Fréttablaðið - 21.05.2015, Side 42

Fréttablaðið - 21.05.2015, Side 42
21. maí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Þetta er einstakt verk. Algert lykilverk í heimi óperunnar sem hrein-asta unun er að takast á við og ég vona að þetta verði mikil upplifun fyrir íslenska áhorfendur annað kvöld,“ segir ástralski tenórinn Stuart Skelt on sem undirbýr tón- leikauppfærslu með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og Íslensku óperunni á meistaraverki Benjamins Britten: Peter Grimes. Peter Grimes er einstakt verk sem Britten samdi aðeins 32 ára að aldri. Óperan segir sögu skipstjóra sem verður fyrir þeirri ógæfu að tveir ungir piltar sem vinna fyrir hann láta lífið. Tónlistin er einstak- lega falleg og spilar á breiðan til- finningaskala, frá ljúfum stillum til ólgandi fárveðurs. Flutningur Stuarts Skelton á aðalpersónu verksins hefur hlotið fádæma lof víða um heim og átti stóran þátt í því að Skelton var val- inn söngvari ársins á International Opera Awards á síðasta ári. Upphaf ferilsins Þrátt fyrir að vera ekki alinn upp við óperu eða sígilda tónlist segir Skelton að tónlistin hafi snemma togað í hann. „Þegar ég var svona sjö, átta ára gamall kom ég heim úr skólanum og tjáði foreldrum mínum að ég vildi fara að læra á píanó. Þau urðu alveg steinhissa á þessu tiltæki en voru samt til í að gera sitt til þess að koma mér af stað. Hringdu í gamla frænku, fengu lánað hjá henni gamalt píanó og sendu mig í tíma. Að auki var ég í skóla sem tengdist kirkjunni og þar var kór sem ég söng með alveg út menntaskólaárin og þannig þróaðist þetta eitt af öðru allt þar til ég sagði mömmu og pabba að ég vildi fara til Ameríku að læra söng. Aftur horfðu þau bara á mig og spurðu: „Ertu viss? Hvað þarftu að gera til þess að þetta gangi upp? Nú, jæja, gott og vel, en þú verður þá að leggja þig allan í þetta.“ Þetta er eiginlega lýsandi fyrir feril minn. Ég hef verið heppinn og hitt á réttu tækifærin, réttu kenn- arana og hlutverkin og hef feng- ið með hæfilega blöndu af pressu og umhyggju. Það hefur orðið mér mikil gæfa.“ Skelton og Grimes Peter Grimes kom inn í líf Skelt- ons þegar hann var á samningi við Óperuhúsið í Frankfurt. „Það fylgdi samningnum að ég ætti að syngja Peter Grimes. Þetta var ein- stök reynsla. Ég náði strax einstöku sambandi við verkið. Ég bara skynj- aði að þetta er ópera sem ég vil bera með mér alla ævi. Alltaf. Það sem gerir Peter Grimes svo einstaka óperu er að Britten skrif- aði hana fyrir ákveðinn söngvara; Peter Pears, lífsförunaut sinn og samverkamann í tónlistinni. Þannig að Britten var að skrifa fyrir alveg ákveðna rödd og við vitum hvað þeir vildu fá út úr þessu því þeir gerðu saman upptöku af Grimes. Það hafa stórkostlegir söngvarar tekist á við hlutverkið en með ólík- um hætti – komið að því úr ólíkum áttum. Allar þær leiðir eru góðar og gildar – bara ólíkar. En þetta hlut- verk lifir orðið sínu sjálfstæða lífi og hver og einn þarf að finna sína leið og segja söguna á sinn hátt. Trúa á þetta sjálfur til þess að áhorfendur komi með í þetta ótrú- lega ferðalag. Eyjafjallajökull Skelton segir að það sé óþarfi að ótt- ast Grimes eins og margir söngvar- ar geri. „Ef ég get sungið þetta, þá geta allir gert það. Það eru kaflar sem ná uppi í ell- efu en svo koma þessir kyrru kaflar þar sem tíminn stendur í stað en allt ólgar undir niðri. Þá er að halda lok- inu á ógninni sem lúrir þarna undir þar til Grimes springur. Þetta hlut- verk og þessi ópera öll er dálítið eins og Eyjafjallajökull. Grimes er eins og eldfjall áður en það gýs. Það er alltaf alveg að rofna, alveg við það að springa og allir eru alltaf að reyna að stoppa þetta flæði. En það er ekki hægt að stoppa náttúruafl og því gerist hið óhjákvæmilega. Grimes byrjar að endurtaka nafn sitt í sífellu og fyrir mér er eins og hann sé að hreinsa sig af sjálfum sér. Moka út úr skrokknum eins og eldfjall öllu því sem getur kallast Peter Grimes þar til skelin ein er eftir og þá er hann tilbúinn. Grimes er náttúruafl. Afl sem snýr aftur til þess sem skapaði hann og mótaði. Aftur til stormsins. Það er ekki tragískt fyrir mér heldur náttúrulegt og fallegt. Þannig að þessi ópera er eins og skrifuð fyrir þetta landslag – þessa náttúru og ykkar lífshætti. Þetta er frábært verk til þess að flytja hér og ég er orðinn gríðarlega spenntur. Þetta er eins og skrifað fyrir Ísland Óperan Peter Grimes eft ir Benjamin Britten verður fl utt í Hörpu annað kvöld. Ástralinn Stuart Skelton, einn virtasti og eft irsóttasti óperusöngvari samtímans, fer með aðalhlutverkið og hann segir þessa einstaklega mögnuðu óperu fullkomna fyrir Ísland. STÓRSTJARNA Stuart Skelton á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Þetta hlutverk og þessi ópera öll er dálítið eins og Eyjafjallajökull. ★★★★★ Blæði Íslenski dansflokkurinn á Listahátíð Reykjavíkur DANSVERKIN LES MÉDUSÉES EFTIR DAMIEN JALET TÓNLIST WINTER FAMILY & GABRIELE MIRACLE BÚNINGAR BERNHARD WILLHELM SIN OG THE EVOCATION ÚR BABEL (WORDS) EFTIR DAMIEN JALET & SIDI LARBI CHERKAOUI TÓNLIST PATRIZIA BOVI, MAHABUB KHAN, SATTAR KHAN, VLADIMIR JOHAN- SON, SOFYANN BEN, YOUSSEF & KHALED BARGHOUTI BÚNINGAR JÚLÍANNA STEINGRÍMSDÓTTIR BLACK MARROW EFTIR ERNU ÓMARSDÓTTUR & DAMIEN JALET TÓNLIST BEN FROST ÖNNUR TÓNLIST DANZEL BÚNINGAR JÚLÍANNA STEINGRÍMSDÓTTIR SVIÐSMYND ALEXANDRA MEIN, ERNA ÓMARSDÓTTIR, DAMIEN JALET, JÚLÍANNA STEINGRÍMSDÓTTIR & REBEKKA MORAN LJÓS BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON DANSARAR CAMERON CORBETT, EINAR NIKKERUD, ELÍN SIGNÝ WEYWADT RAGNARS DÓTTIR, HALLA ÞÓRÐAR DÓTTIR, HJÖRDÍS LILJA ÖRNÓLFSDÓTTIR, INGA MAREN RÚNARSDÓTTIR, SERGIO PARÉS AGEA & ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR Sýning Íslenska dansflokksins Blæði var ein af fáum danssýning- um sem undirrituð hefur séð að und- anförnu sem skildi eftir sterka löng- un til að halda í upplifunina, sem sýningin vakti, sem lengst. Ólíkt því sem venjulega gerist gekk ég þögul út af sýningunni án nokkurrar löng- unar til hvers konar greiningar eða vitrænnar umfjöllunar um það sem ég hafði upplifað. Því það að sitja agndofa í sætinu límd yfir því sem fyrir augum ber, spennt yfir að sjá hvað kemur næst er sjaldgæf upp- lifun. Verkin á sýningunni leiddu áhorf- andann inn á nýjar og nýjar lendur þar sem hljóð, hreyfingar, ljós og efnisleg umgjörð mættust í kraft- mikilli einingu. Á því ferðalagi var mikilvægt að mæta hverjum stað með opnu hjarta og hrífast með þeirri orku sem leyst var úr læðingi af auðmýkt og innlifun. Það var ekki síst endurtekning og sterk hrynjandi sem léku stórt hlut- verk í öllum verkunum og héldu athygli áhorfandans nánast óskiptri. Það komu þó þeir staðir að athyglin byrjaði að leysast upp og umhverf- ið þrengdi sér inn í vitundina en aldrei nema í augnablik og svo tók sú veröld sem var í gangi á sviðinu aftur við stjórnartaumunum og hélt áhorfandanum föngnum svo mjög að á tímabilum óttaðist maður að maður gleymdi að anda. Endurtekningin er mjög sterk sem miðlunarform en það er hár- fín lína hversu lengi má vinna með það sama, áður en það hefur gefið allt sem það hefur að gefa auk þess sem áhorfendur hafa misjafnt þol gagnvart endurtekningunni. Þögn- in/kyrrstaðan sem Erna og Dami- an nýttu í Black Marrow eru líka áhrifamiklir þættir í listsköpun en eins og endurtekningin viðkvæmir í notkun. En stundum er bara þess virði að vera þolinmóður og leyfa listinni að lifa þótt maður viti ekki hvert hún leiðir manna. Gagnrýni sem þessi snýst venju- lega um að velta upp ýmsum spurn- ingum um efni, framsetningu, samhengi, sögn og … en hér eru spurningar sem þessar merkingar- lausar því fyrir gagnrýnandann var sýningin svo djúp listræn upplifun að annað skiptir ekki máli. Það er samt ekki hægt að skila af sér þessum texta án þess að fram komi að frammistaða dansaranna var frábær. Verkin kölluðu öll á gífur lega líkamlega getu, nákvæmni og kraft og leysti hópurinn hverja þraut af fagmennsku. Það var gott að sjá Þyri Huld aftur í flokknum og Einar var frábær. Í dúettinum Sin sýndu þau nautnafulla og kraft- mikla tjáningu í áhrifaríkri fléttu hreyfinga. Frammistaða Elínar Signýjar lofar góðu um framtíð- ina og Hjördís Lilja, Halla og Inga Maren sýna meiri og meiri þroska í hverri nýrri sýningu, nýr karldans- ari flokksins, Sergio Parés Agea, vekur forvitni og Cameron klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Sviðsmyndin í Black Marrow var líka stórbrotin í einfaldleik sínum. Svart plastið undirstrikaði hug- myndina um olíu á sama tíma og það minnti okkur á ruslið og sóunina sem fylgir mannkyninu. Tónlist Bens Frost við verkið var ótrúlega áhrifamikil sem og tónlistin í öllum hinum verkunum. Búningarnir í Les Méduséés gáfu verkinu sterkan svip og lýsingin á sýningunni í heild var eftirtektarverð. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA Sumt á ekki að ræða heldur bara upplifa. Að lifa og njóta MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 3 -2 A C C 1 7 6 3 -2 9 9 0 1 7 6 3 -2 8 5 4 1 7 6 3 -2 7 1 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.