Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 21. október 200914 HeiMili og rúM 1. Í svefnherberginu má ekkert hafa sem minnir á vatn. Það mega til dæmis aldrei vera þurrkuð blóm inni í svefnherbergjum og heldur ekki lifandi plöntur því það minn- ir á vatn, hins vegar er í lagi að hafa silkiblóm. 2. Fötum fylgir mikill óróleiki og því er það slæmt að hafa opin fatahengi inni í svefnherbergi. 3. Ýmsir hlutir eiga að geta ýtt und- ir rómantíkina í svefnherberginu, til dæmis er gott að hafa tvo litla, bleika steina á suðvestursvæði hjónaher- bergisins en það er talið rómantísk- asta rýmið í svefnherberginu. 4. Það er ekki gott að hafa rúm upp við vegg þar sem klósett er hinum megin. Betra er að hafa skáp þar. 5. Ef það er sjónvarp í svefnherberg- inu þá þarf að hylja skjáinn á nótt- unni, til dæmis með því að hafa sjónvarpið inni í þar til gerðum skáp sem hægt er að loka. 6. Það er mikilvægt að hafa rúm- ið staðsett þannig að maður sjái auðveldlega hver er að koma inn í svefnherbergið. Ef það er ekki hægt þá er hægt að setja lítinn spegil of- arlega á vegginn á móti dyrunum. 7. Mjög mikilvægt er að sofa með hvirfilinn í eina af sínum bestu átt- um. 8. Engir oddhvassir hlutir eiga að vera yfir höfðagafli, heldur ekki myndefni sem sýnir slíkt. 9. Spegla þarf að staðsetja þannig að ekki sé hægt að sjá spegilmynd sína í speglinum beint úr rúminu. 9 Feng Shui-ráð 1. Það kemur að því, þegar börnin eldast, að fljúgandi ofurhetjur og bleikar prinsessur hætta að vera spennandi. Þá gæti verið spennandi að breyta herberginu; mála til dæm- is heilan vegg með krítarmálningu, hengja upp diskókúlu og skipta prinsessu- lampanum út fyrir diskólampa sem fást í Toys´R´Us. 2. Ekki „drekkja“ veggj- unum í barna- herberginu í Disney-fígúrum og dúlleríi. Þegar börnin eru enn þá bara kríli og hafa enga skoðun á því hvað skreytir veggina hjá þeim getur verið hlýlegra og meira róandi fyrir þau að hafa veggina í mildum, ljósum litum og skreyta þá með nokkrum bókstöfum, stjörnum eða öðru smálegu. 3. Dót og aftur dót! Nútímabörn virðast eiga endalaust af dóti sem á það til að dreifast um allt hús. Það eina sem virkar til að koma skipulagi á dótahrúguna eru hirslur og þá margar smærri frekar en fáar og stórar því þá er bara öllu hent í einn haug og ekkert skipulag; LEGO- karlarnir vilja ekki deila plássi með Playmo- dúddunum! Nógu margar hirslur ættu að leysa dótahrúguvandann og krakkarnir hafa bara gaman af því að sortera allt í „sína“ skúffu; spil í eina, dúkkuföt í aðra, kubba í þá þriðju, ofurhetjur í þá fjórðu o.s.frv. 4. Ef krakkakrílið þitt fílar að kríta og þér finnst venjuleg krítartafla vera of lítil og of mikið að fórna heilum vegg undir krítar-„töflu“ er besta lausnin að afmarka krítarsvæðið með þremur spýtum sem þess vegna er hægt að mála í einhverjum lit sem passar vel við herbergið. Lárétta spýtan nýtist þá líka sem hilla undir krítarnar eða hvað sem er. 5. Veggfóður getur virkað vel í barnaherbergjum; ef það er mjög skrautlegt og æpandi er feikinóg að veggfóðra bara einn vegg með því. Blómarósir vilja kannski eitthvað í þessa áttina og ef rósin ykkar þráir gæludýr gæti trúðfiskur í glerkúlu slegið í gegn; hver vill ekki eiga einn ofursætan Nemó inni hjá sér? 6. Herbergi undir súð bjóða upp á ýmsar lausnir; hallandi veggir bjóða kannski ekki upp á mikið skraut en þá er tilvalið að leggja áherslu á þá sem ekki halla. Í þessu tilfelli ramm- ar veggfóðrið gluggana áberandi inn og gefur herberginu karakter. Súðina er hægt að nýta undir kommóður, bókahillur, dótakassa og jafnvel rúmið því barnið liggur jú oftast þar og því ekki nauðsynlegt að hafa fulla lofthæð yfir því. barnaherbergið 20 ráð fyrir Í BOði HúSa OG HÍBýLa Í boði Húsa og híbýla Svefnherbergið Það er í mörg horn að líta þegar kemur að Feng Shui. RugguRúmið Það var hönnuðurinn Manuel Klo- ker sem hannaði ruggurúmið. Þar sameinar hann rúmið og hinn sí- gilda ruggustól. Rúmið á að rugga ró- lega fram og til baka og svæfa mann eins og ungbarn. Stykkið kostar tæpa milljón. SegulRúmið Er eins og nafnið gefur til kynna einn stór segull sem getur haldið 900 kíló- um fljótandi í loftinu. Til þess að rúmið fari ekki af stað er það fest með fjórum köplum í veggina. Hol- lendingurinn Janjaap Ruijssenaars hannaði rúmið og það er til sölu á tæpar 200 milljónir. SameindaRúmið Samanstendur af 120 mjúkum bolt- um og hannað af Animi Causa. Inn- blástur rúmsins er sóttur í sameind- ir eða „molecules“ en kúlurnar loða saman og mótast nokkurn veginn að vild. Hægt er að skapa hina ýmsu fleti til þess að leggja sig á. HljóðRúmið Lítur út eins og stór trékassi en er í raun bara rúm inni í hátalara. Ofan í rúminu er fullkomið surround- hljóðkerfi sem þekur allan líkamann með hljóðbylgjum. Hannað af Kaffe Matthews en aðeins sem sýningar- gripur hingað til. líkkiStuRúmið Fyrirtækið The Casket Furniture Company hannaði rúm í líkkistu fyrir nokkru. Samkvæmt heimasíðu fyrir- tækisins hefur verið mikil eftirspurn eftir líkkisturúminu en það kostar um hálfa milljón ytra. tölvuRúmið Er ekki eins og nafnið gefur til kynna tölvustýrt rúm. Heldur er það ósköp venjulegt rúm sem sameinar í raun skrifborð og svefnaðstöðu. Þegar rúmið er niðri er hægt að sofa í því en ef því er velt upp breytist það í skrif- borð án þess þó að þú þurfir að færa nokkurn skapaðan hlut til á skrif- borðinu sjálfu. SófaRúmið Reynir að brjóta upp hið hefðbundna form svefnsófa. Er í raun sófi í tveim- ur hlutum og fallegur í þokkabót. Þeg- ar honum er svo rennt saman breytist hann í hjónarúm í fullri stærð í miðri stofunni. Hentar eflaust frábærlega í litlum stúdíóíbúðum eða sem leyni- gestarúm af bestu gerð. HamboRgaRaRúmið Var hannað af Keylu nokkurri Kromer frá Texas. Hægt er að gerast aðdáandi þess á Facebook og á hamburgerbed. com. Rúmið er í raun ekki til sölu því eftirspurnin er ekki til staðar að sögn Keylu. Hennar reynsla er að fólk segist vilja hamborgararúm en láti svo ekki verða af því þótt það standi til boða. Það eru til alls kyns undarleg rúm og sum þeirra eru hreinlega fáránleg. Íslendingar eru nú ekki undarlegum rúmum ókunnir enda sennilega átt heimsmetið í flestum vatns- rúmum miðað við höfðatölu í heiminum. DV tók saman nokkur stórfurðuleg rúm. kynleg Rúm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.