Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Blaðsíða 10
10 miðvikudagur 21. október 2009 neytendur Tölfræði segir að brotist verði inn á heimili þitt á 130 ára fresti, ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu. Innbrot á landsbyggðinni eru mun fátíðari. Helgi Gunnlaugsson af- brotafræðingur segir að í sumum tilvik- um hafi óttinn við innbrot mun meiri áhrif á líf fólks en innbrotið sjálft. Hefðbundið örygg- iskerfi í 130 ár kostar 9,2 milljónir króna, á núvirði. Miðað við fjölda innbrota á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði ársins líða að jafnaði 130 ár á milli þess sem brotist er inn á heimili þitt. Þetta má lesa úr tölum frá lögreglunni og ríkislögreglustjóra yfir innbrot á heimili fólks fyrstu átta mánuði þessa árs. Þegar fjölda innbrota er deilt á fjölda skráðra íbúða á höfuðborgar- svæðinu, að 2.300 tómum íbúðum frátöldum, kemur þetta í ljós. Ef hefð- bundin öryggisgæsla er keypt kemur í ljós að kostnaðurinn við hvert inn- brot er að jafnaði 9,2 milljónir króna á núvirði. Þetta er vitanlega breyti- legt eftir hverfum. Óttinn getur skert lífsgæði „Í fræðinni er það þekkt, sérstaklega erlendis, að mun fleiri óttast að verða fyrir innbrotum en þeir sem verða í raun fyrir þeim,“ segir Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðingur við Há- skóla Íslands. Hann segir að hópur- inn sem verður fyrir innbrotum sé margfalt minni en sá hópur sem ótt- ast innbrot. Helgi segir enn fremur að líta megi svo á að óttinn við innbrot eða önn- ur afbrot dragi úr velferð fólks og geri það að verkum að afstaðan til ann- arra borgara og annars fólks verði neikvæðari. „Óttinn getur haft áhrif á lífsgæði og líðan fólks í samfélag- inu, sérstaklega ef þú ferð að breyta lífi þínu og hegðun til að forðast til dæmis innbrot,“ segir Helgi. Hann segir eitt að sýna skynsemi í frágangi á eigum sínum, annað að breyta beinlínis lífsháttum til að reyna að koma í veg fyrir innbrot. „Óttinn getur orðið mun stærri en sá skaði sem fólk verður fyrir þegar og ef innbrotið á sér stað,“ segir hann. Kippur í sölu Helgi segir að viðskipti með öryggis- kerfi hlaupi orðið á milljörðum króna. Þeir sem bjóði þjónustuna reyni að koma henni sem víðast. Hann bend- ir einnig á að stundum komi upp mál sem öryggisfyrirtækin geti notað til að auka þjónustu sína. „Stundum þarf ekki nema eitt innbrot í hverfi svo allir nágrannarnir í kring fari að óttast um öryggi sitt. Svoleiðis getur haft áhrif á lífsgæði. Þessi ótti getur farið út í að verða óraunsær,“ segir hann og bætir við að dæmi þar sem ráðist er á húsráðendur, eins og kom- ið hafi upp í sumar, geti haft gífurleg áhrif á mjög marga. „Við getum verið viss um að það kemur kippur í kaup á öryggisþjónustu vegna slíkra mála,“ segir hann. Flestir segjast öruggir Helgi segist aðspurður sjálfur ekki sannfærður um ágæti öryggiskerfa. Þeim fylgi kostnaður og stundum óþægindi. „Hér hefur verið ótrúlega mikill vöxtur á tíu árum. Þrátt fyrir það benda kannanir til að yfir 80 pró- sent borgarbúa í Reykjavík telja sig frekar eða mjög örugga á gangi í sínu heimahverfi að kvöldi til. Á lands- byggðinni mælist öryggi fólks mark- tækt meira,“ segir hann og bætir því við að öryggi mælist meira hér en í öðrum löndum. Óformleg vörn Hann segist frekar vera hlynntur óformlegu taumhaldi; að fólk þekki nágranna sína og fylgist með heim- ilum hvert annars þegar það fer að heiman. „Þannig upplifir fólk sig sem hluta af samfélaginu. Ég er á því að óformlegt tengslanet eigi að efla,“ segir hann en það er í grófum drátt- um hugmyndin á bak við svokallaða nágrannavörslu. Helgi segir að ótti við innbrot sé misjafnlega mikill eftir aldri og kyni. Konur hafi tilhneigingu til að óttast innbrot meira en karlar auk þess sem eldra fólk sé sérstaklega viðkvæmt. „Konur viðurkenna allavega frekar meiri ótta í könnunum gagnvart af- brotum,“ segir hann og bætir við að þessir hópar séu ef til vill berskjald- aðri fyrir innbrotsþjófum og geti síð- ur varið sig. Því séu þeir móttækilegri fyrir boðskapnum sem öryggisfyrir- tækin dreifa. „Eldra fólk er líka lík- legra til að eiga verðmæta fjölskyldu- muni sem það vill alls ekki missa,“ útskýrir hann. Eins og fram kemur í greininni hér til hliðar eru afbrot algengari í miðborginni en víða annars stað- ar á landinu. Helgi segir að kannan- ir bendi til að fólk sé hræddara við miðborgina eftir því sem það býr fjær henni. „Óttinn eykst eftir því sem þekking þín á hlutnum er minni. Ótt- inn er mestur á meðal þeirra sem síst fara í miðbæinn,“ útskýrir hann. Vörn kostar 70 þúsund á ári Ef marka má tölurnar um innbrot eftir hverfum höfuðborgarsvæðis- ins (sjá töflur) má leiða líkur að því að þeir sem búa í Breiðholtinu og í miðbæ Reykjavíkur hafi mest not fyr- ir öryggiskerfi, þó auðvitað fari það eftir aðstæðum og innbúi á hverju heimili. DV hafði samband við Securit- as og spurðist fyrir um kostnað við uppsetningu og áskrift öryggiskerfis. Þorsteinn Hilmarsson, markaðsstjóri Securitas, veitti þær upplýsingar að áskrift að hefðbundinni Heimavörn Securitas kostar 5.900 krónur á mán- uði. Það gerir 70.800 krónur á ári, eða 9,2 milljónir króna á 130 árum. Uppsetning og útköll öryggisvarð- ar eru innifalin í verðinu en staðal- búnaður heimavarnarinnar er tveir hreyfiskynjarar, reykskynjari, sírena og hurðarnemi. Allt er svo tengt við stjórnstöð. Spurður hvort ekki sé nóg að verða sér úti um miða frá Securitas, til að fæla þjófa frá, segir Þorsteinn BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Innbrot á 130 ára frestI Er öryggið í lagi? 25 spurningar úr handbók um nágrannavörslu Sjóvár n Eru stormjárn í gluggum sem lokast til hliðar? n Er gluggi við hliðina á hurð öruggur? n Er lás hurða traustur og ekki hægt að opna án verkfæra? n Er heimilið vel upplýst að utan? n Eru dagblöð fjarlægð þegar enginn er heima? n Tæmir einhver póstkassann þinn (fjölbýli)? n Er heimasíminn stilltur yfir í GSM? n Eru gardínurnar skildar eftir þegar þú ferð í burtu eins og einhver væri heima? n Er svalahurðin alltaf læst? n Ertu búin að biðja nágranna/vin að fara reglulega heim til þín þegar þú ert að heiman? n Er öryggisgler í útidyrahurð með gleri? n Eru aukalyklar öruggir og ekki geymdir undir mottu eða í blómapotti? n Veist þú hvar öll eintök af húslyklum eru? n Er bréfalúga staðsett á þjófheldum stað? n Opnar þú í einhverju tilfelli fyrir þeim sem þú þekkir ekki sem segist t.d. hafa ýtt á ranga bjöllu? n Byrgir gróður sýn frá götu? n Er gluggi á húsvegg við þéttan gróður ? n Eru tómar umbúðir t.d. raftækja ávallt fjarlægðar eða settar í geymslu eða rusl? n Er frágangur verðmæta (s.s. fartölva) þannig að þau sjást ekki inn um glugga? n Er til listi og myndir af innbúi? n Eru háar peningaupphæðir geymdar í banka eða öryggishólfi? n Er góð læsing á bílskúrshurð? n Hefur þú það sem reglu að geyma aldrei síma eða veski í bílnum? n Er búið að fjarlægja verðmæti úr hanskahólfi bílsins? n Geta allir séð ferðaáætlun þína á netinu, t.d. á Facebook eða bloggsíðu? Vettvangur innbrota Fjárhagslegt tjón af völdum innbrota er misjafnt eftir því hversu verðmætt innbúið er og hvernig þjófarnir ganga um. Aðkoman er þó sjaldnast spennandi. MyNDiR: SjÓVá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.