Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.2015, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 180. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Forrest Gump í þúsundasta skipti“ 2. Pétur Blöndal látinn 3. Krafinn um gjald með þrífótinn 4. Einkunnir verða gefnar í bókstöfum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Camus kvartett kemur fram á næsta djasskvöldi KEX Hostels annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20.30. Kvartettinn skipa Sölvi Kol- beinsson á saxófón, Rögnvaldur Borg- þórsson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Óskar Kjartansson á trommur. Kvartettinn leikur eigið efni og verk eftir Miles Dav- is, Wayne Shorter, Will Vinson og fleiri. Camus kvartett á djasskvöldi KEX  Fimmtu og síð- ustu tónleikarnir á hátíðinni „Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju“ verða annað kvöld klukkan 20.00. Einar Jóhannes- son, klarínettu- leikari og skipu- leggjandi hátíðarinnar, kemur þá fram ásamt Amy Cardigan fiðluleik- ara og Michael Higgins organista. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt með blöndu af þjóðlögum og verkum eftir tónskáld á borð við Atla Heimi. Fjölbreytt tónlist í Þingvallakirkju  Stór veggverk úr hrauni og gleri eftir listakonuna Rögnu Róberts- dóttur verða sýnd á metnaðarfullri samsýningu sem opnuð verður í Jane Lombard Gallery í New York á mið- vikudaginn kemur, 1. júlí. Sýningar- stjóri er Gregory Volk, sem hefur unnið talsvert með íslenskum lista- mönnum á síðustu árum. Veggverk Rögnu sýnd í New York Morgunblaðið/Einar Falur Á þriðjudag Norðaustan 5-13 m/s en 10-15 með suðaustur- ströndinni. Bjartviðri vestantil, annars skýjað og fer að rigna syðra og eystra síðdegis. Hiti frá 8 stigum austast, upp í 18 stig vestra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 5-13 m/s. Bjartviðri vest- an- og norðvestanlands en rigning eða súld með köflum syðra og eystra. Hiti víða 12 til 20 stig, hlýjast á Vesturlandi. VEÐUR FH-ingar juku forskot sitt á toppi Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld með því að leggja Fjölnis- menn að velli á Fjölnisvell- inum. FH hefur tveggja stiga forskot á KR- inga þegar 10 um- ferðum er lokið en KR-ingar skutust upp fyrir Breiðablik þegar þeir lögðu ný- liða Leiknis á KR- vellinum. »2-7 FH-ingar juku for- skotið á toppnum Enska kvennalandsliðið er komið í undanúrslit á HM í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni eftir að hafa slegið gestgjafana í Kanada út í átta liða úrslitunum. England mætir heimsmeisturum Japan í undan- úrslitum og Þýskaland mætir Banda- ríkjunum. »8 England í undanúrslit á HM í fyrsta sinn Eyjamenn unnu sætan sigur gegn Breiðabliki þegar liðin átt- ust við í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á Hásteins- vellinum í Vestmannaeyjum í gær. Þar með töpuðu Blikarnir sínum fyrsta leik í deildinni á tímabilinu. Það voru þeir Jonath- an Glenn og Víðir Þorvarðarson sem skoruðu mörk ÍBV. »7 Sætur sigur ÍBV gegn Breiðabliki ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Ernest J. Horsfall heimsótti land og þjóð um helgina. Horsfall er breskur verkfræðingur sem starfar enn sem skoðunarmaður flugvéla þó að hann sé orðinn 97 ára. „Ég lít svo á að ég sé farinn á eftirlaun en ég er þó enn með gilt skoðunarskírteini og að- stoða oft flugmenn sem til mín leita. Það geri ég þó eingöngu af áhuga og myndi aldrei taka greiðslu fyrir,“ segir Horsfall. Ráðgjöf hans snýr að öryggisvott- unum á flugvélum, en hann sér til þess að flugvélar uppfylli öryggis- staðla. Í dag sinnir hann meira hlut- verki verkstjóra, kemur ekki beint að vélinni heldur skipuleggur, segir til og tekur ákvarðanir. Flestir vinir hans á Íslandi eru einkaflugmenn og hefur Horsfall aðstoðað marga þeirra við viðgerðir á flugvélum. „Ég hjálpa við að endurbyggja flugvélar, alls konar vélar en helst minni vélar. Það kemur á óvart hve margir á Ís- landi byggja sínar eigin vélar,“ segir Horsfall. „Árið 2000 kom ég til landsins að endurbyggja vél, þeir báðu mig um að vera í sex mánuði en ég vildi bara stoppa í tvær vikur. Ég gaf þeim tvær vikur af lífi mínu. Við náðum að endurbyggja vélina alveg, það voru tvö lið í þessu sem unnu 48 tíma á dag,“ segir Horsfall, en um helgina skoðaði hann vélina, sem flýgur enn í góðu ástandi. Lærði í hernum Horsfall fæddist í lok fyrri heims- styrjaldar en í seinni heimsstyrjöld- inni starfaði hann sem liðþjálfi fyrir herinn og lærði meðal annars að gera við vélar. Horsfall vill þó ekki gera mikið úr hlutverki sínu. Hann hefur víða ratað, má þar helst nefna Egyptaland, Ítalíu, Afríku, Júgó- slavíu, Frakkland, Þýskaland, Belg- íu og Holland. Aðspurður segir hann þó að það ánægjulegasta sem hann Sækir í vináttuna og vélarnar  Ferðast oft til Íslands til að skoða flugvélar Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsvinur Horsfall á marga íslenska vini og hefur reynst þeim flugmönnum vel sem þegið hafa aðstoð hans. hafi gert sé að hafa kynnst Margréti vinkonu sinni, sem hann reynir að hitta eins oft og kostur gefst. Sækir í einlæga vináttu Horsfall hefur reynt að sækja Ís- land að minnsta kosti árlega á síð- ustu 15 árum en segir að hann myndi vilja koma oftar ef veðrið væri betra. Hér á landi á hann góða vinkonu sem er honum afar kær, en þau kynntust fyrir 14 árum. Fyrsta heimsókn Horsfall til Íslands var ár- ið 1991, en fjórir Íslendingar höfðu leitað eftir aðstoð hans við að gera við flugvél. Heimsóknirnar hafa ver- ið ófáar síðan, helst um sumar- tímann og þá reynir hann að verja tímanum með Margréti vinkonu sinni. Ernest Horsfall hefur starfað sem flugvélaskoðunarmaður frá árinu 1970 og er enn með gilt skoðunar- skírteini. Flugvélar hafa lengi verið aðaláhugamál Horsfalls, en hann hefur á ferli sínum smíðað tvær flugvélar og gert við fjölmargar. Aldrei hefur hann þó langað til að starfa sem flugmaður og stjórna flugvélunum með þeim hætti held- ur þykir honum skemmtilegra að gefa skipanir frá jörðu niðri. Horsfall er tækjakarl ef svo má að orði komast, en hann á hvítan þrennra dyra turbo-charge BMW og tvö mótorhjól sem hann nýtir til að þeysast um hraðbrautir Bret- lands. Hann er við góða heilsu og er skýr viðmælandi. „Ég er vel á mig kominn líkamlega, það verður því líklega ellin sem drepur mig,“ segir Ernest Horsfall glettinn í bragði. Kýs frekar að stjórna frá jörðu ÞEYSIST UM HRAÐBRAUTIR BRETLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.