Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 2
fimmtudagur 19. mars 20092 Fréttir
BORGUÐU BÓNUSA
ÓHÁÐ ÁRANGRI
Hjá Straumi fjárfestingabanka tíðk-
aðist það fyrir hrun bankans að eft-
irsóttir starfsmenn gátu samið um
sérstakar bónusgreiðslur einu sinni
á ári óháð árangri bankans. Sam-
kvæmt heimildum DV fékk nokkur
fjöldi starfsmanna Straums greidda
bónusa á bilinu fimm til 25 milljóna
króna 25. febrúar en Fjármálaeftir-
litð tók bankann yfir 9. mars síðast-
liðinn. Millistjórnandi hjá bankan-
um sem réð sig til bankans fyrir ári
fékk 25 milljónir greiddar þá og fékk
síðan sömu greiðslu innta af hendi
fyrir stuttu. Eins og kunnugt er setti
Straumur íslandsmet í tapi á síðasta
ári en þá tapaði bankinn 105 millj-
örðum króna.
Þurftu að kaupa starfsmenn
„Almennar bónusgreiðslur voru
ekki inntar af hendi hjá Straumi eft-
ir áramót. Hins vegar eru samnings-
bundnar greiðslur sem eru hluti af
almennum launakjörum. Yfirleitt er
samið við fólk á venjulegum kjör-
um. Það fær bónusa ef vel gengur og
ef ástæða þykir til. Stundum er sam-
ið við fólk sem er sérlega mikilvægt
og getur fengið vinnu í hvaða árferði
sem er. Þá er samið við það að ár-
lega sé föst bónusgreiðsla. Eitthvað
var um það hjá Straumi en frekar lít-
ið,“ segir Georg Andersen, yfirmaður
samskiptasviðs hjá Straumi.
Hann segir misvísandi að kalla
þetta bónusa þar sem starfsmenn
þurfa ekki að gera neitt sérstakt til
að fá þá greidda. „Ég veit fyrir víst
að framkvæmdastjórn bankans þáði
ekki bónusa á þessu ári sem þeir
hefðu átt rétt á. Það var ákvörðun
sem stjórnin tók vegna efnahags-
ástandsins og afkomu félagsins. Þeir
starfsmenn sem fengu bónusa höfðu
samið um þá sem hluta af launum.
Bankinn var því lögbundinn til að
greiða þessa bónusa. Það eru þá lyk-
ilstjórnendur og mikilvægustu fram-
kvæmdastjórar sem kaupa þurfti til
Straums í starfsmannaumhverfi sem
var annað en það sem þekkist í dag,“
segir hann.
Óskiljanlegir bónusar
Friðbert Traustason, framkvæmda-
stjóri Samtaka starfsmanna fjár-
málafyrirtækja, segir launamál fjár-
málafyrirtækja gjörbreytt. „Allt sem
hét árangurstenging og bónusar eru
ekkert inni í myndinni lengur,“ segir
hann. Friðbert segist ekki skilja það
að menn eigi að fá bónusa áháð því
hvernig fyrirtækinu vegni. „Það er
eðlilegt að sjómenn hafi afkomu-
tengd laun. Þegar banki er að ganga
í gegnum bullandi tap og borgar
bónusa er það eitthvað sem ég get
ómögulega skilið,“ segir hann. Frið-
bert segir enga af félagsmönnum
sínum hafi fengið borgaða árangurs-
tengda bónusa á árinu 2008.
Hann segir að áður hafi launa-
kerfi oft verið þannig að þau byggð-
ust á lengri tíma árangurstengingu.
„Starfsmenn fengu þá ekki greiddan
nema hluta af árangri en afgangur-
inn var settur í pott til þess að mæta
mögru árunum,“ segir Friðbert. Hann
segir að mörg dæmi séu um það að
starfsmenn eigi kröfur á banka vegna
ógreiddra bónusa sem átti að greiða
út á árinu 2008. „Þær greiðslur munu
fara sem kröfur í búið þegar leyft
verður að gera kröfu. Hvað fæst út úr
því er annað mál. Almenn laun flokk-
ast undir forgangskröfur. Hitt eins og
hugsanlegir bónusar eru lögmenn
bankanna ekki tilbúnir að skrifa upp
á að það tilheyri forgangskröfum.“
Siðferðilegt álitamál
Friðbert segir að þetta kenni fólki það
að öruggast sé að semja sem mest
inn í kjarasamninga og hafa það inn í
launasamningi. „Og treysta minna á
markaðslaun,“ segir Friðbert. Hann
telur að þetta muni breytast mikið
á næstu árum. „Of stór hluti af af-
komu sumra starfsmanna var orðinn
tengdur við árangurstengingu. Ég tel
að ef þetta fer upp fyrir þriðjung af
heildarlaunum sé komið í óefni.“
„Eflaust voru einhverjir samning-
ar, sem gerðir voru þegar starfsmenn
voru að skipta um fyrirtæki, komnir
út í algjöra vitlausu. Það var verið
að berjast um alla á vinnumarkaði
á sínum tíma. Ég er sannfærður um
að allt það kerfi sem tengist árang-
urstengingu sé í algjörri endurskoð-
un. Bæði hér og erlendis. Ekki bara
út frá óvissunni um afkomu starfs-
manna og fyrirtækis heldur líka út
frá siðferðilegum sjónarmiðum. Oft
getur reynst erfitt fyrir starfsmenn
að átta sig á fyrir hvern þeir séu ná-
annaS SigmundSSon
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Hjá Straumi fjárfestingabanka tíðkaðist að borga eftirsóttum
starfsmönnum bónusgreiðslur einu sinni á ári óháð afkomu
bankans. Samkvæmt heimildum DV fékk nokkur fjöldi starfs-
manna greiðslur á bilinu fimm til 25 milljónir krónar greiddar 25.
febrúar en Fjármálaeftirlitið yfirtók bankann 9. mars. Friðbert
Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármála-
fyrirtækja, segir að launamál fjármálafyrirtækja séu gjörbreytt.
Bónusar óháð árangri straumur
borgaði mjög góð laun og sem
dæmi voru meðallaunin hjá straumi
árið 2006 22,7 milljónir króna. Það
tíðkaðist líka að greiða eftirsóttum
starfsmönnum bónusa óháð árangri.
Hættur fjármálaeftirlitið vék
William fall, forstjóra straums,
frá störfum þegar það yfirtók
bankann. Hann hafði 12,3
milljónir í laun á mánuði.
Ríflegir ráðningarsamningar Það var algengt að þeir sem gengu til liðs við glitni
fengju milljónagreiðslu fyrir að skrifa undir ráðningarsamning. Þekktasta dæmið er
um Lárus Welding sem fékk greiddar 300 milljónir fyrir að ganga til liðs við bankann.