Fréttablaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.05.2015, Blaðsíða 14
21. maí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 14 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 69 0 60 Frá kr. 65.900 Stökktu á Krít, Salou eða Tenerife Salou frá kr. 65.900 Krít frá kr. 109.900 Tenerife frá kr. 89.900 Netverð á mann frá kr. 65.900 m.v.2-4 í íbúð/herbergi. Stökktu 22/29. maí og 5. júní í 7 nætur. Einnig í boði stökktu m/hálft fæði innifalið. Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v.2-3 í íbúð/herbergi. Stökktu 1. júní í 10 nætur. Netverð á mann frá kr. 89.900 m.v.2-4 í íbúð/herbergi. Stökktu 6. júní í 14 nætur. Einnig í boði stökktu m/allt innifalið. m/morgunmat innifalinn! m/morgunmat innifalinn! Að segja að óvissa ríki um þing- lok er eins og að standa í miðju kríuvarpi með ótal sár á höfðinu og fullyrða að krían sé á engan hátt árásargjarn fugl þegar kemur að því að verja varpið sitt. Það segir sitt um ástandið að samkvæmt dagskrá áttu þing- störf í gær að hefjast klukkan 10 á umræðum um störf þings- ins og í kjölfarið að koma sérstök umræða um húsnæðismál. Fyrsti dagskrárliðurinn hófst klukkan 15.08. Og talandi um áætlun, sam- kvæmt starfsáætlun á að fresta þingi eftir rúma viku, föstudag- inn 29. maí. Það þarf töluverða glámskyggni til að sjá að ekki mun takast að afgreiða öll mál sem fyrir þinginu liggja fyrir þann tíma. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 118 frumvörp á yfirstandandi þingi. Af þeim hafa 42 verið sam- þykkt sem lög, en 72 eru enn óafgreidd á ýmsum stigum. Sprengja í þingið Hafi menn haft vonir um að það tækist að ljúka þingstörfum í friði og spekt urðu þær að engu þegar breytingartilllaga atvinnu- veganefndar varðandi Rammann leit dagsins ljós. Með tillögunni tókst að sameina stjórnarandstöð- una þannig að nú vinnur hún sem einn maður. „Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breyting- ar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Þetta eru vond vinnubrögð ofan á enn verri vinnubrögð,“ segir Katrín Júlíus- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar. „Við munum mótmæla þess- um vinnubrögðum og sameinuð berjumst við í stjórnarandstöð- unni gegn þessum tillögum eins lengi og með þarf. Þó vonum við að menn sjái að sér og dragi þess- ar breytingatillögur til baka og haldi sig við upphaflega tillögu ráðherra og láti verkefnisstjórn rammaáætlunar um að sinna sínum lögbundna faglega ferli.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að málið snúist ekki um form heldur efni. „Það liggur alveg fyrir að það er grundvallarágreiningur um hvert skal stefna í nýtingu á orkuauðlindum okkar. Það er fólk hér á Alþingi sem hefur engan áhuga á að halda áfram virkjana- framkvæmdum, á meðan aðrir telja það nauðsynlegan þátt til að efla íslenskt samfélag og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk að það verði haldið áfram á þess- um vettvangi. Til þess er horft öfundaraugum til okkar um allan heim, þeirra tækifæra sem fyrir okkur liggja.“ Og spurður um hvort það komi til greina að gefa eftir til að liðka fyrir þinglokum, svarar hann: „Það hefur nú þegar verið dreg- inn til baka umdeildasti virkj- anakosturinn í þessu af okkar hálfu sem er Hagavatnsvirkjun. Það virðist ekki hafa nein áhrif á þeirra málflutning og virðist ekki skipta þau neinu máli. Þannig að ég veit ekkert hversu langt þarf að ganga til að semja við þau um þessi mál. En á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spilunum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti og meirihluti þingsins fái að taka sína ákvörðun, eins og gerðist hér á síðasta kjörtímabili þegar þau voru með algjörlega sambærilega tillögu inni í þinginu.“ Við fáum eina umræðu til að ræða þessar miklu breytingar á Rammanum. Á sama tíma eru stjórnarflokkarnir að boða breytingar á málinu. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar. Á þessari stundu, þá sýnist mér ekkert annað vera í spil- unum hér annað en að við ljúkum málum með þessum hætti. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. ÞINGSJÁ Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is GJALLARHORNIÐ STJÓRNARFRUMVÖRP Á YFIRSTANDANDI ÞINGI 42 SAMÞYKKT 76 ÓAFGREIDD 4 BÍÐA FYRSTU UMRÆÐU 46 Í NEFND 22 BÍÐA ANNARRAR UMRÆÐU 4 BÍÐA ÞRIÐJU UMRÆÐU Vigdís Hauksdóttir í umræðum um atkvæðagreiðslu En það er afar ein- kennilegt að upplifa að hér er rammaáætlun til umræðu undir hverjum einasta dag- skrárlið, hvort sem það er í fundarstjórn forseta, atkvæða- greiðslu, störfum þingsins eða fyrirspurnum til ráðherra. Bjarni Benediktsson í umræðum um atkvæðagreiðslu Getur þingið leitt fram vilja meirihlutans í málinu? Það er sú spurning sem ég held að þjóðin sé að spyrja sig. Er mögulegt fyrir þingið að afgreiða eitt mál eftir vikuumræðu eða svo eða getur þingið það ekki? Steingrímur J. Sigfússon í umræðum um fundarstjórn forseta. Forseti á dögunum úrskurð upp kvað, um efni af flóknara tagi. Ef horft er hjá lögum má hugsa sér að það hæpna sé kannski í lagi. Stál í stál á Alþingi Engir samningar hafa náðst um þinglok. Stemningin á Alþingi er við frostmark. Þingmenn snupra hver annan úr pontu og með frammíköllum. Ramminn tappar allt starf og enginn samningsvilji virðist vera um að gefa eftir í því máli. ræður voru haldnar á þriðjudaginn um fundarstjórn forseta 92 Allt í lás Á meðan ekki semst um Ramm- ann virðist því ljóst að allt er botnfrosið. Fjöldi stórra mála bíður, Bankasýslan, makríllinn, samgöngu áætlun, ívilnanir til nýfjárfestinga, lyfjalög, meðferð sakamála og lögreglulög, almanna- tryggingar, fjárfestingasamningur við Thorsil um kísilverksmiðju, opinber fjármál, staðgöngumæðr- un, tekjustofnar sveitarfélaga, Fiskistofa og svo mætti lengi telja, enda málin mörg. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 1 -3 D 0 C 1 7 6 1 -3 B D 0 1 7 6 1 -3 A 9 4 1 7 6 1 -3 9 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.