Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Blaðsíða 10
10 þriðjudagur 21. júlí 2009 neytendur Aðeins fimm pitsustaðir senda pitsur heim fyrri part dags á höf- uðborgarsvæðinu. Af þeim býr Hrói höttur til bestu pitsurnar, samkvæmt bragðkönnun DV. Stærðarmæling leiddi í ljós að þrjár pitsur af fimm reyndust minni en upp er gefið. Pitsan frá Domino’s var 1,4 tommum minni en hún átti að vera. Þeim sem smökkuðu bar saman um að pitsurnar væru flestar of blautar. Pitsan frá Hróa hetti hlaut hæstu meðaleinkunn í bragðkönnun DV. Hún hlaut meðaleinkunnina 7 af 10 mögulegum. Rizzo pizzeria kom næst með 6 í meðaleinkunn en pits- an frá Castello fékk 5,9 í meðalein- kunn. Domino’s og Wilsons pizza fengu falleinkunn hjá dómnefnd sem DV valdi til að meta pitsurnar. Dómnefndina skipuðu að þessu sinni þau Erpur Eyvindarson tón- listarmaður, Sólveig Baldursdótt- ir, ritstjóri Gestgjafans, Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður úr FH, og Þorbjörg Marinósdóttir, blaðakona á Séð og heyrt. Aðeins 5 senda heim Dv hringdi í þrettan pitsustaði á höf- uðborgarsvæðinu og bað um heims- enda pitsu. Fjórir staðir reyndust ekki senda pitsur heim (sumir senda reyndar innan ákveðins svæðis), tveir staðir gátu ekki sent pitsu fyrr en seinnipartinn, á einum stað var ekki svarað í síma auk þess sem einn stað- ur var lokaður vegna breytinga. Lista yfir þessa staði má sjá að neðan. Eftir stóðu fimm pitsustaðir; Hrói höttur, Domino’s, Wilsons pizza, Rizzo pizz- eria og Castello. Á hverjum stað var beðið um eina stóra pitsu með skinku, sveppum og pepperóní. Beðið var um að pitsurn- ar myndu berast klukkan 14.00, en símtölin fóru fram 35 til 45 mínútum áður. Sviknar tommur Pitsan frá Domino’s barst 13 mínút- um á undan því sem beðið var um. Hún átti að vera 15 tommur en reynd- ist við nákvæmar mælingar aðeins 13,6 tommur, eða 34,5 cm. Pitsan frá Wilsons barst á áætlun og reyndist rétt tæpar 16 tommur, en það verður að teljast innan skekkjumarka. Pits- an frá Rizzo kom á slaginu tvö, eins og til stóð, en reyndist einni tommu minni en hún átti að vera. Pitsan frá Castello kom 11 mínútum of seint en hún reyndist rúmlega 16 tomm- ur á stærð. Loks barst pitsan frá Hróa hetti, 20 mínútum of seint. Hún var nákvæmlega 15 tommur, sem er eins og upp er gefið. Of blautar Verð fyrir heimsenda pitsu á höf- uðborgarsvæðinu er á bilinu 2.590 krónum (Wilsons) til 3.245 króna (Rizzo). Verðið á heimsendri pitsu hefur hækkað um 200 til 400 krónur að jafnaði, frá því DV framkvæmdi sams konar bragðkönnun í fyrra. Þá hlaut Wilsons hæstu einkunn. Bragðkönnunin sjálf fór þannig fram að smakkararnir komu sér fyrir í herbergi og vissu ekki hvaða tegund- ir voru til smökkunar. Ein pitsa var borin inn í einu. Að lokinni smökk- un voru þau beðin um að gefa álit sitt á pitsunni og loks einkunn, áður en sú næsta var borin inn. Þetta gekk hratt og örugglega fyrir sig. Eins og áður sagði bar pitsan frá Hróa hetti af. Hún hlaut 7 í meðaleinkunn en nokkur samhljómur var hjá smökk- urunum um gæði pitsanna. Almennt fannst dómnefnd pits- urnar of blautar, eins og þau kom- ust að orði; þeim fannst of mikil olía á þeim flestum. Þá töldu dómnefnd- armeðlimir sig finna skrýtið bragð af ostinum á tveimur eða þremur pits- um. Að könnuninni lokinni kom fram að smakkarar urðu heilt yfir fyrir nokkum vonbrigðum með pitsurnar, jafnvel þó pitsan frá Hróa hetti þætti ágæt. Meðaleinkunn allra pitsa ber það með sér, en að jafnaði fengu pit- surnar 5,4 í einkunn af 10 möguleg- um. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Besta pitsan hjá hróa hetti hrói höttur Meðaleinkunn: 7 uppgefin stærð: 15” Mæld stærð: 15” Verð: 2.940 kr. Barst 20 mínútum á eftir áætlun n erpur „Hún lítur vel út þessi. Hún hefur það umfram hinar er að sósan hefur meiri karakter. Það er oregano og kannski eitthvað meira. Botninn er fínn, get ekkert kvartað yfir hon- um.“ 8,0 n tobba: „Ostinum er illa dreift á pitsuna. Það er dálítið mik- ið oregano, sem er ekki fyrir alla, en mér finnst það gott. Þessi sleppur í gegn, hún er ágæt.“ 7,0 n Sólveig: „Mér finnst þessi vera best. Það er eitthvað pínu persónulegt touch þarna. Þeir gera eitthvað við sósuna sem hinar hafa ekki. Botninn er fínn og hún er vel bökuð. Það er ekki þetta aukabragð sem ég hef fundið af sumum hinum.“ 8,0 n MatthíaS: „Mér finnst pepperónó allt öðruvísi á þessari en á hinum. Ég veit ekki hvort þetta er bara malakoff. Ef ég panta pepperóní vil ég fá pepperóní en ekki malakoff. Ég fíla ekki svona deig, það er mjög líkt Domino’s. Sveppirnir eru fín- ir en ég er nokkuð viss um að hún verður þung í magann. Ég gæti alveg borðað hana ef ég ætti ekkert annað.“ 5,0 rizzo Meðaleinkunn: 6 uppgefin stærð: 16” Mæld stærð 15” Verð: 3.245 kr. Barst á áætlun n erpur: „Strax munur að hún er þynnri. Þannig voru pits- urnar upphaflega og þannig vil ég hafa þær. Hún er samt sveitt, eins og virðist vera tilhneiging hjá mörgum pitsustöð- um. Botninn er seigur en sósan fín. Osturinn er undarlegur. Hann er svolítið eins og teppaafgangur.“ 6,0 n tobba:„ Osturinn nær ekki nógu langt út á kantana. Hann er of mikið á miðjunni. Annars er of mikil olía en mér finnst botninn fínn.“ 6,0 n Sólveig: „Mér finnst þær allar bera þess merki að vera of blautar. Þessi er það líka. Ég finn aftur þetta aukbragð sem ég kann ekki við, eins og á pitsu númer 2. Ég myndi vilja hafa botninn stökkari. Hann er frekar seigur.“ 6,0 n MatthíaS: „Þessi er þunnbotna og það er minn tebolli. Degið er samt frekar seigt en hráefnið er betra en á hinum pitsunum. Það er samt eitthvað sem vantar.“ 6,0 Castello Meðaleinkunn: 5,9 uppgefin stærð: 16” Mæld stærð: 16,5” Verð: 2.765 kr. Barst 11 mínútum á eftir áætlun n erpur: „Ekkert kraftaverk. Ég yrði ekkert ósáttur ef ég fengi þessa. Sósan er alveg fín.“ 6,5 n tobba: „Mér finnst gott magn af áleggi. Fínt pepperóní. Hún er samt of blaut og slepjuleg.“ 6,0 n Sólveig: „Mér finnst þessi hlutlaus. Sennilega afþví ég hef gerst svo fræg að fara á fyrsta pitsustaðinn á Ítalíu, í Napoli. Þessar jafnast auðvitað ekki á við svoleiðis pitsu.“ 5,0 n MatthíaS: Mér finnst hún svipuð og pitsa númer 3. Ágæt en ekkert meira. Ég er farinn að hallast að því að skinka, pepperóní og sveppir séu ekki nóg fyrir mig. Deigið var fínt en skinkan ekkert spes.“ 6,0 5,96,07,0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.