Fréttablaðið - 21.05.2015, Síða 54
21. maí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
BAKÞANKAR
Frosta
Logasonar
Múrarinn Einar Guðmundsson hélt
í mótorhjólaferð til Nepals ásamt
tveimur félögum sínum fyrir
rúmum tveimur árum.
Á vegi þeirra varð barnaheim-
ili í Katmandú sem breytti lífi
þeirra og ferðin, sem átti að vera
ævintýraferð á mótorhjólum, tók
skyndilega aðra stefnu og hafði
öðruvísi áhrif á líf hópsins en upp-
haflega stóð til.
Eftir að hafa heimsótt barna-
heimilið og séð aðstæður þar ákvað
hópur af Íslendingum að taka við
rekstri heimilisins, en fá og léleg
rúm voru á barnaheimilinu og
kennsla af skornum skammti.
„Húsnæðið var mjög lélegt, ekk-
ert rennandi vatn og ekkert raf-
magn. Það sem við gerðum fyrst
var að leigja hús fyrir börnin,
keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“
segir Einar.
Eftir komuna heim til Íslands
ákvað hópurinn að láta til sín taka,
stofnaði félagasamtökin Iceland-
Nepal og tók við rekstri barna-
heimilisins þar sem 13 munaðar-
laus börn búa auk starfsmanna.
Sem stendur eru 33 íslenskar
stuðningsfjölskyldur sem leggja
5.000 krónur á mánuði til barna-
heimilisins en allur peningur
fer milliliðalaust til heimilis-
ins og vinnur félagið í samstarfi
við félagsmálayfirvöld í Nepal.
Stefnan er sett á að ná 41 stuðn-
ingsfjölskyldu, með þeim fjölda
er rekstrargrundvöllur heimilis-
ins tryggður og Einar segir stuðn-
ingsfjölskyldurnar svo sannar-
lega hafa áhrif til hins betra á líf
barnanna: „Stuðningsfjölskyld-
urnar hafa gjörbreytt lífi
barnanna. Nú er fæðan próteinrík,
börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna
er ódrekkandi þannig að það er
búið að kaupa hreinsibúnað fyrir
það. Einnig fatnað, mat og læknis-
þjónustu, það hafa komið upp veik-
indi og faraldrar, til dæmis kúa-
bóla um daginn sem nú er hægt að
meðhöndla.“
Í kjölfar mannskæðra jarð-
skjálfta í Nepal fyrir stuttu sem
ollu gríðarmiklu mannfalli og
eyðileggingu urðu einnig skemmd-
ir á barnaheimilinu, líkt og svo
víða annars staðar.
„Það ríkti mikil neyð og skortur
fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum
degi í Katmandú er rafmagn í
fjóra tíma á dag og lítið af renn-
andi vatni,“ segir Einar og heldur
áfram: „Húsið sem barnaheimilið
er í núna varð fyrir skemmdum í
jarðskjálftanum og öll aðföng hafa
hækkað í verði. Þau eru búin að
sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“
Í ljósi þessa mun útvarpsstöð-
in Radio Iceland efna til tón-
leikaveislu í samstarfi við félaga-
samtökin til þess að styrkja
barnaheimilið. Fram koma meðal
annars hljómsveitirnar Esja, Dikta
og Q4U auk þess sem Smutty Smith
mun þeyta skífum og stjórna upp-
boði þar sem hann selur frægustu
ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni
sínu af sumu þekktasta tónlistar-
fólki heims.
Miðar eru fáanlegir inn á Midi.
is og er aðgangseyrir frjáls fram-
lög en tónleikaveislan fer fram á
Gauknum á laugardag og hefst
klukkan 17.00 og stendur til klukk-
an 01.00.
Einnig er hægt að afla sér frek-
ari upplýsinga á síðunni Facebook.
com/Iceland-Nepal þar sem allar
upplýsingar eru birtar.
gydaloa@frettabladid.is
Reka barnaheimili í Nepal í
kjölfar mótorhjólaferðar
Félagasamtökin Ísland-Nepal og útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleika til styrktar barnaheimili í Kat-
mandú í Nepal. Samtökin voru stofnuð í kjölfar mótorhjólaferðar sem breytti lífi þeirra sem í hana fóru.
HVETUR FÓLK TIL AÐ MÆTA Einar er einn stofnenda Íslands-Nepals og hvetur hann alla sem geta til þess að mæta á
tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Húsnæðið var
mjög lélegt, ekkert
rennandi vatn og
ekkert rafmagn.
Það sem við gerðum
fyrst var að leigja
hús fyrir börnin,
keyptum gaseldavél
og fleiri rúm.
Myndbandið af geðstirðu leður-mótorhjólalöggunni sem birtist
á Facebook í vikunni vakti hjá mér
margs konar hugrenningatengsl.
Margir gagnrýndu framferðið enda
þykja umrædd vinnubrögð ekki vera
lögreglunni til sóma.
ATBURÐURINN minnti mig á
atvik sem ég lenti í skömmu eftir
að ég fékk bílpróf og þeystist
um götur Reykjavíkur, óslíp-
aður og reynslulaus. Ég var að
keyra niður Ártúnsbrekkuna
þegar ég sá skrítinn lögreglubíl
aka samhliða mér og ökumaður hans
gaf mér merki um að ég ætti að nema
staðar. Um var að ræða VW Caddy
lögreglubíl með einungis tveimur
sætum og svona hundahúsi að aftan.
Lögregluhundur í umferðareftirliti.
ÞEGAR ég hafði lagt bílnum kom
lögregluþjónninn að mér í miklu upp-
námi. Ég tók eftir að yfir bláu lög-
regluskyrtunni klæddist hann flís-
peysu og ég sá ekki betur en hún
væri merkt raftækjaversluninni
Elko. Þegar ég skrúfaði niður rúðuna
frussaði maðurinn yfir mig spurn-
ingunni hvort ég vissi á hvaða hraða
ég æki þarna í brekkunni.
ÞVÍ næst öskraði hann að þetta væri
örugglega kolólöglegur hraði þar sem
hann hefði sjálfur verið á hámarks-
hraða en samt ekki náð að halda í við
mig. Hann tók niður nafn, kennitölu
og símanúmer og sagðist ætla að fara
með sinn bíl niður á Reykjavíkur-
flugvöll þar sem hann yrði mældur í
sérstökum flugmæli. Þannig kæmist
hann að því hversu hratt ég hefði
ekið og mér yrði svo send viðeigandi
sekt eftir því. Allt mjög eðlilegt eða
þannig.
ÉG heyrði aldrei neitt frá lögreglu-
embættinu og ég fékk enga sekt
vegna málsins. Ég áttaði mig á því
að þarna hefði sennilega verið um
að ræða samviskusaman löggæslu-
mann á frívakt sem hefði tekið málin
í sínar hendur þegar honum misbauð
framferði ungs ökumanns á götum
borgarinnar.
ÞAÐ var allt í senn traustvekjandi og
óhugnanleg tilhugsun. Þakklátastur
var ég þó fyrir að hann skyldi hrein-
lega ekki æla yfir mig eins og virðist
vera orðin lenska hjá kjörnum full-
trúum á Alþingi í dag. Sennilega hefði
enginn verið bættari eftir það.
Illa fyrirkallaðir almannaþjónar
- Fréttablaðið - Morgunblaðið
BYGGÐ Á SJÓNVARPSÞÁTTUNUM NJÓSNADEILDIN
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
S siAM
EMPIRE
MAD MAX 8, 10:30(P)
PITCH PERFECT 2 5:30, 8, 10:30
BAKK 5:50, 8
AVENGERS 2 3D 10:10
ÁSTRÍKUR 2D 5:50
„Þetta er allt að bresta á,“ segir
Egill Ólafur Thorarensen er hann
tjáir Fréttablaðinu hvaða lista-
menn eru væntanlegir til lands-
ins að spila á Secret Solstice í
júní.
Nú þegar hafa risastór nöfn á
borð við The Wailers, Kelis, Wu-
Tang Clan, Foreign Beggars og
fleiri boðað komu sína.
„Íslandsvinurinn og partíljón-
ið Bam Margera mætir, en hann
mun koma fram með hljómsveit
sinni, Earth Rocker. Bam Marg-
era er líklega best þekktur fyrir
að vera meðlimur Jackass-hóps-
ins og fyrir Viva La Bam-þætt-
ina sína en hann hefur lagt tón-
listina fyrir sig undanfarin ár,“
segir Egill.
„Auk hans hafa litríka og lífs-
glaða nu-disco sveitin Hercu-
les & Love Affair og Serge Dev-
ant frá New York-borg tilkynnt
komu sína, en Devant hefur gefið
út remix fyrir tónlistarmenn eins
og Lana Del Ray og unnið með
mönnum eins og Jamie Jones og
Lee Foss,“ upplýsir Egill. Þá mun
hipphopparinn Stormzy einnig
láta til sín taka á sviðinu.
„Svo ættu drum&bass-áhuga-
menn að geta hoppað hæð sína í
loft upp vegna þess að Sinistarr
frá Detroit ætlar að mæta í dal-
inn.“
Urmull af íslensku tónlistar-
fólki mun að sama skapi stíga á
svið. „Lára Rúnarsdóttir, prúð-
skeggjaði rafpopparinn Bernd-
sen, SesarA og Reykjavíkurdæt-
ur voru að bætast í hópinn og svo
smá danstónlistarstemning, en
Orang Volante, Hidden People, og
RVK DNB hópurinn mæta,“ segir
Egill. - ga
Bam Margera mætir líka á Secret Solstice
Eft irlegukindurnar dregnar fram í dagsljósið, enda aðeins þrjátíu dagar í að Laugardalurinn iði af gleði.
STYTTIST Stútfull dagskrá liggur nú
fyrir, bæði innlendir og erlendir tón-
listarmenn á heimsmælikvarða eru á
leiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
2
-3
D
C
C
1
7
6
2
-3
C
9
0
1
7
6
2
-3
B
5
4
1
7
6
2
-3
A
1
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
_
2
0
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K