Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Page 10
Hluti olíufélaganna í Hverjum lítra – miðað við vísitölu neysluverðs (m.vsk) Bensín Dísilolía FIMMTUDAGUR 19. MARs 200910 Neytendur Kötturinn í seKKnum Neytendasamtökin munu á næstunni hefja útgáfu á rafrænu fréttabréfi sem mun ganga undir nafninu Kötturinn í sekknum. „Í fréttabréfinu munu birtast fréttir og greinar um það sem er efst á baugi í neytendamálum. Áhugasamir geta skráð netfang sitt á póstlista og fengið ritið sent í tölvupósti,“ segir á heimasíðu Neytendasamtakanna en þeim sem vilja fylgjast með er bent á að senda póst á ns@ns.is. Efnisheiti póstsins skal vera „Fréttabréf“. Vatnið Klárast Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu kemur fram að vatns- auðlindin er ekki sjálfbær. Vatn- ið mun klárast ef haldið verður áfram á sömu braut. Stofnun- in leggur meðal annars til að vatnsnotkun verði verðlögð, óháð atvinnugreinum og þar með sé landbúnaður ekki undanskilinn. Nærri helmingur af allri vatns- notkun í Evrópu er nýttur til orkuframleiðslu en fjórðungur landbúnaðar og fimmtungur til almenningsvatnsveitna. Um 11 prósent af notkuninni eru nýtt til iðnaðar en nánar má lesa um þetta á asi.is. n Viðskiptavinur Elko keypti fyrir þremur árum spánnýja Ariston- þvottavél. Ábyrgðin varði í tvö ár og situr vesalings viðskiptavin- urinn eftir án þvottavélar þrátt fyrir að hafa keypt viðbótar- tryggingu Ariston, sem gildir þó bara þegar um „slys“ er að ræða. Kaupið raftæki með þriggja ára ábyrgð ef þið getið. n Lofið fær Hamborgarabúlla Tómasar við Bíldshöfða. Viðmótið sem viðskiptavinir mæta þar er eins og best verður á kosið. Gildir einu þó fullt sé út úr dyrum. Þjónustan er hröð og góð. Hamborgararnir sjálfir eru svo efni í annað lof, ef út í það er farið. sENDIÐ LOF EÐA LAsT Á NEYTENDUR@DV.Is Sú upphæð sem olíufélögin leggja á hvern dísilolíulítra hefur hækkað um 28 krónur frá því í ársbyrjun 2005. Á sama tíma hefur álagning á bensínlítra hækkað um 10,5 krónur samkvæmt út- reikningum Félags íslenskra bifreiða- eigenda. Verðlag á Íslandi hefur hækk- að mikið á þessum tíma en þessar tölur taka mið af vísitölu neysluverðs. FÍB styðst við uppgefið dagsverð á eldsneyti í Rotterdam í Hollandi, eða á svokölluðu Evrópuverði. Það mark- aðsverð miðast við hafnir í Evrópu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það eina sem vanti inn í reikniformúluna sé flutningskostn- aður til Íslands en gera megi ráð fyrir því að eitthvað álag leggist á eldsneytið sem selt sé til Íslands, vegna þess hve langt Ísland sé úti í hafi. 10 krónur á bensín Hlutur olíufélaganna að viðbættum þeim kostnaði sem hlýst af flutningi til landsins hefur aukist verulega frá því í ársbyrjun 2005, ef marka má reikniað- ferð FÍB. Á núverandi verðlagi lögðu olíufélögin tæpar 30,5 krónur á hvern bensínlítra í ársbyrjun 2005, eins og sjá má fremst í töflunni að neðan. Í maí Neytendur greiða árlega á fjórða milljarð króna vegna aukinnar álagningar olíufélag- anna, miðað við árið 2005. Þetta fullyrðir runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, en samkvæmt útreikningum félagsins hefur álagning á hvern dísilolíulítra hækkað um 28 krónur. Álagning á bensínlítrann hefur aukist um 10,5 krónur frá árinu 2005. Okur Olíufélaganna 2008 var hluturinn tæpar 33,5 krón- ur en síðan þá hefur hluturinn hækk- að mjög mikið. Í febrúar á þessu ári var hann kominn upp í 40,6 krónur og hefur því samtals hækkað um rúmar 10 krónur á hvern lítra á fjórum árum. Hlutfallslega hefur álagningin aukist um þriðjung. 25 krónur á dísilolíu Dæmið er enn verra, neytendum í óhag, þegar kemur að dísilolíu. Álagn- ing á hana var um 25 krónur í ársbyrj- un 2005 og rúmar 26 í maí 2008. Rétt eins og á bensíni hefur álagning aukist gríðarlega síðan þá. Í febrúar á þessu ári reyndist upphæðin sem olíufé- lagið leggur á hvern lítra, að viðbættu álagi vegna flutnings til Íslands, rúm- ar 53 krónur og hefur því hækkað um 112 prósent. Aftur skal tekið fram að þessar upphæðir eru allar með virð- isaukaskatti og taka mið af vísitölu neysluverðs, það er að segja, taka mið af verðlagsbreytingum. talnaæfingar Í viðtali við RÚV í byrjun mars viður- kenndi Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1, að álagning á eldsneyti hefði aukist að undanförnu. Hann sagði ástæðuna liggja í auknum kostnaði. Hún væri hins vegar langt því frá jafn- mikil og FÍB haldi fram. Nettó álagn- ing fyrirtækisins í dísilolíu sé um 18 krónur en hafi verið um 16 krónur árið 2005. Þetta sé sá munur sem megi finna í bókhaldi N1 en hann sagðist ekki skilja aðrar talnaæfingar, eins og hann orðaði það. Flutnings- og dreifi- kostnað þurfi að taka með í reikning- inn, sem einnig hafi hækkað frá því 2005. Flutningskostnaður hafi aukist um 4 krónur og álagning- in því um 6 krónur. margfallt á við Svíþjóð „Það er alveg ljóst að olíufélög- in hafa hækkað álagningu. Það gildir um þau öll,“ segir Runólf- ur. Hann segir að þau rök hafi heyrst að ekki sé tillit tekið til þróun- ar launa og vaxtakostn- aðar fyr- irtækja. Hann vísar því á bug. „Þetta er allt reiknað út frá vísitölu neysluverðs, sem hefur verið á mikilli siglingu. Þessar tölur eru allar uppreiknaðar með hliðsjón af því hvernig verðlagið er í dag,“ segir hann og bætir því við að hér sé álagning þrisvar til fjórum sinn- um meiri en í Svíþjóð, sem þó sé einn- ig víðfeðmt og dreifbýlt land. Á fjórða milljarð Spurður hvort þessa miklu hækkun, sem að ofan er rakin, megi ekki stíla á hærra flutningsgjald til Íslands, seg- ir Runólfur að það skýri tæpast alla þessa hækkun. „Við erum að tala um 10 og 28 krónur á hvern einasta lítra. Ef flutnings- kostnaður er ástæða þessarar auknu álagn- ingar þá ætti hún að hafa minnkað töluvert undanfarið, vegna þess að eldsneytisverð hefur snarlækkað,“ segir hann og bætir við. „Eftir stend- ur að uppreiknaður kostn- aður neytenda vegna hærri álagningar á bíla- eldsneyti nem- ur á fjórða milljarð króna, sam- anborið við 2005,“ segir hann. BalDur guÐmunDSSon blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Eftir stendur að uppreiknaður kostnaður neyt- enda vegna hærri álagningar á bílaeldsneyti nem- ur á fjórða milljarð króna, samanborið við 2005.“ neytendur blæða Kaupendur eldsneytis greiða á fjórða milljarð árlega vegna aukinnar álagningar olíufélaganna, samkvæmt FÍB. aukning um 112% Runólfur Ólafsson segir öll olíu- félög hafa hækkað álagningu sína undanfarin misseri. Janúar 2005 Mars 2009 36,6 33,1 30,5 25,1 Dísilolía algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. skeifunni verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 149,6 kr. skógarhlíð verð á lítra 139,8 kr. verð á lítra 149,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 137,7 kr. verð á lítra 147,5 kr. Bæjarlind verð á lítra 137,8 kr. verð á lítra 147,6 kr. algengt verð verð á lítra 141,4 kr. verð á lítra 151,2 kr. UMsJÓN: BALDUR GUÐMUNDssON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.