Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Pepsi-deild karla
Keflavík – ÍBV.......................................... 3:1
Valur – KR ................................................ 3:0
Stjarnan – Fjölnir .................................... 1:3
Leiknir R. – Breiðablik ............................ 0:2
ÍA – Fylkir ................................................ 0:0
Víkingur R. – FH...................................... 0:1
Staðan:
FH 7 5 1 1 15:7 16
Breiðablik 7 4 3 0 11:4 15
Fjölnir 7 4 2 1 11:7 14
KR 7 4 1 2 13:9 13
Valur 7 3 2 2 13:9 11
Fylkir 7 2 3 2 9:9 9
Stjarnan 7 2 3 2 8:10 9
Leiknir R. 7 2 2 3 10:10 8
Víkingur R. 7 1 3 3 10:12 6
ÍA 7 1 2 4 3:9 5
ÍBV 7 1 1 5 6:14 4
Keflavík 7 1 1 5 6:15 4
Markahæstir:
Patrick Pedersen, Val ..................................5
Steven Lennon, FH .....................................4
Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðabliki ............4
Þórir Guðjónsson, Fjölni .............................4
Óskar Örn Hauksson, KR ...........................4
Atli Guðnason, FH .......................................3
Igor Taskovic, Víkingi .................................3
Oddur Ingi Guðmundsson, Fylki................3
Albert Brynjar Ingason, Fylki ...................3
Sigurður Egill Lárusson, Val......................3
Hilmar Árni Halldórsson, Leikni R. ..........3
Jeppe Hansen, Stjörnunni ..........................3
1. deild karla
Víkingur Ó. – BÍ/Bolungarvík............... 2:1
Alfreð Már Hjaltalín 15., Egill Jónsson 40.
– David Cruz 72.
Fjarðabyggð – Haukar ........................... 2:0
Brynjar Jónasson 21., Viktor Örn Guð-
mundsson 45.
KA – Selfoss ............................................. 2:2
Elfar Árni Aðalsteinsson 3., Archange
Nkumu 66. – Einar Ottó Antonsson 57.,
Ingþór Björgvinsson 85.
HK – Þór ................................................... 2:3
Guðmundur Atli Steinþórsson 23., Guð-
mundur Magnússon 51. – Sveinn Elías
Jónsson 28., Gunnar Örvar Stefánsson 55.,
Reynir Már Sveinsson 90.
Fram – Grótta .......................................... 4:1
Ingiberg Ólafur Jónsson 51., Eyþór Helgi
Birgisson 71., Alexander Aron Davorsson
85., 89. – Guðmundur Marteinn Hannesson
24.
Staðan:
Þróttur R. 4 4 0 0 14:1 12
Þór 5 4 0 1 13:10 12
KA 5 3 2 0 10:6 11
Víkingur Ó. 5 3 1 1 4:3 10
Fjarðabyggð 5 3 0 2 6:4 9
HK 5 2 0 3 6:8 6
Haukar 5 2 0 3 4:7 6
Selfoss 5 1 2 2 5:5 5
Fram 5 1 1 3 11:11 4
Grindavík 4 1 1 2 4:5 4
BÍ/Bolungarvík 5 1 0 4 4:13 3
Grótta 5 0 1 4 1:9 1
2. deild karla
Afturelding – Huginn ............................. 2:1
Gunnar Wigelund 65., Sævar Freyr Alex-
andersson 83. – Rúnar Freyr Þórhallsson
53.
Tindastóll – ÍR ......................................... 0:2
Jón Gísli Ström 38., Guðfinnur Þórir
Ómarsson 72.
Höttur – Sindri......................................... 1:0
Elvar Þór Ægisson 67.
Leiknir F. – Njarðvík .............................. 6:0
Almar Daði Jónsson 4., Björgvin Stefán
Pétursson 8., 76., 87., 90., Julio Rodriguez
85.
Ægir – KF................................................. 1:1
Þorkell Þráinsson 90. – Liam John Michael
Killa 82. (sjálfsmark).
KV – Dalvík/Reynir ................................ 3:1
Ásgrímur Gunnarsson 8., 56., Róbert Leó
Sigurðarson 18. – Viktor Daði Sævaldsson
19.
Staðan:
Leiknir F. 5 5 0 0 16:3 15
ÍR 5 5 0 0 12:0 15
Huginn 5 4 0 1 10:5 12
Njarðvík 5 3 1 1 7:9 10
Sindri 5 3 0 2 7:6 9
Afturelding 5 2 1 2 8:5 7
KV 5 2 0 3 11:11 6
Höttur 5 2 0 3 4:6 6
Ægir 5 1 1 3 6:10 4
KF 5 0 2 3 4:7 2
Dalvík/Reynir 5 0 1 4 4:16 1
Tindastóll 5 0 0 5 2:13 0
3. deild karla
Magni – KFR............................................ 3:1
KFS – Kári................................................ 2:0
Berserkir – Álftanes ................................ 3:2
Völsungur – KFR ..................................... 2:2
Staðan:
KFR 5 3 1 1 7:5 10
Magni 4 3 0 1 12:2 9
KFS 4 3 0 1 6:4 9
Kári 4 2 1 1 11:6 7
Reynir S. 3 2 0 1 8:4 6
Völsungur 4 1 1 2 7:10 4
Berserkir 4 1 0 3 5:11 3
Víðir 3 0 2 1 2:7 2
Einherji 3 0 2 1 3:9 2
Álftanes 4 0 1 3 4:7 1
ÍSLAND
Á LEIKNISVELLI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Það eru heldur betur breyttir tímar í
Kópavogi. Breiðablik hefur nú hald-
ið marki sínu hreinu í fjórum leikjum
í röð, tvöfalt fleiri leikjum en á öllu
síðasta tímabili! Ekki er nóg með
það heldur hefur liðið unnið alla
þessa leiki, síðast í gær gegn Leikni
í Breiðholti, og er stigi á eftir FH á
toppi Pepsideildarinnar.
Þetta er auðvitað frábær staða hjá
Blikum eftir skelfilegt tímabil í
fyrra. Arnar Grétarsson virðist hafa
verið fljótur að finna réttu formúl-
una því undir hans stjórn hefur liðið
ekki enn tapað leik, þó að vetr-
armótin séu meðtalin. Stór þáttur í
því er samstarf Elfars Freys Helga-
sonar og Damirs Muminovic í hjarta
varnarinnar. Þeir lokuðu mjög vel á
Leiknismenn, sem þrátt fyrir að
leika í efstu deild í fyrsta sinn eru
ekki vanir öðru en að skora gegn
andstæðingum sínum. Fyrir aftan
þá greip svo Gunnleifur Gunn-
leifsson inn í eins og til þurfti. Ekki
kemur að sök að Kristinn Jónsson
eyði meirihluta hvers leiks fyrir
framan miðlínu, og að Arnór Sveinn
sé litlu minna sókndjarfur – skipu-
lagið virkar.
Það þarf hins vegar líka að skora
mörk, og það virðist ganga sífellt
betur hjá þeim grænklæddu. Ellert
Hreinsson var óheppinn að vera ekki
kominn á blað fyrr, en hann er nú
loks búinn að brjóta ísinn, með
marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Það var mikill vendipunktur. Leik-
aðferð Leiknis hafði gengið vel upp
og Blikar ekki skapað sér færi að
ráði, en í seinni hálfleik voru gest-
irnir mun betri aðilinn. Vara-
maðurinn Atli Sigurjónsson hélt upp
á 100 ára afmæli Þórs með fallegu
marki, en mörkin hefðu mjög auð-
veldlega getað orðið fleiri hjá Blik-
um. Það er óhætt að segja að þeir
hafi litið frábærlega út í þessum
fyrsta hluta Íslandsmótsins, og í
raun er ekki ástæða til annars en að
setja stefnuna á þann stóra.
Leiknismenn hafa gengið í gegn-
um erfiða viku – mætt þremur af
bestu liðum deildarinnar – og
spiluðu stærstan hluta leiksins í gær
án aðalmiðvarðapars síns, vegna
meiðsla. Þeir voru þó inni í leiknum
allt þar til Atli skoraði rúmum tíu
mínútum fyrir leikslok, og hafa gert
sig vel gildandi í deildinni. Tapið í
gærkvöld breytir engu um það.
Lokað og harðlæst
Leiknisvöllur, Pepsi-deild karla, 7.
umferð, sunnudaginn 7. júní 2015.
Skilyrði: Rigning með köflum og
strekkingur í átt að öðru markinu.
Völlurinn ágætur.
Skot: Leiknir R. 8 (4) – Breiðablik 13
(5).
Horn: Leiknir R. 6 – Breiðablik 6.
Leiknir R.: (4-3-3) Mark: Eyjólfur
Tómasson. Vörn: Eiríkur Ingi
Magnússon, Halldór K. Halldórsson
(Edvard Börkur Óttharsson 30),
Gestur Ingi Harðarson, Charley
Fomen. Miðja: Atli Arnarson, Sindri
Björnsson, Hilmar Árni Halldórsson.
Sókn: Kristján Páll Jónsson, Ólafur
H. Kristjánsson (Kolbeinn Kárason
61), Elvar Páll Sigurðsson (Amath
Diedhiou 70).
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur
Gunnleifsson. Vörn: Arnór S. Aðal-
steinsson, Damir Muminovic, Elfar
Freyr Helgason, Kristinn Jónsson.
Miðja: Oliver Sigurjónsson, Andri
Rafn Yeoman, Arnþór Ari Atlason
(Atli Sigurjónsson 73). Sókn: Guðjón
Pétur Lýðsson (Sólon Breki Leifsson
90), Ellert Hreinsson (Arnór Gauti
Ragnarsson 87), Höskuldur Gunn-
laugsson.
Dómari: Valgeir Valgeirsson – 5.
Áhorfendur: Á að giska 1.000.
Leiknir R. – Breiðablik 0:2
Breiðablik hefur haldið markinu hreinu í fjórum leikjum í röð og unnið þá alla
0:1 Ellert Hreinsson 45. meðskoti af stuttu færi eftir
góðan undirbúning Höskuldar.
0:2 Atli Sigurjónsson 79.með frábæru skoti af víta-
teig eftir sendingu Guðjóns Péturs.
I Gul spjöld:Damir (Breiðabliki) 23.
(brot), Atli (Leikni) 47. (brot), Elfar
(Breiðabliki) 84. (leikaraskapur).
I Rauð spjöld: Engin.
MMM
Enginn.
MM
Höskuldur Gunnlaugsson
(Breiðabliki)
M
Eyjólfur Tómasson (Leikni)
Gestur Ingi Harðarson (Leikni)
Atli Arnarson (Leikni)
Gunnleifur Gunnleifsson
(Breiðabliki)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðabliki)
Ellert Hreinsson (Breiðabliki)
0:1 Mark Magee 10. fékk bolt-ann á vítateigslínunni,
sneri sér við á punktinum og skaut
fallegu skoti í samskeytin.
0:2 Mark Magee 49. fékkglæsilega stungusendingu
inn fyrir vörn Stjörnunnar og klár-
aði færið afar laglega.
0:3 Brynjar Gauti Guð-jónsson 70. skoraði sjálfs-
mark er hann ætlaði að afstýra
hættunni eftir fyrirgjöf Ólafs Páls
Snorrasonar.
1:3 Halldór Orri Björnsson79. skoraði af feykilegu ör-
yggi úr vítaspyrnu með föstu skoti
neðst í vinstra hornið.
I Gul spjöld:Heiðar (Stjörnunni) 63.
(brot), Bergsveinn (Fjölni) 77.
(brot), Atli (Stjörnunni) 86. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
MM
Mark Magee (Fjölni)
Ólafur Páll Snorrason (Fjölni)
M
Gunnar Nielsen (Stjörnunni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Aron Sigurðarson (Fjölni)
Þórður Ingason (Fjölni)
Í GARÐABÆ
Hjörvar Ólafsson
sport@mbl.is
Stjarnan og Fjölnir mættust í gær i
sjöundu umerð Pepsi deildarinnar í
knattspyrnu karla á Samsung vell-
inum í Garðabænum. Lokatölur í
leiknum urðu 3:1 fyrir Fjölni, sem
var síst of stór sigur miðað við
hvernig leikurinn spilaðist. Fyrir
leikinn í gær voru heimamenn í
Stjörnunni fjórum stigum frá topp-
sætinu og ljóst að liðið þurfti sigur
til þess að heltast ekki úr lestinni í
toppbaráttunni. Fjölnismenn hafa
hins vegar hafið Pepsi deildina af
miklum krafti og gátu með sigri náð
fimm stiga forystu á Stjörnuna og
færst nær draumi sínum, sem er að
berjast af fullri alvöru um Evrópu-
sæti.
Fjölnismenn léku glimrandi góð-
an fótbolta í leiknum og áttu fylli-
lega skilið að vinna leikinn. Sókn-
aruppbygging Fjölnis var í senn
yfirveguð og markviss. Ólafur Páll
Snorrason stjórnaði umferðinni inni
á miðsvæðinu og Aron Sigurðsson
spilaði vel að vanda. Þá var Mark
Magee skeinuhættur í framlínu
Fjölnisliðsins og kórónaði fínan leik
sinn með tveimur fallegum mörkum.
Stemningsleysi Stjörnunnar
Það virkaði eins og það vantaði
alla stemningu og neista í Stjörnu-
liðið í leiknum í gær. Varnarleikur
þess var á köflum klaufalegur og
sóknarleikur Stjörnunnar hægur
lengst af í leiknum. Stjörnuliðið átti
nokkrar vel útfærðar skyndisóknir í
leiknum og svo virðist sem liðinu líði
best með að sitja til baka og sækja
hratt á andstæðinganna. Stjarnan
hefur átt í erfiðleikum með að stýra
leikjum í allt sumar og því er ekki
um nein ný sannindi að ræða.
Liðið hefur tapað tveimur síðustu
deildarleikjum og ljóst að margt
þarf að breytast í Garðabænum ef
það ætlar að verja Íslandsmeist-
aratitilinn. Fjölnir er hins vegar á
blússandi siglingu og stefnir hrað-
byri í átt að Evrópu ef fram heldur
sem horfir. Fjölnisliðið hefur leikið
af miklu sjálfsöryggi í síðustu leikj-
um og ættu leikmenn og for-
ráðamenn liðsins að fara að kíkja á
það hvort vegabréf þeirra eru í
gildi.
Samsungvöllurinn, Pepsi-deild karla,
7. umferð, sunnudaginn 7. júní 2015.
Skilyrði: Frábært knattspyrnuveður
og völlurinn iðjagrænn að vanda.
Skot: Stjarnan 8 (5) – Fjölnir 17 (9).
Horn: Stjarnan 4 – Fjölnir 4.
Stjarnan: (4-3-3) Mark: Gunnar
Nielsen. Vörn: Heiðar Ægisson,
Brynjar Gauti Guðjónsson, Daníel
Laxdal, Hörður Árnason. Miðja:
Michael Præst, Atli Jóhannsson,
Veigar Páll Gunnarsson (Jón Arnar
Barðdal 55). Sókn: Arnar Már Björg-
vinsson, Jeppe Hansen (Atli Freyr
Ottesen 77), Ólafur Karl Finsen (Hall-
dór Orri Björnsson 70).
Fjölnir: (4-3-3) Mark: Þórður Inga-
son. Vörn: Arnór Eyvar Ólafsson,
Daniel Ivanovski, Bergsveinn Ólafs-
son, Viðar Ari Jónsson. Miðja: Ólafur
Páll Snorrason, Emil Pálsson, Mark
Magee (Ragnar Leósson 73). Sókn:
Guðmundur K. Guðmundsson (Ægir
Jarl Jónasson 90), Þórir Guðjónsson
(Gunnar Már Guðmundsson 82), Ar-
on Sigurðarson.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson – 7.
Áhorfendur: 780.
Stjarnan – Fjölnir 1:3
Fjölnir stefnir á Evrópusæti
Stjarnan fjarlægðist toppinn Ólafur Páll Snorrason frábær á miðsvæðinu
Morgunblaðið/Eva Björk
Glaðir Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson tók sprett fram og fagnaði
vel seinna markinu gegn Leikni í gær með liðsfélögum sínum.