Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
Í KEFLAVÍK
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Keflvíkingar eru komnir á blað í
Pepsi deildinni eftir 3:1 sigur á ÍBV.
Hörður Sveinsson, Einar Orri
Einarsson og Leonard Sigurðsson
skoruðu mörk heimamanna, en
þetta var fyrsti leikur liðsins undir
stjórn Jóhanns Birnis og Hauk
Inga. Jonathan Glenn skoraði mark
Eyjamanna.
Leikurinn var ekki stútfullur af
gæðum – langt frá því. Sigurbergur
Elísson var sá eini sem gladdi aug-
að og sýndi oft lipra takta. Annars
var saga leiksins þannig að leik-
menn liðanna unnu yfirleitt boltann
eftir klafs og sendu til baka á varn-
armenn, sem dúndruðu boltanum
langt í burtu. Þar áttu framherj-
arnir að hlaupa á eftir boltanum.
Eða að leikmenn sendu til baka á
varnarmenn, sem sendu aftur á
miðjumann, þar sem fyrsta snerting
var léleg, úr varð klafs og það þurfti
að renna til baka á varnarmenn og
sagan hófst á ný.
17 lélegar hornspyrnur
Hornspyrnur voru daprar í leikn-
um, en þær voru alls 17. Sú besta
var sæmileg. Vissulega var völl-
urinn ekki upp á sitt allra besta en
það afsakar ekki hve fyrsta snerting
allra inni á vellinum í gær var döp-
ur. Það var vont að horfa á knatt-
spyrnumenn, sem sumir fá borgað
fyrir að spila fótbolta, sýna svona
vondar snertingar. Manni leið
hreinlega illa.
Keflvíkingar voru betri í leiknum,
engin spurning ,og aldrei að vita
nema að þeir segi í lok tímabilsins
að þeir hafi byrjað það þann 7. júní.
En stóra spurningin er auðvitað þá
hvort það hafi verið of seint.
Eyjamenn voru ekki góðir. Þeir
voru of langt frá mönnunum, spilið
þeirra var hægt og ef Ian Jeffs fékk
ekki boltann gerðist lítið sem ekk-
ert í sóknarleik þeirra. Jonathan
Glenn fékk úr litlu að moða nema
löngum sendingum en hann hljóp og
hljóp alveg rosalega mikið.
Leikmenn vildu ekki boltann
Þegar maður sat í stúkunni í gær
sá maður að þetta eru tvö af lakari
liðum deildarinnar, sjálfstraustið er
lítið sem ekkert í liðunum og leik-
mönnum leið betur án boltans en
með hann. Þá er ekki von á góðum
fótboltaleik.
Mörg mörk en lítil gæði
Fyrsti sigur Keflvíkinga í Pepsi deildinni undir stjórn nýrra þjálfara
Spánn
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Barcelona – Puente Genil ............... 34:23
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2
mörk fyrir Barcelona.
Úrslitaleikur:
Barcelona – Granollers ................... 27:26
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 1
mark fyrir Barcelona.
Umspil HM kvenna
Fyrri leikir:
Holland – Tékkland .......................... 33:23
Serbía – Rúmenía.............................. 26:32
Úkraína – Pólland ............................. 18:24
Þýskaland – Rússland ...................... 20:22
Spánn – Slóvakía............................... 25:19
Frakkland – Slóvenía........................ 27:20
Króatía – Svíþjóð .............................. 23:24
Svartfjallaland – Ísland.................... 28:19
Þýskaland
B-deild:
Emsdetten – Neuhausen.................. 29:29
Anton Rúnarsson og Ernir Hrafn
Arnarson skoruðu 3 mörk fyrir Emsdet-
ten en Oddur Gretarsson ekkert og Ólaf-
ur Bjarki Ragnarsson er meiddur. Liðið
endaði í 10. sæti.
Saarlouis – Eisenach ....................... 31:33
Bjarki Már Elísson skoraði 9 mörk fyr-
ir Eisenach og Hannes Jón Jónsson 1.
Liðið endaði í 2. sæti og fór upp.
Dormagen – Grosswallstadt
Fannar Þór Friðgeirsson og félagar
hans í Grosswallstadt mættu ekki til
leiks, en liðið hefur verið dæmt niður um
deild.
Aue – Henstedt................................. 30:28
Árni Þór Sigtryggsson skoraði 7 mörk
fyrir Aue og Hörður Fannar Sigþórsson
2. Bjarki Már Gunnarsson komst ekki á
blað og Sigtryggur Rúnarsson var ekki
með. Sveinbjörn Pétursson ver mark Aue
og Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið, sem
endaði í 6. sæti.
Leipzig – Hüttenberg ...................... 29:20
Ragnar Jóhannsson var ekki með
Hüttenberg. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálf-
ar liðið, sem endaðí í 19. sæti og féll.
HANDBOLTI
Spánn
Undanúrslit, annar leikur:
Barcelona – Unicaja Málaga.............. 91:70
Jón Arnór Stefánsson skoraði ekki fyrir
Unicaja en tók eitt frákast.
Staðan er 2:0 fyrir Barcelona og þriðji
leikur er í Málaga á miðvikudagskvöld.
Úrslitakeppni NBA
Annar úrslitaleikur Golden State og Cleve-
land hófst á miðnætti í Oakland. Sjá mbl.is.
KÖRFUBOLTI
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Vormót ÍR fer fram á Laugardalsvelli frá
kl. 18 til 21.30. Mótið er hluti af mótaröð
FRÍ.
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Grindavíkurv.: Grindavík – Þróttur R 19.15
Í KVÖLD!
Borgunarbikar kvenna
16-liða úrslit:
Augnablik – Grindavík ........................... 0:2
Guðrún Bentína Frímannsdóttir 36., Sas-
hana Campbell 90.
Selfoss – Völsungur................................. 5:1
Katrín Rúnarsdóttir 18., Donna Kay Henry
31., Dagný Brynjarsdóttir 44., Guðmunda
Brynja Óladóttir 66., Magdalena Anna Rei-
mus 77. – Hafrún Olgeirsdóttir 23.
Fylkir – Haukar ....................................... 2:0
Sandra Sif Magnúsdóttir 7., Marjan Hing-
Glover 73.
Grindavík, Selfoss og Fylkir eru komin í
8-liða úrslitin eins og Stjarnan, ÍBV, Valur,
Þór/KA og KR. Dregið verður til þeirra í
hádeginu í dag.
1. deild kvenna C
Tindastóll – Sindri.................................... 3:0
Staðan:
Tindastóll 7, Völsungur 6, Fjarðabyggð 3,
Hamrarnir 3, Sindri 3, Einherji 1, Höttur 0.
4. deild karla C
Hörður Í. – Ísbjörninn ............................. 7:2
Staðan:
Þróttur 6, KFG 4, Hörður Í. 3, Örninn 3,
Stál-úlfur 3, Skínandi 1, Ísbjörninn 0.
4. deild karla D
KB – Vængir Júpíters.............................. 2:3
Staðan:
Hvíti riddarinn 9, Kría 7, Vængir Júpíters
3, Elliði 3, SR 1, KB 1, Kormákur/Hvöt 1.
ÍSLAND
Nettóvöllurinn, Pepsi-deild karla, 7.
umferð, sunnudaginn 7. júní 2015.
Skilyrði: Töluverður vindur en völlur-
inn fínn, smá úði undir lokin.
Skot: Keflavík 14 (8) – ÍBV 9 (5).
Horn: Keflavík 13 – ÍBV 4.
Keflavík: (4-4-2) Mark: Sindri K.
Ólafsson. Vörn: Sindri Snær Magnús-
son, Kiko Insa, Haraldur F. Guð-
mundsson, Samuel Jimenez. Miðja:
Einar Orri Einarsson, Sigurbergur El-
ísson, Hólmar Örn Rúnarsson, Bojan
Stefán Ljubicic (Daníel Gylfason 56).
Sókn: Hörður Sveinsson (Indriði Áki
Þorláksson 90), Leonard Sigurðsson
(Frans Elvarsson 85).
ÍBV: (4-4-2) Mark: Guðjón Orri Sigur-
jónsson. Vörn: Jonathan P. Barden
(Benedikt Októ Bjarnason 56), Haf-
steinn Briem, Avni Pepa, Jón Ingason
(Tom Even Skogsrud 46). Miðja: Víðir
Þorvarðarson, Gunnar Þorsteinsson,
Mees Siers, Aron Bjarnason. Sókn:
Ian Jeffs (Gauti Þorvarðarson 71), Jo-
nathan Glenn.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guð-
mundsson – 7.
Áhorfendur: 820.
Keflavík – ÍBV 3:1
1:0 Patrick Pedersen 5. skor-aði úr vítaspyrnu sem
hann fékk sjálfur.
2:0 Patrick Pedersen 52.kom boltanum í netið úr
miðjum teignum eftir fyrirgjöf
Bjarna Ólafs Eiríkssonar.
3:0 Haukur Hilmarsson 90.slapp inn fyrir eftir send-
ingu frá Iain Williamson og skoraði.
I Gul spjöld:Haukur Páll (Val) 17. (brot),
Aron Bjarki (KR) 32. (brot), Krist-
inn Freyr (Val) 59. (brot), Schoop
(KR) 72. (brot), Ingvar (Val) 72.
(mótmæli), Pálmi (KR) 72. (mót-
mæli), Pedersen (Val) 86. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
MM
Patrick Pedersen (Val)
M
Andri Fannar Stefánsson (Val)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Val)
Haukur Páll Sigurðsson (Val)
Ingvar Þór Kale (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Orri Sigurður Ómarsson (Val)
Thomas Christensen (Val)
Jacob Schoop (KR)
Jónas Guðni Sævarsson (KR)
1:0 Hörður Sveinsson 18.Sigurbergur gerði vel og
lagði boltann á Hörð, sem gat ekki
annað en skorað.
1:1 Jonathan Glenn 31. pollró-legur á vítapunktinum eftir
að Haraldur hafði brotið á Ian Jeffs.
2:1 Einar Orri Einarsson 60.Eftir klafs í teig ÍBV eftir
horn barst boltinn á Einar, sem
þrumaði í netið.
3:1 Leonard Sigurðsson 82.Jimenez sendi fyrir frá
vinstri, Sigurbergur lagði boltann
út og Leonard smellti boltanum í
stöng og inn. Glæsilegt mark og fal-
legur undirbúningur.
I Gul spjöld:Haraldur (Keflavík) 30.
(brot), Barden (ÍBV) 33. (brot),
Einar Orri (Keflavík) 68. (brot),
Daníel (Keflavík) 69. (brot), Insa
(Keflavík) 90. (brot).
MM
Sigurbergur Elísson (Keflavík)
M
Einar Orri Einarsson (Keflavík)
Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Leonard Sigurðsson (Keflavík)
Ian Jeffs (ÍBV)
Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Á VALSVELLI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Einhverjir knattspyrnuunnendur
höfðu af því áhyggjur að eitt eða tvö
lið myndu stinga af í Pepsí-deildinni
í sumar en ekki bendir margt til þess
eins og staðan er núna. Auðvitað
getur það enn breyst en toppbar-
áttan er hörð sem stendur.
Liðið sem virðist sjá til þess að
sigursælu liðin FH og KR stingi
ekki af er Valur, sem hefur nú unnið
bæði þessi lið sannfærandi á Hlíðar-
enda. Hvort Valsmenn verða sjálfir í
baráttunni um titilinn er hins vegar
erfitt að segja til um. Til þess hefur
liðið verið of sveiflukennt en það get-
ur greinilega spilað mjög sannfær-
andi þegar vel tekst til.
Eitt dæmi um það er sanngjarn
sigur Vals á KR í gærkvöldi. 3:0
urðu lokatölurnar, sem var fullstór
sigur miðað við gang leiksins, en
þannig þróast hlutirnir nú oft í bolt-
anum. Þriðja markið kom eftir
skyndisókn í uppbótartíma sem rús-
ína í pylsuendanum fyrir Val.
Eftir fimm sigra í röð í deild og
bikar átti maður von á því að sjá
skemmtilegt KR-lið en KR-ingar
voru slegnir út af laginu strax í upp-
hafi leiks. Vörn liðsins virkaði mjög
óörugg til að byrja með og Valsmenn
nýttu sér það. Í stöðunni 1:0 voru
KR-ingar ekki mjög líklegir til að
jafna. Annað mark Vals kom
snemma í síðari hálfleik og þá fyrst
settu KR-ingar Valsmenn undir
verulega pressu. Hana stóðst Vals-
liðið en boltinn small þó í stöng eftir
aukaspyrnu Jacobs Schoop.
Valsliðið er sterkara í sumar en ég
bjóst við fyrir fram. Ég skal alveg
viðurkenna það. Ólafur Jóhannesson
var mjög snjall þegar hann bætti
Thomasi Christiansen við vörnina og
jafnvægið í liðinu er mjög gott.
Spurningin er hvernig liðið fylgir
þessu eftir, en eftir því sem liðið hef-
ur á mótið hefur komið betur í ljós
að „skandallinn“ í 1. umferð var ekki
sá skandall sem menn héldu þá.
Eftir miklar breytingar á milli ára
er svo sem ekki skrítið að KR-liðið
nái ekki að halda stöðugleika í gegn-
um allt mótið. KR-ingar hafa hrifist
af dönskum liðsstyrk sínum á þessu
tímabili en í gærkvöldi fengu þeir
sjálfir að kenna á snjöllum Dönum.
Valur er bremsan á KR og FH
Valur hefur unnið sigursælu liðin Fyrirferðarmiklir Danir og tvö frá Pedersen
Vodafonevöllurinn, Pepsi-deild karla,
7. umferð, sunnudaginn 7. júní 2015.
Skilyrði: Gola og rigning um tíma.
Völlurinn blautur.
Skot: Valur 8 (7) – KR 13 (6).
Horn: Valur 2 – KR 11.
Valur: (4-3-3) Mark: Ingvar Þór Kale.
Vörn: Andri Fannar Stefánsson,
Thomas Christensen, Orri S. Ómars-
son, Bjarni Ólafur Eiríksson. Miðja:
Haukur Páll Sigurðsson, Iain William-
son, Kristinn Freyr Sigurðsson. Sókn:
Kristinn Ingi Halldórsson, Patrick Ped-
ersen (Haukur Á. Hilmarsson 87), Sig-
urður Egill Lárusson (Tómas Óli Garð-
arsson 79).
KR: (4-3-3) Mark: Stefán Logi
Magnússon. Vörn: Aron Bjarki Jós-
epsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Ras-
mus Christiansen (Almarr Ormarsson
56), Gunnar Þór Gunnarsson. Miðja:
Jónas Guðni Sævarsson (Grétar S.
Sigurðarson 87), Pálmi Rafn Pálma-
son, Jacob Schoop. Sókn: Sören Fre-
deriksen, Þorsteinn Már Ragnarsson,
Óskar Örn Hauksson.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín – 7.
Áhorfendur: 1.621.
Valur – KR 3:0
Morgunblaðið/Golli
Tvenna Patrick Pedersen, framherji Vals, fagnar öðru af tveimur mörkum
sínum gegn KR í gær. Hann hefur nú skorað fimm mörk í deildinni.