Fréttablaðið - 21.05.2015, Page 32
FÓLK| TÍSKA
Birta Blín Ísrúnardóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á tísku og öllu sem henni tengist. Hún
klárar nám í klæðskurði í Tækni-
skólanum nú í vor en útskrifaðist úr
kjólasaumi frá sama skóla í fyrra. „Mér
finnst gaman að fylgjast með hvernig
fólk klæðir sig og spá í nýja strauma
og stefnur sem eru í gangi. Mér hefur
alltaf fundist búningahönnun spenn-
andi en á erfitt með að velja milli
hennar og fatahönnunar sem ég stefni
á að fara í háskólanám í. Mér fannst
klæðskurðar- og kjólasaumsnámið
vera góður grunnur fyrir það. Ég er
með þeim yngstu í náminu, byrjaði
þegar ég var fimmtán ára og það var
svolítið skrítið að koma inn í svona
fullorðinn hóp beint úr grunnskóla.
Það gekk mjög vel en ég hef þurft að
leggja mig mikið fram. Ég tók bæði
stúdentinn og námið í kjólasaumi í
einu og það var mjög krefjandi og ekki
hægt að vera í neinu öðru með því.“
DÖKKUR STÍLL
Stíll Birtu Blínar er frekar dramatískur
að eigin sögn. „Ég er yfirleitt dökk-
klædd. Hversdags er ég oftast í ein-
hverju víðu, kjólum eða síðum peys-
um og hermannaklossum við. Þegar
ég fer út á lífið er ég í svipuðum stíl
en fínni, til dæmis í einhverju svörtu
gegnsæju. Mér finnst Audrey Hepburn
alltaf vera glæsileg og Kurt Cobain
finnst mér töff. Hans stíll höfðar mikið
til mín. Ég horfi til þess hvernig hann
klæddi sig og geri það persónulegt og
kvenlegra. Uppáhaldshönnuðurinn
minn er Vivienne Westwood. Hún er
svo töff og stíllinn hennar er flottur.
Auk þess á hún sér merkilega sögu.
Annars sæki ég innblástur fyrir það
sem ég hanna mjög mikið í tónlist og
umhverfið og daglegt líf. Það er svo
margt sem getur verið spennandi, alls
kyns litlir hlutir,“ segir hún og brosir.
KJÓLFÖT OG SMÓKING
Birta Blín var í starfsnámi hjá hönnuð-
inum Sruli Recht í sjö mánuði. Henni
fannst starfið spennandi og þar nældi
hún sér í helling af reynslu. „Drauma-
starfið er að vera fatahönnuður og
hanna mínar eigin línur. Í dag gefst lít-
ill tími til að sauma annað en það sem
námið krefst af mér. Ef ég hefði tíma
myndi ég sauma öll fötin mín sjálf. Ég
er nýbúin að skila af mér kjólfötum og
smóking og nú er ég að undirbúa mig
undir sveinsprófið en í því sauma ég
smókingjakka.“
Þegar Birta Blín hefur lokið náminu
ætlar hún að taka sér frí frá skóla í eitt
ár. „Ég ætla að ferðast og reyna að fá
einhverja vinnu úti sem tengist því
sem ég hef lært. Ég er byrjuð að þreifa
aðeins fyrir mér í því en hef ekki feng-
ið neitt staðfest. Eftir ársfríið langar
mig að fara í háskóla úti í fatahönnun.
Mig hefur alltaf langað til að læra í
London en er líka að spá í Ástralíu
núna,“ segir Birta Blín glöð í bragði.
DRAMATÍSK
Birta Blín lýsir stílnum
sínum sem dökkleitum
og drungalegum.
MYND/GVA
HEILLUÐ AF TÍSKU
FATAHÖNNUN Birta Blín sækir innblástur fyrir hönnun sína í tónlist og um-
hverfið. Hún útskrifast úr klæðskurði á morgun og stefnir á frekara nám.
Leikkonan Amanda Holden er einn dómara í hinum geysivinsælu þáttum,
Britain’s Got Talent, sem sýnd-
ir eru á Stöð 2. Leikkonan hefur
ákveðið að hætta sem dómari
eftir næstu þáttaröð.
Amanda hefur verið dómari
þáttanna frá upphafi en þeir
hófust árið 2007. Aðrir dóm-
arar eru Simon Cowell, sem
jafnframt er hugmyndasmiður
keppninnar, Alesha Dixon,
söngkona og dansari, og David
Walliams sem þekktastur er úr
þáttunum Little Britain.
Amanda, sem er 44 ára, þykir
sanngjarn dómari og hefur
komið mörgum óþekktum
Bretum upp á stjörnuhimininn,
þar á meðal Susan Boyle sem
flestir þekkja. Hún segist ætla
að taka sér gott frí þegar dóm-
arastörfum lýkur.
Amanda er þekkt leik- og
söngkona í Bretlandi og hefur
leikið í fjölmörgum sjónvarps-
þáttum og bíómyndum.
HÆTTIR Í BRITAIN’S GOT TALENT
Í EDINBORG Amanda þykir einstaklega
glæsileg. Tískuáhugafólk tekur vel eftir
hverju hún klæðist. Hér mætir hún til leiks
í áheyrnarprufu í Edinborg í Skotlandi.
Í MANCHESTER Dómararnir ferðast um
Bretland í leit að nýrri stórstjörnu og vekja
hvarvetna mikla athygli.
NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022
8 rétta
hlaðborð í
hádeginu
TILBOÐ
KR. 1.590.-
OPIÐ KL. 11:00-14:00
Hlaðborðið er alla virka daga.
ekki um helgar.
kinahofid.is
w
w
w
.s
u
p
er
b
ee
ts
.i
s
-
vi
te
x.
is
Betra blóðflæði
betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal
Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra
1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa
Nitric Oxide
Nóbelsverðlaun 1998
Sameind ársins 1992
Uppgötvun á Nitric Oxide
var upphafið á framleiðslu
rislyfja
Eftir fertugt
framleiðir líkaminn
50% minna Nitric Oxide
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
Upplýsingar í síma
896 6949 og www.vitex.is
Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum
NÝTT
w
w
w
.z
en
b
ev
.i
s
-
U
m
b
o
ð
:
vi
te
x
eh
f
Betri og dýpri
svefn
Engin eftirköst eða ávanabinding
Melatónin
Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is
úr graskersfræjum
ZenBev - náttúrulegt Triptófan
Vísindaleg sönnun á virkni
sjá vitex.is
Tvær bragðtegundir
sítrónu og súkkulaði
Melatónín er talið minnka líkur
á blöðruhálskirtilskrabbameini
sjá vitex.is
Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide
byrjar í munni, þess vegna er
SuperBeets tekið inn í vökvaformi,
en ekki töfluformi.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
0
-D
F
3
C
1
7
6
0
-D
E
0
0
1
7
6
0
-D
C
C
4
1
7
6
0
-D
B
8
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K