Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Qupperneq 4
4 þriðjudagur 22. september 2009 fréttir Brotthvarf Ólafs Þ. Stephensen úr rit- stjórastóli Morgunblaðsins á sér póli- tískar rætur en ekki rekstrarlegar. Af öllum sólarmerkjum að dæma verð- ur Davíð Oddsson ráðinn ritstjóri að blaðinu. Þetta var fullyrt án fyrirvara á fréttavef Eyjunnar í gær. DV tókst ekki að fá þetta staðfest áður en blað- ið fór í prentun og Óskar Magnússon útgáfustjóri vill ekki tjá sig um mál- ið. „Ég get ekki átt neitt samtal um Morgunblaðið,“ sagði Óskar í samtali við DV í gær. Fyrr á árinu sagði hann aðspurður að Davíð yrði áreiðanlega góður ritstjóri. Fullyrt er að með ritstjóraskipt- um á Morgunblaðinu freisti hlut- hafar þess að reka harða stefnu gegn ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, herða róðurinn gegn aðild að Evrópusambandinu, berjast gegn ríkisábyrgð á Icesave-skuldunum, standa vörð um óbreytt kvótakerfi og endurreisa orðspor Sjálfstæðis- flokksins. Að þessu leyti ráða rekstr- arforsendur ekki mannabreytingum í brú Morgunblaðsins heldur vænt- ingar um áhrifavald til að móta sam- félagið eftir bankahrun og tækifæri til áhrifa á eignauppskiptinguna í efna- hagslífinu í kjölfar upplausnarinnar. Auk Davíðs hafa nokkrir verið nefndir sem mögulegir eftirmenn Ólafs á ritstjórastóli. Þeirra á meðal Haraldur Johannessen, ritstjóri Við- skiptablaðsins, Jónas Haraldsson, sem nú starfar fyrir fréttavef AMX, Ólafur Teitur Guðnason, Ásdís Halla Bragadóttir og Óli Björn Kárason. Loks má nefna Óskar Magnússon út- gáfustjóra sem mögulegan ritstjóra. Bilið milli blaðs og flokks minnkar Ákvörðun um ritstjóra er í hönd- um stjórnar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Stjórnarformaður Árvakurs er Sigurbjörn Magnússon, lögfræðingur Guðbjargar Matthí- asdóttur, kaupsýslukonu úr Vest- mannaeyjum sem á að minnsta kosti 30 prósent í útgáfunni og þar með ráðandi hlut. Sigurbjörn er sjálfstæð- ismaður og var meðal annars fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins 1985 til 1990. Aðrir í stjórn Árvakurs eru Helga Steinunn Guð- mundsdóttir, Bjarni Þórður Bjarna- son, Ásdís Halla Bragadóttir og Gunnar B. Dungal. Öll eru þau tengd Sjálfstæðisflokknum. Helga Stein- unn er einn aðaleigandi Samherja og greiddi hæstu opinberu gjöldin í Reykjanesumdæmi fyrir síðasta ár, eða um 116 milljónir króna. Bjarni Í strÍð gegn rÍkisstjórninni Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu eru tilraunir aðdáenda Davíðs Oddssonar innan Sjálfstæðisflokksins til að skapa blaðinu nýtt pólitískt vægi gegn ESB-aðild, ríkisábyrgð á Icesave og breytingum á kvóta- kerfinu. Með hægrisnúningi freistar hópurinn þess að gera blaðið að vopni í höndum stækkandi hóps ESB-andstæðinga. Nú þegar er fullyrt að Davíð setjist sjálfur í ritstjórastólinn. Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tekur við eftir næstu kosningar, til að hreinsa upp eftir núverandi vinstristjórn...“ Verður hann ritstjóri? Rætt var um það þegar í stjórnartíð Geirs H. Haarde að þegar Davíð léti af störfum sem seðlabankastjóri yrði hann ritstjóri Morgunblaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.