Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Qupperneq 12
12 þriðjudagur 22. september 2009 fréttir Þaulsætnasti konungur heims á sjúkrahús Bhumibol Adulyadej, konung- ur Taílands og sá einvaldur í heiminum sem lengst hefur set- ið á valdastóli, var lagður inn á sjúkrahús um helgina. Konung- urinn, sem er 81 árs, hefur þrátt fyrir titil sinn sáralítil völd því algjört konungsveldi var lagt af upp úr 1930. Engu að síður nýtur kon- ungurinn virðingar og vinsælda meðal þorra landsmanna og í síðasta mánuði hvatti hann til einingar á meðal þjóðarinnar sem glímt hefur við stjórnmála- kreppu í um fjögur ár. Bhumibol Adulyadej var krýndur konungur 5. maí 1950. Engin trygging af hálfu Ísraels Þrátt fyrir nýlega fullyrðingu Dmitrys Medvedev Rússlands- forseta þess efnis að Ísrael hafi lofað að gera ekki árás á Íran segir Danny Ayalon, aðstoð- arutanríkisráðherra Ísraels, að engin trygging sé fyrir því að Ísrael láti ekki til skarar skríða gegn kjarnorkuaðstöðu Írans. Í viðtali við fréttastofu CNN sagði Medvedev að forseti Ísra- els, Shimon Peres, hefði sagt honum að Ísraelsmenn hygðu ekki á árás á Íran. Stjórnvöld í Íran hafa ávallt fullyrt að markmið kjarnorku- áætlunar þeirra sé ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Forðast forseta Lýbíu og Írans Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, heldur í vikunni jóm- frúarræðu sína við allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Obama muni funda með Binyamin Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, og Mah- moud Abbas, leiðtoga palest- ínsku heimastjórnarinnar í dag. Obama mun síðan ávarpa alls- herjarsamkunduna á miðviku- daginn. Starfsmenn forsetans hafa lagt sig í líma við að tryggja að neyðarlegar uppákomur komi ekki til með að skyggja á veru Obama á þessu sviði alþjóða- mála. Í því tilliti er sérstaklega hugsað til Muammars Gaddafi, forseta Lýbíu, og Mahmouds Ahmadinejad, forseta Írans. Nýskipaður yfirbiskup Nígeríu ómyrkur í máli um múslima: „Fjöldaframleiða börn“ Nicholas Okoh, erkibiskup í Nígeríu, telur að Afríka eigi undir högg að sækja vegna íslams og múslima sem „fjölda- framleiði“ börn með það fyrir augum að ná undirtökum í samfélögum víða í álfunni. Nicholas Okoh var skipaður yfir- biskup Nígeríu í síðustu viku og er einn valdamesti einstaklingur innan raða biskupakirkjunnar. Ekki er talið útilok- að að upphafning hans auki á spennu í samskiptum kristinna og múslima, en biskupakirkjan hefur undanfarið reynt að brúa bilið á milli trúarbragðanna. Nígeríumenn eru nokkurn veginn til helminga kristnir og múslimskir. Um sautján milljónir tilheyra biskupa- kirkjunni og sæta þó nokkrum ofsókn- um í norðurhluta landsins, en annars staðar berjast trúarbrögðin um yfir- ráð. Hin umdeildu orð Nicholas Okoh féllu í predikun um íslam í Kent á Englandi í júlí og af orðum hans mátti ráða að Afríkuríki á borð við Úganda, Rúanda og Kenía ættu undir högg að sækja vegna staðfastrar sóknar mús- lima. „Þeir eyða miklu fé, jafnvel þar sem þeir hafa engan söfnuð, þeir byggja moskur, þeir byggja sjúkra- hús, þeir byggja hvað sem er,“ sagði Okoh erkibiskup. Nicholas Okoh sagði að múslim- ar segðu að samkvæmt kristinni trú mættu karlmenn aðeins eiga eina eiginkonu. „Hjá okkur færðu fjórar,“ sagði Okoh að múslimar segðu. „Þetta er trúboðið sem þeir stunda: fjöldaframleiðsla, þannig að ef þú átt fjórar konur, fjögur börn, sextán börn, bráðlega væri það heilt þorp,“ sagði Okoh. Háttsettur meðlimur múslimska samfélagsins í Bretlandi fordæmdi ummælin og sagði þau öfgafull og lit- uð af múslimafælni og aðeins til þess fallin að koma róti á samskipti fylgj- enda trúarbragðanna í Afríku og þó víðar væri leitað. „Leitað að piparsveini“ Brugðið á leik á föstuhátíð múslima í Kano í Nígeríu. Mynd AFP Vinaleiga er vaxandi atvinnugrein í Japan. Á vefsíðu The Guardian má finna frásögn af einum Japana sem er að gera það gott í vinaleigu og hef- ur verið að færa út kvíarnar. „Svaramaðurinn Ryuichi Ichin- okawa stóð frammi fyrir gestunum í brúðkaupinu, ræskti sig og talaði í nokkrar mínútur hlýlega um brúð- gumann og brúðina,“ segir á vefsíðu Guardian og síðan segir sem er að Ryuichi Ichinokawa þekki brúðhjón- in ekki mikið betur en þjónustufólkið í brúðkaupsveislunni. Það kom þó ekki í veg fyrir að Ry- uichi Ichinokawa væri viðstaddur frá upphafi veislunnar til enda og spil- aði stórt hlutverk í henni, sem góð- um svaramanni sæmir. „Frændinn“ hvetur börnin Ryuichi Ichinokawa er einn af mörg- um sem lagt hafa fyrir sig að taka að sér hlutverk ættingja, vina, vinnufé- laga, kærasta og kærustu og jafnvel maka í Japan, enda fólk tilbúið til að leggja mikið á sig til að verða sér ekki til minnkunar á mannamótum. Um síðustu helgi bætti Ryuichi Ichinokawa enn einu hlutverkinu á listann sinn og lék frænda systkina á íþróttadegi sem haldinn var í skóla einum. Ichinokawa stóð vel undir væntingum og hvatti systkinin áfram og tók frammistöðu þeirra upp á víd- eó og setti svo punktinn yfir i-ið með því að taka þátt í keppni barna og full- orðinna. Aðspurður sagðist hann vera frændi systkinanna og tók jafnvel þátt í smáspjalli áður en hann dró sig í hlé svo lítið bar á. Ekki er líklegt að hann sjái „frænda“ sinn og „frænku“ aftur og þaðan af síður „systur“ sína sem er fráskilin. En börn hennar sættu einelti í skólanum vegna fjarveru föður þeirra. Vaxandi starfsemi Þremur og hálfu ári eftir að hann hóf feril sinn sem vinur hvers sem leigði hann hefur fyrirtæki Ryuichi Ichinokawa vaxið og nú er hann með þrjátíu manns í vinnu. „Fólk vildi konur,gamalt fólk og ungt, all- ar manngerðir, en að sjálfsögðu gat ég ekki leikið öll þessi hlutverk,“ seg- ir Ichinokawa í viðtali við The Guar- dian. Umboðsskrifstofum af þessum toga hefur fjölgað mjög í Japan síð- astliðin átta ár og eru nú um tíu tals- ins. Office Agent, sem er best þekkta umboðið, er með um eitt þúsund manns í vinnu, sem verða að geta sett sig í hin ýmsu hlutverk, til dæm- is föður drengs sem glímir við erfið- leika í skólanum. Talið er að þessa fjölgun megi rekja til breytinga með tilliti til sam- félags og efnahags landsins, auk þess sem rótgróin hefð er fyrir því í land- inu að bera ekki á torg persónuleg vandamál. Undanfarið hefur sérstaklega ver- ið sótt í að leigja gerviyfirmann og eru viðskiptavinirnir að stærstum hluta karlmenn sem misst hafa vinn- una. Einnig er mikil eftirspurn eftir „vinnufélögum“ á meðal fólks sem ekki er nógu lengi í sama starfi til að eignast vini. Að sjálfsögðu er fráskil- ið fólk og einhleypt einnig stór hluti viðskiptavina „vinaleiganna“. Aldrei staðinn að verki Gjaldið sem viðskiptavinir þurfa að greiða fyrir til dæmis brúðkaups- veislu er 15.000 jen, sem samsvara um 20.000 krónum, en greiða þarf sérstaklega fyrir ræðu eða karókí- söng. Undirbúningur starfsmanna Ry- uichi Ichinokawa er mikilvægur og gera þarf ráð fyrir nánast spurn- ingum af öllum toga. Mikið ríður á að gervivinirnir svari öllum spurn- ingum rétt því að öðrum kosti gæti komið upp vandræðaleg staða hjá viðskiptavinunum, auk þess sem orðspor umboðsskrifstofunnar gæti beðið hnekki. Að sögn Ryuichi Ich- inokawa hefur aldrei komist upp um hann síðan hann hóf störf sem gervi- vinur fyrir þremur og hálfu ári. Þarf að bjarga ástarsambandi Ryuichi Ichinokawa rekur umboðs- skrifstofu sína sem aukastarf og það var ekki fyrr en fyrir tveimur mánuð- um sem eiginkona hans komst að því þegar hún sá til hans á kaffihúsi þar sem hann var í viðtali við japanskan fréttamann. Í næsta hlutverki Ryuichi Ichin- okawa reiðir viðskiptavinur hans sig á hann til að bjarga ástarsambandi sem stendur höllum fæti. Viðskipta- vinurinn, kona á þrítugsaldri, sem er í fjarsambandi óttast að hinn „lag- legi, vinsæli“ kærasti sé að missa áhugann. Þegar konan og kærastinn hittast í næsta mánuði þá á jafnmyndarleg- ur „vinur“ hennar að rekast á þau fyr- ir tilviljun og hafa mörg orð um hve gaman sé að hitta hana aftur. Ef allt gengur eftir á að kvikna afbrýðisemi hjá kærastanum og hann á að sjá villu síns vegar. Ryuichi Ichinokawa er þess full- viss að hann hafi erindi sem erfiði og segir að mesta umbunin verði að vita að parið sé hamingjusamt á ný. GErvivinur á 20.000 Umboðsskrifstofum sem leigja út gervivini hefur fjölgað í Japan. Hægt er að leigja vin, ættingja, kærasta, vinnufélaga, yfirmenn og jafnvel maka. Þörfin fyrir þjónustu af þessu tagi er rakin til mikilla breytinga, samfélagslegra og efnahagslegra, í Japan. Ekki er líklegt að hann sjái „frænda“ sinn og „frænku“ aftur og það- an af síður „systur“ sína sem er fráskilin. KoLbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Á góðri stundu Ekki er gefið að „frændinn“ þekki fjölskylduna. ys og þys á markaðstorgi Þörfin fyrir gervivini er rakin til þjóðfélagslegra breytinga. Mynd Photos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.