Morgunblaðið - 08.05.2015, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23
M
ikil ös var í Dekkjahús-
inu í Kópavogi er þess
var freistað að fá sam-
tal við forsprakkann
Eið Örn Ármannsson í
samtal. Örtröð af bílum þar sem
skipta þurfti af vetrardekkjum yfir
á sumardekk. Eiður sagði að svo
þungt álag gæti verið til þess að
þjónustan yrði ekki eins góð og
hann vildi hafa hana.
Gott að vera í Kópavogi
„Þetta snýst um að hér renni allt
eðlilega í gegn og allir séu ánægð-
ir,“ sagði Eiður Örn.
Hann segir Dekkjahúsið vera
þriggja ára gamalt fyrirtæki sem
verið sé að byggja upp. Er það til
húsa þar sem Toyota var áður, í
Auðbrekku 17, Dalbrekkumegin.
„Það gengur vel því við erum á góð-
um stað í Kópavogi. Fyrirtækið hef-
ur í rauninni byggst upp af þátttöku
kúnnans sem hefur stutt við bakið á
okkur. Kópavogsbúar hafa verið
iðnir við að hjálpa okkur að komast
á koppinn. Við erum á góðu svæði
hérna í Kópavogi, í Dalbrekkunni.
Okkur hefur vegnað vel, það væri
rangt að kvarta,“ segir Eiður Örn.
Eins og er starfa 10 manns hjá
Dekkjahúsinu en Eiður Örn segir
þá alla jafna vera fjóra til fimm.
Hin árstíðabundna vertíð sem nú
stendur yfir, þar sem allir vilja
sumardekkin undir á sama tíma,
kallar á aukinn mannafla til að
mæta álaginu. „Þótt við séum ungt
fyrirtæki höfum við starfað í grein-
inni í yfir 30 ár og reynsla starfs-
manna því mikil.“
Dekkjahúsið gefur sig út fyrir að
bjóða upp á hágæðadekk á áður
óþekktu verði. „Við leggjum metnað
okkar í að vera með góða vöru og
góða vinnu á góðu verði,“ svarar
Eiður Örn því innskoti. Hann segir
hugmyndafræði fyrirtækisins hafa
gengið upp og nefnir viðtökur
dekkja sinna til marks um það.
„Staðreyndin er sú að markaðurinn
kallar á góða þjónustu og hagstætt
vöruverð. Hafi menn það til að bera
skapa þeir sér fastan sess.“
Best að koma og máta felgur
Við flytjum sjálfir inn mestallt sjálf-
ir sem við erum að selja, bæði
jeppadekk og fólksbíladekk og einn-
ig felgur. Við bjóðum dekk frá Grip-
max, Aurora, Nokia og Highfly,
sem eru í billegri kantinum.“
Þá tiltekur Eiður Örn felgur sér-
staklega og segir ekki hafa verið
mikið um það frá hruninu að bjóða
nýjar felgur. Vilji bílaáhugamenn
hressa upp á útlit bílsins með flott-
um felgum sé hægt að máta nýjar
felgur við bílinn hjá Dekkjahúsinu.
„Þetta er eins og í tískuvöruverslun.
Það er hægt að koma hingað með
bílinn og fá að máta nýja felgu, rétt
eins og gert er í mátunarklefanum,“
segir Eiður Örn. Og bætir því við,
að evrópskar 15 til 20 tommu felgur
frá framleiðendunum Viper, 4RAT-
IS og Forzza njóti mikilla vinsælda.
„Svörtu eða dökkgráu felgurnar
koma sterkar inn núna í vor og gefa
algjörlega nýtt útlit á bílinn, hvort
sem er um smábíl eða jeppa að
ræða. Þetta er eitthvað sem hefur
verið ófáanlegt hér á landi hingað
til og er gaman að bjóða,“ segir
Eiður.
– Eru þetta aðallega ungir strák-
ar sem fá sér nýjar felgur á bílinn?
„Nei, það hafa allir áhuga á að
hressa upp á útlit bílsins, og upp-
færa þann gamla, gera hann ögn
flottari. Að setja undir hann fal-
legar felgur er ódýr og góð leið til
þess. Oft þarf ekki mikið meira til
að fegra útlit bílsins,“ segir Eiður
Örn.
Gripmax öflugur framleiðandi
Hann kemur aftur að dekkjunum
og segir Dekkjahúsið nýlega byrjað
að bjóða nýja tegund af dekkjum
sem heita Gripmax. „Þau eru okkar
nýjasta lína í dekkjum fyrir jeppa
og jepplinga. Þau eru framleidd í
Kína undir ströngustu gæðakröfum
frá birgjum í Evrópu og þykja í
senn ódýr og góð. Þau hafa selst
vel og gefið góða raun í notkun.
Gripmax er öflugur framleiðandi
með gæðavöru á góðu verði. Hægt
er að velja á milli fimm tegunda á
dekkjum með
mismunandi gripi, allt eftir því
við hvaða aðstæður oftast er ekið.
Gripmax hefur gefist gríðarlega vel
og er hagstæður valkostur þegar
kemur að vali á góðum og öruggum
dekkjum á viðráðanlegu verði og er
mjög spennandi valkostur fyrir bif-
reiðaeigendur. Mér þykir mikið til
þeirra koma en ég hef verið í þess-
um bransa yfir 35 ár,“ segir Eiður
Örn. Fyrirtæki hans býður einnig
upp á hágæða dekk sem heita Au-
rora.
Skynjarar sem láta vita
„Nú, við erum líka að flytja inn
hjólkoppa sem við leggjum mikla
áherslu á að selja á góðu verði. Þá
bjóðum við líka upp á skynjara í
felgur en allir bílar sem fluttir eru
inn frá Evrópu og Ameríku eru
með svokallað TPMS-skynjarakerfi
sem nemur loftþrýsting í dekkj-
unum gegnum ventlana. Sé loftið
tekið að minnka í dekkjunum gefur
búnaðurinn skilaboð þess efnis upp
í mælaborðið. Það blikka viðvör-
unarljós sem gefa til kynna að eitt-
hvað þurfi að athuga með dekkin.
Búnaður af þessu tagi hefur verið
nokkuð lengi í amerískum bílum og
samkvæmt nýlegum reglum frá
Evrópusambandinu þurfa allir bílar
í framtíðinni að vera með þessa
skynjara. Þetta verður stöðugt al-
gengara í nýjum bílum.“
– Hver er ávinningurinn af þessu
fyrir bílstjórann?
„Það er að færast í aukana að
það fylgi ekkert varadekk bílum og
til þess að koma ekki að dekki flötu
daginn eftir eða lenda í einhverjum
vandræðum vegna leka úr dekki þá
sendir TPMS-kerfið skilaboð sem
kallar á að menn hraði sér á næsta
þjónustuverkstæði til að láta laga
lekann. Þetta er líka gert til að
menn missi ekki loft og keyri á
sprungnu dekki og eyðileggi það.
Sem getur verið dýrt spaug þegar
við gætum til dæmis verið að tala
um 20 tomma jeppadekk á hundrað
þúsund krónur stykkið. Það getur
verið dýrt spaug að eyðileggja
það.“
agas@mbl.is
Flottar felgur gefa bílnum nýtt útlit
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýjungar „Svörtu eða dökkgráu felgurnar koma sterkar inn núna í vor og gefa algjörlega nýtt útlit á bílinn, hvort sem er um smábíl eða jeppa að ræða. Þetta er eitthvað
sem hefur verið ófáanlegt hér á landi hingað til og er gaman að bjóða,“ segir Eiður Ármannsson hjá Dekkjahúsinu í Kópavogi. Felgur sé ódýr leið til að fegra bílinn.
Eiður Örn og félagar hjá
Dekkjahúsinu taka þátt í
sýningunni Allt á hjólum
og er það við hæfi því
fyrirtækið skaffar jú
hjólin – og fallegar felg-
ur líka.
Gæði, reynsla og gott verð!
REYKJAVÍK,Dvergshöfða 2,KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata,
HAFNARFJÖRÐUR,Dalshrauni 17,REYKJANESBÆR,Krossmóa 4,
SELFOSS,Hrísmýri 7,AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13
Sími: 535 9000www.bilanaust.is
Í SÓL OG
SUMARYL!
Á kagginn það allra besta skilið!
VERSLANIR
SJÖ
MEÐMIKIÐ
VÖRUÚRVAL