Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Qupperneq 19
fimmtudagur 19. mars 2009 19Sviðsljós Kántrísöngkonan LeAnn Rimes: Í ástarsambandi við giftan mann Kántrísöngkonan LeAnn Rimes er heldur betur búin að koma sér í vandræði. Hún prýðir nýjustu for- síðu glanstímaritsins US þar sem hún er sögð eiga í ástarsambandi við meðleikara sinn Eddie Cibrian, en þau fara með aðalhlutverkin í sjónvarpsmyndinni North- ern Lights. Eddie Cibrian hefur komið fram í þáttum á borð við Samantha Who?, Starter Wife og Ugly Betty. „Strax frá fyrsta degi myndaðist náið og hýtt samband á milli LeAnn og Eddies,“ segir leikstjóri myndarinnar, Mike Robe. LeAnn Rimes er gift fyrr- verandi dansaranum Dean Sheremet. Þau létu pússa sig saman fyrir sjö árum, hún var þá aðeins 19 ára og hann 21 árs. Eddie Cibrian, viðhald- ið, er einnig giftur, tveggja barna faðir. Tímaritið US náði myndum af LeAnn og Eddie á veitngastað í Laguna í Kaliforníu þar sem þau sjást hald- ast í hendur og kyssast. Blaðafull- trúi söngkonunnar hafði ekkert við blaðið að segja. Ætli LeAnn Rimes sé hin nýja Sienna Miller? Tveggja barna faðir Eddie Cibrian og eiginkona hans Brandi eiga tvö börn saman. Skilin? Leann og eiginmaður hennar á góðri stundu. Ekki er vitað hvort þau séu skilin. Eddie Cibrian Leikarinn á í ástarsambandi við Leann rimes að sögn us-tímaritsins. vill meira grÍn Zachary Quinto úr Heroes vill leika í SNL: Hetjan Zachary Quinto segir í nýlegu viðtali við GQ magazine að hann vilji helst snúa sér meira að gríni. „Mig dauðlangar að leika í Saturday Night Live,“ segir Zachary en hann er þekktastur í hlutverki hins grafal- varlega Sylars í þáttunum Heroes. Saturday Night Live er einn þekktasti gamanþáttur heims en þar er venjan að fá einn frægan gest í hvern þátt. Zachary hefur litla reynslu af gamanleik en hans þekktasta hlutverk annað en í Heroes er í myndinni Star Trek sem er væntanleg í maí. Í myndinni leikur hann sjálfan Spock og er ekkert grín þar á ferð. Eins og sjá má á myndunum sem fylgdu við- talinu sat Zachary fyrir í nýjustu tískufötunum sem hefur örugglega ekki lagst illa í aðdáendur kappans. Zachary Quinto Vill leika í saturday Night Live. Áhugaverð og gagnleg starfsemi í Rauðakrosshúsinu Ókeypis ráðgjöf námskeið og Allir velkomnir í Rauðakrosshúsið Rauðakrosshúsið er miðstöð fyrir alla landsmenn þar sem einstaklingar og ölskyldur geta leitað stuðnings við að takast á við breyttar aðstæður, fengið ráðgjöf um margvísleg úrræði sem bjóðast í samfélaginu - eða nýtt krafta sína öðrum til gagns. Öll þjónusta og viðburðir eru gestum að kostnaðarlausu. Kynning og umræður: Sálrænn stuðningur Mánudagur 16. mars kl. 14:30 - 16:00. Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Bent verður á hvað er mikilvægt fyrir fólk að gera í þessu sambandi. Umræður í lokin. Fagaðilar veita ráðgjöf Í Rauðakrosshúsinu getur fólk sótt sér sálrænan stuðning hjá fagaðilum úr áfallateymi Rauða krossins, prestum og djáknum sér að kostnaðarlausu. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar taka á móti fólki og aðstoða það við að nna úrræði við hæ. Ýmsir aðrir sérfræðingar veita ráðgjöf. Félagsstarf og fræðsla Rauðakrosshúsið er vettvangur fyrir ýmis konar félagsstarf og fræðslu (sjá nánari dagskrá á heimasíðunni raudakrosshusid.is). Þar er aðstaða fyrir börn, kahorn þar sem lesa má blöð og bækur, tölvuver, námskeið og ýmislegt eira. Gestir eru hvattir til að nýta sér aðstöðuna og félagsskap annarra til að halda uppi lifandi star í Rauðakrosshúsinu. Dagleg starfsemi er í höndum sjálfboðaliða. Dagskrá vikuna 16. - 20. mars Námskeið: Sáttamiðlun Þriðjudagur 17. mars kl. 14:30 - 16:00. Kynnt grundvallaratiði í að sætta deiluaðila í einka- og ölskyldumálum. Í lok námskeiðs eru léttar verklegar ængar og umræður. Kynning: Aðstæður ungmenna í Palestínu Þriðjudagur 17. mars kl. 17:00 - 18:00. Myndasýning og létt spjall um ferðalag íslenskra ungmenna til Palestínu. Kynning: Matarkarfan Miðvikudagur 18. mars kl. 14:30 - 15:30. Nú skiptir hagsýni í matarinnkaupum höfuðmáli. Kynning á vefnum matarkarfan.is, besta vini buddunnar. Kynning: Verkefni Rauða kross Íslands Miðvikudagur 18. mars kl. 15:30 - 16:30. Stutt kynning og umræður um helstu verkefni félagsins hér á landi. Gætir þú lagt eitthvað að mörkum? Námskeið: Ísgerð heima Fimmtudagur 19. mars kl. 14:30 - 16:30. Ís er sú fæða sem kemur fólki helst til að brosa og kætir umfram annan mat. Fjallað er um ís og ísgerð og kynntar nýstárlegar aðferðir við að búa til gómsætan rjómaís, mjólkurís og jógúrtís á jótlegan og einfaldan hátt. Bragðgott og hressandi námskeið. Borgartún 25 Sími: 5704000 www.raudakrosshusid.is Opið alla virka daga kl. 12-18 Kynning: Hjálparsíminn 1717 og Vinanet Fimmtudagur 19. mars kl. 16:30 - 17:30. Vinanetið er netspjall fyrir ungt fólk. Hjálparsíminn veitir ráðgjöf til fólks á öllum aldri. Verkleg æng: Endurlífgun og hjartarafstuðstæki Föstudagur 20. mars kl. 14:30 - 15:30. Stutt verklegt námskeið sem getur gert þér kleift að bjarga mannslí þegar mínútur skipta máli. Kynning: Rauðakrosshúsið Föstudagur 20. mars kl. 15:30 - 16:30. Allir sem hafa áhuga á að kynnast starfseminni eða vilja leggja sitt af mörkum eru velkomnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.