Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 16
FIMMTUDAGUR 19. MARs 200916 Ættfræði
Sigurður Úlfarsson
húsgagnasmíðameistari og kennari
Sigurður fæddist í Fljótsdal í Fljóts-
hlíð og ólst þar upp við öll almenn
sveitastörf. Hann var í Barnaskóla
Fljótshlíðar, stundaði síðar nám við
Iðnskólann í Reykjavík, lærði hús-
gagnasmíði hjá Lofti Sigurðssyni,
húsgagnasmíðameistara í Reykja-
vík, lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein
1941, öðlaðist meistararéttindi 1944,
og lauk kennaraprófi 1960.
Sigurður stundaði landbúnað-
arstörf til sautján ára aldurs, flutti
til Reykjavíkur 1937 og hefur átt þar
heima síðan. Sigurður starfrækti,
ásamt öðrum, húsgagnavinnustofu
í Reykjavík 1945-58, hóf kennslu við
Gagnfræðaskóla verknáms 1958,
kenndi síðar við Ármúlaskólann og
loks við KHÍ 1979-89.
Sigurður sat í stjórn Sveinafélags
húsgagnasmiða í þrjú ár, var for-
maður prófnefndar í húsgagnasmíði
í tíu ár, sat í stjórn Félags gagnfræða-
skólakennara og í stjórn Smíða-
kennarafélags Íslands um árabil.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 17.7. 1943 Mar-
gréti Kristínu Björnsdóttur, f. 30.1.
1924, húsmóður. Hún er dóttir
Björns Rögnvaldssonar, bygginga-
meistara í Reykjavík, og Ingibjargar
Sigríðar Steingrímsdóttur húsmóð-
ur.
Börn Sigurðar og Margrétar
Kristínar eru Björn Úlfar Sigurðs-
son, f. 1.11. 1944, húsgagnasmíða-
meistari og kennari í Reykjavík,
kvæntur Júlíu Ósk Halldórsdóttur,
f. 6.6. 1943, og eiga þau þrjú börn;
Sigríður Margrét Sigurðardóttir, f.
20.12. 1954, kennari í Reykjavík, gift
Ágústi Benediktssyni, f. 10.5. 1956,
kennara og eiga þau þrjú börn.
Hálfsystkini Sigurðar, samfeðra,
eru öll látin. Móðir þeirra var Guð-
laug Brynjólfsdóttir, f. 21.4. 1871,
d. 17.2. 1910, húsfreyja. Hálfsystk-
ini hans voru Óskar Úlfarsson, f.
27.12. 1889; Guðjón Úlfarsson, f.
24.5. 1891; Jón Úlfarsson, f. 22.7.
1892; Ingibjörg Úlfarsdóttir, f. 13.10.
1893; Brynjólfur Úlfarsson, f. 18.2.
1895; Ágúst Úlfarsson, f. 9.6. 1896;
Guðrún Úlfarsdóttir, f. 29.10. 1897;
Ingunn Úlfarsdóttir, f. 6.1. 1899;
Guðbjörg Úlfarsdóttir, f. 7.9. 1901;
Þórunn Úlfarsdóttir, f. 31.1. 1903;
Elín Úlfarsdóttir, f. 15.2. 1904; Sæ-
mundur Úlfarsson, f. 27.8. 1905; Sig-
urþór Úlfarsson, f. 3.2. 1907; Magn-
ús Úlfarsson, f. 27.8. 1908.
Alsystkini Sigurðar: Guðlaug Elín
Úlfarsdóttir, f. 24.1. 1918, nú látin;
Kristján Úlfarsson, f. 17.10. 1921, nú
látinn.
Foreldrar Sigurður voru Úlfar
Jónsson, f. 24.9. 1864, d. 20.4. 1932,
óðalsbóndi í Fljótsdal í Fljótshlíð,
og s. k. h., Kristrún Kristjánsdóttir, f.
8.12. 1878, d. 13.3. 1971, húsfreyja.
Ætt
Föðurbróðir Sigurðar var Kristj-
án, afi Hafsteins Guðmundssonar
prentsmiðjustjóra. Úlfar var sonur
Jóns, b. í Fljótsdal, bróður Þuríðar,
ömmu Ólafs Túbals listmálara. Jón
var sonur Jóns, b. í Kaldrananesi í
Mýrdal Jónssonar og Vigdísar Þor-
leifsdóttur, lrm. í Skaftafelli Sigurðs-
sonar, sýslumanns á Smyrlabjörg-
um í Suðursveit Stefánssonar.
Móðir Úlfars var Guðbjörg, systir
Magnúsar, afa Ólafs Túbals. Annar
bróðir Guðbjargar var Oddur, lang-
afi Davíðs Oddssonar, fyrrv. forsæt-
isráðherra. Guðbjörg var dóttir Eyj-
ólfs, b. í Fljótsdal Oddssonar. Móðir
Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á
Fossi á Rangárvöllum Bjarnasonar,
ættföður Víkingslækjarættar Hall-
dórssonar.
Kristrún var dóttir Kristjáns, b.
á Árgilsstöðum í Hvolhreppi Jóns-
sonar, b. í Fagurhlíð í Landbroti Eyj-
ólfssonar, og Guðnýjar Jónsdóttur,
b. í Efri-Vík Guðbrandssonar. Móð-
ir Guðnýjar var Guðlaug Oddsdóttir,
systir Guðríðar, langömmu Jóhann-
esar Kjarvals. Móðir Kristrúnar var
Eyrún Jónsdóttir, b. á Árgilsstöðum
Bergsteinssonar, bróður Þuríðar,
langömmu Bergsteins brunamála-
stjóra og Sigurðar hrl. Gizurarsona,
Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. mennta-
málaráðherra og Boga Nilssonar,
fyrrv. ríkissaksóknara. Móðir Eyrún-
ar var Þuríður Eyjólfsdóttir, systir
Guðbjargar í Fljótsdal.
Sigurður verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Dögg fæddist í Reykja-
vík en ólst upp í
Grundarfirði. Hún
var í Grunnskóla Eyr-
arsveitar, lauk versl-
unarprófi frá VÍ, lauk
stúdentsprófi frá MH
og lauk prófum í kvik-
myndaleikstjórn frá
CECC í Barcelona á
Spáni 2005.
Dögg vann í fiski í frystihús-
inu í Grundarfirði á unglingsár-
unum, var háseti á togaranum
Ingimundi frá Grundarfirði um
skeið, starfaði við framleiðslu-
deild CECC í eitt ár og er nú
klippari í Reykjavík.
Dögg hefur gert átta stutt-
myndir, þrjár heimildarmyndir
og nokkur tónlistarmyndbönd.
Dögg er meðlimur HK
Utd. í blaki.
Fjölskylda
Eiginmaður Daggar er
Daníel Schreider, f. 21.9.
1974, tónlistarmaður.
Systur Daggar eru
Lilja Mósesdóttir, f. 11.11.
1961, doktor í hagfræði í
Reykjavík; Hildur Mósesdóttir, f.
6.2. 1963, bókari í Reykjavík; Ásta
Mósesdóttir, f. 19.12. 1966, bókari
í Reykjavík.
Foreldrar Daggar eru Mós-
es Guðmundsson, f. 22.3. 1942,
verkstjóri og einn eigenda frysti-
húss Guðmundar Runólfssonar
í Grundarfirði, og Dóra Haralds-
dóttir, f. 11.12. 1943, stöðvarstjóri
Póstsins í Grundarfirði.
Jarþrúður fæddist í
Reykjavík en ólst upp
í Kópavoginum og í
Hvalfirðinum. Hún var í
Snælandsskóla, stund-
aði nám við MS, lauk
stúdentsprófi frá MH og
er nú að ljúka BA-prófi
í heimspeki við HÍ. Þá
stundaði hún píanó-
nám við Tónlistarskóla Kópa-
vogs frá sex ára aldri og þar til
hún varð sautján ára og stund-
aði nám í tónsmíði við Listahá-
skólann.
Jarþrúður vann við hótel í
Kaupmannahöfn eitt sumar, var
förðunarfræðingur í eitt skipti
hjá tímaritinu Bleikt og blátt,
hefur sungið, leikið á hljóm-
borð og saxafón með ýms-
um hljómsveitum, var
hljóðmaður við Þjóð-
leikhúsið, hefur sam-
ið leikhústónlist og var
blaðamaður á Frétta-
blaðinu um skeið.
Fjölskylda
Sonur Jarþrúðar er
Kristján Gabríel Þór-
hallsson, f. 5.2. 2001.
Systur Jarþrúðar eru Guðrún
Karlsdóttir, f. 27.4. 1969, sóknar-
prestur í Grafarvogi; Erla Karls-
dóttir, f. 17.2. 1972, mastersnemi
í guðfræði við HÍ.
Foreldrar Jarþrúðar eru Karl
Magnús Kristjánsson, f. 30.4.
1948, fjármálastjóri Alþingis, og
Helga Einarsdóttir, f. 1.4. 1949,
leikskólakennari.
Dögg Mósesdóttir
kvikmyndagerðarkona í reykjavík
Jarþrúður Karlsdóttir
tónlistarmaður í reykjavík
„Það þýðir lítið að tala við mig. Ég
veit ekkert um þetta afmæli, væni
minn. Ég get ekkert sagt þér hvað ég
er að fara að gera á afmælisdaginn.
Ég hef ekki grænan grun. Konan
hefur verið að skipuleggja einhverja
heljarinnar óvissuferð í margar vik-
ur en ég veit ekkert hvað er í bígerð.
Ég var bara beðinn um að taka mér
fjögurra til fimm daga frí í vinnunni
og hafa tannburstann til reiðu – verð
svo líklega bara settur upp í bíl eða
flugvél eða eitthvert annað farar-
tæki – en veit svo ekkert hvert skal
halda eða í hverju ég lendi. Þetta er
allt í hennar höndum og á hennar
ábyrgð. Ég verð því bara að treysta á
guð og konuna,“ segir Hjörtur Lín-
dal Hauksson, tæknifræðingur hjá
Nova, sem varð þrítugur í dag, og
er því lagður af stað án þess að vita
hvert ferðinni er heitið.
Kona Hjartar sem ber ábyrgð-
ina á þessari algjöru afmælisóvissu
heitir Ragnhildur Heiðarsdóttir,
MA-nemi í læknisvísindum við HÍ.
Hún er ekki nýgræðingur í að skapa
svona óvissu en Hjörtur fékk einmitt
eina óvissuferð er hann lauk tækni-
fræðináminu. En skyldi hann vera
smeykur? Á hann kannski von á ein-
hverjum lífsháska?
„Ja, jú, alveg eins. Þá er bara
að taka því sem að höndum ber af
æðruleysi og með karlmennsku.
Ég verð hvort sem er orðinn svo
háaldraður á afmælisdaginn - kom-
inn á fertugsaldurinn. Það tekur því
ekki fyrir slík gamalmenni að kvarta
undan lífsháska.“
30 ára í dag 30 ára í dag
Tvísýnt um tæknifræðing:
afmælisóvissuferð
30 ára
n Jose C. Barastegui Ramirez Hjarðarhaga 60,
Reykjavík
n Jose Yandy Machado Cajide Gunnarsbraut 32,
Reykjavík
n Ragnheiður Laufd. Erlingsdóttir Akurhvarfi 5,
Kópavogur
n Tomasz Baranowski Setbergi 33, Þorlákshöfn
n Ársól Margrét Ólafíudóttir Sólheimum 25,
Reykjavík
n Elva Björk Runólfsdóttir Nökkvavogi 15, Reykjavík
n Selma Dögg Valgarðsdóttir Brávallagötu 20,
Reykjavík
n Elísabet Stefánsdóttir Gnoðarvogi 80, Reykjavík
n Atli Örn Gunnarsson Markholti 12, Mosfellsbær
n Margrét Edda Ragnarsdóttir Suðurhvammi 9,
Hafnarfjörður
n Ólöf Ósk Magnúsdóttir Hrygg 2, Selfoss
n Örvar Þór Sigurðsson Grundarvegi 5, Njarðvík
40 ára
n Adrianus Vos Fálkagötu 10, Reykjavík
n Hugrún Sigurjónsdóttir Kársnesbraut 51a,
Kópavogur
n Svanhildur E Benjamínsdóttir Búlandi 20,
Reykjavík
n Elísabet Mary Þrastardóttir Túngötu 12, Sand-
gerði
n Gestur Hjörvar Magnússon Friggjarbrunni 4,
Reykjavík
n Jensína Kristín Böðvarsdóttir Sunnuvegi 13,
Reykjavík
n Stefanía Rós Gísladóttir Hraunbæ 154, Reykjavík
n Þröstur Þórhallsson Gvendargeisla 24, Reykjavík
n Þórey Sigríður Erlingsdóttir Laufengi 27,
Reykjavík
n Guðrún Helga Aðalsteinsdóttir Tröllateigi 1,
Mosfellsbær
50 ára
n Doris Charlotte Maag Búðarnesi, Akureyri
n Wieslawa Tusinska Gerðavegi 5, Garður
n Josef Englert Hverfisgötu 117, Reykjavík
n Kristjana V Jónatansdóttir Suðurgötu 34, Reykja-
nesbær
n Hjálmur Pétursson Borgarási, Flúðir
n Sigríður Jóna Jóhannesdóttir Smáratúni 6,
Reykjanesbær
n Sigrún Þorsteinsdóttir Borgartúni 1, Hella
n Jón Grétarsson Víðivöllum 11, Selfoss
n Haraldur Guðmundsson Stakkanesi, Hólmavík
n Ásrún Jörgensdóttir Skálanesgötu 10, Vopna-
fjörður
60 ára
n Alda Jónsdóttir Álakvísl 54, Reykjavík
n Sigurbjörn Helgason Bólstaðarhlíð 64, Reykjavík
n Jóna Sigurlína Pálmadóttir Brautarholti 10,
Ísafjörður
n Jónbjörn Pálsson Hlégerði 2, Kópavogur
n Ólafur Guðmundsson Álfaskjóli, Reykholt
n Ósk Svavarsdóttir Heiðarvegi 17, Reyðarfjörður
n Helgi Árnason Stekkum 23, Patreksfjörður
n Hafdís Ágústsdóttir Asparási 4, Garðabær
n Karl Jónsson Strandaseli 2, Reykjavík
70 ára
n Karla Karlsdóttir Hrísalundi 4g, Akureyri
n Hjörtur Böðvarsson Gránufélagsgötu 26, Akureyri
n Elín Guðmundsdóttir Efstaleiti 12, Reykjavík
n Ingibjörg Sigurþórsdóttir Esjuvöllum 12, Akranes
n Erla Dýrfjörð Ekrugötu 3, Kópasker
n Stefán Ingi Benediktsson Hjallalundi 18, Akureyri
75 ára
n Runólfur Aðalbjörnsson Sunnubraut 1, Blönduós
n Ragnar Björnsson Þórsgötu 21a, Reykjavík
n Hermann Stefánsson Eskihlíð 20a, Reykjavík
80 ára
n Guðbrandur Kjartan Þórðarson Norðurbrún 1,
Reykjavík
n Svava Baldvinsdóttir Hlíðarvegi 45, Siglufjörður
n Ástráður Ólafsson Grenigrund 24, Selfoss
n Ólafur Tryggvason Álfkonuhvarfi 55, Kópavogur
n Björg Kristjánsdóttir Klapparstíg 1a, Reykjavík
n Þorbjörg Helgadóttir Skarðshlíð 6b, Akureyri
n Gísli Friðjónsson Meistaravöllum 7, Reykjavík
n Sigvaldi Guðmundsson Hafrafelli, Króksfjarðarnes
102 ára
n Ástríður Eyjólfsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu,
Reykjavík
Til
hamingju
með
afmælið!
90 ára í dag
Hjörtur Líndal Tæknifræðingurinn og
afmælisóvissuferðarskipuleggjandinn,
ásamt tveimur barnanna.