Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2009, Síða 2
miðvikudagur 3. júní 20092 Fréttir
Orkuveita Reykjavíkur lét kanna
möguleikann á því eftir efnahags-
hrunið í haust að selja Gagnaveitu
Reykjavíkur til símafyrirtækisins
Vodafone gegn eignarhluta í fyrirtæk-
inu. Í október réð Orkuveitan ráðgjaf-
arfyrirtækið Gannet Consulting ehf.,
sem er í eigu Arnþórs Halldórsson-
ar, til að vinna skýrslu um möguleik-
ann á því að selja Gagnaveituna inn
í Vodafone. Þetta kemur fram í verk-
samningi á milli Orkuveitunnar og
Gannet og í skýrslu ráðgjafarfyrirtæk-
isins sem DV hefur undir höndum.
Arnþór þessi er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri símafyrirtækisins Hive
sem síðar sameinaðist símafyrirtæk-
inu Sko og úr varð Tal sem er í eigu
eignarhaldsfélagsins Teymis. Voda-
fone er einnig í eigu Teymis. Í byrjun
mars á þessu ári var Arnþór tilnefnd-
ur af Teymi til að taka sæti í stjórn
Tals.
Stjórnarformaður Orkuveitunn-
ar, Guðlaugur G. Sverrisson, segir
að fyrirtækið hafi látið vinna skýrsl-
una vegna þess að þurft hafi að láta
kanna þennan möguleika eftir efna-
hagshrunið vegna þess að mikil
óvissa hafi skapast á markaði. Stjórn
Orkuveitunnar var hins vegar ekki
höfð með í ráðum þegar ákvörðun
var tekin um að kaupa þessa ráðgjaf-
arþjónustu, að sögn Guðlaugs. Verk-
ið var auk þess ekki boðið út þar sem
áætlaður kostnaður þess var rúm-
lega tvær milljónir króna og því var
það ekki útboðsskylt.
Guðlaugur segir að ekkert hafi
enn verið gert til að koma eignar-
hlutanum úr eigu Orkuveitunnar og
til annarra aðila. Hann segir að staða
Gagnaveitunnar muni hugsanlega
skýrast á næstunni þegar framtíð
Vodafone liggur fyrir en Landsbank-
inn, sem er stærsti kröfuhafi Teymis,
reynir nú að selja 57 prósent í síma-
fyrirtækinu. Meðal þeirra fjölmörgu
sem lýst hafa yfir áhuga á Vodafone
er færeyska símafyrirtækið Føroya
Tele. Guðlaugur segir að framtíð
Gagnaveitunnar kunni meðal annars
að velta á því hvernig staðið verður
að þessari sölu og hver kaupi meiri-
hluta í félaginu.
Gagnaveitan metin á átta
milljarða króna
Í skýrslu Gannet, sem dagsett er
í desember í fyrra, kemur fram
að ein af ástæðunum fyrir
því af hverju skoða ætti slík-
an samruna sé sú að um 67
til 70 prósent af tekjum
Gagnaveitunnar komi
frá leigu símafyrirtæk-
isins á ljósleiðaranet-
unum Dark Fiber og
Metro-net. Guðlaugur
segir að ein af ástæð-
unum fyrir því að sam-
runi Gagnaveitunn-
ar og Vodafone
var skoðað-
ur hafi ver-
ið hversu
háð
Gagna-
veit-
an var Vodafone um viðskipti. Hann
segir að þetta hafi verið gert því Orku-
veitan hafi haft áhyggjur af því hvaða
áhrif það hefði á Gagnaveituna ef
Vodafone yrði gjaldþrota.
Höfundur skýrslunnar, Arnþór
Halldórsson, kemst að þeirri niður-
stöðu að besta mögulega niðurstað-
an sé að sameina Vodafone, Gagna-
veitu Reykjavíkur og símafyrirtækið
Nova, sem er í eigu fjárfestingafélags-
ins Novators, sem Björgólfur Thor
Björgólfsson á. Arnþór segir í skýrsl-
unni, þar sem hann ræðir um hvern-
ig best sé að ganga frá viðskiptunum
með Gagnaveituna, að „... gert sé ráð
fyrir að GR verði keypt á bókfærðu
verði (um það bil 8 milljarða króna
eða 67 milljónir Bandaríkjadala).“
Í skýrslunni segir að gert
sé ráð fyrir því að Voda-
fone greiði
fyrir
Gagnaveituna með því að taka yfir 6
milljarða af skuldum Gagnaveitunn-
ar og að Orkuveitan eignist hluta-
fé í hinu nýja sameinaða fyrirtæki
að upphæð tveir milljarðar króna.
Heildarhlutur Orkuveitunnar í hinu
sameinaða fyrirtæki átti að vera 35
til 45 prósent samkvæmt skýrslunni
en þar er látið í það skína að aðkoma
Orkuveitunnar að félaginu eigi ein-
ungis að vera tímabundin. Salan á
Gagnaveitunni hefði í reynd verið
fyrsta skrefið í áttina að einkavæð-
ingu Orkuveitunnar, svipað og sam-
eining REI og Geysis Green Energy
á haustmánuðum 2007 ef borgarráð
hefði samþykkt hana.
Stjórnarmennirnir vissu ekkert
Aðrir stjórnarmenn Orkuveitu
Reykjavíkur vissu ekki af því
að Gannet hefði verið ráðið
til að vinna skýrsluna þar sem
rætt er um samruna Gagna-
veitunnar og Vodafone. Þetta
segja þau Júlíus Vífill Ingv-
arsson, Sigrún Elsa Smára-
dóttir og Svandís Svavars-
dóttir, sem hætti í stjórninni
fyrir skömmu þegar hún
settist á þing og tók við
ráðherraembætti.
Sigrún Elsa seg-
ist ekkert hafa vitað
um skýrsluna og
sameiningarhug-
myndirnar og að
henni komi þetta
mjög á óvart. „Ég
veit ekki betur en
að loforð liggi fyr-
ir því að Orkuveit-
an verði hvorki
PLOTTAÐ UM EINKAVÆÐINGU
ORKUVEITU REYKJAVÍKUR
Orkuveita Reykjavíkur lét kanna möguleikann á því eftir efnahags-
hrunið að selja Gagnaveitu Reykjavíkur inn í Vodafone sem er í eigu
Teymis. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir að það hafi ekki
verið slegið út af borðinu að selja Gagnaveituna. Stjórnarmenn
Orkuveitunnar vissu ekki um skýrslu sem skrifuð var um sam-
eininguna. Sá sem skrifaði skýrsluna hefur unnið fyrir félög í eigu
hluthafa Teymis og var nýverið skipaður í stjórn Tals fyrir hönd
Teymis. Stjórnarmenn Orkuveitunnar undrast hugmyndirnar.
InGI F. VIlhjálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Ég veit ekki betur en að loforð
liggi fyrir því að Orkuveitan
verði hvorki einkavædd að öllu
leyti né að hluta.“
Ráðgert að einkavæða Gagnaveituna
Samkvæmt gögnum sem dv hefur undir
höndum íhugaði Orkuveita reykjavíkur að
selja gagnaveitu reykjavíkur til vodafone.
Staða vodafone nú kemur í veg fyrir að
þetta geti gengið upp en mögulegt er að
gagnaveitan verði seld annað.
mynd heIða helGadóttIR
haldið leyndri Þáverandi
stjórnarmenn í Orkuveitu reykja-
víkur, Sigrún Elsa Smáradóttir og
Svandís Svavarsdóttir, vissu ekki af
skýrslunni um samruna gagnaveitu
reykjavíkur og vodafone.