Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Síða 5
fréttir 22. september 2009 þriðjudagur 5 Í strÍð gegn rÍkisstjórninni Þórður er einn af eigendum Arctica Finance, ráðgjafarfyrirtækis á snær- um manna sem áður störfuðu hjá Landsbankanum gamla. Bjarni var forstöðumaður fyrirtækjasviðs bank- ans en fór frá bankanum þegar hann féll. Ásdís Halla er fyrrverandi bæjar- stjóri í Garðabæ, síðar forstjóri BYKO og var eitt sinn aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar er hann var mennta- málaráðherra. Gunnar Dungal var einn af eigendum Pennans og einnig gildur sjálfstæðismaður. Afskipti eiganda af fráfarandi ritstjóra Samkvæmt heimildum DV hefur Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, fjárhaldsmaður Guðbjargar í Vest- mannaeyjum til margra ára, haft áhrif á ákvarðanir um framtíð Morg- unblaðsins að undanförnu. Gunn- laugur var formaður útvarpsráðs í meira en áratug í nafni Sjálfstæðis- flokksins. Þá er Einar Sigurðsson, yfirmaður í Íslandsbanka og sonur Guðbjargar aðaleiganda Morgunblaðsins, einn- ig nefndur til sögunnar. Guðbjörg keypti drjúgan hlut í DV árið 2001. Einar vann þar með ritstjóra sínum Óla Birni Kárasyni þegar blaðið varð gjaldþrota um ári eftir kaupin. Guð- björg og fjölskylda hennar töpuðu þar hlutafé sínu og Landsbankinn tapaði miklu fé á gjaldþrotinu. DV hefur heimildir fyrir því að Einar hafi gert óbeinar tilraunir til að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu Morg- unblaðsins í ritstjórnartíð Ólafs Step- hensen. Einar hefur auk þess ritað greinar í blaðið um pólitísk málefni. Í nýju tölublaði Þjóðmála ritar Einar grein undir fyrirsögninni „Ic- esave - klúður á klúður ofan“. Undir lok greinarinnar mærir Einar Fram- sóknarflokkinn og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins og segir svo orðrétt: „Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks tekur við eftir næstu kosning- ar, til að hreinsa upp eftir núverandi vinstri stjórn, mun hennar fyrsta verk verða að leggja fram frumvarp til laga sem hefst á þessum orðum: „Alþingi samþykkir að fella niður ríkisábyrgð vegna svokallaðra Icesave-samn- inga.““ Að minnsta kosti þrír menn tengd- ir Guðbjörgu, Gunnlaugur Sævar, Sigurbjörn, stjórnarformaður Árvak- urs, og Einar, sonur Guðbjargar, beita sér í málefnum Morgunblaðsins og því augljóst að Óskar Magnússon er ekki einn í ráðum. Flestir þessara manna hafa verið handgengnir Dav- íð Oddssyni sem margt bendir til að setjist í ritstjórastól Morgunblaðsins á næstu dögum. Barist gegn ESB, Icesave og ríkisstjórn Af þessu má ráða að kveikjan að rit- stjóraskiptum á Morgunblaðinu er ekki fyrst og fremst rekstrarleg.Hún endurspeglar miklu fremur harðn- andi stjórnmálaátök og ríkan vilja á hægrivæng Sjálfstæðisflokksins til þess að ná vopnum eftir bankahrun- ið og auka áhrif og völd sem kostur er um leið og flokkurinn sætir færis að ná aftur stjórnartaumunum í land- inu. Augljóslega er þarna á ferðinni hópur sem harðast vinnur gegn Ic- esave-ríkisábyrgðinni, aðild að ESB og breytingum á kvótakerfinu. Fyrst og síðast þykir mest um vert að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum, koma í veg fyrir pólitískt og hug- myndafræðilegt hámarkstjón flokksins vegna bankahruns- ins. Viðvarandi rekstrarvandi Tvennum sögum fer af fjár- hagsstöðu Árvakurs og Morgunblaðs- ins. Heimildir eru fyrir því að enn séu peningar nýju hluthafanna ekki upp- urnir, en nýtt hlutafé er skráð um sex hundruð milljónir. Eftir bæri- lega velgengni áratugum saman var svo komið að blaðið tapaði nærri 600 milljónum króna í fyrra, um 1,5 millj- ónum á dag, og átti ekki fyrir launum starfsmanna í desember síðastliðn- um. Á þeim tíma var blaðið án eig- enda því allt hlutafé Björgólfs Guð- mundssonar og annarra hluthafa var strikað út eftir bankahrunið. Útgáfa Morgunblaðsins var raunverulega í höndum Nýja Glitnis, síðar nýja Ís- landsbanka og Einars Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra blaðsins. Um samdist að bankinn héldi blaðinu á floti meðan leitað var kaupenda. Skuldir nálguðust 5 milljarða króna snemma ársins, þar af voru um 2 milljarðar með veði í fullkominni og afkastamikilli prentsmiðju blaðsins. Að minnsta kosti 3 milljarðar saman- lagt voru afskrifaðir í Íslandsbanka og Landsbanka til að gefa blaðinu og nýjum hluthöfum rekstrargrundvöll. Einkennilegt útboð? Þegar upp var staðið reyndist ástr- alski athafnamaðurinn Steve Cosser eiga hæsta tilboðið í Árvakur. Cosser hafði engan sérstakan áhuga á Morg- unblaðinu en þeim mun meiri áhuga á prentsmiðjunni og hugðist flytja inn verkefni fyrir hana. Samkvæmt heimildum DV var Cosser staddur í sumarbústað Einars Sigurðssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Ár- vakurs, þegar einhver á vegum Glitn- is (Íslandsbanka) tilkynnti honum í trúnaði að hann hefði átt hæsta til- boðið. Eitthvað varð til þess að örlögin snerust gegn Cosser og áðurgreind- ur hópur undir forystu Guðbjarg- ar Matthíasdóttur, Samherja, Vísis í Grindavík og fleiri átti skyndilega hæsta tilboðið. Sá starfsmaður Ís- landsbanka sem annaðist söluna heitir Einar Örn Ólafsson, þá for- stöðumaður fyrirtækjasviðs Íslands- banka, enn einn liðsmaður úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. DV hefur greint frá því hvernig honum var vikið síðar úr bankanum vegna vafasamra afskipta hans af sölu ráðandi hlut- ar bankans í Skeljungi. Einar Örn er nú for- stjóri Skeljungs. DV hefur einnig sagt frá því að Einar Örn hýsti af ein- hverjum ástæð- um stuðnings- mannafélag Bjarna Bene- diktssonar, for- manns Sjálfstæð- isfokksins, heima hjá sér að Einimel 18 í Reykjavík. DV hefur einnig greint frá því að Einar Örn bauð Gísla Marteini Baldurssyni, flokksbróður sínum og borgarfulltrúa, í laxveiðar til Rússlands sumarið 2007. Reiður Hollendingur Athyglisverð er frásögn Gunnars Smárasonar af reiðum Hollendingi sem hann var samferða í flugvél til Kaupmannahafnar fyrr á árinu en Gunnar býr þar í borg. Á vef Eyjunnar segir hann svo frá 19. september: „Í vélinni hitti ég Hollending. Ofboðs- lega reiðan Hollending. Hann var einn af þeim sem hafði gert tilboð í Morgunblaðið og hafði fengið símtal frá Íslandsbanka seint á sunnudags- kvöldi þar sem honum var sagt að hann væri með hæsta boðið í blaðið og hann yrði að drífa sig til Íslands. Hann fer beint upp í flugvél og er kominn til landsins á mánudegin- um. Fer inn á hótel og bíður eftir að heyra meira frá bankanum, en ekkert heyrist. Á miðvikudegi er honum svo sagt að það hafi birtst í fjölmiðlum að búið væri að ganga að tilboði Óskars Magnússonar. Ástæðan fyrir bræði Hollendings- ins var ekki að hafa tapað, heldur að leikreglum hins „gegnsæja út- boðsferlis“ væri breytt þegar í ljós kom að niðurstaðan hent- aði ekki „íslenskum að- stæðum!“ Útgangspunktur Ís- landsbanka hafði verið að þeir sem voru tilbúnir til að greiða upp eða yfirtaka stærstan hluta skulda Ár- vakurs fengju hnossið. Hol- lendingurinn var tilbúinn til að greiða allar skuld- irnar upp í topp enda hans evrur töluvert verðmiklar á þessum tíma. Nú er hins vegar ljóst að Íslandsbanki þurfti að afskrifa um það bil 4 milljarða til að hægt væri að gera Óskari Magnússyni mögulegt að kaupa félagið.“ Verðmæt prentsmiðja Gunnar heldur áfram og segir að önnur ástæða fyrir því að Hollend- ingurinn var tilbúinn til að borga „uppsett verð“ hafi verið að hann var ekki að kaupa fjölmiðil. „Hann sagð- ist treysta Ólafi Stephensen til að sjá um þann hluta af rekstrinum. Það sem hann vildi kaupa var öflugasta prentsmiðja í norður Evrópu. Hún prentar Moggann á 20 mínútum og bíður svo restina af sólarhringnum! Hann vildi flytja inn prentverk og láta prentsmiðjuna snúast 24/7 og þannig fá fjárfestinguna til baka. Hollendingurinn var ekki síst reiður yfir því að hafa eytt tíma sín- um í að eiga viðskipti í svona spilltu umhverfi. Hann sagðist hafa gert ráð fyrir að Ísland væri Evrópuríki, ekki spillt bananalýðveldi. Hefði hann vit- að það hefði hann annað hvort hald- ið sig frá því að gera tilboð eða gert tilboð út frá þeim forsendum að leik- reglur væru aukaatriði!“ Stefnan tekin en hagræðingin eftir Í áætlunum sem gerðar voru snemma árs um rekstur Árvakurs var gert ráð fyrir því að unnt yrði að snúa nærri 600 milljóna króna halla í um 270 milljóna króna afgang. Slík- ur viðsnúningur virðist óraunhæfur nú. Vísast er að gripið verði til frek- ari uppsagna í hagræðingarskyni í kjölfar ritstjóraskiptanna. Bæði Ósk- ar Magnússon útgáfustjóri og Sigur- björn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sögðu í samtali við DV fyr- ir um fjórum vikum að þá stæði yfir umfangsmikil stefnumótunar- og skipulagsvinna. Ef ritstjóraskiptin eru afrakstur stefnumótunarvinnunnar er eftir að sjá hvert skipulagsvinnan hefur leitt stjórnendur útgáfunnar. Fjárhaldsmaðurinn Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson hefur um árabil verið fjárhalds- maður Guðbjargar Matthíasdóttur sem á ráðandi hlut í útgáfu Morgunblaðsins. Hann er handgenginn Davíð og var formaður útvarps- ráðs í meira en áratug. mynd SIgtRygguR ARI Ritstjórn morgunblaðsins Eins víst er að miklar mannabreytingar verði svo að segja sjálfkrafa á Morgunblaðinu setjist Davíð Oddsson í ritstjórastólinn. Útgáfustjórinn Óskar Magnússon hefur mánuðum saman unnið að stefnumótun Morgunblaðsins og endurskipulagningu. Hann er ekki einn í ráðum og innvígðir menn, sem lengi hafa unnið með Davíð Oddssyni, leggja orð í belg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.