Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2009, Qupperneq 17
Íslendingalið á toppnum Fjögur lið eru efst og jöfn í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir fyrstu þrjár um- ferðirnar. Kiel, Lemgo, Flensburg og Hamburg hafa öll unnið fyrstu þrjá leiki sína en öll nema síðastnefnda liðið hafa Íslendinga innanborðs. Kiel sem Alfreð Gísla- son þjálfar lagði Dormagen um helgina, 34-22, þar sem Aron Pálmarsson komst ekki á blað, Flensburg með Alexander Petersons innanborðs vann Dag Sigurðar- son og félaga í Fuche Berlin, 27-24, og loks lagði Lemgo Düsseldorf, 26-21. Rhein- Neckar Löwen, sem Guðjón Valur, Snorri Steinn og Ólafur Stefánsson, leika með hef- ur aðeins unnið einn leik af fyrstu þremur. Hollenska markamaskínan Ruud van Nistelrooy kom inn á í sínum fyrsta leik með Real Madrid í heila níu mánuði í spænsku deildinni á sunnudaginn en hann hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla. End- urkoman varð svo fullkomnuð þeg- ar Nistelrooy skoraði sitt fyrsta mark í langan tíma. Markið var einkar lag- legt þar sem hann tók boltann með sér eftir laglega sendingu inn fyrir og kom boltanum á milli fóta markvarð- arins. En meiðslasögu Nistelrooy er ekki lokið í bili. Eftir leikinn fór Hollend- ingurinn að finna fyrir meiðslum í læri og var það staðfest á heimasíðu Real Madrid í gærkvöldi að hann yrði frá vegna þeirra í sex vikur. Verður það þó væntanlega dropi í hafið fyr- ir Nistelrooy sem hefur eins og áður segir verið frá síðustu níu mánuðina. Mark Hollendingsins var eitt af fimm sem Real Madrid skoraði í leiknum en það lagði nýliða Xeres, 5-0, og er á toppi spænsku deildarinnar. Nistelrooy mun eiga fullt í fangi með að koma sér í liðið þegar hann kemur aftur en fyrir í framlínunni er gulldrengurinn Raúl og Frakkinn Ka- rim Benzema sem Real keypti á þrjá- tíu milljónir punda frá Lyon í sumar. Markatölfræði Nistelrooy er þó engu lík, sama hvert er litið en fyrir Real Madrid hefur hann skorað 46 mörk í 68 leikjum en hann var markahæst- ur í deildinni á sínu fyrsta tímabili, sem var jafnframt eina tímabilið sem hann hélst heill hjá spænska félag- inu. Það ár varð liðið meistari. tomas@dv.is Ruud van Nistelrooy lék í fyrsta skiptið í níu mánuði: markið kostaði sex vikur FH með stjörnu að ári FH varð á sunnudaginn Íslands- meistari í knattspyrnu í fimmta skiptið í sögu félagsins eftir 2-0 sigur á Val í 21. umferð Pepsi-deildarinnar. Hefur liðið tryggt sér titilinn annað árið í röð þrátt fyrir að ein umferð sé eftir af mótinu. Árangur FH þýðir að á næsta ári má félagið leika með eina stjörnu fyrir ofan merki félagsins á búningum þess en stjarnan táknar fimm meistaratitla. KR og Valur hafa flestar stjörnur, fjórar talsins, Fram og ÍA þrjár og Víkingur eina. Afar áhugavert er að horfa til þess að FH hafði ekki unnið Íslandsbikar- inn fyrir tímabilið 2004 þegar hann kom fyrst í hús í Hafnafirðinum en fimm titlar á sex árum hafa skilað stjörnunni á búninginn. Tók það FH því aðeins sex ár að raka saman í eina stjörnu á meðan það tók Víking til dæmis 71 ár, en Fossvogspiltar unnu sinn fyrsta titil árið 1920 og þann fimmta og síðasta árið 1991. Briatore Bannaður Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, dæmdi Renault-keppnisliðið í Formúlu 1 í tveggja ára skilorðs- bundið bann í gær fyrir að brjóta af sér í Singapúr-keppninni í fyrra. Skipuðu þar þeir Pat Symonds og framkvæmdastjórinn Flavio Briatore ökumanninum Nelson Piquet að keyra á vegg til þess að hjálpa Fernando Alonso að vinna keppnina, sem og hann gerði. Briatore fékk ótímabundið bann frá Formúlu 1 og má ekki á neinn hátt tengjast íþróttinni. Hann er umboðsmaður Fernandos Alonso og Marks Webber auk nokkurra annarra ökumanna en nú má hann ekki hafa nein afskipti af þeim né nokkrum keppnisliðum í öðrum akstursíþróttum á vegum FIA. UMSjÓN: TÓMAS þÓR þÓRðARSoN, tomas@dv.is sport 22. september 2009 þriðjudagur 17 Aftur meiddur Ruud van Nistelrooy verður frá í sex vikur. myNd AFP Mark gamla Manchester United- leikmannsins Quintons Fortune fyr- ir Doncaster Rovers á 84. mínútu tryggði liðinu jafntefli gegn Ipswich í ensku Championship-deildinni um helgina. Það var fjórða jafntefli Ipswich á tímabilinu undir stjórn Roys Keane sem var ráðinn í vor eft- ir brotthvarf frá Sunderland. Aftur á móti hefur Ipswich ekki enn unnið leik undir stjórn Keanes á tímabilinu og situr í næstneðsta sæti næstefstu deildar þegar átta leikir eru búnir. Þessi „árangur“ Keanes hefur líka komið honum í metabækur Ipswich. Þó fyrir rangar ástæður. Byrjun liðs- ins á tímabilinu er sú versta í 50 ár eða síðan Bobby Robson stýrði Ips- wich árið 1969. Bobby Robson snéri þó hlutunum við enda var hann lengi hjá félaginu. Gerði það á bikarmeist- ara árið 1980 og Evrópumeistara bik- arhafa árið eftir. Fyrir það stendur stytta af honum fyrir utan heimavöll- inn, Portman Road. Vonbrigði fyrir eigandann Ipswich lék síðast í efstu deild árið 2002 þegar Hermann Hreiðarsson féll með liðinu en síðan þá hefur það tvívegis verið nálægt því að komast aftur upp á meðal þeirra bestu. Fé- lagið hefur þó verið hrjáð af peninga- leysi og miklum skuldum en fyrir tveimur árum kom viðskiptajöfur og heimastrákur að nafni Marcus Evans inn í dæmið. Hann keypt upp 87,5 prósenta hlut í félaginu, gerði upp allar skuldi og setti stefnuna á sæti í úrvalsdeild. Ipswich endaði í níunda sæti í fyrra og þegar það var ljóst að ekk- ert umspil væri um að ræða rak Ev- ans, sem er bæði eigandi og stjórn- arformaður liðsins, þjálfarann og réð Roy Keane. Keane byrjaði mjög vel og vann síðustu tvo leiki síðasta tímabils. Hélt Evans því fram í öllum miðlum að hann væri búinn að finna manninn sem myndi koma liðinu aftur upp í úrvalsdeildina. Hann gaf því Keane nær laus- an tauminn í leikmannakaupum og horfði Keane beint til Sunderland. Keypti þaðan Grant Leadbitter og Carlos Edward, menn með reynslu af úrvalsdeild. Þá keypti hann einn- ig margreyndan mann úr næstefstu deild, Tamas Priskin frá Watford, fékk á láni Liam Rosenior frá Reading og keypti ungan strák frá Manchester United, Lee Martin. „Tímabilið hefur vissulega ekki byrjað eins og við vonuðumst til. Það sjá allir. En Keane gerði krafta- verk við Sunderland-liðið þegar það var komið upp að vegg fyrir þremur árum í næstefstu deild. Það endaði með að komast upp og er þar enn. Það er það sem ég vil fyrir þetta fé- lag og því á Keane allt mitt traust. En þetta eru vissulega vonbrigði fyrir mig og það sem ég er búinn að leggja í þetta enn sem komið er,“ segir eig- andinn, Marcus Evans. TÓmAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Það gengur hvorki né rekur hjá Roy sem knattspyrnustjóra Ipswich í næstefstu deild á Englandi. Tveir góðir sigrar í lok síðasta tímabils þegar hann tók við fyllti stuðnings- menn mikilli bjartsýni. Ipswich hefur ekki unnið leik í fyrstu átta umferðunum. Sigurvegari Roy Keane þekkir ekkert annað en að vinna. En það vantar eitthvað í blönduna eins og staðan er núna. myNd GeTTy ImAGeS keane án sigurs Roy Keane Hefur ekki unnið leik á tímabilinu með Ipswich þrátt fyrir mikla fjármuni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.