Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2009, Blaðsíða 11
neytendur 21. júlí 2009 þriðjudagur 11 Besta pitsan hjá hróa hetti Dómnefndin að störfum Frá vinstri: Þorbjörg, Erpur, Matthías og Sólveig. mynD Rakel Domino’s MEðalEinkunn: 4,8 uppgEFin Stærð: 15” Mæld Stærð: 13,6” VErð: 2.600 kr. Barst 13 mínútum á unDan áætlun n erpur: „Það er nóg af áleggi og áleggið er fínt. Þetta eru ekki einhverjir dósasveppir eða neitt svo- leiðis. En málið er að þetta er of mikið brauð. Skorpan er stór og mikil og það er rosalega mikil fita á þessu. Þetta er svona deep-pan american pitsuhefð. Þetta er þung pitsa og manni líður eins og maður hafi dott- ið niður af fimmtu hæð þegar maður er búinn með hana.“ 5,0 n tobba: „Mér finnst hún ofboðslega sveitt og bragð- lítil. Þetta er eiginlega bara fitubrauð.“ 4,0 n Sólveig: „Mér finnst þessi pitsa of blaut. Það er of mikil olía á henni sem þýðir að botninn verður svo blautur. Hún er ágæt á bragðið en mig langar ekki í hana aftur.“ 6,0 n MatthíaS: „Mér finnst hún mjög sveitt. Hráefnið er ekkert sérstakt og mér finnst hún ekkert voðalega vel útlítandi. Þetta er fínt til að verða saddur af en þetta er engin gæðapitsa.“ 4,0 4,8 Wilson‘s pizza MEðalEinkunn: 3,5 uppgEFin Stærð: 16” Mæld Stærð: 15,7” VErð: 2.590 kr. Barst á áætlun n erpur: „Erpur: „Mér finnst það sama með þessa og þá síðustu. Brauðið er allt of þykkt og mikið. Hún er bragðminni en sú fyrsta og það er eitthvað aukabragð sem er ekki að virka. Það er vond hugmynd þegar álegg- ið er allt meira og minna undir ostinum, því þá soðnar það bara í staðinn fyrir að steikjast. Það er alveg „funda- mental“ að vera ekki að borða soðna skinku.“ 4,0 n tobba: „Botninn er allt of harður og það er eitthvað mjög skrýtið og sterkt aukabragð. Svo var bara einn sveppur á minni sneið.“ 3,0 n Sólveig: „Mér finnst þetta ekki góð pitsa, ég verð að segja það. Það er eitthvað aukbragð sem ég kann ekki við. Ég held að það liggi í ostinum. Annaðhvort er hann súr eða bara ekki nógu góður. Ég er sammála Erpi um að áleggið á ekki að vera undir ostinum. Þá soðnar það bara.“ 4,0 n MatthíaS: „Þetta er voðalega svipað og fyrsta pits- an. Mér finnst hráefnið ekkert sérstakt, ég veit ekki hvers konar pepperóní þetta er. Mér finnst hún ekki góð.“ 3,0 3,5 Senda ekki heiM: n Eldhúsið n pizza hut n Eldsmiðjan n Eldofninn Senda ekki fyrri part dagS: n pizzahöllin n pizzan Svöruðu ekki í SíMa: n Big papas lokað vegna breytinga: n Eldbakan Ömmubakstur ehf. Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000 Veljum íslenskt gott í dagsins önn... Ömmu kleinur Ömmu spelt flatkökur Ömmu flatkökur Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.