Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2009, Page 6
miðvikudagur 3. júní 20096 Fréttir inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 „Það er staðreynd að nú er skilvíst fólk í erfiðleikum sem aldrei hefur lent í vanskilum áður,“ segir Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Kópavogi. Hjá sýslumannsembættum og tollstjóraembættinu ber mönnum saman um að vanskil færist mjög í vöxt þessa dagana. Þetta þurfi þó ekki að koma fram í talnagögnum, að minnsta kosti ekki strax, vegna þess að embættin reyni að milda inn- heimtuaðgerðir í ljósi þrenginganna í efnahagslífinu eftir því sem reglur leyfa. „Við merkjum aukninguna. Hins vegar vitum við ekki við hverju er að búast. Ástandið er eins og tölurnar gefa til kynna hvað svo sem verður á næstu mánuðum,“ segir Rúnar Guð- jónsson, sýslumaður í Reykjavík. Fjárnámsbeiðnir hjá Sýslumann- inum í Reykjavík eru orðnar 8.700 það sem af er ári. Þetta eru tæplega eitt þúsund fleiri fjárnámsbeiðnir en á sama tímabili í fyrra, en þá voru þær 7.760. Vaxandi fjöldi af skilvísu fólki lendir nú í vanskilum í kjölfar bankahrunsins. Vand- inn er þó minni en ætla mætti þegar litið er til gagna frá sýslumannsembættum og öðrum innheimtumönnum ríkisins. Þeir hafa svigrúm til að fresta íþyngjandi innheimtuaðgerðum og gefa fólki í vanskilum kost á að gera greiðsluáætlun. Aukin vAnskil skilvísrA „Við merkjum aukninguna. Hins vegar vitum við ekki við hverju er að búast. Ástandið er eins og tölurnar gefa til kynna hvað svo sem verður á næstu mánuðum.“ Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Rúnar bendir á að fasteignir, sem seldar hafa verið nauðungarsölu það sem af er ári, séu meira en tvöfalt fleiri nú en á sama tíma í fyrra. Nú hafa 106 fasteignir verið seldar nauð- ungarsölu en voru 46 á sama tíma í fyrra. hóflegri innheimtuaðgerðir Embætti Tollstjórans í Reykjavík sér um innheimtu opinberra gjalda. Þótt atvinnulausum hafi fjölgað um 12 þúsund á aðeins örfáum mánuðum og erfiðleikar fjölda einstaklinga og fyrirtækja séu miklir hefur fjárnáms- beiðnum ekki fjölgað að sama skapi hjá embættinu. Fjárnámsbeiðnir voru 2.283 frá janúarbyrjun til apr- ílloka en voru 2.224 á sama tímabili í fyrra. Þá hefur þeim málum bók- staflega fækkað sem lokið hefur ver- ið með fjárnámi. Frá janúarbyrjun til marsloka á þessu ári var lögtak gert í 1.140 tilvikum en 1.640 tilvikum á sama tíma í fyrra. Þetta endurspegl- ar að mati sérfróðra að innheimtuað- gerðir eru mildari en við venjulegar aðstæður. Lengri frestur er gefinn en áður. Samkvæmt upplýsingum emb- ættisins á þetta einnig við um eldri skattaskuldir einstaklinga. Í stað þess að innheimta slíkar skuldir með stað- greiðslunni er einstaklingum gert kleift að semja um uppgreiðslu eldri skattskulda í samræmi við greiðslu- getu og framfærslu. „Þetta eru verk- lagsreglur og við höfum breytt þeim nokkuð í tengslum við ástandið,“ segir hjá Tollstjóraembættinu. unnið að kerfisbreytingu Unnið er að umfangsmikilli kerfis- breytingu varðandi greiðsluforgang, en venjan er að innborganir af hálfu skuldara fari fyrst í kostnað, þá vexti og dráttarvexti og að síðustu er af- gangur innborgunar notaður til að greiða niður höfuðstól skuldar. Þessu er ætlunin að breyta. Af innborgun- inni verður nú sem fyrr tekin frá upp- hæð sem hrekkur fyrir innheimtu- kostnaði. Því næst verður hluti hennar notaður til að greiða niður höfuðstól skuldarinnar. Þannig eru vextir og dráttarvextir látnir mæta afgangi. Með breytingunum gengur hraðar á höfðuðstól skulda og það ætti að draga úr vaxtakostnaði og vera skuldurum til hagsbóta. Sam- kvæmt upplýsingum Tollstjóraemb- ættisins felur þetta í sér umfangs- mikla kerfisbreytingu, meðal annars breytingar á hugbúnaðarkerfum toll- stjóra og annarra innheimtumanna ríkisins. Fleiri missa fasteignir sínar en áður Sýslumannsembættin fara ekki held- ur fram með fullum þunga í inn- heimtuaðgerðum eins og talnagögn geta gefið vísbendingar um. Beiðnir hjá sýslumanninum í Reykjavík um nauðungarsölu eru að jafnaði færri á mánuði það sem af er ári en þær voru að jafnaði í fyrra og árið 2007. Aftur á móti fjölgar nauðungarsöl- um á fasteignum hjá sýslumannin- um í Reykjavík. Þær voru 7 að jafnaði á mánuði árið 2006, 11 árið 2007, 13 árið 2008 og eru nú 23 á mánuði það sem af er ári. Þótt hið opinbera gæti meðal- hófs í innheimtuaðgerðum um þess- ar mundir fer sögum af því að aðrir, svo sem bankar eða einstök fyrirtæki geri það ekki. Þetta fæst ekki stað- fest hjá sýslumannsembættum. Bent er á keðjuverkun þar sem eigend- ur smárra og stórra krafna lenda í greiðsluvanda og neyðast til þess að innheimta útistandandi kröfur af meiri þunga en áður til þess að mæta eigin skuldbindingum. Betra að semja Einstaklingar og fyrirtæki geta létt sér róðurinn og komið í veg fyrir íþyngjandi innheimtuaðgerðir með því að hafa samband við innheimtu- menn og kanna möguleika á að gera greiðsluáætlun. Yfir slík atriði er meðal annars farið á netsíðum toll- stjóraembættisins og sýslumanns- embættanna. Innheimtumanni rík- issjóðs ber að fara að lögum og ekki er víst að unnt sé að bera við að skatt- skýrslu hafi ekki verið skilað eða að skattálagning hafi verið kærð til þess að sneiða hjá íþyngjandi innheimtu- aðgerðum. Lendi einstaklingur í vanskilum með opinber gjöld er því ævinlega betra fyrir hann að hafa samband og leita samninga um gerð greiðsluáætlunar. janúar 188 Febrúar 834 mars 752 apríl 264 maí 279 Fjárnámsbeiðnir hjá sýslumAnnin- um í kópAvogi 2009 Október 2008 220 nóvember 2008 172 desember 2008 61 janúar 2009 98 Febrúar 2009 50 mars 2009 47 apríl 2009 77 maí 2009 52 Fjárnám í FAsteign- um hjá sýslmAnnin- um í kópAvogi Þrengingar Sýslumönnum ber saman um að meira beri á vanskilum hjá fólki sem til þessa hafi ævinlega staðið í skilum. meira en tvöfalt fleiri hafa misst íbúðir undir hamarinn það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. Innheimta Talnagögn sýslumanna og tollstjóra benda ekki til algerra umskipta til hins verra. skútumenn enn í haldi Jónas Árni Lúðvíksson og Pétur Kúld Pétursson, sem grun- aðir eru um að hafa reynt að smygla miklu magni fíkniefna til landsins með skútu, voru í gær úrskurðaðir í áframhald- andi gæsluvarðhald til 12. júní. Mennirnir, sem eru um þrítugt, voru handteknir á Austurlandi í apríl og hafa setið í gæsluvarð- haldi frá 20. apríl. Lögreglan fór fram á framlengingu gæslu- varðhalds vegna rannsóknar- hagsmuna. Þeir hafa báðir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Fjórir karlar til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn sama máls. Gripnir glóðvolgir Tveir menn voru handteknir aðfaranótt sunnudags þar sem þeir voru að brjótast inn í fyrirtæki við Gagnheiði á Selfossi. Mennirnir voru vopnaðir kúbeini en annar þeirra hafði hulið andlit sitt með lambhúshettu. Þegar þeir urðu lögreglu varir lögðu þeir á flótta en lögreglu- mennirnir hlupu þá uppi. Báðir voru mennirnir ölvaðir og voru látnir lausir að lokn- um yfirheyrslum. ísland ekki leng- ur friðsamlegast Eftir mótmæli og ófrið á götum úti síðastliðinn vetur hefur Ís- land fallið úr fysta niður í fjórða sæti yfir friðsömustu lönd ver- aldar samkvæmt mati sem út- gáfufélag tímaritsins Economist gerir árlega. Friðsamlegast er nú á Nýja-Sjálandi, en Norðurlönd- in eru öll meðal tíu friðsömustu landa í veröldinni. Bandaríkin eru númer 83 og hafa færst upp um sex sæti frá því í fyrra. Global Peace Index sýnir jafnframt að lítinn frið er að hafa í Írak og Af- ganistan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.