Fréttablaðið - 21.05.2015, Page 21
FIMMTUDAGUR 21. maí 2015 | SKOÐUN | 21
Nú, þegar fyrir liggur skv.
skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis, að bankarnir, sem
hrundu, höfðu lánað tíu alþingis-
mönnum 100 mkr. eða meira
hverjum og einum, er kannski
tímabært að athuga, hvort þeir
tíu þingmenn, sem tóku lánin,
hafa gert upp skuldir sínar við
bankana eða hvort þeir eru enn
í eigu bankanna eftir hrunveizl-
una miklu á öldinni, sem leið,
sællar minningar.
Er eitthvað athugavert við
þessa málsgrein? – annað en
lengdin. Já, kommusetningin.
Hún fylgir Birni Guðfinnssyni
(1905-1950), málfræðingi, höf-
undi þeirrar greinarmerkjasetn-
ingar, sem kennd var í skólum
landsins um langt árabil, og
hún fylgir honum eins og þessi
málsgrein út í yztu æsar. Þó
kunna að rísa áhöld um næst-
síðustu kommuna: á öldinni, sem
leið. Dyggir fylgjendur Björns
myndu hafa hana á sínum stað.
Aðrir myndu sleppa henni án
þess, strangt tekið, að gera
villu. Ýmsum fyndist málsgrein-
in þó e.t.v. auðlesnari svona:
Nú þegar fyrir liggur skv.
skýrslu Rannsóknarnefnd-
ar Alþingis að bankarnir sem
hrundu höfðu lánað tíu alþingis-
mönnum 100 mkr. eða meira
hverjum og einum er kannski
tímabært að athuga hvort þeir
tíu þingmenn sem tóku lánin
hafa gert upp skuldir sínar við
bankana eða hvort þeir eru enn
í eigu bankanna eftir hrunveizl-
una miklu á öldinni sem leið,
sællar minningar.
Hér er því hægt að komast af
með eina kommu í stað tíu. Síð-
asta komman þarf helzt að fá að
halda sér þar eð án hennar væri
það öldin sem leið sællar minn-
ingar, ekki veizlan. Hér hefði
Björn Guðfinnsson sett komm-
ur á undan þar eð og sem.
Til hvers eru kommur?
Málfræði Björns Guðfinns-
sonar er byggingarfræði. Hún
kveður á um greinarmerki til að
afmarka texta að þýzkri fyrir-
mynd án tillits til hljómfallsins
í textanum. Gott dæmi er regl-
an um að setja ævinlega kommu
á undan tilvísunarsetningum
með því að skrifa t.d. „Akur-
eyringum, sem eru ánægðir
með sig, finnst Hof fallegra en
Harpa“ frekar en „Akureyring-
um sem eru ánægðir með sig
finnst Hof fallegra en Harpa“.
Fyrra dæmið með kommunum
segir lesandanum að Akureyr-
ingar séu almennt ánægðir með
sig, en í síðara dæminu afmark-
ar tilvísunarsetningin hóp
sjálfsánægðra Akureyringa.
Vélræn kommuregla brenglar
merkingu textans.
Þegar fylgið hrundi af Birni
Guðfinnssyni árin eftir 1968
og menn hættu að ganga með
bindi og byrjuðu að setja komm-
ur eftir eyranu eins og tíðkast
í ensku eftir settum reglum,
þá virtust menn líta á komm-
urnar eins og lestrarmerki eða
hraðahindranir. Menn tóku þá
margir upp þann sið að setja
kommur þar, sem þeir myndu
taka sér öndunarhlé í upplestri,
og reyndu jafnframt að hafa
kommurnar sem fæstar. Þetta er
engil saxneska reglan sem flestir
fylgja á okkar dögum. Reglan er
sveigjanleg. Menn tala mishratt
og anda misreglulega.
Þessi enska öndunarregla
um greinarmerki gengur þvert
á þýzka hugsun þeirra sem
fylgja Birni Guðfinnssyni sem
hefði sett kommu á undan sem
á báðum stöðum fyrr í þess-
ari málsgrein. Björnsmenn
nota kommur yfirleitt eins og
umferðarmerki og ættu eftir
því að haga máli sínu í sam-
ræmi við góðar greinarmerkja-
venjur. Öll þekkjum við þetta úr
umferðinni. Við högum akstri
eftir umferðarmerkjum; til þess
eru þau. Vel útfærð er umferð-
arreglan um kommur þessi: Ef
texti eins og t.d. upphafsorðin í
þessum pistli virðist ekki hitta í
mark vegna óþjállar eða jafnvel
þrúgandi kommu setningar, þá
væri kannski ráð að slípa text-
ann frekar en að slátra komm-
unum. Og þó, kannski ekki.
Útgefendum Oxford English
Dictionary tókst að minnka bók-
ina um 80 síður með því einu að
fækka kommunum.
Raðkommur
Einn munurinn á íslenzkri (og þá
um leið þýzkri) og enskri komm-
usetningu er þessi: Á íslenzku
(og þýzku) skrifum við a, b, c
og d án þess að hafa kommu á
eftir c. Þannig hafði Björn Guð-
finnsson það, og þannig er það
enn. Á ensku skrifa menn hins
vegar ýmist kommu á eftir c eða
sleppa henni. Þeir, sem skrifa
kommuna á eftir c, tefla fram
þeim rökum, að engin komma
þar geti brenglað merkingu text-
ans (Björn heimtar allar komm-
urnar þrjár að framan). Halldór
Laxness skrifaði stundum a b c
og d án nokkurra komma.
Ef við sjáum svohljóðandi
málsgrein í blaði: „Hann stóð
uppi á sviðinu með fv. eigin-
konunum sínum tveim, Hróð-
mari Hróbjartssyni og Sigur-
birni Schiöth“, þá gætum við
haldið, að eiginkonurnar tvær
heiti Hróðmar og Sigurbjörn.
Komma á eftir Hróbjarts-
syni myndi leysa málið. Annað
dæmi: „Hinum megin í salnum
sást móta fyrir súludansmeyj-
um, biskupi Íslands og forstjóra
Fjármálaeftirlitsins.“ Komma
á eftir biskupi Íslands myndi
girða fyrir misskilning. Eitt
dæmi enn: „Þetta kver er til-
einkað foreldrum mínum, Brynj-
ólfi Berndsen og Steingrími
Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera
komma á eftir Berndsen til að
eyða öllum vafa.
Björn Guðfinnsson var róm-
aður nákvæmnismaður, en hann
sá ekki við þessu.
Að slátra kommum
Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi .
Sendu greinina þína á greinar@visir.is
og við komum henni á framfæri hið snarasta.
Þegar fylgið hrundi
af Birni Guðfinnssyni
árin eftir 1968 og menn
hættu að ganga með bindi
og byrjuðu að setja kommur
eftir eyranu eins og tíðkast
í ensku eftir settum reglum,
þá virtust menn líta á
kommurnar eins og lestrar-
merki eða hraðahindranir.
Menn tóku þá margir upp
þann sið að setja kommur
þar, sem þeir myndu taka
sér öndunarhlé í upplestri,
og reyndu jafnframt að hafa
kommurnar sem fæstar.
Þetta er engilsaxneska
reglan sem flestir fylgja á
okkar dögum. Reglan er
sveigjanleg.
Í DAG
Þorvaldur
Gylfason
hagfræðiprófessor
Við fögnum ályktun Kirkjuþings
unga fólksins frá 9. maí sl. um sam-
viskufrelsi presta. Frelsið heimil-
ar prestum þjóðkirkjunnar að neita
samkynja pörum um hjónavígslu á
grundvelli eigin samvisku. Sam-
viskufrelsi er gjarnan notað í orða-
samböndum og hnýtt saman við
hugsanafrelsi, trúarbragðafrelsi og
persónufrelsi. Það hlýtur að teljast
mikilvægt í frjálsu lýðræðisríki að
þegnarnir búi við slíkt frelsi.
Persónufrelsi presta til þess að
neita samkynja pörum um hjóna-
vígslu er úr takti. Við erum að mis-
muna fólki með því að taka út einn
málaflokk fyrir eina tiltekna stétt
og nefna sérstaklega að þar skuli
samviskufrelsi virt.
Til þess að setja hlutina í sam-
hengi höfum við leikið okkur að
því að máta þessa hugmynd við þau
störf sem við stundum nú, annað
okkar samhliða prestsskap og hitt á
nýjum vettvangi eftir að hafa hætt
prestsþjónustu. Sauðfjárbóndinn er
eins og gefur að skilja afskaplega
upptekinn af sauðburði þessar vik-
urnar. Væri eðlilegt að taka fram
að hann hefði sérstakt samvisku-
frelsi þegar kæmi að umgengni við
hvítu lömbin umfram þau mislitu?
Getur verslunareigandinn þurft
á sérstöku samviskufrelsi að halda
þegar kæmi að þjónustu viðskipta-
vina sem ekki hefðu gleraugu?
Með ósk um gleðilegt sumar.
Samviskufrelsi sauðfjárbænda
SAMFÉLAG
Óskar Hafsteinn
Óskarsson
Sigrún
Óskarsdóttir
guðfræðingar
➜ Persónufrelsi presta til
þess að neita samkynja
pörum um hjónavígslu er úr
takti.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
2
-6
F
2
C
1
7
6
2
-6
D
F
0
1
7
6
2
-6
C
B
4
1
7
6
2
-6
B
7
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K