Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 4
fimmtudagur 19. mars 20094 Fréttir
inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif-
stofustjóri Íþrótta- og tómstunda-
„Við lítum svo á að börnin séu
að taka þátt í formlegu frístunda-
starfi á frístundaheimilunum en
þar fer fram margs konar starf-
semi sem er sniðin að aldri þeirra
og þörfum. Þá taka ekki öll börn
sem sækja frístundaheimilin þátt
í öðru frístundastarfi og þótti
ástæða til að gefa foreldrum þeirra
möguleika á að nýta kortið til að
greiða niður dægradvölina. Það
skal þó tekið fram að full vistun á
frístundaheimili kostar um 8.000
Bið á að staðan
verði auglýst
Fyrstu drög að mati á eignum og
skuldum sem færðar eru á milli
nýju og gömlu bankanna munu
liggja fyrir í lok þessa mánað-
ar samkvæmt þeim tímaramma
sem viðskiptaráðuneytið hefur
sett sér. Endanlegt mat liggur
þó ekki fyrir fyrr en í apríl. Þetta
kemur fram í svari ráðuneytisins
við fyrirspurn DV. Nokkur töf hef-
ur orðið á því að efnahagsreikn-
ingar ríkisbankanna liggi fyrir.
Enn hefur staða bankastjóra
Íslandsbanka ekki verið auglýst
en gefið hefur verið út að hún
verði auglýst eftir að efnahags-
reikningar bankans liggja fyrir.
Því er ljóst að Birna Einarsdóttir
stýrir bankanum áfram um sinn.
Þingfesting í máli Benjamíns Þórs Þor-
grímssonar, sem er betur þekktur sem
Benni Ólsari, gegn Kompásmönnum
og 365-miðlum ehf. átti að fara fram í
gær en var frestað til 14. apríl. Lögmað-
ur Benna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
fór fram á frestun til frekari gagnaöfl-
unar en hann telur að ekki hafi enn
verið lagðar fram allar myndupptökur
sem gerðar voru fyrir Kompás vegna
þáttar þar sem Benni var sýndur ganga
í skrokk á Ragnari Magnússyni, betur
þekktum sem Brunabíla-Ragnari.
Fyrr í þessum mánuði fór fram
aðalmeðferð í máli Ragnars gegn
Benna sem kærði hann fyrir lík-
amsárás. Lögmaður Benna vísar til
þess að þá hafi Ingi Ragnar Ingason,
pródúsent Kompáss, talið að fleiri
upptökur hefðu verið gerðar fyr-
ir umræddan þátt en þeir Jóhann-
es Kristján Kristjánsson og Kristinn
Hrafnsson, fréttamenn Kompáss,
vitnuðu um.
Benni stefnir nú þeim Jóhann-
esi og Kristni, auk 365-miðla. Til vara
stefnir hann Ara Edwald, forstjóra
365, til greiðslu miskabóta að upp-
hæð tíu milljónir. Í stefnunni segir að
Benni telji sig eiga rétt á miskabótum
vegna brota Kompásmanna á friðhelgi
einkalífs hans: „Stefndi missti vinnuna
eftir umfjöllun Kompáss og sér hag
sínum best borgið með því að halda
sig fyrir utan landsteinana til þess að
forðast óréttmæta umfjöllun fjölmiðla
og neikvæða athygli almennings sem
stefndu bera ábyrgð á.“
Benni gagnrýnir að í Kompásþætt-
inum sem og auglýsingum fyrir þátt-
inn hafi hann verið útmálaður sem
handrukkari. Bent er á að þegar Ragn-
ar kærði Benna vegna atviksins var
hann ákærður fyrir líkamsárás og þar
hvergi minnst á handrukkun.
Einar Þór Sverrisson, lögmað-
ur stefndu, hefur frá upphafi hafnað
skaðabótaskyldu vegna þáttarins.
erla@dv.is
Benni vill fleiri upptökur
Lögmaður Benjamíns Þórs Þorgrímssonar óskaði eftir frestun:
Enginn handrukkari
Benni Ólsari krefst tíu milljóna í
miskabætur vegna Kompásþáttar og
mótmælir því að hann sé handrukkari.
Mynd Sigtryggur Ari
Strandaglópar
í Leifsstöð
Farþegaflugvél Icelandair sem
lagði af stað til Ósló í gær-
morgun var snúið við og þurfti
að lenda á Keflavíkurflugvelli
á níunda tímanum í gær. Vél-
arbilun mun hafa komið upp
í flugvélinni og því ákveðið að
snúa henni við. Þær upplýs-
ingar fengust hjá Icelandair að
um smávægilega tæknibilun
hafi verið að ræða.
Farþegar voru fluttir yfir í
aðra vél sem flaug með þá á
áfangastað.
Kannast ekki
við lán Jóns
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra neitar því að hann hafi
nokkur áhrif haft um að fyrirtæki
Jóns Ólafssonar, Iceland Glaci-
al, fékk lán í lok síðasta árs. Siv
Friðleifsdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins, spurði Össur út
í þetta en DV greindi frá því í síð-
asta mánuði að maður á vegum
Jóns hefði leitað til nokkurra ráð-
herra um aðstoð við að fá lánið.
Össur svaraði fyrirspurn Sivj-
ar á Alþingi í dag. Hún spurði:
„Hafði ráðherra áhrif á að fyrir-
tækið Icelandic Glacial fékk lán
í lok síðasta árs eða síðar? Ef svo
er: a. komu aðrir ráðherrar að
málinu, og þá hverjir? b. var sú
lánveiting u.þ.b. 3 millj. evra eða
um 450 millj. kr.?“ Svar Össurar er
einfalt og stutt: „Nei.“
Innbrotsþjófar rændu mörg þúsund pökkum af sígarettum af lager ÁTVR á Stuðla-
hálsi aðfaranótt sunnudags. Öryggiskerfi fór í gang, en heimildir DV herma að ör-
yggisvörður hafi ekki sinnt kerfinu. Honum var í kjölfarið sagt upp störfum. Eng-
inn hefur verið handtekinn vegna málsins en söluverðið á sígarettunum er um það
bil sex milljónir króna. Innbrotið náðist á öryggismyndavélar.
Innbrotsþjófar höfðu á brott með
sér allt að tuttugu kassa af síg-
arettum úr Heiðrúnu, verslun
ÁTVR á Stuðlahálsi, um síðustu
helgi. Samkvæmt rannsóknar-
deild lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu er heildarverðmæti
þýfisins talið vera sex milljónir
króna í sölu á almennum mark-
aði. Samkvæmt upplýsingum frá
ÁTVR er tjón fyrirtækisins rúm-
lega ein milljón króna.
Innbrotið átti sér stað aðfara-
nótt sunnudagsins og fékk lög-
reglan tilkynningu um atburðinn
um miðjan dag á sunnudag. Ör-
yggiskerfi á tóbakslager verslun-
arinnar fór í gang við innbrotið.
Tveir ótengdir heimildarmenn
DV fullyrða að öryggisvörður,
sem var á vakt um nóttina, hafi
ekki sinnt viðvöruninni þar sem
hann hafi talið að slæmt veður
um nóttina hefði orsakað það að
kerfið fór í gang. Sömu heimild-
ir herma að vaktmanninum hafi
í kjölfarið verið sagt upp störfum
fyrir að hafa ekki sinnt öryggis-
kerfinu.
Hurð brotin upp
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
verst fregna af framvindu rann-
sóknarinnar. Óskar Þór Sigurðsson
rannsóknarlögreglumaður seg-
ir að rannsókn málsins sé á frum-
stigi. Aðspurður hvort lögreglan
hafi einhvern grunaðan í málinu
vill hann ekki tjá sig um það. Hann
segir enn fremur að enginn hafi
verið handtekinn vegna málsins,
en staðfestir að hurð hafi verið
brotin upp til þess að komast inn
á lagerinn.
Öryggismyndavélar eru á la-
gernum og náðist innbrotið að
minnsta kosti að hluta til á mynd-
band, en engar upplýsingar hafa
fengist um hvort innbrotsþjófarnir
séu þekkjanlegir á upptökunni.
Mörg þúsund pakkar
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð-
arforstjóri ÁTVR, segir að inn-
brotið um helgina muni ekki hafa
áhrif á starfsemi ÁTVR, áfram verði
hægt að sinna öllum vörupöntun-
um eins og hingað til. Hún vill ekki
tjá sig um starfsmanninn sem var
á vakt þessa nótt eða hvort hon-
um hafi verið vikið úr starfi eins
og fullyrt hefur verið. „Þetta er
nokkuð sem enginn vill lenda í og
svona atburður leiðir til þess að við
endurskoðum verkferla sem snúa
að öryggismálum og verklagi. Við
teljum okkur vera framarlega í ör-
yggismálum, en svona getur gerst.
Málið hefur verið
kært til lögreglu
og það er í henn-
ar höndum,“ segir
hún.
Sem fyrr seg-
ir er heildarverð-
mæti þýfisins,
miðað við sölu á
almennum mark-
aði, talið vera um
það bil sex millj-
ónir króna. Al-
gengt verð á síg-
arettupakka í
sjoppum er á milli
700 og 800 krónur.
Miðað við verð-
mæti þýfisins má
reikna með því að
innbrotsþjófarnir
hafi haft á brott með
sér allt að 8 þúsund
sígarettupökkum úr
innbrotinu.
„Við teljum okkur vera
framarlega í öryggis-
málum en svona
getur gerst.“
vAlgEir örn rAgnArSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
RÆNDU ÞÚSUNDUM
SÍGARETTUPAKKA
Milljónatjón ÁtVr getur áfram
afgreitt tóbakspantanir þrátt fyrir að
gríðarlegu magni af sígarettum hafi
verið stolið um helgina.
Sígarettupakki mörg þúsund
sígarettupökkum var stolið og er
tjónið metið á sex milljónir króna.