Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Blaðsíða 15
Hver er maðurinn? „Þorbegur Ingi Jónsson, 27 ára.“ Hvar ólstu upp? „Í Neskaupstað en ég bý í Kópavogi í dag.“ Hvað drífur þig áfram? „Metnað- urinn.“ Við hvað starfar þú? „Ég er vél- og orkutæknifræðingur hjá Marel.“ Hvenær byrjaðir þú að hlaupa? „Ég æfði fótbolta þangað til ég varð 21 árs þá fór ég að æfa frjálsar íþróttir og ég hef verið að hlaupa síðan þá.“ Stundar þú aðrar íþróttir? „Ég fer á skíði og ég er mjög aktívur í öllu þreki, en það fer allur minn tími í frjálsar núna.“ Hlustar þú á tónlist þegar þú hleypur? „Ég hlusta oft á Prodigy fyrir hlaup til að tjúna mig upp.“ Er skemmtilegra að hlaupa um fjöll og firnindi en venjulegt götuhlaup? „Já, það er miklu skemmtilegra. Þú þarft að hugsa allan tímannn um hvar þú stígur og hugsa um næsta skref. Í götuhlaupi geta verið langir og leiðinlegir kaflar þar sem maður er að bíða eftir að komast í mark.“ Nú slóstu met í Laugavegshlaup- inu. Kom það þér á óvart? „Ég skokkaði þetta í fyrra ásamt félaga mínum og við vorum sannfærðir um það að geta tekið þetta met. Ég var samt svolítið stressaður því ég hef ekki hlaupið lengra en í 36 mínútur í tvo mánuði því ég æfi fyrir styttri vegalengdir. En ég var að gæla við metið og fara aðeins hraðar en það en ég vissi ekki að ég myndi fara svona hratt.“ Draumahlaupið? „Þessa stundina er að fara undir 3,50 mínútum í 1.500 metra hlaupi. Það er markmið sumarsins.“ Hvað er best við Ísland? „Ég held það sé bara náttúran.“ HaNSELSoN 52 ára sölustJórI „Flugvellir, því ég hef ekki farið neitt annað.“ DENNiS QuEau 51 árs ENsKuKENNarI „Náttúran og hestarnir.“ JoHaNNa FrEDiN 40 ára FraMlEIðslustJórI „Mér finnst allt best við Ísland.“ SigurbJörN araSoN 75 ára MúraraMEIstarI Dómstóll götunnar ÞorbErgur iNgi JóNSSoN, vél- og orkutæknifræðingur hjá Marel, sló um helgina nýtt met í hinu árlega laugavegshlaupi. Hann hljóp úr laugum í Þórsmörk á 4 klukkustund- um og 22 mínútum og þrjátíu tveim sekúndum. Það er nítján mínútum betra en síðasta met. Hlustar á Prodigy fyrir HlauP „sjórinn, fjöllin ykkar og dýrin sem ég sé ekki í mínu heimalandi.“ EDyta ZaLEcH 22 ára aFgrEIðsluKoNa Í BóNus maður Dagsins Í heitum pytti í vikunni var mik- ið um dýrðir. Færri komust að en vildu en efnt var til samsætis í tilefni nýafstaðinnar atkvæða- greiðslu alþingis um ESB. Einn vatnaði músum af sorg, annar tár- aðist af gleði, þriðji fagnaði rödd skynseminnar, sá fjórði kýldi hann kaldan. Óeiningin fullkomnað- ist þegar evrópskt skorkvikindi stakk andófsmann í eyrnasnepil- inn. Þegar allir voru farnir sat ég áfram einn og reyndi að fiska upp úr grugginu eitthvað haldbært. Að gefa afslátt af fullveldi er eins dauði og annars brauð. Ein- skorðuð yfirráð yfir okkur sjálfum, landi voru og hafi, auðlindum og náttúru er sumum háheilagt, aðra gleður að geta deilt því með öðr- um. Þó einum teljist einsýnt að þátttöku í samfélagi þjóðanna sé hafnað með höfnun Evrópu- bandalagsins segir annar því þveröfugt farið og bendir á stærð jarðarkúlunnar. Fiskimiðunum má ekki fórna er hrópað en strax æpt á móti að litlu skipti hvort þau séu í eigu séra Jóns eða Van der Kerkhoff. Landbúnaðurinn þá en aftur er mótmælt og hags- munir neytenda í ódýru fuglakjöti mærður samfara nýjum gjald- miðli og stöðugleika. Andmæl- endur kveða krónuna saklausa og allavega undir okkar stjórn, gagn- stætt evrunni og klikkja út með gríðarlegu atvinnuleysi Evrópska efnahagssvæðisins. Ha, ekki hefur efnahagsstjórnin verið neitt til að hrópa húrra fyrir og ljóst að betra sé að láta aðra um slíkt. Augljóst að við kunnum ekki fótum okkar forráð. Haldið´i virkilega að ís- lenzkir hagsmunir eigi upp á pall- borðið hjá 750 manna samkundu og þar af aðeins fimm Íslending- ar, í ofanálag kratar? Hvar er föð- urlandsástin? Hvers konar þjóð- rembingur er þetta eiginlega?! Eru Danir ekki Danir þótt þeir séu í ESB? Þegar hér var komið sögu hætti ég að fiska sannleikskorn upp úr pyttinum sem farinn var að kólna. En niðurstaðan er þessi: Það sem einum finnst rétt finnst öðrum rangt. Það sem einum finnst skyn- samlegt finnst öðrum fásinna. Það sem einum finnst þröngsýni finnst öðrum víðsýni. Það sem einum finnst fallegt finnst öðr- um ljótt. Það sem einum finnst gott finnst öðrum vont. Það sem einum finnst hvítt finnst öðr- um svart. Og afstöðu fólks má að miklu leyti skýra út frá bakgrunni þess og reynsluheimi. Því segi ég: ESB eða ekki, hvort tveggja er ákvörðun, hvorki rétt né röng en ljós hvers og eins er ekki að finna í umhverfinu heldur innra með okkur sjálfum. Sannleikurinn um ESB kjallari mynDin 1 unnur birna með lífverði í Prag Fegurðardrottningin unnur Birna Vilhjálmsdóttir frumsýndi haust-/vetrarlínu Dior 2009 í Prag. lífverðir fylgdu henni út um allt. 2 brjóstin á Jordan út um allt Jordan kíkti út á lífið um helgina í london. athygli vakti hve illa kjóll hennar dugði til að fela barm hennar. 3 Ástarþríhyrningur í dýragarði tvær samkynhneigðar mörgæsir hafa slitið sambúð sinni. Harry og Pepper fundu ástina fyrir sex árum en Harry féll nú fyrir nágranna þeirra, lindu. 4 Mannæta leitar að ástinni Hinn 37 ára sumanto gróf upp lík konu fyrir fimm árum síðan í indónesískum smábæ og borðaði það. Nú er hann frjáls ferða sinna og segist ekki borða mannakjöt lengur heldur vill verða ástfanginn. 5 Woody og owen: gamnislagur í sjónum - myndir leikararnir owen Wilson og Woody Harrelson eru á Ítalíu um þessar mundir og ná vel saman. 6 Með hundinn í eltingarleik Karlmaðurinn sem reyndi að komast undan lögreglunni í gær á stolnum bíl er enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla sem hann hlaut er hann lenti utan vegar. 7 óður í Judas Priest Jim Bartek, 49 ára gamall Bandaríkjamað- ur, hlustar á nýjustu plötu Judas Priest á hverjum degi og hefur gert í meira en ár. Platan, Nostradamus, er einn klukkutími og 45 mínútur að lengd en Jim segir að hann geti hlustað á hana aftur og aftur enda heyri hann alltaf eitthvað nýtt. mest lesið á DV.is LÝÐur ÁrNaSoN heilbrigðisstarfsmaður skrifar „ESB eða ekki, hvort tveggja er ákvörðun, hvorki rétt né röng en ljós hvers og eins er ekki að finna í um­ hverfinu heldur innra með okkur sjálfum.“ umræða 21. júlí 2009 þriðjudagur 15 Margmenni á miðaldahátíð gásar voru blómlegur kaupstaður við Eyjafjörð um nokkurra alda skeið. Miðaldahátíð hófst þar á laugardag og henni lýkur í dag. MyND raKEL óSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.