Fréttablaðið - 21.05.2015, Side 12
21. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTAVIÐTAL | 12
Ójafnræði ríkir innan íslenska
skólakerfisins þar sem nemendur
sem standa höllum fæti hafa tak-
mörkuð tækifæri miðað við betur
stadda jafnaldra sína. Á sama tíma
og langflestir nemendur sem hefja
nám á hefðbundnum bóknámsbraut-
um ljúka prófi á tilskildum tíma,
verður hið sama ekki sagt um nema
einn af hverjum sjö af þeim verr
stöddu, sýnir ný rannsókn.
Siðferðilegar spurningar
„Niðurstöðurnar í heild vekja sið-
ferðilegar spurningar um jafnan
rétt til náms í hinu íslenska skóla-
kerfi og hvort nemendur með náms-
erfiðleika búi í raun við jöfn tæki-
færi til menntunar. Við viljum kenna
okkur við það að hafa gott skóla-
kerfi en það er á gráu svæði hvort
við stöndum undir því,“ segir Sig-
rún Harðardóttir, lektor við félags-
ráðgjafadeild Háskóla Íslands, sem
hefur starfað innan framhaldsskóla í
tvo áratugi sem skólafélagsráðgjafi,
náms- og starfsráðgjafi og kennari,
auk þess að hafa unnið við að þróa
fjölbreytt úrræði fyrir nemendur
sem illa gengur í námi. Doktors-
rannsókn hennar, Líðan framhalds-
skólanemenda: Um námserfiðleika,
áhrifaþætti og ábyrgð samfélags,
sýnir svart á hvítu hvaða hópar eru
í mestri brotthvarfshættu og hvað
skólarnir þurfa að gera til að bæta
úr því.
Opinn aðgangur ekki nóg
Sigrún bendir á að margir hafi bent
á að það sé einfaldlega ekki nóg að
opna aðgang að skólunum til að hægt
sé að tala um jafnrétti til náms. „Til
þess að það sé hægt þarf að vera
nám í boði fyrir alla. Niðurstöður
rannsókna minna sýndu að meiri-
hluti þeirra nemenda sem innrit-
uðust á bóknámsbrautir hafði lokið
námi að fjórum og hálfu ári liðnu en
einungis 16% þeirra sem hófu nám
á almennri braut. Eins og staðan er
í dag þá er ekki bara um að ræða
brotthvarf úr námi heldur má segja
að skólarnir stundi ákveðið brott-
kast á ákveðnum hópi nemenda sem
slakast standa við lok grunnskóla,“
segir Sigrún og vísar til þeirra sem
hafa ekki náð viðunandi árangri í
tveimur eða fleiri af grunnnáms-
greinum og tilheyra ekki þeim hópi
sem innritast á starfsbrautir skól-
anna fyrir fatlaða nemendur.
„Fyrir þann hóp vantar námsleið-
ir innan framhaldsskóla þar sem það
bóknám og starfsnám sem í boði er í
dag hentar þeim ekki. Að mínu mati
þá mun stytting náms ekki breyta
mjög miklu varðandi brotthvarf úr
þeim hópi því það er ekki endilega
lengd námsins sem hefur orsakað
þetta mikla brottfall á meðal nem-
enda sem gengur illa í námi,“ segir
Sigrún og bendir á að fjöldi þeirra
sem illa standa sé meiri en menn
almennt haldi. Nokkrir framhalds-
skólar bjóði þennan hóp einfaldlega
ekki velkominn, og því sé hlutfall
þeirra sem hefja nám á almennri
braut þeirra skóla sem það gera allt
að 50%. Á sama tíma segir Sigrún
að ekki mikið fleiri séu að útskrif-
ast úr framhaldsskóla í dag en fyrir
30 árum þegar 60% af hverjum
árgangi innrituðust, en hlutfallið er
95% í dag.
Lítið um hina verst settu
Sigrún segir að í kjölfar nýrra laga
séu framhaldsskólarnir þessa dag-
ana að útbúa nýjar námsbrautir þar
sem áhersla er á þriggja ára nám til
stúdentsprófs. Minna er hins vegar
um það að skólarnir séu að setja
fram námsbrautir fyrir hóp þeirra
nemenda sem lakast standa þrátt
fyrir að aðalnámskrá opni á að skól-
arnir geri það. „Umræðan allt frá
því í aðdraganda að setningu nýju
laganna hefur snúið að styttingu
náms til stúdentsprófs sem hefur
enga skírskotun til þess hóps sem
gengur illa í námi og kemur senni-
lega aldrei til að fara þá leið. Ef við
ætlum að draga úr brotthvarfi þá
þurfum við að bjóða upp á náms-
leiðir fyrir alla – ekki bara suma,“
segir Sigrún sem bætir við að breyta
verði verklaginu.
„Eins og staðan er núna þá hefur
sérkennslan verið allsráðandi í
grunnskólanum, sem byggir á sjúk-
dómsnálgun og þá að gera þá sem
veikastir eru fyrir eins og alla hina.
Svo er mælt í lokin eftir sömu mæli-
stikunni þar sem einn fær tíu en
annar tvo á prófi. Hér vantar að
menn opni augun fyrir því augljósa;
við erum ekki eins, og það þurfa
ekki allir að vera eins. Gríðarlegur
mannauður fer í súginn því þessir
krakkar koma brotnir inn í fram-
haldsskólann og þeim hópi verður
að sinna betur,“ segir Sigrún.
Vanlíðan ástæða brotthvarfs
Eins og Fréttablaðið hefur fjallað
um að undanförnu sýndi rannsókn
Námsmatsstofnunar að aðeins einn
framhaldsskóli hafði sálfræðing
innan sinna dyra á síðustu haustönn
af 31 skóla. Á sama tíma er það and-
leg vanlíðan sem skýrir brotthvarf í
tilfellum margra hundraða nemenda
á hverjum tíma.
Um vanlíðan nemenda segir Sig-
rún að það geti verið gagnlegt að
bjóða nemendum greiðan aðgang
að sálfræðingi innan skólans, en
í raun þurfi að ganga enn lengra.
Eitt sé að hjálpa nemandanum í
skólanum en það taki ekki á því
ástandi sem mætir honum þegar
heim er komið. Athugun sem gerð
var í haust í einum framhaldsskóla
sýndi að ástæður vanlíðunar nem-
enda voru í 85 prósentum tilvika
tengdar vanda heima fyrir; sam-
skiptaerfiðleikum við foreldra eða
stjúpforeldra, fátækt, skilnaði for-
eldra, og fleira. Í slíkum málum
skili ekki endilega bestum árangri
að vinna bara með nemandann
heldur sé mikilvægt að kalla for-
eldra líka að borðinu og vinna í
málunum út frá heildarsýn.
„Félagsráðgjafar eru sérfræð-
ingar í að greina og meta þá þætti
sem geta haft áhrif á námsferlið og
almenna líðan og vinna að þróun
forvarna- og stuðningsúrræða
fyrir nemendur. Markmiðið er að
allir geti notið sín í skólaumhverf-
inu, jafnt námslega, félagslega og
tilfinningalega. Þar yrði áherslan
lögð á margvíslegar þarfir þeirra,
forsendur og möguleika sem bein-
línis hefur þjóðfélagslegt gildi að
hlúa að,“ segir Sigrún.
Þeir verst settu eiga litla möguleika
Setja verður stórt spurningarmerki við jafnan rétt til náms í framhaldsskólum landsins þegar litið er til aðbúnaðar þeirra nemenda sem
standa illa. Meirihluti nemenda sem innritast á bóknámsbrautir ljúka námi, en aðeins einn af hverjum sjö af þeim verr stöddu.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Eftir áratuga vinnu í framhaldsskólakerfinu efast Sigrún um réttmæti þess að Íslendingar gumi af
góðu skólakerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Eins og
staðan er í dag þá
er ekki bara um að
ræða brotthvarf úr
námi heldur má
segja að skólarnir
stundi ákveðið
brottkast á
ákveðnum hópi
nemenda sem
slakast standa við
lok grunnskóla.
Niðurstöðurnar í heild
vekja siðferðilegar spurn-
ingar um jafnan rétt til náms
í hinu íslenska skólakerfi
Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa
Miðvikudaginn 10. júní 2015 verða hlutabréf í Borgun hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá
Verðbréfaskráningu Íslands í samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins. Skráningin tekur gildi
kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði
laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa og reglugerðar settri á grundvelli þeirra.
Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Borgun tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum
flokki, ónúmeruð en gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Að lokinni rafrænni
skráningu verður nafnverð hvers hlutar ákveðið 1 -ein- íslensk króna eða margfeldi þar af.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að
eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Borgunar að staðreyna skráninguna með fyrirspurn
til skrifstofu Borgunar að Ármúla 30, 108 Reykjavík. Leiði slík könnun í ljós að eigendaskipti hafi
ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s.
veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, fyrir skráningardag.
Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands.
Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun sem gert hefur aðildar-
samning við Verðbréfaskráningu Íslands umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu
fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000.
Athygli hluthafa er vakin á því að hlutabréfin verða ógilt sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila
þeim til félagsins.
Stjórn Borgunar hf.
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðistækni-
fyrirtækið Össur kynnti í gær nýja
tækni sem gerir fólki með gervi-
fætur kleift að stýra fótunum með
huganum. Um er að ræða risavaxið
skref í þróun gervifóta.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össur-
ar, sem kynnti tæknina á fjárfesta-
fundi í Kaupmannahöfn segir hana
þá fyrstu sinnar tegundar í heim-
inum fyrir neðri útlimi.
Vísindamenn Össurar og sam-
starfsfyrirtækis þess hafa unnið
að þróun tækninnar í nokkur ár
og tveir Íslendingar prófað hana í
rúmlega ár með góðum árangri. Í
tilkynningu frá fyrirtækinu segir
að frekari tilraunir séu framundan.
„Við erum nær því en nokkru
sinni fyrr að búa til gervifót sem
er fullkomin framlenging á mann-
eskjunni,“ segir Jón en í tækninni
felst að sérstökum nema (e. surgi-
cally implanted myoelectric
sensor, IMES) er komið fyrir í
vöðva og tekur neminn við tauga-
boðum frá heila og sendir sam-
stundis áfram í gervifótinn sem
framkvæmir hreyfinguna sem not-
andinn hafði ómeðvitað hugsað sér
að framkvæma.
Jón segir ennfremur að nýj-
ungin sé „mikilvægt tækni-
legt framfaraskref og fánaberi
næstu kynslóðar af gervigreind-
artækni“. - kbg
Össur kynnir byltingarkennda tækni fyrir fatlaða:
Gervifætur sem er
stýrt með huganum
FRAMFARA-
SKREF Jón
Sigurðsson,
forstjóri Öss-
urar, segir
nýja tækni
mikilvægt
framfara-
skref og
fánabera
næstu kyn-
slóðar af
gervigreind-
artækni.
MYND/ÖSSUR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
2
-0
C
6
C
1
7
6
2
-0
B
3
0
1
7
6
2
-0
9
F
4
1
7
6
2
-0
8
B
8
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K