Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 2015 ✝ Helgi GuðjónStraumfjörð Kristjánsson fædd- ist 18. nóvember 1939 í Laufási í Mýrasýslu. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 17. júní 2015. Foreldrar hans voru Kristján Steinar Þórólfsson frá Straumfirði á Mýrum, f. 27. september 1917, d. 30. júlí 1977, og Jóhanna Magnea Helgadóttir frá Gunnólfsvík, Skeggjastaðahreppi, N- Múlasýslu, f. 12. ágúst 1915, d. 4. september 1998. Helgi ólst upp hjá ömmu sinni, Matthildi Vilhjálmsdóttur frá Miðfirði, N- Múlasýslu, f. 24. febrúar 1881, d. 4. júní 1967. Fóstri Helga var Kristján Hólmsteinn Helgason, Felli, Vopnafirði, N-Múlasýslu, f. 19. nóvember 1923, d. 26. október 1996. Systkini Helga eru Þórdís Guðný, f. 28. janúar 1941; Gunnlaugur Hilmar, f. 14. maí 1943, d. 15. október 2005; Þóra Sigríður, f. 26. desember 1945; og Þórólfur Þorvalds, f. dóttir, f. 14. apríl 1971, og eiga þau einn son, Sindra Þór, í sam- búð með Nadiu Hallström. Móð- ir Sigurðar Gunnars er Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, f. 5. nóvember 1943. Helgi ólst upp á Vopnafirði til 13 ára aldurs, fór þaðan í Borgarnes og bjó þar í tvö ár. Hann flutti svo til Reykjavíkur með ömmu sinni Matthildi, á Bollagötu, og bjó þar til 18 ára aldurs. Helgi stundaði ýmis störf, þ.á m. á Laugavegi 32 þar sem hann lærði kjötiðnað. Árið 1966 hóf hann störf hjá Sláturfélagi Suðurlands og vann þar við ým- islegt, var m.a. bílstjóri í út- keyrslu og verkstjóri. Hann lét af störfum hjá Sláturfélaginu 67 ára að aldri. Með vinnu hjá SS stundaði hann sjómennsku á bát sem hann átti ásamt félaga sínum Skarphéðni og stunduðu þeir grásleppuveiðar í 16 ár. Helgi gekk í Kiwanisklúbbinn Kötlu og var virkur meðlimur þar. Hann gekk í öll störf sem tengdust klúbbnum; allt sem hann tók sér fyrir hendur vann hann af trúmennsku og naut þess að vera með góðum fé- lögum þar. Við þökkum starfsfólki og læknum á deildum 11E, 12E og 13E fyrir alla þá aðstoð, hlýju og umönnun sem þau veittu honum. Útför Helga Guðjóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 29. júní 2015, kl. 13. 18. apríl 1947. Helgi kvæntist 29. maí 1965 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Sæunni Guð- mundsdóttur, f. 26. maí 1945. Þau eignuðust þrjú börn saman: 1) Guðmundur Ólaf- ur, f. 20. janúar 1965, giftur Ölmu Dögg Jóhann- esdóttur, f. 8. ágúst 1969. Börn þeirra eru Kamilla Mist og Mikael Aron. 2) Kristján Hólm- steinn, f. 6. nóvember 1967, fyrrverandi eiginkona hans er Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir, f. 31. ágúst 1979. Dóttir þeirra er Ólavía Sif. 3) Matthildur, f. 21. ágúst 1969, fyrrverandi sam- býlismaður hennar er Jóhannes Þorvaldur Jóhannesson, f. 20. mars 1968. Dóttir þeirra er Thelma Ýr. Núverandi sam- býlismaður Matthildar er Sig- þór Þórarinsson, f. 22. nóv- ember 1967, og á hann tvo syni, Aron og Gabríel. Fyrir átti Helgi son, Sigurð Gunnar, f. 14. desember 1962. Fyrrverandi eiginkona hans er Esther Erlu- Elsku pabbi minn. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram muni bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir, Matthildur. Elsku pabbi minn. Það er erfitt að kveðja, tár falla og sorgin er mikil. En á þessari stundu er gott að hugsa um all- ar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Þegar við fórum á veiðar saman og veiddum stundum mikið og stundum minna, eða þegar þið mamma komuð til Danmerkur í heim- sókn til okkar. Það var alltaf yndislegt að koma til ykkar í heimsókn á æskuheimilið mitt, á Þrastargötunni. Gjafmildi þín var einstök og voru ferðatösk- urnar okkar vel fullar af alls konar íslensku góðgæti þegar snúið var aftur heim. Þú vildir mér og fjölskyldu minni alltaf það besta. Ég mun sakna þín mikið. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Elska þig, pabbi minn, alltaf. Þinn sonur, Guðmundur Ólafur Helgason. Elsku pabbi minn. Hvað getur maður sagt þegar þú ferð svona fljótt, sem við átt- um ekki von á. Ég mun alltaf sakna þín og þú ávallt lifa í hjarta mínu. Ég vil þig, pabbi, kveðja, þótt brostin sé þín brá og bleikt og fölt sé ennið, er kossi’ þrýsti ég á. Ég veit ógerla enn þá, hve mikið ég hef misst, en mér er ljóst, að fölt er ennið, sem ég hefi kysst. Þótt lát þitt góði faðir, nú leggist þungt á mig þá lengst af finn ég huggun við minninguna’ um þig. Hún stendur mér svo skýr, og hún er svo helg og heit og hreinni’ bæði og ástríkari’ en nokkur maður veit. Ég vil hér ekki ljóða neitt lof eða hól um þig, en lengst af þessi hugsun mun fróa og gleðja mig. Og lengi mun þín röddin lifa’ í minni sál til leiðbeiningar för minni’ um verald- arál. --- Og tár af mínum hrjóta hvörmum og heit þau falla niður kinn, því vafinn dauðans er nú örmum hann elsku – hjartans pabbi minn. (Kristján Albertsson) Þinn ástkæri sonur, Kristján. Yndislegur tengdapabbi og vinur er nú farinn frá. Verður hans sárt saknað. Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur bláeygur, guðs barn – (Jóhannes úr Kötlum) Sendi ég Sæunni og hennar fjölskyldu einlægustu samúðar- kveðjur. Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir. Elsku tengdapabbi minn, með þessum orðum vil ég þakka þér góð kynni. Alltaf var ynd- islegt að fá ykkur tengda- mömmu í heimsókn til okkar í Danmörku. Nú kemur enginn og slær garðinn minn lengur eða tínir eplin eða plómurnar af trjánum. Margar eru minning- arnar og ylja þær á svona stundum þegar sorgin og miss- irinn er mikill. Við fórum í marga bíltúrana saman upp í bústaðinn ykkar tengdamömmu á Þingvöllum og þegar þið kom- uð hér út til okkar keyrðum við um sveitirnar yfir til Svíþjóðar eða Þýskalands. Þegar við kom- um á Þrastargötuna var alltaf tekið svo vel á móti okkur og ekki vantaði gjafirnar þegar við kvöddum, lax sem þú hafðir veitt og reykt bara fyrir okkur og svo auðvitað SS-pylsur og Helgi Guðjón Straumfjörð Kristjánsson✝ Stefán ÞórTryggvason fæddist í Vest- mannaeyjum 21.4. 1944. Hann and- aðist á Landspít- alanum 19.6. 2015. Foreldrar hans voru Tryggvi Ólafsson, f. 8.8. 1911, d. 9.4. 1985 og Þórhildur Stef- ánsdóttir, f. 19.3. 1921 , d. 20.9. 2011. Bræður Stefáns eru: 1. Ólaf- ur Tryggvason, f. 5.12. 1939, var kvæntur Kristínu Ester Sigurðardóttur, f. 5.2. 1939, d. 11.5. 1988. Börn þeirra eru Tryggvi Þór Ólafsson, Sigurður Ómar Ólafsson og Linda Björk Ólafsdóttir. Seinni kona Ólafs er Júlía Tryggvadóttir. Dóttir þeirra er Þórhild- ur Ólafsdóttir. Fyr- ir átti Júlía, Tryggva Má Sæ- mundsson. 2. Sævar Tryggvason, f. 1.6. 1947, d. 26.8. 2005, var kvæntur Ástu Sigurðardóttur, þau slitu sam- vistum. Dætur þeirra eru Anna Lilja Sævarsdóttir og Hildur Lind Sævarsdóttir. Stefán Þór lærði málaraiðn hjá föður sínum og vann við það mestan starfsferil sinn. Einnig var hann til sjós hér á árum áður á Halkion VE. Útför Stefáns Þórs fer fram frá Seljakirkju 29. júní 2015, kl. 13. Okkur langar í örfáum orðum að minnast föðurbróður okkar, Stefáns Þ. Tryggvasonar, eða Stefáns frænda eins og við syst- urnar kölluðum hann. Stefán var hlýr og skemmti- legur persónuleiki sem hafði ákveðnar skoðanir. Hann var sjálfstæður og sjálfum sér nóg- ur, en að sama skapi var afskap- lega gott til hans að leita. Hann sýndi bæði foreldrum sínum og bróður mikla umhyggju í veik- indum þeirra og þeir voru ófáir snúningarnir og snattið sem hann sinnti þegar þau höfðu ekki getu til. Fyrir stuðning Stefáns við föður okkar síðustu vikur hans og mánuði verðum við systur eilíflega þakklátar. Órjúfanlegur þáttur í fjöl- skyldunni var sunnudagskaffið hjá Hillu ömmu þar sem Stefán lét sig sjaldan vanta. Hátíðis- dagar og uppákomur innan fjöl- skyldunnar voru líka tilefni til samveru og var gaman að sjá hve vel Stefán fylgdist með son- um okkar systranna. Stefán var einstaklega barngóður og þar af leiðandi skemmtilegur frændi fyrir ungviðið í fjölskyldunni. Helsta áhugamál Stefáns voru veiðar. Hann eyddi mörg- um sumardögum við veiðar í vötnum og ám, og að auki fór hann á gæsaskytterí. Þó að sviplegt fráfall hans sé okkur í fjölskyldunni harmur má ef til vill hugga sig við að hann hafi eytt sínum síðustu stundum við veiðar í Þingvallavatni, þar sem hann naut sín vel og náttúrufeg- urð er mikil. Sólarlag Í djúpið sígur sólin skær. Húmið blíða á hauðrið fríða draumablæju dökkri slær. Mánabjarma bundinn armi þakkar heimur þeim, sem bjó þreyttu hjarta í svefni ró. (Kristján Jónsson) Anna Lilja og Hildur Lind Sævarsdætur, makar og synir. Stefán Þór Tryggvason ✝ Einar Daní-elsson var fæddur á Bjargshóli í Miðfirði 27. desem- ber 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 19. júní 2015. Foreldrar Einars voru Daníel Jónatansson, bóndi, f. 22. nóvember 1860, d. 4. maí 1941 og Ágústa Jónatans- dóttir, húsfreyja, f. 1. ágúst 1886, d. 19. apríl 1947. Systkini Einars voru: Elín, f. 21. september 1908, ember 1917, d. 20. september 2009; Sigfús Ragnar, f. 17. maí 1920, d. 1. október 2009 og Daní- el, f. 21. júní 1923, d. 5. febrúar 1997. Einar lauk barnaskólaprófi og vann síðan við ýmis störf í Húna- vatnssýslum, mest sinnti hann múrverki. Rúmlega þrítugur fór hann til Svíþjóðar og starfaði þar í verksmiðju Svenska Kullager- fabriken í Gautaborg um hríð en sneri svo aftur heim í Miðfjörð. Oft dvaldi hann á bæjunum þar sem hann var að vinna en hann var með fasta búsetu í Miðfirði, nema síðustu árin sem hann dvaldi á Hvammstanga. Einar verður jarðsunginn frá Melstað í Miðfirði 29. júní kl. 14. d. 26. desember 1994; Helga Jó- hanna, f. 12. apríl 1910, d. 19. apríl 2005; Jónatan Sam- son, f. 30. mars 1911, d. 22. febrúar 1993; Sigurður Ágúst, f. 16. ágúst 1912, d. 26. febrúar 1973; Ingi- björg, f. 16. mars 1914, d. 11. janúar 1981; Sakarías, f. 12. júlí 1915, d. 30. desember 1982; Hreggviður, f. 4. október 1916, d. 24. apríl 2004; Þórir, f. 8. nóv- Við andlát Einars Daníelsson- ar koma fram margar minningar um þann mæta mann. Hann var næstyngstur af ellefu systkinum, sem öll komust til fullorðinsára. Einar var góður vinur foreldra minna, Önnu og Sigurgeirs á Bjargi, og dvaldi hann þar tíðum. Einar var um margt sérstakur maður, hæglátur og tíðum ein- fari, en átti samt fjölda góðra kunningja og vina. Hann hélt lengst af ekki eigið heimili, held- ur var einskonar farandverka- maður. Húsasmíðar og múrverk urðu hans ævistarf að mestu og vann hann við fjölda bygginga hér í héraði og víðar, stundum í vinnuflokkum, en trúlega oftar einn. Hann var mikið náttúrubarn, hafði yndi af því að ferðast og oft um fáfarnar slóðir. Ég minnist þess hve oft hann kom að Bjargi og færði mömmu hin fjölbreyti- legustu blóm og jurtir, sem hann hafði rekist á. Oft kom hann þeim sjálfur fyrir í garðinum hjá henni. Því miður fór oft svo, að kind- urnar höfðu jafn mikinn áhuga á gróðrinum og heimilisfólkið. Í nokkur sumur vann Einar sem farandverkamaður við land- búnað á Norðurlöndum. Á þeim árum átti hann vélhjól, VESPU, sem hann notaði óspart. Minnist ég þess, er hann kom heim eftir eina dvöl erlendis, að hann sýndi okkur myndir og sagði ferðasögu. Þá hafði hann komist suður á Spán og yfir Gíbraltarsund til Afríku. Þetta þótti okkur krökk- unum mikið ævintýri. Ekki veit ég um skólagöngu Einars, en víst er að hann hafði dágóða mála- kunnáttu. Einar eignaðist snemma vélsleða, sem þá voru ekki í almennri eigu. Margar vetrarferðir fór hann á sleðanum sínum og sumar nokkuð slark- samar. Ekki voru þá farsímar né talstöðvar komnar í notkun, en hann skeytti oft ekki um að segja hvert hann ætlaði að halda. Stutt- ur bæjartúr varð kannski að ferð inn að Arnarvatni, án þess að nokkur vissi um þá ætlan. Þegar starfsævi lauk flutti Einar í íbúðir aldraðra í Nestúni á Hvammstanga. Þar eignaðist hann trúlega sitt eina eigið heim- ili. Undi hann sér þar allvel, en þegar heilsan dapraðist og fæt- urnir létu undan, flutti hann á Heilbrigðisstofnunina hér. Hann blandaði geði við vistfólk og starfsfólk, kom á þau mannamót sem boðið var þar upp á. Hann var einstaklega unglegur og bara fríður gamall maður. Einar hafði skemmtilegt mál- tæki: „Það er blíðan“ jafnvel þótt úti væri grenjandi hríð. Margir hér kannast við þetta, og á and- látsdag hans mátti sannarlega segja „það er blíðan“ því sól skein í héraðinu og fram á heiðinni, sem honum var svo kær. Ég og systkini mín kveðjum Einar með þökkum fyrir tryggð og vinskap við foreldra okkar. Megi blíða Drottins umlykja Ein- ar Daníelsson. Karl Ásgeir Sigurgeirsson. Föðurbróðir minn Einar Daní- elsson er látinn. Hann var næst- yngstur í 11 barna hópi og sá sem síðastur kvaddi jarðvistina. Þessi kynslóð föður míns og systkina hans fæddist í einu fátækasta landi Evrópu og í þeim hluta þessa lands sem var einna harð- býlastur, jarðvegur rýr og sum- arhiti lágur. Þótt allir fengju að borða var maturinn oft lítt kræsi- legur. Ég man vel eftir því hvern- ig andlitið á Helgu föðursystur minni ljómaði þegar hún sagði okkur frá því þegar pabbi þeirra fór út á Hvammstanga á vorin og fékk að róa með á báti og kom til baka með nýjan fisk. Þá var langt síðan fólkið á Bjargshóli hafði smakkað nýmeti. Þegar yngstu börnin fæðast var Daníel faðir þeirra orðinn nokkuð við aldur og Ágústa móð- ir þeirra mikið veik, en hún fékk berkla. Það kom því fljótlega í hlut elsta bróðurins, Jónatans, og næstelstu systurinnar, Helgu, að annast búið og ala upp yngri systkinin. Fólk föður míns var mjög stolt og virti andlegt atgervi mikils. Það var borin mun meiri virðing fyrir þeim sem var minnugur og kunni mikið af kvæðum og vísum en þeim sem var ríkur af efna- legum gæðum. Það var vissulega ekki hægt að láta bókvitið í ask- Einar Daníelsson Móðir okkar, GUÐRÚN (GÍGJA) S. SNÆBJARNARDÓTTIR, Skipholti 55, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 26. júní 2015. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 1. júlí kl. 15. . Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Jóhanna Helgadóttir, Guðjón Óli Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.