Fréttablaðið - 21.05.2015, Page 6
21. maí 2015 FIMMTUDAGUR
Samningur SAH afurða um sölu á
gærum og lambakjöti til Asíu gæti farið
út um þúfur vegna verkfalls dýralækna
hjá Matvælastofnun. Til stóð að flytja
70.000 gærur út til Asíu þann 26.
maí næstkomandi en ekki hefur enn
fengist undanþága dýralækna til að
votta afurðirnar. Því er ekki hægt að
flytja vörurnar út. „Okkur hefur verið
hafnað í tvígang um undanþágu frá
verkfalli dýralækna vegna útflutnings-
ins. Þetta er auðvitað erfitt fyrir okkur
sem höfum skuldbundið okkur til
að selja afurðir á tilskildum tíma til
kaupandans,“ segir Gunnar Tryggvi Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða
á Blönduósi.
Fréttablaðið sagði frá því fyrir nokkru
að samningar hefðu tekist milli SAH
afurða og asísks fyrirtækis um kaup og
sölu á 160 tonnum af lambakjöti og
70.000 gærum. Einnig voru uppi hug-
myndir um að hægt væri að selja meira
af afurðum í haust. Gunnar Tryggvi
segir að eftir 26. maí þurfi SAH afurðir
að greiða skaðabætur til fyrirtækisins
vegna tafa á sendingunni. „Tafabætur
reiknast sem hlutfall af heildar-
söluverðmæti á viku og því þarf ekki að
líða langur tími þar til þetta fer að hafa
mikil áhrif á verðið sem við erum að fá
fyrir afurðirnar,“ segir hann.
Gunnar Tryggvi segir að ef ekki
rætist úr
verkfalli gæti
kaupandinn
farið að snúa
sér að öðrum
mörkuðum.
- sa
1. Hvenær hóf Helgi Vilhjálmsson
rekstur sælgætisverksmiðjunnar Góu?
2. Hver er forstöðumaður Náttúru-
minjasafns Íslands?
3. Hvenær á ótímabundið verkfall
hjúkrunarfræðinga að hefjast?
SVÖR:
1. 1968. 2. Hilmar J. Malmquist. 3. 27. maí.
Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast
verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita
af skemmtilegum, eða miður skemmtileg-
um, sögum með því að senda okkur póst
á ritstjorn@frettabladid.is.
BANDALAG HÁSKÓLAMANNA (BHM)
Ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga | Stendur enn yfir
Í DAG ER 45. DAGUR Í VERKFALLI FIMM ÞEIRRA:
1 Félag geislafræðinga Hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans.
Ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgen-
myndatöku.
2 Félag lífeindafræðinga Áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum.
Lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í
erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.
3 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala Koma að frumu- og sam-
eindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni,
örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði,
faralds fræði, tölfræði og kerfislíffræði.
4 Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala | ÞRI., MIÐ. OG FIM.
Raskar starfi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem
vegna keisaraskurðaðgerða.
5 Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu
Ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða
skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum.
● Ljósmæðrafélag Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri Ótímabundið verk-
fall hófst 9. apríl. Verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Aðgerðir eru því
á 43. degi.
HAFA VERIÐ Í VERKFALLI FRÁ 20. APRÍL - 32. DAGUR
1 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun Meðal annars áhrif
á eftirlit með plöntu heilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.
2 Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvæla-
stofnun Raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum.
3 Dýralæknafélag Íslands Stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu. Uppáskrift
dýralækna og eftirlit þarf við slátrun og einnig vegna innflutnings.
Í PÍPUNUM: Hjúkrunarfræðingar: Ótímabundið verkfall hefst 27. maí. SGS:
Verkfall 28.-29. maí og ótímabundin vinnustöðvun frá 6. júní. VR, LÍV og Flóa-
bandalag: 28.-29. maí er verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum, 30.-31. maí er
verkfall á hótelum, gisti- og baðstöðum, 31. maí-1. júní er verkfall í flugafgreiðslu,
2.-3. júní er verkfall hjá skipafélögum og í matvöruverslunum, 4.-5. júní er verk-
fall hjá olíufélögum, 6. júní hefst ótímabundið verkfall félaganna.
VERKFALLSAÐGERÐIR Í GANGI
Á LAND-
SPÍTALANUM
Róðurinn
þyngist dag
frá degi á
Landspítal-
anum eftir
því sem verk-
föllum vindur
fram og stefn-
ir væntanlega
í ófremdar-
ástand verði
af verkfalli
hjúkrunar-
fræðinga 27.
maí næstkom-
andi. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
REYNSLUSÖGUR ÁHRIF YFIRSTANDANDI AÐGERÐA
Samningur SAH afurða í hættu
VERKFALL Um 7.200 skjöl bíða þing-
lýsingar hjá Sýslumanninum á höf-
uðborgarsvæðinu vegna verkfalls
félagsmanna BHM sem starfa hjá
embættinu. Ekki er til nákvæm
sundurliðun á tegund skjala en gera
má ráð fyrir að meirihluti skjalanna
tengist fasteignaviðskiptum. Engum
samningum vegna fasteignakaupa
hefur verið þinglýst frá því 1. apríl.
„Þetta er auðvitað farið að valda
miklum óþægindum, bæði fyrir
kaupendur og seljendur,“ segir Ingi-
björg Þórðardóttir, formaður Félags
fasteignasala. Þar sem kaupsamn-
ingum og lánaskjölum er ekki þing-
lýst meðan á verkfalli stendur eru
lán vegna kaupa ekki greidd út af
lánastofnunum á meðan.
„Við höfum gripið til þess ráðs
til að reyna að halda í horfinu, svo
það hallist ekki á hjá kaupanda
og seljanda, að fólk semji um það
að greiðslur sem áttu að hafa bor-
ist beri þá 6 prósent vexti sem eru
lægstu vextir miðað við vaxta-
töflu Seðlabankans á óverðtryggð-
um lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk
hefur sýnt þessu mikinn skilning
og er sátt við þessa lausn miðað við
aðstæður, hvorugur aðili getur haft
áhrif á framgang mála,“ segir hún.
Ingibjörg segir einkennilegt að
bara lögfræðingar hjá Sýslumann-
inum á höfuðborgarsvæðinu séu í
verkfalli en ekki úti á landi og spyr
hvers vegna verkfallinu sé ekki
dreift milli embætta.
„Hér bítur það grimmast. Maður
trúir ekki öðru en að þetta fari að
leysast. Annars þarf yfirvaldið að
fara að grípa til einhverra ráðstaf-
ana því þetta er orðið svo mikið tjón.
Bæði í þessum geira og víðar,“ segir
hún. „Það er ekki í lagi að lama fjár-
málageirann með þessum hætti. Það
má gera ráð fyrir að um 20 milljarð-
ar sem varði kaupsamningsfjárhæð-
irnar séu í frystingu. Varlega áætl-
að eru 50 til 70 prósent af því lán
sem standa föst,“ segir Ingibjörg.
Það er ljóst að töluverðan tíma
mun taka að vinna upp þau mál
sem bíða afgreiðslu eftir að verk-
falli lýkur. Það eru þó ekki bara
fasteignakaupendur og -seljendur
sem lenda í vandræðum. Öll önnur
erindi sem snúa að þinglýsingum
bíða líka og hefur aðeins eitt mál
fengið undanþágu hjá sérstakri
undanþágunefnd. „Það mun taka
tíma að vinna þetta niður,“ segir
Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og
staðgengill sýslumannsins á höfuð-
borgarsvæðinu. Mál eru móttekin
þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á
skrifstofu er ekki í verkfalli en þau
eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp.
Eina starfsemin sem er að mestu
óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og
ökuskírteina,“ segir Þuríður.
viktoria@frettabladid.is
7.200 skjöl bíða þing-
lýsingar sýslumanns
Allt er stopp á fasteignamarkaðnum þar sem kaupsamningum hefur ekki verið þinglýst
frá 1. apríl. Formaður Félags fasteignasala segir verkfallið vera farið að valda miklum
óþægindum fyrir fjölda fólks sem fær ekki lán afgreidd þar sem skjöl eru ekki þinglýst.
BLAÐAÐ Í BUNKANUM Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborg-
arsvæðinu, kíkir á hluta skjala sem bíða þinglýsingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARAMÁL „Það stenst ekki skoð-
un að tilboð þeirra muni gagnast
okkar félagsmönnum,“ sagði
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR, um tilboð Samtaka atvinnu-
lífsins (SA) í yfirstandandi kjara-
viðræðum.
VR, Flóabandalagið og LÍV
sendu frá sér tilkynningu í gær
þar sem fullyrt er að tilboð SA
um 23,5 prósenta hækkun dag-
vinnulauna muni ekki gagnast
launafólki.
„Í okkar félögum er fólk í mis-
munandi stöðu og sumir munu
hreinlega bera skarðan hlut frá
borði,“ segir Ólafía.
Í gær sendu SA frá sér tilkynn-
ingu um að launþegasamtökin
þrenn hafi ekki komið til móts
við SA með neinum gagntilboðum.
Ólafía segir þetta ekki rétt held-
ur hafi samtökin lagt til breyt-
ingar á vinnutímaákvæðum en
SA hafi hafnað því tilboði. „Við
viljum vinna inn í þetta norræna
vinnufyrirkomulag með breyting-
um á vinnutímaákvæðum. Til að
skapa fjölskylduvænan atvinnu-
markað. En það gerist ekki með
þeim hætti sem þeir hafa lagt
fram,“ segir hún.
„Ég vonast til að fólk fari að
setjast niður til að semja til að
stefna fólki frá því að fara inn í
verkföll. En þá þarf fólk líka að
byrja að vera sanngjarnt,“ bætir
Ólafía við.
Þorsteini Víglundssyni, fram-
kvæmdastjóra Samtaka atvinnu-
lífsins, þykir það miður að sam-
tök hans séu sökuð um blekkingar.
„Þessar breytingar kæmu
meginþorranum vel. Okkar til-
boð er upplegg að mikilli breyt-
ingu á vinnumarkaði. Þetta kemur
dagvinnufólki langbest og við
erum með þessu að færa okkur
nær kerfi sem þekkist í okkar
nágrannalöndum,“ segir hann.
Um leið sé ljóst að skoða þurfi
sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði
um að enginn eigi að tapa á breyt-
ingum sem lagðar séu til.
Þorsteinn segir að sér þyki
ásakanir af hálfu verkalýðsfélag-
anna ótímabærar þar sem ekki
liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa
sem hagnist minna á tilboði SA.
- srs
SA segja ásakanir launþegahreyfingarinnar ekki eiga sér stoð:
Gagnrýna tilboð atvinnurekenda
ÞORSTEINN
VÍGLUNDSSON
ÓLAFÍA B.
RAFNSDÓTTIR
Þetta er
auðvitað farið
að valda
miklum
óþægindum,
bæði fyrir
kaupendur og
seljendur.
Ingibjörg Þórðardóttir,
formaður Félags fasteignasala
| FRÉTTIR |
VERKALÝÐSBARÁTTAN
6
VEISTU SVARIÐ
FALLEGT FYRIR
HEIMILIÐ
NÝJAR HOME VÖRUR
Hengirúm
15.995 kr.
Blómahengi
3.495 kr.
Motta
2.795 kr.
Skál
3.495 kr.
Trébretti
1.795 kr.
Eldhúsrúllustandur
4.495 kr.
Pálmaskraut
4.495 kr.
Kringlan | 588 2300
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
2
-3
D
C
C
1
7
6
2
-3
C
9
0
1
7
6
2
-3
B
5
4
1
7
6
2
-3
A
1
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K