-leiðsögukerfi með Íslandskorti, hefur innbyggðan harðan disk og getur tal- að við snjalltæki farþega yfir BlueTooth- tengingu,“ útskýrir Hlynur. Ein mesta nýjungin er þó ný 1,6 lítra 160ha dísilvél með 350 NM togi og níu þrepa sjálfskiptingu. Með svona mörg þrep í sjálfskiptingunni segir Hlynur að gírskiptingar verði alveg fumlausar og varla hægt að finna fyrir þeim. Hjálpar fullkomin sjálfskiptingin líka til við að auka sparneytni vélarinnar en að jafnaði nær CR-V 6l /100 km í innanbæj- arakstri með þessari nýju vél og skiptingu samkvæmt framleiðanda. „Þá hafa verið gerðar smávægilegar útlitsbreytingar á fram- og afturenda bílsins,“ bætir Hlynur við. Peugeot 308 í uppáhaldi Bernhard er einnig með umboð fyrir Peu- geot. Peugeot býður upp á fjölbreytt úrval bifreiða allt frá 108-smábíl upp í sjö manna 5008. Allir eru þeir umhverfisvænir og eyðslugrannir og er Peugeot sá framleið- andi í Evrópu sem er með hvað lægstu elds- neytiseyðslu og lægsta gildi af CO2. Síðustu ár hefur 308 verið í miklu uppáhaldi meðal viðskiptavina. Var bíllinn valinn bíll ársins á Íslandi 2015 og segir Hlynur að titillinn sé mjög verðskuldaður. „Bæði er hönnunin gríðarlega falleg, bíllinn mjög hljóðlátur og einstaklega sparneytinn. Þá býður Peugeot 308 upp á nokkrar útfærslur af skemmti- legum vélum, fæst bæði beinskiptur og sjálfskiptur og er með spjaldtölvu í mæla- borðinu sem hýsir bæði akturstölvu og stjórntæki fyrir miðstöð og hljómtæki.“ Á stóru bílasýningunni í Fífunni um helgina mun Bernhard m.a. kynna Peugeot 308 í skutbílsútfærslu. „Þá frumsýnum við bíl sem margir hafa beðið spenntir eftir, nýja Peugeot 208 GTi, smáan en kröftugan bíl sem er undir sjö sekúndum í hundraðið, og á verði sem kemur á óvart.“ Peugeot 208 GTi er arftaki hins goð- sagnakennda 205 GTi sem kom upprunalega á Evrópumarkað árið 1984. Bíllinn er sport- legur út í eitt og kemur meðal annars með sportsætum sem staðalbúnað. ai@mbl.is Honda Connect staðalbúnaður í nýja CR-V Bernhard kynnir nýjustu út- færsluna af Honda CR-V- jepplingnum vinsæla. Frum- sýnir um helgina Peugeot 208 GTi, arftaka hins goðsagna- kennda 205 GTi Samgöngur Hlynur segir söluna hafa farið vel af stað það sem af er árinu. Klassík CR-V er mest seldi Honda-bíllinn á Íslandi og hefur skilað góðri endingu. Morgunblaðið/Eggert Ríkulegur Ný kynslóð CR-V er með margmiðlunartölvu og snertiskjá, og m.a. búinn Garmin leiðsögukerfi með Íslandskorti. Kaggi 208 GTi er öflugur bíll sem margir bíða spenntir eftir að prófa. Afturhluti CR-V þykir mjög hentugur borgarjeppi. Hraði Sala á mótorhjólum hefur verið róleg síð- ustu ár, mögulega vegna leiðinlegs sumarveðurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.