Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Á AKRANESI
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Það voru Fylkismenn sem gengu
svekktir af leikvelli á Akranesi í gær
þar sem niðurstaðan varð marka-
laust jafntefli gegn ÍA í Pepsi-deild
karla í knattspyrnu. Fylkismenn
voru sterkari og líklegri allan leik-
inn, sem einkenndist af mikilli bar-
áttu, en það var færanýting þeirra í
leiknum sem varð þeim að falli. Þeir
fengu meira en nóg af færum til þess
að klára þennan leik.
Leikmenn Fylkis voru líklega
ennþá pirraðir eftir 3:0 tap gegn Val
í síðustu umferð og Ásmundur
Arnarsson, þjálfari þeirra, gerði
fjórar breytingar á liðinu frá þeim
leik. Það var alveg ljóst frá fyrstu
mínútu að leikmenn liðsins voru vel
gíraðir í leikinn en þetta var bara
einn af þessum dögum þar sem bolt-
anum var ekki ætlað að fara í netið.
Fylkismenn litu vel út í upphafi móts
en níu stig úr sjö umferðum eru von-
brigði.
Það var hin fræga Skagabarátta
sem skilaði ÍA stigi í gær. Eftir fjóra
tapleiki í röð gáfu leikmenn liðsins
Árbæingum ekkert eftir og spjöldin
fimm sem liðið fékk voru engin til-
viljun og hefðu vel getað verið fleiri.
Sóknarleikur liðsins er hins vegar
steindauður. Liðið kemur sér oft í
fínar stöður framarlega á vellinum
en nær ekki að brjóta upp skipulagð-
ar varnir andstæðingana. Það er eig-
inlega svakalegt hversu mikið liðið
saknar Garðars Gunnlaugssonar í
fremstu víglínu.
Jón Vilhelm Ákason, einn af
reyndari leikmönnum ÍA, var
ánægður með baráttuna í liðinu og
stigið sem liðið fékk að lokum og
heldur liðinu fyrir ofan ÍBV og
Keflavík á botinum. „Úr því sem
komið var og miðað við frammistöð-
una í undanförnum tveimur leikjum.
Við tókum góðan fund eftir síðasta
leik þar sem ætlunin var að fara aft-
ur í grunnatriðin. Við vildum byrja á
því að djöflast og berjast og fá það
inn í leik okkar,“ sagði Jón Vilhelm
við Morgunblaðið eftir leik, en hann
segir það ljóst að Skagamenn þurfi
að sýna viðlíka baráttu og í þessum
leik til að halda sér í deildinni.
Skagamenn aftur í grunnatriðin
Fylkismenn fengu færin til að klára ÍA í gær Stigið
heldur ánægðum Skagamönnum fyrir ofan fallsæti
Norðurálsvöllurinn, Pepsi-deild karla,
7. umferð, sunnudaginn 7. júní 2015.
Skilyrði: Völlurinn í góðu standi en
talsverður vindur.
Skot: ÍA 3 (1) – Fylkir 13 (3).
Horn: ÍA 2 – Fylkir 6.
ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Snær Ólafsson.
Vörn: Þórður Þ. Þórðarson, Ármann
Smári Björnsson, Arnór S. Guð-
mundsson (Gylfi Veigar Gylfason 82),
Darren Lough. Miðja: Jón Vilhelm
Ákason (Ásgeir Marteinsson 67), Ingi-
mar Elí Hlynsson, Albert Haf-
steinsson, Ólafur Valdimarsson (Arn-
ar Már Guðjónsson 87). Sókn: Arsenij
Buinickij, Marko Andelkovic.
Fylkir: (4-3-3) Mark: Bjarni Þ. Hall-
dórsson. Vörn: Andrés Már Jóhannes-
son, Tonci Radovnikovic, Ásgeir Ey-
þórsson, Tómas Þorsteinsson. Miðja:
Jóhannes Karl Guðjónsson, Oddur
Ingi Guðmundsson (Ásgeir Arnþórs-
son 70), Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Sókn: Ingimundur N. Óskarsson
(Davíð Einarsson 78), Albert B. Inga-
son, Ragnar Bragi Sveinsson.
Dómari: Pétur Guðmundsson – 6.
Áhorfendur: 754.
ÍA – Fylkir 0:0
Í FOSSVOGI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þegar stigasöfnun tímabils er gerð
upp að hausti eru það eins marks
seiglusigrarnir á útivelli sem vega
einna þyngst og ráða mestu um
gæfu og gengi fótboltaliða. Enn er
aðeins tæpur þriðjungur Íslands-
mótsins að baki og of snemmt að
fullyrða um stöðu FH-inga í móts-
lok. En fari leikar eins og flestir spá
og Hafnarfjarðarliðið hampi Ís-
landsbikarnum í haust mun sigurinn
á Víkingsvellinum í gærkvöld verða
einn þeirra sem koma upp í huga
þeirra hafnfirsku.
Þeir sigruðu 1:0 í Fossvoginum
með marki Bjarna Þórs Viðarssonar
í byrjun síðari hálfleiks. Fyrsta
mark hans í efstu deild hér á landi
og við hæfi að það væri frændi hans,
hægri bakvörðurinn Jón Ragnar
Jónsson, sem var maðurinn á bak við
það með flottri fyrirgjöf.
Eins marks útisigur, við erfiðar
aðstæður. Völlurinn var fljótur að
láta á sjá þó að hann hafi litið vel út
áður en flautað var til leiks. Eins
marks útisigur í leik þar sem fínheit-
in í fótboltanum voru af skornum
skammti en meira skipti að vera með
rétt stillt hugarfar, leikaðferð og
vera klár í bardagann.
Það voru FH-ingar, en þeir máttu
líka þakka fyrir að hafa brunað suð-
ur brautina með þrjú stig. Eftir af-
spyrnu tíðindalítinn fyrri hálfleik
voru Víkingarnir þeim hættulegir í
þeim síðari. Arnþór Ingi Kristinsson
skallaði í stöng strax í byrjun, hefði
þar getað komið Víkingum yfir, og
svo var Andri Rúnar Bjarnason
hársbreidd frá því að jafna þegar
hann átti hörkuskot í stöng rúmum
20 mínútum fyrir leikslok. Í fleiri
skipti skall hurð nærri hælum í víta-
teig FH-inga, sem sjálfir fengu
reyndar sín færi til að gera endan-
lega út um leikinn.
Sigurinn þýðir fyrir FH-inga að
þeir eru einir á toppi deildarinnar.
Þeir nýttu sér að bæði KR og
Stjarnan töpuðu en sem stendur eru
það Blikar sem ógna mest stöðu
Hafnfirðinganna. Gæðin og styrkur-
inn í FH-liðinu eru öllum ljós. Davíð
Þór Viðarsson var besti maður FH-
inga lengi vel og stjórnaði umferð-
inni á miðjunni, sérstaklega í fyrri
hálfleiknum. Í seinni hálfleik voru
það miðverðirnir Kassim Doumbia
og Pétur Viðarsson sem höfðu mest
að gera gegn vaxandi sóknarþunga
Víkinga og þeir stigu fá feilspor.
Víkingar léku þarna sjötta leikinn
í röð án sigurs, töpuðu þeim þriðja í
röð, og þeir hafa ekki unnið síðan í
fyrstu umferðinni. Staða þeirra
versnar stöðugt, þeir eru aðeins
tveimur stigum frá fallsæti og þetta
er ekki sú barátta sem menn vonuð-
ust eftir í Víkinni eftir óvæntan ár-
angur í fyrra. Það var hins vegar
sitthvað jákvætt í leik þeirra í gær-
kvöld. Í fyrri hálfleik lokuðu þeir
nánast algjörlega á allt hjá FH-
ingum og í þeim síðari létu þeir
Hafnfirðingana heldur betur hafa
fyrir hlutunum. Rolf Toft var þá
drifkrafturinn í sóknarleiknum eftir
að hafa lítið komist inn í leikinn í
fyrri hálfleik.
Frændurnir færðu FH sigur
Jón Ragnar lagði upp sigurmarkið gegn Víkingi fyrir
Bjarna FH-ingar efstir en Víkingar án sigurs í sex leikjum
Morgunblaðið/Golli
Olnbogi Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, lét finna vel fyrir sér í leiknum gegn Víkingi í gær eins og Ívar Örn Jónsson fékk að kynnast.
Víkingsvöllur, Pepsi-deild karla, 7.
umferð, sunnudaginn 7. júní 2015.
Skilyrði: Sunnanvindur, 7 stiga hiti,
skúrir. Völlurinn fljótur að láta á sjá.
Skot: Víkingur 6 (3) – FH 6 (4).
Horn: Víkingur 1 – FH 4.
Víkingur R.: (4-5-1) Mark: Thomas
Nielsen. Vörn: Tómas Guðmundsson,
Milos Zivkovic, Alan Lowing, Halldór
Smári Sigurðsson. Miðja: Davíð Örn
Atlason (Atli Fannar Jónsson 81),
Dofri Snorrason, Igor Taskovic (Vikt-
or Bjarki Arnarsson 75), Arnþór Ingi
Kristinsson, Ívar Örn Jónsson (Andri
Rúnar Bjarnason 60). Sókn: Rolf
Toft.
FH: (4-4-2) Mark: Róbert Örn Ósk-
arsson. Vörn: Jón Ragnar Jónsson,
Pétur Viðarsson, Kassim Doumbia,
Böðvar Böðvarsson. Miðja: Jérémy
Sewry (Kristján Flóki Finnbogason
88), Davíð Þór Viðarsson, Bjarni Þór
Viðarsson, Sam Hewson (Þórarinn
Ingi Valdimarsson 73). Sókn: Atli
Guðnason (Brynjar Á. Guðmundsson
81), Steven Lennon.
Dómari: Erlendur Eiríksson – 7.
Áhorfendur: 1.512.
Víkingur R. – FH 0:1
I Gul spjöld:Ingimar Elí (ÍA) 19. (brot)
Þórður Þorsteinn (ÍA) 39. (brot),
Ragnar (Fylki) 45. (brot), Ásgeir B.
(Fylki) 63 (brot), Albert (ÍA) 64.
(brot), Andelikovic (ÍA) 70. (brot)
Árni Snær (ÍA), 81. (leiktöf).
M
Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
Ármann Smári Björnsson (ÍA)
Darren Lough (ÍA)
Andrés Már Jóhannesson (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Tómas Þorsteinsson (Fylki)
0:1 Bjarni Þór Viðarsson 51.með skalla eftir fyrirgjöf
Jóns Ragnars Jónssonar frá hægri.
I Gul spjöld:Davíð (FH) 45. (brot), Dofri
(Víkingi) 45. (leikaraskapur), Do-
umbia (FH) 59. (brot), Tómas (Vík-
ingi) 68. (brot), Arnþór (Víkingi) 68.
(mótmæli).
M
Thomas Nielsen (Víkingi)
Rolf Toft (Víkingi)
Dofri Snorrason (Víkingi)
Milos Zivkovic (Víkingi)
Davíð Örn Atlason (Víkingi)
Pétur Viðarsson (FH)
Kassim Doumbia (FH)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Jón Ragnar Jónsson (FH)
Böðvar Böðvarsson (FH)