Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2009, Blaðsíða 22
fimmtudagur 19. mars 200922 Fólkið „Hver hefur ekki lent í því að gera sig að fífli þegar kemur að því að bera fram fræg nöfn tísku- heimsins, sem oftar en ekki eru afar flókin og erfið íslenskum aðdáendum, “skrifar Manúela Ósk Steinsson pistlahöfund- ur á Pressan.is. Manúela er gift fótboltakappanum Grétari Rafni Steinarssyni og búa þau saman ásamt syni Manúelu í Bolton þar sem Grétar spilar. Í skriftum sín- um einblínir Manúela á tísku og lífsstíl og í nýjustu færslu sinni leggur Manúela okkur línurn- ar hvernig á að bera fram nöfn helstu fatahönnuða heims, rétt eins og Louis Vuitton og Gianni Versace. Brugðu á leik með BuBBa Eins og DV greindi frá í vikunni hefur handboltahetjan og silfur- verðlaunahafinn Logi Geirsson eytt miklum tíma undanfarið í Reykja- nesbæ hjá kærustunni Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur. DV sagði frá því að skötuhjúin hefðu farið sam- an á leik Keflavíkur og Njarðvíkur í úrslitakeppni karla í körfuknattleik en glöggur ljósmyndari hjá Víkur- fréttum náði mynd af parinu. Ljósmyndarinn heitir Páll Orri Pálsson og er tíu ára. Hann er son- ur Páls Ketilssonar, eiganda Víkur- frétta, en sá stutti er greinilega með meðfædda ljósmyndarahæfileika því hann var ekki lengi að sjá að þarna væri eitt heitasta par lands- ins á ferðinni. „Ég hafði gaman af þessu hjá Páli Orra. Að hann skyldi hafa vakandi auga þarna með Loga,“ segir Páll Ketilsson stoltur af stráknum. „Þarna er framtíðarljós- myndari á ferð.“ Eins og DV sagði frá fyrr í vik- unni sást til Loga og Ingibjargar á rúntinum í Hafnargötunni í Kefla- vík á glæsilegum Hummer H2- jeppa. Það var Ingibjörg sem sat við stýrið á meðan Logi tók því ró- lega í farþegasætinu. Ingibjörg er ein efnilegasta körfu- knattleikskona landsins og er einn af lykilmönnum hins geysisterka liðs Keflavíkur. Logi verður frá keppni í handbolta næstu mánuðina vegna meiðsla á öxl og ætti því að gefast tækifæri til þess að rækta sambandið á meðan. asgeir@dv.is áhyggjur af fram- Burðinum Atli RúnAR og Skúli Steinn hnefAleikAkAppi: Kristinn R. Ólafsson, fréttarit- ari og pistlahöfundur Rás- ar 2 í Madríd, er þekktur fyrir skemmtilegar fréttir frá Suður- Evrópu. Í síðasta pistli sínum fór hann fór heldur betur ótroðn- ar slóðir er hann tók upp á því að rappa pistilinn. Kristinn fór á netið, fann þar rapptakt sem hann halaði niður og með hljóð- nema og einföldu klippiforriti sauð hann saman eitt stykki rapplag. Ríma Kristins hlaut heitið Kreppurapp. Það verður gaman að sjá hvað Kristinn býð- ur upp á næst – kannski rokk? kristinn og kreppurappið Logi geirsson og ingibjörg eLva viLbergsdóttir í ToyoTa-höllinni: ástfangin í keflavík ingibjörg og Logi silfurhetjan hlustar einbeitt á kærustuna. Mynd PáLL orri PáLsson skúli steinn vilbergsson hnefaleikakappi og atli rúnar Halldórsson skemmtana- lögga brugðu á leik eitt kvöldið á skemmtistaðnum yello í Keflavík. Tölublað hér & nú með hinni frægu forsíðu „Bubbi fallinn“ var nýkomið út og strákarnir ákváðu að sýna sömu takta með frábærri myndatöku. „Þessar myndir voru teknar þeg- ar Atli Rúnar Halldórsson rak Yello í Keflavík. Ég var að vinna á staðnum og eitt kvöldið var rosalega lítið að gera og við ákváðum að leika okkur aðeins með því að búa til asnalegar fyrirsagnir sem hægt er að mistúlka eins og „Bubbi skakkur“,“ segir Skúli Steinn Vilbergsson hnefaleikakappi með meiru og vísar í hið fræga tölu- blað glanstímaritsins Hér & nú þar sem mynd af Bubba Morthens með sígarettu í munnvikinu prýddi for- síðuna. Fyrirsögnin var „Bubbi fall- inn“. Forsíðan vakti heldur bet- ur athygli úti um allan bæ og svo virtist sem allir Íslend- ingar hefðu mótað sér skoðun um forsíðuna. „Við tókum þessar mynd- ir á svipuðum tíma og blaðið kom út,“ segir Skúli Steinn. Hann setti þær seinna inn á Facebook- síðu sína þar sem þær hafa vak- ið mikla lukku. „Við skemmt- um okkur konunglega við að taka þessar myndir,“ segir Skúli hlæjandi. Hann tekur þó fram að þeir kapparnir hafi lítið meint með þess- um mynd- um enda eru þeir miklir aðdáendur Bubba. „Ég hef alltaf fílað Bubba mjög vel og tónlist hans,“ segir Skúli sem kynntist kónginum í gegn- um boxið. skúli steinn vilbergsson Hnefaleikakappi með húmor. bubbi Morthens skúli steinn er mikill aðdáandi Bubba. bubbi fallinn bubbi byggir bubbi í glasi bubbi drukkinn bubbi í ruslibubbi heldur sig á mottunni bubbi í ræsinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.