Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2009, Blaðsíða 22
Svarthöfði er næmur á hin hár-fínu blæbrigði tilverunnar og veit því iðulega hvað klukkan slær og þarf því ekki að reiða sig á spádóma og framtíðarsýn há- skólamenntaðra spekinga og hinna fjölbreyttu greiningardeilda tilverunn- ar. Svarthöfði sá því aldrei ástæðu til þess að taka nokkurt mark á greining- ardeildum bankanna sem voru þegar upp var staðið svo glámskyggnar að þeim var fyrirmunað að sjá fyrir eigin dauða. Eiginlega minna greiningar- deildir hrundu bankanna einna helst á falsspákerlingar sem eru góðar í að giska út í loftið og blekkja þannig auð- trúa sálir en er um leið lífsins ómögu- legt að græða á getraunum eða lottói. Og alltaf verða þær jafn hissa þegar þær lenda undir strætisvagni. Svarthöfði hefur aldrei fallið fyr-ir fréttum miðla og spákerl-inga að handan þótt Svart-höfða hafi dregið hann á stöku miðilsfund í gegnum tíðina. Traust Svarthöfða á eigið brjóstvit bjargaði honum þannig frá því að taka mynt- körfulán og kaupa marmarahöll, jeppa með fellihýsi og 45 tommu flat- skjá í eldhúsið. Svarthöfði var nefni- lega góðu heilli vakandi í eðlisfræði- tímanum í barnaskóla þar sem talað var um orku. Hann veit því að orka verður aldrei til úr engu og þar sem peningar eru ekkert annað en orka vissi Svarthöfði ætíð upp á sína tíu fingur að ofsagróði íslensku pappírs- tígrisdýranna væri bara plat. Því er þó ekki að neita að Svarthöfða fannst svolít-ið fyndið á sínum tíma að íslenskir auðmenn skyldu getað komist inn á Forbes-listann yfir ríkustu menn í heimi. Það var magn- að. Svarthöfði gefur þó ekki túkall fyrir svona Forbes-lista en treystir hiklaust á lista yfir vinsælustu lögin, tónlistar- fólkið og gengisvísitölur kvikmynda- leikara og Parisar Hilton. Þessir listar eru nákvæmlega stilltir taktmælar á gang tilverunnar. Á meðan góðærisgeggjunin var í hámarki var allt mor-andi í frægu fólki á Íslandi. Gerard Butler, Matt Damon, Quentin Tarantino og Eli Roth settu svip sinn á næturlífið og Tarantino hafði svo gaman af því að horfa á Ís- lendinga kveikja í peningum að hann gat ekki stillt sig um að hanga hér fram yfir áramót. Á þessum tíma fór ekkert á milli mála að Ísland var stórasta land í heimi og því ekkert eðlilegra en auðmenn skelltu sér til Kína að horfa á silfur- drengina fara á kostum í ólympíu- keppninni í handbolta. Sigurvíman og trylltur fögnuðurinn yfir því hversu æðisleg og stór við erum var varla runninn af þjóðinni þegar rothöggið kom. Góðærið var feik og við vorum bara ekkert stór, hipp og kúl heldur niðurlægðir aumingjar sem hafa nú mátt í heilt ár staulast með betlistaf um heimsbyggðina. Svarthöfði fær þó ekki betur séð en að nú sjái fyrir endann á þessari niðurlægingu og að landið sé byrjað að rísa. Við losnum sennilega við Icesave-dell- una úr umræðunni á næstunni og getum farið að byggja upp á ný þótt einhverjir boltastrákar á stuttbuxum og veruleikafirrtir framsóknarmenn virðist enn vera í Kína-vímu síðan í ág- úst 2008 og standi í þeirri meiningu að við séum enn stórust í heimi og í stakk búin til að fara í slag við Hollendinga og Breta. Hver heilvita maður sér auð- vitað að gjaldþrota þjóð sem á hvorki skriðdreka né kafbát verður óhjá- kvæmilega beygð í duftið. Þrátt fyrir Icesave-niðurlæg-inguna og óbragðið sem henni fylgir erum við á upp-leið en það sést best á því að fræga fólkið er farið að láta sjá sig á ný. Allt byrjaði þetta á því að ljósgjaf- inn Yoko kom til landsins og aldrei þessu vant fylgdu ekki hörmungar í kjölfarið. Þetta var góður fyrirboði og ekki spillti fyrir að sagan segir að gleðiglyðran Lindsay Lohan hafi verið í föruneyti Yoko. Ef Lindsay nennir að koma hingað þá erum við að komast aftur á kortið. Og svo flaug sjálfur John Travolta hingað um helg- ina, staldraði við og borðaði góðan mat. M eira er ekki um þetta að segja. Þetta er allt að koma. Þetta er allt að koma Spurningin „Já, það eru fleiri mat- hákar heldur en ég,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar. Í viðtali við DV í gær kom fram að hver fangi fær 1.300 krónur á dag til hráefniskaupa. Á það að duga fyrir mat og hreinlætisvörum. Taldi Páll ekki svigrúm til þess að lækka þessa upphæð miðað við núverandi árferði. eru fangar miklir mathákar? „Ég hef nú gert annað eins.“ Bubbi Morthens sem hvetur Friðrik Ómar til að leiðrétta útgáfu hans af laginu Rómeó og Júlía sem nú hljómar á útvarpsstöðvunum. Bubbi segist sjálfur hafa þurft að gera slíkt. – Fréttablaðið „Hefði verið fínt að fá smá tilbreytingu.“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari um að hann sé orðinn þreyttur á því að mæta Frökkum en Ísland leikur gegn liðinu í undankeppni HM. – Fréttablaðið „Breiðavík hvað?“ Segir Mummi í Götusmiðjunni en hann segir íslenska ríkið engan áhuga hafa á því að hjálpa íslenskum ungmennum í vanda. Ofbeldið í dag felist í aðgerðaleysi embættismanna sem sinna ekki málunum. Hann hefur horft á eftir ófáum krökkum í gröfina. – DV „Greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið.“ Gunnar Tómasson hagfræðingur sem varar íslenska ríkið við gífurlegum erlendum skuldum miðað við þjóðarframleiðslu og að verði aðgerðaáætlun ekki breytt fari þjóðarbúið í þrot. – DV.is „Fordæmir skilyrðislaust og með skýrum hætti það ofbeldi.“ Ríkisstjórn Íslands sem fordæmir aðsúg að heimilum fólks í mótmælaskyni. Gott að vita til þess að ríkisstjórnin gefi sér tíma til að sinna þeim málefnum sem brýnust eru. – mbl.is Far í friði, séra Gunnar Leiðari Séra Gunnar Björnsson, sóknarprest-ur á Selfossi, er hlýr maður. Svo hlýr er hann að fimm stúlkur úr söfnuði hans telja sig vera brenndar af sam- skiptum við hann. Stúlkurnar fimm kærðu séra Gunnar fyr- ir kynferðislega áreitni eftir að hann „faðm- aði þær og kyssti“. Í dómsniðurstöðu kem- ur fram lýsing stúlknanna á upplifun þeirra af framferði séra Gunnars. Þær lýsa slæmri líðan sinni vegna ítrekaðra faðmlaga og kossa sóknarprestsins. Það skal tekið fram að séra Gunnar var sýknaður í héraðsdómi og Hæstarétti og telst saklaus af ásökunum um kynferðislega áreitni. Engu að síður lýsa stúlkurnar þeirri líðan sinni, að þær hræð- ist að mæta sóknarprestinum úti á götu og að málið hindri nætursvefn. Undirritaður var fermdur af séra Gunn- ari og hefur ekkert undan honum að kvarta. Framkoma hans er elskuleg og hann geislar af kærleika, nánast af þokka heilagleikans. Séra Gunnar sýnir kærleika sinn með því að faðma og kyssa konur sem karla, unga sem aldna. Hins vegar verður hann að átta sig á því að sú tilfinning stúlknanna ein og sér að hann hafi gengið fram af þeim er mikilvæg- ari áframhaldandi störf- um hans á Selfossi. Sakleysi séra Gunn- ars útilokar ekki að hann eigi að víkja. Stúlkunum líður illa, og enn verr við að séra Gunnar neiti að hlýða tilmælum biskups um að yfirgefa sóknina. Og nú er svo komið að sóknin er klofin. Aðeins einn maður getur höggv- ið á hnútinn og lægt öld- urnar í sókninni. Það er séra Gunnar, sami maður og hefur skyldu til þess. Prestur á ekki að stuðla að ófriði, heldur stilla til frið- ar. Prestur á að sameina, ekki sundra. Hafi Gunn- ar gengið of langt verður hann að víkja. Sé hann hins vegar fullkom- lega saklaus verður hann samt að víkja og bjóða hinn vangann, eins og Jesús. Í fermingarfræðslu séra Gunnars ræddi hann um týnda sauðinn. Í dæmisögunni yfirgefur fjárhirðirinn hjörð sína til þess eins að endur- heimta einn, sem hafði aðskilið sig frá henni. Úr hjörð séra Gunnars týnd- ust fimm stúlkur. Hann náði ekki að endurheimta þær. Í stríði sínu um rétt- læti tvístrar séra Gunnar hjörðinni og klýfur hana í tvær fylkingar. Séra Gunnar vill ef- laust vel, en nú er stundin runnin upp fyrir hann að yfirgefa hjörð sína, sauð- anna vegna. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Nú er stundin runnin upp fyrir hann að yfirgefa hjörð sína, sauðanna vegna. bókStafLega 22 miðvikudagur 21. október 2009 umræða Sandkorn n Drungalegt hefur verið yfir Mogganum undanfar- ið í kjölfar auglýsingafalls og lesendaflótta. En öll él stytt- ir upp um síðir. Nú heyrist að sjálfur Styrm- ir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri, hafi undirgeng- ist að skrifa aðsendar greinar í sitt gamla blað og reyna þannig að snúa óheillaþróuninni við. Styrmir er goðsögn í heimi fjölmiðlafólks. Hann gerði sitt til þess að opna Morgunblað- ið fyrir margvíslegum við- horfum. Sjálfur er hann hvað þekktastur fyrir hatramma baráttu um árabil gegn kvóta- kerfinu. Flóttinn frá Moggablogginu heldur áfram en nú hefur fem- ínistinn vaski Sóley Tómas- dóttir, sem bloggað hefur á mbl.is við nokkrar vinsældir, fært sig um set. Hún segist í kveðjufærslu hafa oft velt því fyrir sér á bloggferlinum hvort mbl.is hafi verið rétti vettvang- urinn fyrir hana og nú hafi hún ákveðið að koma skoðun- um sínum á framfæri á eigin vegum í framtíðinni. Sóley er þegar byrjuð að blogga á sinni eigin síðu, www.soleytomas- dottir.is. Það verður skarð fyrir skildi þegar Helgi Seljan hættir fastri viðveru í Kastljósinu. Helgi flytur til Ak- ureyrar um áramótin og hefur þar störf hjá svæðisút- varpinu. Hann hætt- ir þó ekki alveg hjá Kastljósinu því reiknað er með að hann verði með innslög á sínum gamla stað milli þess að hann flytur Norðlendingum fréttir af atburðum í héraði. Prófkjörsbaráttan hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík er að komast á fulla ferð. Margir eru efins um Gísla Martein Baldursson sem mun reyna að halda öðru sætinu. Vandi Gísla er sá að hann hefur ekki ræktað bakland sitt og er dálítið á flæðis- keri. Meðal þeirra sem skorað er á að taka slaginn um annað sætið er Kjartan Magnússon borg- arfulltrúi. Styrkur hans er að vera duglegur og óumdeildur. Það er því allt eins líklegt að hann nái að skjótast upp fyrir Gísla Martein. Þá er ólíklegt að draumur Júlíusar Vífils Ingvarssonar um að ná öðru sætinu rætist. Hann gæti allt eins dottið út ef baráttan æxl- ast þannig. LynghÁLs 5, 110 ReykjaVÍk Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: DV.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.